Fréttablaðið - 13.05.2016, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.05.2016, Blaðsíða 22
Nú líður að sumri og brátt lýkur skólaárinu í grunn-skólum landsins. Í mörgum skólum er nú þegar farið að undir- búa komandi skólaár og jafnvel búið að gefa út lista yfir þau náms- gögn sem þurfa að vera tiltæk að hausti og foreldrar þurfa að útvega. Það að foreldrar kaupi að hausti hluta námsgagna barna sinna hefur lengi verið hefð í íslenskum grunn- skólum sem hefur ekki verið aflögð þrátt fyrir að Ísland hafi staðfesti aðild að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 1990 og lögfest sátt- málann árið 2013. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga öll börn rétt á grunnmenntun án endurgjalds og ekki má mis- muna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Öll gögn sem skólinn gerir ráð fyrir að nemandi hafi tiltæk vegna skólagöngu sinnar og menntunar ætti skólinn því að útvega, hvort sem um er að ræða ritföng, pappír eða annað. Grunn- skólalögin eru ekki í samræmi við Barnasáttmálann að þessu leyti, þar sem í 31. gr. laganna er heimild fyrir skólanna að krefjast greiðslu fyrir ákveðin gögn. Síðastliðið haust sendu Barna- heill – Save the Children á Íslandi frá sér áskorun til ríkis og sveitar- félaga um að tryggja öllum börnum gjaldfrjálsa grunnmenntun. Sam- tökin hvöttu þingmenn til að beita sér fyrir lagabreytingum sem tækju af öll tvímæli um að gjaldtaka væri óheimil og hvöttu sveitarfélög til að setja skýrar reglur þar að lútandi. Mismunandi kostnaður eftir skólum Töluverð umræða varð í sam- félaginu í kjölfar áskorunar Barna- heilla og margir tóku undir hana. Samband íslenskra sveitarfélaga framkvæmdi í framhaldinu laus- lega athugun á kostnaði nemenda vegna námsgagna. Skoðaður var kostnaður nemenda í 1., 4., 6., 8. og 10. bekk í u.þ.b. 100 grunnskólum af öllu landinu. Verðlagning eins fyrir- tækis var höfð til hliðsjónar. Athug- unin leiddi í ljós mjög mismunandi kröfur skólanna um nauðsynleg gögn nemenda og þar af leiðandi afar mismunandi kostnað. Í 1. bekk var lægsta upphæðin 900 krónur og sú hæsta 12.000, í 4. bekk var sú lægsta 400 og sú hæsta 10.900, í 6. bekk 1.800 og 14.000, í 8. bekk 3.500 og 22.300 og í 10. bekk var kostnað- urinn minnst 3.100 krónur og mest 22.100. Gífurlegur munur er því á þeim kostnaði sem foreldrar bera á námi barna sinna eftir skólum og mismunun þar af leiðandi mikil. Foreldrar sem eru með þrjú börn í grunnskóla gætu þurft að greiða allt frá fáeinum þúsundum til tuga þúsunda fyrir námsgögn að hausti. Slíkt er algjörlega óásættanlegt í samfélagi þar sem grunnskóli á lögum samkvæmt að vera gjaldfrjáls og getur verið þungur baggi fyrir marga foreldra. Þess má þó geta að sum sveitarfélög og skólar láta for- eldra ekki greiða fyrir námsgögn og er það til fyrirmyndar. Barnaheill skora á stjórnvöld Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja ítreka áskorun sína frá haustinu 2015 um að að 31. gr. grunnskólalaga verði breytt og tekið verði fyrir alla gjaldtöku, þannig að grunnskólinn verði í raun gjaldfrjáls eins og kveðið er á um í barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna. Þann- ig verði börnum ekki lengur mis- munað hvað þetta varðar eða vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Núverandi fyrirkomulag felur í sér mismunun fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Barnaheill vilja jafnframt hvetja stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög að setja skýrar reglur um að óheim- ilt sé að krefja foreldra um innkaup á gögnum, greiðslu fyrir gögn sem nota á vegna skólagöngu barnanna eða fyrir aðra starfsemi á vegum skóla. Barnaheill hvetja alla grunn- skóla landsins til að finna leiðir til að uppfylla markmið aðalnámskrár um menntun barnanna, án þess að krefja foreldra um greiðslu á hluta námsgagnanna. Gerum grunnskól- ann gjaldfrjálsan í raun og virðum þannig þau réttindi sem öll börn eiga samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og tryggjum jafnframt að börnum sé ekki mis- munað vegna stöðu þeirra eða for- eldra þeirra. Innkaupalistar grunnskólabarna samræmast ekki lögum Áfengisvandi kemur niður á líðan, samskiptum við