Fréttablaðið - 14.03.2016, Qupperneq 41
Nanna Kristín og Atli Rafn í hlutverkum Elsu og Hrings.
KviKmyndir
reykjavík
HHHHH
Leikstjóri og handritshöfundur:
Ásgrímur Sverrisson
Framleiðendur: Ingvar Þórðarson og
Júlíus Kemp
Myndataka: Nestor Calvo
Klipping: Ragnar Vald Ragnarsson
Tónlist: Sunna Gunnlaugsdóttir
Aðalleikarar: Atli Rafn Sigurðarson,
Nanna Kristín Magnúsdóttir, Guð-
mundur Ingi Þorvaldsson og Gríma
Kristjánsdóttir
Ásgrímur Sverrisson hefur getið
sér gott orð sem einn helsti kvik
myndamógúll Íslands, hann er
ritstjóri vefritsins klapptre.is og
hefur fengist við ýmislegt eins og
dagskrárstjórn Bíós Paradísar og
umsjón Stuttmyndadaga. Færri
vita þó að hann er menntaður
kvikmyndagerðarmaður og hefur
gert stuttmyndir, tónlistarvídeó
og stuttar heimildarmyndir og
leikstýrði einum af fimm hlutum
myndarinnar Villiljóss. En það er
fyrst núna sem Ásgrímur sendir frá
sér mynd í fullri lengd, myndina
Reykjavík.
Hún segir frá Hring (Atli Rafn
Sigurðarson) sem rekur kvikmynda
búð í miðbæ Reykjavíkur. Hringur
er kvæntur Elsu (Nanna Kristín
Magnúsdóttir) og saman eiga
þau dóttur og hafa nýlega fundið
draumaíbúðina. En brestir koma
í sambandið þegar í ljós kemur
að Hringur er stórskuldugur og
rekstur kvikmyndabúðarinnar er í
hættu. Hringur og Elsa neyðast til að
endur skoða líf sitt og samband og
slíta á endanum samvistum.
Hér er á ferðinni mikill óður til
kvikmyndalistarinnar og myndin
er full af beinum og óbeinum kvik
myndavísunum og þá helst í Woody
Allen og myndir frönsku nýbylgj
unnar (búð Hrings heitir Ameríska
nóttin, eftir mynd Francois Truff
aut). Myndin er svolítið eins og
dæmigerð Woody Allen ræma, eins
og Manhattan með dassi af Annie
Hall og svo smá slettu af frönsku
nýbylgjunni. Sjónrænn stíll myndar
innar er þó tiltölulega hefðbundinn.
Það má greina vott af tilgerð
hérna en hún skrifast þó að mestu
á að aðalhetjan er svolítið til
gerðarlegur náungi, sem lærir þó
í myndinni að vera aðeins minna
tilgerðarlegur. Reykjavík er smá
tíma að komast í gang og hún er
svolítið stirð í upphafi. En smám
saman nær hún manni og má segja
að þetta sé ein af þessum myndum
sem verða betri er líður á. Fyrst er
hún bara ágæt en um miðbikið nær
hún mjög góðu flugi og verður bráð
skemmtileg.
Ásgrímur sýnir með þessari mynd
að hann hefur ágætis hæfileika bak
við myndavélina og er fínasti penni,
en hann hafði einnig vit á því að
fylla myndina af góðum leikurum
og fékk auk þess gamlan vin sinn
úr kvikmyndanáminu, Spánverja
að nafni Nestor Calvo, til að skjóta
myndina. Myndin var gerð fyrir
lítinn pening en maður finnur lítið
fyrir því þar sem tæknivinnsla er
yfirhöfuð ágætlega vönduð.
Leikararnir standa sig flestir
mjög vel. Atli Rafn Sigurðarson
hefur löngu sannað að hann er
toppleikari og hér heldur hann því
áfram. Honum tekst að skapa mjög
sannfærandi og þrívíðan karakter
og maður kaupir hann alveg sem
þennan sjálfumglaða og bitra kvik
myndalúða (fyrir utan húðflúrin
hans Atla sem eru ekki alveg í takti
við persónuna). Einnig má minnast
á hina ungu Grímu Kristjánsdóttur
sem hefur lítið sést á hvíta tjaldinu
hingað til en þarna er greinilega á
Kvikmyndalúði í tilvistarkreppu
ferðinni mjög efnileg og skemmtileg
leikkona.
Reykjavík er í heildina skemmtileg
og ljúfsár mynd þótt hún nái ekki
alveg sömu hæðum og áhrifavald
arnir, enda var svo sem ekki að búast
við því að hérna væri á ferðinni önnur
Manhattan. Myndin er bæði smá
tíma að komast í gang og sömuleiðis
hefði endirinn getað verið sterkari.
Lokakaflinn er alls ekki slæmur en
það hefði kannski mátt hnýta hlut
ina saman á knappari máta, manni
finnst á einum tímapunkti eins og
myndin sé búin en svo heldur hún
áfram lengur og segir kannski aðeins
meira en hún þurfti að gera.
Annað sem má aðeins hnýta í er
að þótt myndinni takist að sýna
fegurð Reykjavíkur og sé hin fínasta
Reykjavíkurmynd þá hefði e.t.v. mátt
nýta borgina enn betur. En þetta
skrifast þó líklega á lágan kostnað
við myndina. Atli Sigurjónsson
niðurstaða: Myndin er svolítið stirð
í byrjun og endirinn hefði getað verið
sterkari en annars er hér á ferðinni bráð-
skemmtileg og ljúfsár dramedía og hinn
ágætasti óður til kvikmyndasögunnar.
Hér er á ferðinni
mikill óður til
kvikmyndalistarinnar og
myndin er full af beinum og
óbeinum kvikmyndavísunum.
HEIMILISM ATUR
Tímalaus máltíð
ORA Heimilismatur lætur tímann og hjartað ráða för því réttirnir eru tilbúnir
á aðeins örfáum mínútum. Ljúengir, hollir og ölbreyttir réttir fyrir alla ölskylduna.
Ding og maturinn er tilbúinn.
V
E
R
T
m e n n i n g ∙ F r É t t a B L a ð i ð 21m Á n u d a g u r 1 4 . m a r s 2 0 1 6