Fréttablaðið - 14.03.2016, Síða 14

Fréttablaðið - 14.03.2016, Síða 14
Stærstu úrslitin Það kom flestum í opna skjöldu að Watford skyldi skella Arsenal í bikarnum og það á útivelli. Arsenal mun því ekki verja bikarinn í ár og pressa á Arsene Wenger, stjóra Arsenal, minnkaði lítið við þessi úrslit. Hetjan Chelsea afþakkaði starfs- krafta Romelu Lukaku á sínum tíma og hann launaði félaginu lambið gráa um helgina. Skoraði þá tvö mörk gegn Chelsea og sá til þess að Everton komst áfram í bikarkeppninni. Kom á óvart Norwich er ekki búið að gefast upp í botnbaráttunni og nældi í afar mikilvægt stig gegn Man. City. Norwich er þó enn í fallsæti en þetta stig gæti reynst drjúgt í lokin. Í dag 19.50 Leicester - Newcastle Sport 22.00 Messan Sport Olís-deild karla 19.30 ÍR - Afturelding Austurberg 19.30 Valur - Víkingur Valshöllin 19.30 Fram - FH Framhús 19.30 Haukar - Grótta Schenkerh. Lengjubikar karla 18.00 Valur - ÍBV Valsvöllur ARoN SkoRAði í fyRStA LEik fjölnismaðurinn Aron Sigurðar- son hóf atvinnumannsferil sinn með stæl í gær er hann skoraði fyrir tromsö í 1-1 jafntefli gegn Molde. Hann sólaði sig í gegnum vörn Molde og lagði boltann í gegnum klofið á markverði Molde. Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta leik fyrir Molde og var í byrjunarliðinu. Hann var tekinn af velli á 66. mínútu við dynjandi lófatak. Stuðningsmenn Molde augljóslega þegar komnir með nýja hetju. Nýjast Aston Villa 0 – 2 Tottenham Bournemouth 3 – 2 Swansea Stoke 1 – 2 Southampton Norwich 0 – 0 Man. City Efst Leicester 60 Tottenham 58 Arsenal 52 Man. City 51 West Ham 49 Neðst Swansea 33 Sunderland 25 Norwich 25 Newcastle 24 Aston Villa 16 Enska úrvalsdeildin Enska bikarkeppnin Man. Utd - West Ham 1-1 0-1 Dimitri Payet (68.), 1-1 Anthony Martial (83.). Arsenal - Watford 1-2 0-1 Odion Ighalo (50.), 0-2 Adléne Guedio- ura (63.), 1-2 Danny Welbeck (88.). Everton - Chelsea 2-0 1-0 Romelu Lukaku (77.), 2-0 Romelu Lukaku (82.) Gylfi Þór Sigurðsson er algjörlega óstöðvandi á EM-árinu mikilvæga Enn einu markinu fagnað Gylfi Þór Sigurðsson fagnar hér marki sínu gegn Bournemouth um helgina. Það var sjöunda mark Gylfa Þórs á árinu en hann er næstmarkahæstur á Englandi á árinu. Aðeins Sergio Aguero hefur skorað fleiri mörk í ár. NORdiC pHOtOs/GEtty Undankeppni EM Ísland - sviss 20-19 Ísland: Ramune Pekarskyte 3 (7), Thea Im- ani Sturludóttir 3 (7), Sunna Jónsdóttir 2 (2), Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 2/2 (3/2), Solveig Lára Kjærnested 2 (4), Þórey Anna Ásgeirsdóttir 2 (4), Arna Sif Pálsdóttir 2 (5), Karen Knútsdóttir 2/1 (7/2), Hildigunnur Einarsdóttir 1 (2), Steinunn Hansdóttir 1 (2), Hildur Þorgeirsdóttir (1). Varin skot: Florentina Grecu-Stanciu 25/1 (44/2, 57%). staðan: Frakkland 8 Þýskaland 4 Ísland 2 Sviss 2 Handbolti „Eins og leikurinn þróaðist þá áttum við að vera að löngu búin að gera út um þennan leik. Við klúðruðum örugglega 20 dauðafærum í leiknum,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins, eftir nauman 20-19 sigur á Sviss í gær. Ramune Pekarskyte skoraði sig- urmark liðsins en stjarna leiksins var florentina Stanciu sem varði 25 skot í íslenska markinu og var með hátt í 60 prósent markvörslu. Geggjuð frammistaða. Þarf margt að ganga upp Þetta var fyrsti sigur íslenska liðs- ins í undankeppni EM. Liðið var búið að tapa þrem leikjum í röð áður en kom að leiknum í gær. Stelpurnar eiga því enn möguleika á að komast áfram en sú von er þó veik enda eru hin liðin í riðlinum mun sterkari en Sviss. „Það þarf margt að ganga upp ef við eigum að fara áfram. Ef þessi leikur hefði tapast þá væri þetta búið. Það var mjög jákvætt að ná í sigur eftir það sem á undan var gengið.