sitt nánasta fólk og tækifærum í lífinu. Oft hef ég heyrt frá sjúk- lingum á Vogi að undanfari inn- lagnar hafi verið þessi hræðilega líðan, „ég var að gefast upp“. Öng- strætið sem margir rata í getur birst hægt og hljótt, en þegar þangað er komið, er hættuástand. Einhverjir grípa til örþrifaráða og skrefið til aðstoðar er oft tekið á krossgötum í lífi einstaklingsins. Dæmi um slíkar krossgötur þar sem áfengisvandi getur verið hluti vandans eða meginorsök hans, eru að við blasi hjónaskilnaður/sam- bandsslit eða atvinnumissir eða breyting á umgengni við börnin eða þunglyndi/kvíði eða lífsleiði eða persónuleg vonbrigði önnur. Sjálfsvirðingin er lág og skömmin þrúgandi. Þegar áfengisvandi er annars vegar, er umræðan um hann oft erfið. Aðstandendur geta forðast að minnast á hann, efast um hvort vandinn sé raunverulegur, vilja ekki búa til ósætti eða móðga. Sá sem á vandann, forðast líka umræðuna, hylmir yfir, gerir lítið úr vandanum, viðrar ekki áhyggjur sínar af honum, ætlar að laga þetta áður en allt fer í óefni. Þannig er oft komið að kross- götum og einstaklingurinn að gef- ast upp, án þess að hafa nokkurn tíma leitað aðstoðar. Það má koma til hjálpar með margs konar inn- gripum, en fyrsta skrefið er að tala um vandamálið. Oft hugsa ég, hvernig er hægt að hjálpa til þannig að sem fæstir þurfi að fara alla leið inn í öngstrætið áður en ákvörðunin er tekin, að leita sér hjálpar. Það þarf að vera „auðvelda valið“ að leita sér hjálpar. Samtal um persónulegan vanda er alltaf erfitt, en líka svo mikilvægt. Hvort sem um er að ræða áfengis- sýki, fíknsjúkdóminn, eða ekki, þá er alltaf mikilvægt að ræða áfengis- vanda ef einhver telur aðstandanda sinn eða sig sjálfan hafa hann. Við höfum síðan leiðir til að greina vandann, skima fyrir fíkn og með- höndla ef sú er raunin. Batinn, hugrekkið og ábyrgðin er allt um kring Við erum oft umvafin frásögnum af sorgarsögum og ásökunum og fordómum. Minna heyrist af bata- sögum, hugrekki og ábyrgð, sem þó eru allt um kring. Það er skömmin sem vofir enn þá yfir þessum sjúk- dómi sem fíknsjúkdómurinn er, jafnvel þótt við vitum að hann er líffræðilegur og ekki valinn. Hann er algengur og hrjáir karla og konur, ríka og fátæka, af öllum mennt- unarstigum og með alla mögulega samhliða sjúkdóma eða enga. Sjúk- dómur sem hrjáir venjulegt fólk. Ég verð daglega vitni að því í minni vinnu sem læknir á Vogi, hve fljótt getur skipt úr vonleysi í von, og úrræðaleysi í áform, og lífsleiða í lífs- löngun. Að gangast við áfengisvand- anum og taka ábyrgð til að draga úr afleiðingum hans er oft nægjanlegt til að breyta þessari líðan. Margir segja á Vogi „ég hefði átt að koma hér fyrir mörgum árum“. Verkefnið sem kemur síðan í framhaldi ef um er að ræða fíkn- sjúkdóm, er langvinnt og smátt og smátt má ná tökum á honum, með bata á ýmsum stigum. En byrjum á byrjuninni, ræðum áfengisvandann, ekki gefast upp, heldur leitum aðstoðar. Ekki gefast upp! Flest vitum við hvers vegna haldið er upp á jól og páska að kristnum sið. Hvort sem við teljum okkur trúuð eða ekki. Á jólum fögnum við kristnir menn fæðingu Jesú. Á páskum gleðjumst við yfir upprisu hans, sigri hans á dauðanum sem gefur okkur von um eilíft líf okkur til handa. En hvað með hvítasunnu? Hvers vegna höldum við upp á hvítasunnuna? Ég heyrði einu sinni mann svara þess- ari spurningu svona, þegar hann var spurður af fréttamanni á förnum vegi um inntak hvítasunnu: „Hvíta- sunnan er svona mikil hátíð, því þá höfum við heila þrjá daga í frí til að djamma.“ Og vissulega hafði hann á réttu að standa hvað það varðar að það er mikið djammað um þessa fyrstu ferðahelgi ársins eins og hún er kölluð. En minna er spáð í hvers vegna hátíðin er haldin. Ætli flestir séu búnir að gleyma því? Alla vega gleyma því að hér sé á ferðinni þriðja stærsta hátíð kristninnar. Tómir kirkjubekkir víða um þessa hátíð virðast benda til þess. Nema þar sem fermingar fara fram. En hvað er þá hvítasunna sam- kvæmt kristinni trú og hvers vegna köllum við hana þriðju stærstu hátíð kirkjunnar? Meðal annars er hún vor- og sumarhátíð kristinnar kirkju. Um hvítasunnu fögnum við sumri og lofum Guð fyrir stuðning hans um langa vetrardaga. Tilveran