Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.05.2016, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 13.05.2016, Qupperneq 32
Sjóarinn síkáti er mjög mikilvægur fyrir bæjarbraginn og stemn- inguna í bænum. Hverfin taka sig til og skreyta og það verður keppnis- stemning í bænum. Róbert Ragnarsson Bæjarhátíðin Sjóarinn síkáti held- ur upp á 20 ára afmæli í ár en há- tíðin er afar mikilvæg fyrir Grind- víkinga að sögn Róberts Ragnars- sonar, bæjarstjóra Grindavíkur. Hann segir dagskrána í ár glæsi- legri en nokkru sinni fyrr, bæði vegna afmælis hátíðarinnar en líka vegna 60 ára afmælis Sjó- manna- og vélstjórafélagsins sem kemur veglega að hátíðinni sem fyrr. „Sjóarinn síkáti er mjög mikil- vægur fyrir bæjarbraginn og stemninguna í bænum. Hverfin taka sig til og skreyta og það verð- ur keppnisstemning í bænum. Allir leggjast á eitt við að gera bæinn snyrtilegan fyrir hátíðina og taka vel á móti gestum. Fjölmargir gestir heimsækja okkur yfir há- tíðina til að upplifa fjölskyldu- væna og góða stemningu. Verslun og þjónusta blómstrar og allir eru ánægðir. Á sjálfan sjómannadag- inn heiðrum við íslenska sjómenn og fjölskyldur þeirra með falleg- um og hátíðlegum hætti.“ Sjóar- inn síkáti er yfirleitt fyrsta bæj- arhátíð sumarsins og það sem að- greinir hana frá öðrum hátíðum er tengingin við hafið og að bæjarbú- ar eru bjóða gestum til sín að sögn Róberts. Margir ferðamenn Ferðamenn eru duglegir að heim- sækja Grindavík og nágrenni bæj- arins allt árið, ekki bara yfir há- sumarið. „Hingað koma ferðamenn til að upplifa Bláa lónið, náttúruna í Reykjanes Geopark og mannlífið. Innlendir ferðamenn eru í aukn- um mæli að koma í dagsferðir til Grindavíkur og fara m.a. í göngu- ferðir um Þorbjörn eða Hópsnes- hringinn. Að lokinni útivist fara flestir í Bláa lónið eða í sund og fá sér eitthvað að borða á einhverju þeirra tíu kaffi- og veitingahúsa sem eru í Grindavík.“ Mikil tækifæri felast auk þess í Reykjanes Geopark fyrir Grind- víkinga að sögn Róberts. „Reykja- nesið allt hefur fengið vottun sem UNESCO Global Geopark. Það undirstrikar sérstöðu svæðisins í jarðfræðilegu tilliti, en hér er hægt að skoða flekaskil Ameríku og Evrasíu auk fjölmargra jarð- minja á tiltölulega stuttum tíma.“ Hann segir markmið Reykja- nes Geopark að nýta vottunina til að ná til fleiri ferðamanna sem hafa áhuga á náttúrunni og skapa þannig virðisauka fyrir fyrirtæk- in á svæðinu. „Reykjanes Geopark er líka í forsvari fyrir uppbygg- ingu ferðamannastaða á svæðinu sem gagnast öllum vel. Í sumar er áherslan á svæðið við Reykja- nesvita og Brimketil. Dagana 6. til 12. júní verður Geopark-vika, til að vekja athygli á hugmynda- fræðinni og því sem er að gerast hér á svæðinu.“ Fjölskylduvænn bær Það er ekki bara stórbrotin nátt- úra og skemmtileg bæjarhátíð sem gera Grindavík að góðum stað að sögn Róberts. „Grindavík er sér- staklega fjölskylduvænt samfélag með sterka íþróttahefð. Hér þarf ekki að skutla á æfingar eða í tóm- stundir og æfingagjöld eru með þeim lægstu á landinu. Atvinnulíf- ið er mjög öflugt og næga atvinnu að fá, sérstaklega í sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Að sama skapi er mjög stutt að sækja atvinnu og þjónustu á höfuðborgarsvæðið eða í önnur sveitarfélög á Reykjanesi. Hér er útsvar og fasteignaskattar með því lægsta á landinu og þjón- ustuframboð mjög gott en Grinda- víkurbær er eitt stöndugasta sveit- arfélag landsins.“ Fjölskylduvænn bær Grindavík er fjölskylduvænt samfélag með sterka íþróttahefð. Undanfarna tvo áratugi hefur bærinn staðið fyrir bæjarhátíðinni Sjóaranum síkáta. Ferðamenn eru duglegir að heimsækja bæinn allt árið um kring og bæjarlífið er í miklum blóma. Litfögur stemning á Sjóaranum síkáta. Mynd/Siggeir F. ævarSSon róbert ragnarsson, bæjarstjóri í grindavík. grindavík er góður bær, umvafinn stórbrotinni náttúru á alla vegu. Mynd/ozzo Velkomin á Kálfatjarnarvöll Er þetta eitthvað fyrir þig og þína? • Fjölskylduvænt golf í rólegu og fallegu umhverfi • Aðeins 15 mín akstur frá höfuðborgarsvæði • Auðvelt að fá rástíma - ekkert stress Golfklúbbur Vatnsleysustrandar - sími 4246529 / 8214266 - gvsgolf.is - gvsgolf@gmail.com Kynntu þér málin á gvsgolf.is VONMATHUS.IS S: 583 6000 STRANDGATA 75 220 HAFNARFJÖRÐUR KoMdu á reyKjaneS Kynningarblað 13. maí 20164
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.