Fréttablaðið - 13.05.2016, Page 29

Fréttablaðið - 13.05.2016, Page 29
Vegna smæðar Diamond Suites getum við lagt okkur persónulega fram við að þjónusta hvern einasta gest. Frá því að gesturinn kemur í innritun reynum við að greina hvað það er sem hann sækist eftir og uppfyllum það. Steinþór Jónsson Komdu á Reykjanes 13. maí 2016 Kynningarblað Hótel Keflavík| Northen Light Inn | Grindavíkurkaupstaður | Beint úr sjó | Keilir | Hótel Núpan | Vísir hf. | SIGN | GeoSilica Diamond Suites er lúxus boutique hótel staðsett á efstu hæð Hótels Keflavíkur og býður upp á einstak- ar svítur sem hver og ein er hönn- uð með sér karakter og þema, ein- ungis með gæðabúnaði. „Svíturnar eru algjörlega afmarkaðar og ekki aðgengilegar öðrum gestum. Hing- að koma gestir sem vilja vera í ró og næði og njóta þess besta sem býðst,“ segir Steinþór Jónsson hót- elstjóri. „Við leggjum gríðarlega áherslu á upplifun gesta en hún næst ekki einungis fram með lúx- usherbergjum heldur einnig með framúrskarandi þjónustu. Vegna smæðar Diamond Suites getum við lagt okkur persónulega fram við að þjónusta hvern einasta gest. Frá því að gesturinn kemur í inn- ritun reynum við að greina hvað það er sem hann sækist eftir og uppfyllum það.“ Hágæða hönnun „Við byrjuðum að þróa hugmynda- fræðina á bak við Diamond Su- ites fyrir þremur árum. Þó að í Diamond Suites séu ekki margar svítur hafa framkvæmdirnar inn- andyra tekið eitt og hálft ár. Þar sem smáatriði voru í forgrunni og hvert rými sérhannað ákváðum við að gefa okkur tíma til þess að full- komna hönnunina,“ segir Steinþór. „Við höfum til að mynda flutt mikið af húsgögnum inn sjálf og í sam- starfi við innlendar verslanir, þar sem úrvalið af lúxushúsgögnum á Íslandi er ekki eins mikið og ger- ist erlendis. Í einni svítunni erum við með rúmgafl úr hvítu leðri, skreyttan Swarovski-kristöllum. Í annarri með handútskorinn gafl frá spænsku fyrirtæki en það ferli tók 12 vikur svo dæmi séu tekin.“ Hvert herbergi er einstakt en þó er boðið upp á ákveðin stöðl- uð þægindi eins og Bang&Oluf- sen flatskjái, Apple TV, lúxus bað- tæki frá Duravit, Versace flís- ar og fleira. Á Diamond Suites er setustofa sem skartar glæsilegu Chesterfield-sófasetti, arni og borðstofu. Stofan er skreytt lista- verkum eftir þekkta listamenn, innlenda sem erlenda. Í stofunni er veglegur morgunverður reidd- ur fram eftir óskum gesta og þá skiptir ekki máli hvort þeir eru á leið í flug klukkan fimm að morgni eða vilja sofa út til klukk- an tólf. Við framreiðum eftir þeirra óskum og þörfum.“ Stærsta hótelsvíta landsins Við bjóðum einnig upp á þann ein- staka möguleika að leigja Diamond Suites hæðina alla sem eina 280 fermetra svítu. Hún er þá stærsta hótelsvíta á Íslandi með 30 fer- metra svölum og tveimur heitum pottum. Í þeim pakka fylgir einka- dyravörður, Range Rover með bíl- stjóra sem og möguleiki á einka- kokki og einkaþjálfara. Í tengslum við Diamond Suites erum við með glæsilegan veitingastað, KEF res- taurant þar sem meistarakokkurinn Jenný Rúnarsdóttir ræður ríkjum sem og líkamsræktarstöðina Lífstíl sem er tæplega 700 fermetra stöð. Bæði líkamsræktarstöðin og veit- ingastaðurinn tengjast beint úr lyft- unni fyrir gesti staðarins. Diamond Suites verður opnað formlega 17. maí en þá verður Hótel Keflavík 30 ára. „Diamond Suites er reist á grunni Hótels Keflavíkur sem við stofnuðum með foreldrum mínum, Unni Ingunni Steinþórsdótt- ur og Jóni William Magnússyni,“ segir Steinþór Jónsson hótelstjóri. „Hótel Keflavík hefur frá upphafi verið rekið af sömu fjölskyldunni. Við förum því af stað í þetta verk- efni með 30 ára reynslu á bakinu.“ Fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi Diamond Suites á Hótel Keflavík verður opnað þann 17. maí á þrjátíu ára afmæli hótelsins. Diamond Suites er fyrsta fimm stjörnu hótelið á landinu og tekur á móti gestum sem vilja nóta þess besta sem býðst. Steinþór Jónsson hótelstjóri segir mikið lagt upp úr hágæðaþjónustu. „Við leggjum gríðarlega áherslu á upplifun gesta en hún næst ekki einungis fram með lúxusherbergjum heldur einnig með framúrskarandi þjónustu,“ segir Steinþór Jónsson hótelstjóri. mynDir/Hótel KeFlaVÍK Diamond Suites þjónustar gesti sem vilja vera í ró og næði og njóta þess besta sem sem býðst. Á Diamond Suites er setustofa sem skartar glæsilegu Chesterfield-sófasetti, arni og borðstofu. Stofan er skreytt listaverkum eftir þekkta listamenn, innlenda sem erlenda. Hver svíta hefur sín séreinkenni og er útbúin hágæða hönnun. „Í einni svítunni erum við með rúmgafl úr hvítu leðri, skreyttan Swarovski-kristöllum. Í annarri með handútskorinn gafl frá spænsku fyrirtæki.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.