Fréttablaðið - 13.05.2016, Síða 37

Fréttablaðið - 13.05.2016, Síða 37
GeoSilica var stofnað af Fidu Abu Libdeh og Burkna Pálssyni árið 2012 út frá lokaverkefnum þeirra í orku- og umhverfistæknifræði í Keili og Háskóla Íslands, en leið- beinandi þeirra í verkefnunum, Egill Einarsson efnaverkfræðing- ur og kennari við Keili, kom líka að stofnuninni. GeoSilica hlaut verkefnis- styrk frá Tækniþróunarsjóði árið 2013 sem tryggði því 30 milljónir króna til þriggja ára og 10 millj- óna króna markaðsstyrk til eins árs árið 2016. Markmið geoSilica er að nýta þá að mestu ónýttu auð- lind á Íslandi sem eru steinefni í því mikla magni af jarðhitavatni sem fellur til í jarðvarmavirkj- unum á Íslandi. Fyrirtækið nýtir jarðhitakísil í vatninu til að þróa og framleiða heilsuvörur byggð- ar á kísil. Viðskiptahugmynd geo- Silica hefur hlotið margvísleg verðlaun frá stofnun fyrirtækisins og má þar helst nefna að geoSilica var í topp 10 úrslitum frumkvöðla- keppninnar Gulleggsins árið 2014. Fyrirtækið sjálft hefur svo einnig hlotið margvíslegar viður- kenningar og var til að mynda ný- lega valið „Best Bootstrapped“ fyrirtæki í Íslandskeppni Nordic Startup Awards og var Fida valin „Founder of the Year“ í sömu keppni. GeoSilica og Fida verða því fulltrúar Íslands í aðalkeppni Nordic Startup Awards í þess- um flokkum. Þess má svo geta að framkvæmdastýra fyrirtækisins, Fida Abu Libdeh, var valin Suður- nesjamaður ársins 2014. Hún segir eina af forsendum velgengni geoSilica vera þann mikla stuðning sem fyrirtæk- ið hefur hlotið á Suðurnesjum í formi styrkja frá Uppbyggingar- sjóði Suðurnesja og ýmiss annars konar beins stuðnings frá fyrir- tækjum á svæðinu ásamt góðum aðbúnaði í frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú. „Það hefur verið gott að vera á Suðurnesjum.“ Í dag er geoSilica með framleiðslu sína við Hellisheiðarvirkjun og er í góðu samstarfi við Orku náttúr- unnar, rekstraraðila virkjunar- innar sem hefur veitt fyrirtækinu ómetanlegan stuðning. „Við erum mjög þakklát fyrir allan þann stuðning sem Suðurnesin hafa veitt okkur í gegnu árin,“ segir Fida Abu Libdeh. GeoSilica setti fyrstu vöru sína á íslenskan markað í lok árs 2014 eftir tveggja ára rannsóknir. Varan er kísilsteinefni í formi svif- lausnar og er selt í 300 millilítra flöskum. Kísill er nauðsynlegur líkama okkar til að styrkja band- vef, en hann er að finna í húð, bein- um, brjóski, liðum og æðakerfi svo eitthvað sé nefnt. Kísillinn styrkir beinin með því að auðvelda stein- efnasöfnun í þau og minnka niður- brot þeirra. Dagleg inntaka kísils getur minnkað líkur á beinþynn- ingu. Hann gerir æðar sterkari og teygjanlegri og gerir húðinni kleift að haldast heilbrigðri og fal- legri, ásamt hári og nöglum. Varan fæst í dag á yfir 100 útsölustöðum um allt land. Dreifingaraðili geoSi- lica á Íslandi er Heilsa ehf. Hjá geoSilica starfa fimm starfsmenn og meirihluti starfs- fólks eru konur. Allir starfsmenn geoSilica eru búsettir á Suðurnesj- um. Fyrirtækið stefnir að því að skapa að minnsta kosti sautján fag- leg störf á næstu tveimur árum. Þá er markaðssetning erlendis í full- um undirbúningi og stefnir fyrir- tækið á að vera komið á erlenda markaði á þessu ári. Viðræður standa yfir við aðila í þó nokkrum löndum. Það eru frumkraftar íslenskrar