“ Ágúst segir að það eigi sínar skýringar af hverju hafi ekki gengið betur í þessari undankeppni en raun ber vitni. „Við höfum ekki mikið viljað tala um það en það vantar sterka leik- menn í liðið. Leikmenn eins og Rut Jónsdóttur og Birnu Berg Haralds- dóttur sem eru sterkar skyttur. Það munar um það og svo vantar Þór- eyju Rósu líka. Breiddin er ekkert svakalega mikil en til framtíðar þá er fullt af flottum leikmönnum að koma upp. Það er heilmikil framtíð í þessu liði,“ segir Ágúst. Viljað komast oftar áfram Stelpurnar komust í lokakeppni stórmóts árin 2010, 2011 og 2012. Síðan hefur ekki gengið að koma liðinu alla leið. Er ísland að dragast aftur úr öðrum liðum í kvennabolt- anum? „Auðvitað hefðum við viljað vera inni á fleiri stórmótum. Við vorum mjög nálægt því fyrir síðasta EM. Við erum aðeins að narta í hælana á hinum liðunum en auðvitað hefðum við viljað vera oftar með á stórmótum,“ segir landsliðsþjálfar- inn. En hvað þarf til að koma liðinu aftur í hóp þeirra bestu? Vantar fleiri atvinnumenn „Við þurfum að fá fleiri sterka leik- menn. Við vorum með fleiri stelpur að spila erlendis og það hafa leik- menn verið að koma heim aftur. Þær stelpur sem eru að spila úti eru að æfa með betri leikmönnum og allar æfingar eru erfiðari. Mitt mat er að við þurfum að koma fleiri stelpum út sem eru að kom- ast í landsliðsklassa. Stelpur eins og Hrafnhildur Hanna, thea og fleiri stelpur. Það mun síðan auka gæðin í landsliðinu. Það að við séum án sterkra leikmanna núna eykur samt breiddina í landsliðinu núna sem er mjög gott til lengri tíma litið.“ Hættir hann í sumar? Ágúst er með samning við HSí fram á sumarið en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá landsliðinu síðan 2011. Heyrst hefur að hann ætli sér að hætta með liðið er samningur- inn rennur út. „Ég er nú bráðum búinn að vera með liðið í sex ár. Við munum skoða það og það er ekki tímabært að ræða þessi mál núna. Á ein- hverjum tímapunkti þarf samt að skipta um þjálfara,“ segir Ágúst og þverneitaði að ræða frekar um að hann væri að hætta. henry@frettabladid.is Þurfum að fá fleiri stelpur út Ágúst Jóhannsson landsliðsþjálfari segir að það sé bjart fram undan hjá íslenska kvennalandsliðinu. Efni- legir leikmenn séu að koma upp en það vanti fleiri atvinnumenn. Ágúst hættir líklega með liðið í sumar. Það er ekki tíma- bært að ræða þessi mál núna en á einhverjum tímapunkti þarf samt að skipta um þjálfara. Ágúst Þór Jóhannsson Nýliðinn thea imani sturludóttir átti virkilega flotta innkomu í íslenska liðið í gær. Hún skoraði þrjú mörk og var órög við að taka af skarið. FRéttABLAðið/ERNiR 1 4 . M a r S 2 0 1 6 M Á n U d a G U r14 S p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð sport

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.