öll rís upp þessa daga. Lífið hefur sigrað dauðann. Það sjáum við allt í kringum okkur. Veturinn er á enda og sumarið knýr dyra. Sólin lýsir upp landið okkar allan sólarhringinn. Við þökkum Guði allt þetta og biðjum hann að vera með okkur á komandi sumri. Árstíðirnar allar hvíla í hendi hans. Íslendingar hafa löngum beðið vorsins með óþreyju. Langar skamm- degisnætur og enn lengri útmánuði horfa menn löngunaraugum fram til komandi sumars. Fögnuðurinn er að sama skapi ósvikinn þegar sumarið rennur upp yfir landið. Bestu mán- uðir ársins fara í hönd með blóm í haga, sæta langa sumardaga. Allt þetta undirstrikar hvítasunnan. Annar strengur hvítasunnunnar tengist upphafi kirkjunnar. Þau heimstrúarbrögð, sem ganga undir samheitinu kristni og teygja sig nú í einhverri mynd til allra landa á jörðu, voru stofnuð á hvítasunnudag. Hvítasunnudagur er fæðingardagur kirkjunnar, afmælishátíð hennar ár hvert. Hvítasunna er beintengd páskum, upprisuhátíðinni. Megin- hluta þeirra sjö vikna, sem liðu frá páskum til hvítasunnu gekk hinn upprisni Drottinn Jesús Kristur um meðal lærisveina sinna, birtist þeim ítrekað og styrkti þá í trúnni. Fjörutíu dögum eftir páska ávarpaði hann lærisveina sína og sagði: „Þér skuluð skírðir verða með heilögum anda nú innan fárra daga.“ Þegar hann hafði þetta mælt, varð hann upp numinn að þeim ásjáandi. Tíu dögum síðar voru lærisveinarnir allir saman komnir. Þá urðu þau tíðindi, sem nefnd eru „hvítasunnuundrið“. Sama dag talaði Pétur postuli til mik- ils mannfjölda sem dreif að, er gnýr heyrðist af himni og tungutal kvað við. En þeir sem veittu orði Péturs viðtöku voru skírðir, og þann dag bættust við um þrjú þúsund sálir, eins og í Postulasögunni segir. Þann- ig varð kirkja Krists til. Kirkjan rekur því ekki upphaf sitt til verka manna. Þó kirkjustofnunin vilji nú oft verða býsna mannleg og breyskleg í starfi sínu og verki, þá er það aðeins önnur hlið hennar sem þannig birtist. Sterkasta skjólið Hvað það var, sem raunverulega hratt af stað þessari viðburðarás hinn fyrsta hvítasunnudag, hefur verið mönnum íhugunarefni á öllum öldum. Þar er hinn þriðja streng hvítasunnunnar að finna. Postul- arnir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla, segir í Postulasögunni. En hver er þessi kraftur sem Postulasagan talar um og kallar heilagan anda? Jú, það er þessi sami andi Guðs sem hvíslar að þér í einrúmi bænarinnar, lætur þig verða varan við nærveru sína á förnum vegi og hrífur þig í náttúr- unnar ríki. Og þetta er erindi heilags anda við okkur. Þetta er hið eiginlega hvítasunnuundur í lífi allra krist- inna manna á þessari helgu hátíð og hverja stund árið um kring. Vegna nálægðar andans í lífi og starfi sérhvers kristins manns, þá felur hvítasunnan í sér enn einn sterkan streng. Það er hvatningin til að lifa lífi sínu í ljósi þess að við erum hvert og eitt kölluð til hins nýja samfélags sem andinn stýrir. Hvar sem andinn kallar okkur til verka í heiminum, eigum við ekki að skorast undan heldur ganga fram í eldmóði, í heilögum anda. Í heimi þar sem myrkrið á margan hátt fer vaxandi, eiginhagsmunasemin og peninga- veldið ræður ríkjum og enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér er þessi boðskapur besta vörnin og sterkasta skjólið. Hvítasunnan – hvað er nú það? Samkvæmt Barnasáttmál- anum eiga öll börn rétt á grunnmenntun án endurgjalds og ekki má mismuna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Öll gögn sem skólinn gerir ráð fyrir að nemandi hafi tiltæk vegna skólagöngu sinnar og menntunar ætti skólinn því að útvega, hvort sem um er að ræða ritföng, pappír eða annað. Í heimi þar sem myrkrið á margan hátt fer vaxandi, eiginhagsmuna- semin og peningaveldið ræður ríkjum og enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér er þessi boðskapur besta vörnin og sterkasta skjólið. Þórhallur Heimisson sóknarprestur Breiðholtskirkju Margrét Júlíua Rafnsdóttir verkefnastjóri hjá Barnaheillum - Save the Children á Íslandi Valgerður Rúnarsdóttir læknir hjá SÁÁ, yfirlæknir á Sjúkrahúsinu Vogi 1 3 . m a í 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U R22 S k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.