Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.03.2016, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 14.03.2016, Qupperneq 8
Íslandsstofa og Hönnunarmiðstöð Íslands boða til fundar um hönnun og vörumerkjauppbyggingu (branding) til að auka verðmæti íslenskra matvæla í sölu á erlendum mörkuðum og til erlendra ferðamanna á Íslandi. • Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunar- miðstöðvar Íslands fjallar um gildi hönnunar • Brynhildur Pálsdóttir og Kristín María Sigþórsdóttir, hönnuðir flytja erindi um stefnur og strauma í matar- og upplifunarhönnun • Jakob S. Bjarnason, framkvæmdastjóri Foss Distillery segir frá því hvernig fyrirtækið hefur mótað sér sýn og unnið með hönnun í starfi sínu Á fundinum verða einnig kynntar vinnustofur fyrir matvælafyrirtæki um sama málefni, sem Íslandsstofa mun halda í apríl og maí. Nánari upplýsingar og skráning á vef Íslandsstofu, www.islandsstofa.is eða í síma 511 4000. Fundur fimmtudaginn 17. mars kl. 9 - 10.30 á Bryggjunni brugghúsi, Grandagarði 8 Bandaríkin Donald Trump, frambjóð- andi í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkj- unum, segir að óeirðirnar sem brutust út á framboðsfundi hans í Chicago síð- astliðið föstudagskvöld og á laugardag- inn séu Bernie Sanders, frambjóðanda í forvali demókrata, að kenna. „Þarna voru atvinnumótmælendur í þúsundatali frá Sanders og einnig í minna mæli frá Hillary,“ sagði Trump í þættinum State of the Union á CNN. Sanders hafnaði ásökunum Trumps á sama vettvangi. Hann sagðist vona að stuðningsmenn sínir væru ekki að trufla framboðsfundi en sagði að Trump ætti að líta sér nær þegar kæmi að óeirðunum. „Hann [Trump] er maður sem ýjar að ofbeldi, en þá færðu einmitt það sem þú kallar eftir,“ sagði Sanders. Sanders fullyrðir að fyrirmæli um að trufla framboðsfundi Trumps hafi ekki komið úr herbúðum sínum en hins vegar hefur sjálfstæður hópur stuðningsmanna Sanders lýst yfir ábyrgð á því að hafa truflað framboðs- fund Trumps á föstudaginn. Fjöldi mótmælenda hefur mætt á framboðsfundi Trumps undanfarna mánuði en nú virðist byrjað að sjóða upp úr. Trump þurfti að hætta við framboðsfund sinn á föstudaginn. – srs Trump segir Sanders bera ábyrgð á ofbeldi á framboðsfundum Mótmælandi er fjarlægður af öryggisvörðum eftir að hann hljóp upp á svið á fram- boðsfundi Donalds Trump. NorDicphoTos/AFp Þarna voru at- vinnumótmælend- ur í þúsundatali frá Sanders og einnig í minna mæli frá Hillary. Donald Trump ingibjörg rafnar pétursdóttir, formaður BKr, sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglu- stjóri, inga Dóra sigfúsdóttir prófessor og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. samfélag Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, hlaut á laugardag viðurkenninguna Kona ársins hjá þingi Bandalags kvenna í Reykjavík. Inga er stofnandi rannsóknarset- ursins Rannsóknir og greining og hlaut fyrir stuttu 300 milljóna króna styrk frá ESB til að rannsaka hegðun og heilsu íslenskra barna. Þá fékk Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu og Reykjavíkurborg hvatn- ingarverðlaun fyrir samstarfsverk- efni vegna heimilisofbeldis. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veittu verðlaununum viðtöku. Samstarfsverkefnið snýst meðal annars út á að fleiri en lögregla komi að hverju heimilisofbeldismáli, þar með talin félagsmálayfirvöld og barnaverndaryfirvöld. Þetta var hundraðasta þing Bandalags kvenna í Reykjavík sem er regnhlífarbandalag kvenfélaga á höfuðborgarsvæðinu. – snæ Háskólaprófessor útnefndur Kona ársins 1,1 milljón manns sótti um hæli eða alþjóðlega vernd í Þýska- landi í fyrra. ✿ fylgi afd samkvæmt útgönguspám hamborg Berlín Frankfurt stuttgart München saxland-Anhalt Stjórn Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna 23% fylgi AfD rínarland-pfalz Stjórn Jafnaðarmanna og Græningja 10,6% fylgi AfD Baden-Württemberg Stjórn Græningja og Jafnaðarmanna 14,9% fylgi AfD Þýskaland Þjóðernisflokkurinn AfD (Alternative für Deutschland) vann  nokkurn sigur í fylkiskosn- ingum í Þýskalandi í gær. Kosið var í þremur fylkjum, Sax- landi-Anhalt, Rínarlandi-Pfalz og Baden-Württemberg. AfD-flokkurinn átti áður enga fulltrúa á fylkisþingunum en náði engu að síður góðum árangri. Flokkurinn á þó þegar fulltrúa  á fimm öðrum fylkisþingum.  Þrátt fyrir sókn þjóðernissinna stefnir í að stjórnir allra fylkjanna haldi velli. Árangur AfD þykir vera mikið áfall fyrir stjórn Angelu Merkel Þýskalandskanslara en AfD hefur mótmælt frjálslyndri innflytjenda- og flóttamannastefnu hennar og vill koma á harðari innflytjendalöggjöf. Stefna og ummæli leiðtoga AfD hafa vakið mikla reiði á meðal fjölda Þjóðverja. Frauke Petry, einn leiðtogi  flokksins,  lét þau ummæli falla í kosningabaráttunni að landa- mæralögreglu í Þýskalandi ætti að vera heimilt að skjóta flóttamenn sem koma ólöglega til Þýskalands. Stuðningur við AfD er túlkaður sem höfnun á stefnu Merkel en til að mynda tapaði flokkur hennar, Kristilegir demókratar, fylgi í öllum kosningunum. Fylgistapið var mest í Baden-Württemberg þar sem flokkur Merkel tapaði um 12 prósentum sam- kvæmt útgönguspám. Flokkurinn hefur aldrei verið jafn lítill í fylkinu með 27 prósent atkvæða. Kristilegir demókratar eru þó enn sem áður stærsti flokkurinn í Saxlandi-Anhalt Varakanslari Þýskalands, Sig- mar Gabriel, sagði á laugardaginn að árangur AfD myndi ekki breyta Þýskir þjóðernissinnar eflast á fylkisþingunum Niðurstaða fylkiskosninga í Þýskalandi þykir áfall fyrir Merkel og áfellisdómur yfir frjálslyndri innflytjendastefnu hennar. AfD-flokkurinn á nú fulltrúa á átta af sextán fylkisþingum Þýskalands. Berjast fyrir strangari innflytjendalöggjöf. stefnu ríkisstjórnarinnar í innflytj- endamálum. Á sama tíma gengu um 2.000 þjóðernissinnar fylktu liði um stræti Berlínarborgar og hrópuðu: „Við erum fólkið, Merkel þarf að fara.“ stefanrafn@frettabladid.is 1 4 . m a r s 2 0 1 6 m Á n U d a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.