náttúru sem setja mark sitt á alla okkar hönnun. Sigurður Ingi Bjarnason Skartgripafyrirtækið SIGN er mörgum kunnugt fyrir framsækna hönnun á skartgripum og nýsköp- un í markaðssetningu. Þrátt fyrir að sköpun SIGN hverfist um skart- gripi þá teygir fyrirtækið líka anga sína til annarra og ólíkra listasviða. „Skartgripir SIGN hafa ratað inn í heim tónlistar, sviðslista og inn í spádómsheima enda höfum við verið í samstarfi við vel þekkta listamenn á borð við leikaraparið Gísla Örn Garðarsson og Nínu Dögg Filipp- usdóttur í Vesturporti, leikarann Ingvar Sigurðsson, Stebba í hljóm- sveitinni Dimmu, Siggu Klingen- berg og söngvarana Selmu Björns- dóttur, Gretu Salóme og Kristján Jóhannsson,“ segir Sigurður Ingi Bjarnason, eigandi og aðalhönnuður SIGN. Slíkir skemmtikraftar prýða gjarnan auglýsingar fyrir tækisins en aðrir kraftar prýða skartgripi SIGN. „Það eru frumkraftar ís- lenskrar náttúru sem setja mark sitt á alla okkar hönnun. Áhrifa þeirra gætir í lögun skartsins sem getur tekið á sig form jökla, eldtungna eða ísnála,“ segir Sigurður Ingi. Í tæru silfrinu birtast jökulrák- ir, jarðsprungur og rúnir sem vísa í hulinn táknheim mannsins. Glæsi- legir steinar í silfurumgjörð taka á sig form jaka í lónum og eldrauðir zirkonsteinar vísa í ólgandi gjall- gíga. Þetta eru birtingarmyndir krafta sem dvelja í fornum faðmi náttúrunnar. Skammt frá verkstæð- inu liggur úfin hraunbreiða þangað sem Sigurður Ingi fer í leit að efni- viði. Hraunmolarnir sameinast silfrinu á heimavelli listamannsins og verða hluti listaverks: Ný fram- rás hraunsins hefst. Framsækin hönnun hjá SIGN Í hraunjaðri Hafnarfjarðar er að finna sindrandi silfur og geislandi steina. Þar sem hafnfirskir sjómenn leggja bátum sínum við bryggju og hafið fer á fjörurnar við Hafnarfjörð, er skartgripafyrirtækið SIGN til húsa. Í faðmi hrauns og sjávar smíðar gullsmiðurinn Sigurður Ingi Bjarnason formfagra skartgripi en hugur gullsmiðsins flæmist um endalausar víðáttur landsins í leit að viðfangsefnum.  Þetta armband er úr Ísnálinni. Ísnálin er með vin- sælustu línum SIGN. Hér má sjá hálsmen og eyrna- lokka úr þeirri línu. Sigurður Ingi Bjarnason, eigandi og aðalhönnuður SIGN. Hér má sjá hálsmen og eyrna- lokka úr skart- gripa- línunni Ham- ingju- hjólinu. Hálsmen og hringur úr línunni „Lucky number seven“ sem vísar í happa- töluna 7. SIGN hefur styrkt marga listamenn í formi skartgripa. Þeirra á meðal er Stefán Jakobsson í Dimmu. Gott að vera á Suðurnesjum GeoSilica er tæplega fjögurra ára sprotafyrirtæki með aðsetur í frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú. Fyrirtækið framleiðir heilsuvörur úr kísil og hefur hlotið fjölda viðurkenninga. Fyrirtækið stefnir að því að skapa að minnsta kosti sautján fagleg störf á næstum tveimur árum. GeoSilica setti fyrstu vöruna á markað í lok árs 2014. Varan er kísilsteinefni í formi sviflausnar og selt í 300 ml flöskum. GeoSilica var nýlega valið „Best Boot- strapped“ fyrirtækið í Íslandskeppninni Nordic Startup Awards og var Fida Abu Libdeh valin „Founder of the Year“ í sömu keppni. Við erum mjög þakk- lát fyrir allan þann stuðning sem Suður- nesin hafa veitt okkur í gegnu árin. Fida Abu Libdeh Kynningarblað KomDu á reYKJANeS 13. maí 2016 9

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.