Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.03.2016, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 14.03.2016, Qupperneq 10
VERÐDÆMI: boxer buxur kr. 1990,- áður 2490,- 20% lækkun skyrtur kr. 6990,- áður 7990,- 12,5% lækkun Gallabuxur kr. 9990,- áður 11990,- 16,7% lækkun DRESSMANN LÆKKAR VERÐ Frá 1. mars 2016 höfum við stórlækkað verð á flestum okkar vörum vegna afnáms tolla og gengisþróunnar SMÁRALIND 5659730 / KRINGLAN 5680800 / AKUREYRI 4627800 / SMÁRALIND XL 5650304 heilbrigðismál Einelti um borð í íslenskum fiskiskipum virðist miklu algengara en gengur og gerist hjá öðrum starfsstéttum. Ríflega þriðjung- ur sjómanna, eða 38,9%, sem tóku þátt í nýlegri rannsókn sögðust hafa orðið fyrir eða upplifað einelti eða áreitni um borð á síðastliðnum sex mán- uðum áður en rannsóknin var gerð. Þetta er meðal niðurstaðna Salóme Rutar Harðardóttur, íþrótta- og heilsu- fræðings, í meistaraverkefni hennar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem fjallar um lífsánægju og starfsumhverfi sjómanna. Salóme, sem starfar sem íþrótta- kennari og forvarnarfulltrúi Verk- menntaskóla Austurlands, segir niðurstöðurnar gefa vísbendingar sem verði að taka alvarlega, en 132 sjómenn víða af landinu á aldrinum 21-70 ára tóku þátt í rannsókninni – þar af tvær konur. Þá kom einnig í ljós að lífsánægja og heilsa þeirra sjó- manna sem höfðu upplifað eða orðið fyrir eineltinu var marktækt minni en þeirra sem höfðu það ekki. Salóme setur þessar tölur í sam- hengi við aðrar rannsóknir um efnið – innlendar sem erlendar. Er þetta hlut- fall með því hæsta sem hún hefur séð. Sé hlutfallið yfirfært á alla sjómenn á Íslandi, eða þá 4.100 sem störfuðu á sjó á árunum 2013 til 2014, má áætla að tæplega 1.600 þeirra hafi orðið fyrir eða upplifað einelti eða áreitni á vinnustað sínum. Til samanburðar segir Salóme að nákvæmlega sömu spurningar voru lagðar fyrir starfsmenn stórs versl- unarfyrirtækis hér á landi, þar sem rúmlega 200 manns svöruðu, og þar voru tölurnar sláandi mikið lægri – eða 4,4% samanborið við 38,9% hjá sjómönnunum. Salóme segir að niðurstöðurnar er varða einelti um borð í skipunum hafi komið henni á óvart, og eftir á að hyggja hefði hún viljað að rann- sóknin tæki á þessum þætti með nákvæmari hætti. Hins vegar var nákvæmlega útlistað í rannsókninni til hvers væri verið að vísa til þegar spurt var um einelti. Þess vegna gefi niðurstöðurnar mikilvægar upp- lýsingar um þætti í starfsumhverfi sjómanna sem hafa neikvæð áhrif á andlega heilsu þeirra og líðan. Salóme bendir á að það sé vitað mál að afleiðingar eineltis geti verið mjög alvarlegar. Það ætti að vera forgangsmál sjávarútvegsfyrirtækja, eins og annarra fyrirtækja, að taka rétt á einelti og sporna gegn því. „Einelti getur haft áhrif á öryggi á vinnustöðum og valdið samskipta- örðugleikum milli starfsmanna þegar hættuástand skapast, sem óvíða eru verri fréttir en um borð í skipi,“ segir Salóme. svavar@frettabladid.is Einelti algengt meðal sjómanna Af 132 sjómönnum sem tóku þátt í nýlegri rannsókn höfðu tæplega 40 prósent orðið fyrir eða upplifað einelti frá vinnufélögum um borð. Sama rannsókn í stóru verslunarfyrirtæki sýndi tíu sinnum lægra hlutfall. DANmÖrK Sex tannlæknar í Viborg í Danmörku hafa stofnað félagið Samfélagslega meðvitaðir tann- læknar og býður félagið heim- ilislausum og öðrum sem þurfa endurgjaldslausa þjónustu. Koma tannlæknarnir til viðskiptavinanna með tannlæknastofu á hjólum. Danska ríkisútvarpið hafði það eftir einum tannlæknanna að von- andi væri hægt að laga tennur sumra þannig að þeir treystu sér til að sækja um vinnu. Skemmdar tennur væru oft hindrun. – ibs Gera við tennur heimilislausra sAmfélAg Íslendingum fjölgaði um eitt prósent í fyrra eða um 3.429 manns og eru orðnir 332.529 talsins. Þetta kemur fram á vef Hag- stofunnar. Fjölgunin er í takt við meðalfólksfjölgun í heiminum sem er 1,2 prósent samkvæmt Alþjóða- bankanum. Fólksfjölgun var á öllum land- svæðum nema þremur. Mest fækk- aði á Vestfjörðum. Einnig fækkaði á Norðurlandi vestra og Austurlandi. Fjölgunin var hlutfallslega mest á Suðurnesjum en þar var 2,2 pró- senta fjölgun. – srs Fólki fækkar á Vestfjörðum Einelti getur haft áhrif á öryggi á vinnustöðum og valdið samskiptaörðugleikum milli starfsmanna þegar hættu- ástand skapast. Salóme Rut Harðardóttir, íþrótta- og heilsufræðingur Stöðugt andlegt álag l Einelti á vinnustað er skilgreint sem áreitni, móðgun, útilokun, særandi sérmeðferð eða nei- kvæð áhrif á vinnu annarra starfsmanna. l Einelti er ferli sem stigmagnast og veldur mjög mikilli and- legri vanlíðan þolandans þar sem honum finnst hann ekki geta varið sig fyrir stanslausu neikvæðu athæfi. Þetta á sér þá stað oft og reglulega og yfir langt tímabil. Ekki er einelti ef jafnokar eigast við eða ef um einstakan atburð er að ræða. l Rannsóknir sýna að margir sjómenn finna fyrir stöðugu and- legu álagi við vinnu sína; vegna veðurfars, hávaða, mikilla vinnu- krafna, vaktavinnu og langrar fjar- veru frá fjölskyldu og vinum sem getur reynt verulega á andlega heilsu þeirra. Heimild: Salóme Rut Harðardóttir, Lífsánægja og starfsumhverfi sjó- manna, Háskóli Íslands 2015 Depurð, kvíði og svefnleysi var staðfest í svörum sjómannanna. fréttablaðið/hari fækkunin er mest á Vestfjörðum. fréttablaðið/rósa JóhannsDóttir 1 4 . m A r s 2 0 1 6 m á N U D A g U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.