Fréttablaðið - 21.11.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.11.2015, Blaðsíða 4
Þórunn Sveinbjörns- dóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykja- vík, segir erfitt að horfa upp á stöðu sumra eldri borgara í dag. Of margir lifi undir fátæktarmörkum og einangrist. Þórunn segir félagið þrýsta á stjórnvöld um umbætur. Hún er ein þeirra sem hafa talað fyrir því að eldri borgarar fái sérstakan umboðsmann og segir vanta fleiri eldri borgara á þing. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ósáttur við að Ólöf Nordal innanríkisráð- herra neitaði að verða við kröfu um að fyrirskipa lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli. „Það er auð vitað leiðinlegt að þurfa að sækja rétt sinn fyrir dómstólum en við sjáum okkur knúin til að gera það í þessu efni,“ sagði Dagur. Borgarstjórinn kvað það ekki í takt við góða stjórnsýslu að fara ekki eftir samningum sem hefðu verið gerðir. Vilhjálmur Birgis- son, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði mikið órétt- læti felast í 9,3 prósenta launa- hækkun þeirra sem heyra undir kjara ráð. „Krónu- tölurnar sem liggja þarna að baki hljóða ekki upp á 25 þúsund króna hækkun eins og íslenskt verkafólk fékk í sínum kjarasamningum,“ sagði hann. Þrír í fréttum Eldri borgarar, flugbraut og launahækkun 1.600 færri framhalds- skólanemar stunda nám í vetur miðað við í fyrra. Tölur Vikunnar 16.11.2015 Til 22.11.2015 12.000 lítrar af olíu voru í sand- dæluskipinu Perlu sem náðist á flot í vikunni. af kannabis duga til að koma einstak- lingi á sakaskrá. meira af far- símum hefur selst í ár miðað við sama tíma- bil í fyrra. 53% Íslendinga vilja nýjan gjaldmiðil, segir skoðana- könnun. 2 nýlegir jarð- skjálftar í Bárðarbungu náðu yfir 3,0 stig. 50% stúdenta í Háskóla Íslands búa í for- eldrahúsum eða á stúdentagörðum. 30% 0,03 grömm 55% aðspurðra vilja að- skilnað ríkis og kirkju. Flóttamenn við landamæri Svíþjóðar. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA SVÍÞJÓÐ Hælisleitendur í Malmö í Svíþjóð þurftu í fyrrinótt að sofa utandyra. Þegar fréttamenn TT- fréttaveitunnar komu að móttöku sænsku útlendingastofnunarinnar í borginni lágu 30 manns sofandi þar fyrir utan. Ekki hafði verið hægt að bjóða öllum þak yfir höfuðið. Strætisvagni hafði verið lagt fyrir utan húsnæðið til þess að fólk gæti leitað skjóls þar en hann fylltist fljótt. Sjálfboðaliðasamtök afhentu þeim sem lögðust til hvílu úti dýnur til að liggja á og útlendingastofn- unin afhenti þeim teppi. Um 500 til 800 flóttamenn koma nú til Malmö á sólarhring en fyrir nokkrum vikum komu um 1.200 að jafnaði á sólarhring. Flóttamenn- irnir eru nú sendir áfram til annarra sveitarfélaga í Svíþjóð eða aftur til Danmerkur þaðan sem þeir komu. Í síðustu viku sóttu 9.500 um hæli í Svíþjóð en en 10.175 vikuna áður en landamæraeftirlit var tekið upp. – ibs Flóttamenn sváfu utandyra í Malmö Hvenær muntu gifta þig? eftir Gauguin er dýrasta verk sem selt hefur verið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTy MEnning „Það geta allir byrjað að safna myndlist, það geta allir tileinkað sér þetta með einum eða öðrum hætti. Listmarkaðurinn er ekki ýkja flókinn, hann er bara skemmtilegur. Að koma þessu til skila til áhorfenda var það sem við lögðum upp með á fundinum.“ Þetta segir Kári Finnsson, listfræðingur og hagfræðingur. Kári fjallaði um listmarkaðinn bæði hér á landi og í útlöndum á fræðslufundi VÍB undir yfirskriftinni Hvernig fjárfesti ég í myndlist? Kári gerði grein fyrir listmarkaðnum á heimsvísu í erindi sínu. Heildarvelta hans á síðasta ári nam yfir fimmtíu milljörðum evra, eða 7.200 milljörðum íslenskra króna. Það jafngildir tæplega fjófaldri landsframleiðslu á Íslandi. Það hefur verið ákveðin sprenging á síðustu tíu árum. Veltan náði hæð árið 2007, tók síðan dýfu, en hefur nú náð sér aftur á strik og hefur aldrei verið jafn mikil. Færri verk eru að seljast en áður, en fyrir hærri upphæðir. Til marks um þetta má nefna að dýrasta verk sem selt hefur verið, myndin Hvenær muntu gifta þig? eftir Paul Gauguin, var seld á 300 milljónir Bandaríkjadala, eða 39,5 milljarða íslenskra króna. Kári vék að því hvort hægt væri að horfa á myndlist sem fjárfestingarkost. „Það sem ég reyndi að leggja áherslu á á fundinum er að myndlist sé eðlisólík fjárfestingarkostum eins og verðbréfum út af mörgum þáttum, það er ekki jafn mikill seljanleiki og þess háttar,“ segir hann. „Ég held að þeir sem standa sig best í að safna og eiga verðmætustu söfnin sé fólk sem er safnar af ástríðu. Þeir sem safna eftir augunum en ekki eftir verðmiðanum munu á endanum græða mest,“ segir Kári. Börkur Arnarson, eigandi i8 gallerís, ræddi að erindi Kára loknu við hann um myndlistarheiminn á Íslandi. Kári sagði að hér á landi væri mjög blómstrandi og góð listasena og hefði verið um nokkurra ára bil. Hann segir hins vegar erfitt að meta veltuna á íslenskum myndlistarmarkaði þar sem gögn eru af afskaplega skornum skammti. „Ástæðan er sú að sala fer mikið fram utan hefðbundinna sölu- staða, þá annaðhvort manna á milli eða beint frá listamönnum,“ segir Kári. Rauði þráðurinn í samtali þeirra var að það er ekkert rétt eða rangt í myndlistarkaupum. Það er ekki endi- lega rétt að kaupa dýr verk eftir þekkta meistara. Besta leiðin til að byrja er að skoða málverk og reyna að finna sinn eigin smekk. Oft getur verið betra að kaupa ódýrari verk frá minna þekktum listamanni og fá kannski betri ávöxtun út úr því. „Það skemmtilegasta við að safna list eftir samtímalistamenn er að þú getur fengið tækifæri til að kynnast lista- mönnum og fylgjast með þeim þrosk- ast. Þetta er eitthvað sem þú getur gert alveg frá því að þú ert tvítugur. Þegar listamennirnir eru ungir þá eru verkin ódýr og það ætti að vera á allra færi að detta inn á þann markað,“ segir Kári. saeunn@frettabladid.is Það ætti að vera á allra færi að detta inn á listmarkaðinn Heildarvelta listmarkaðarins á heimsvísu hefur aldrei verið hærri og nam tæplega fjórfaldri landsfram- leiðslu á Íslandi á síðasta ári. Besta leiðin til að byrja að safna er að skoða myndlist í galleríum og á söfnum. SVÍÞJÓÐ Listmarkaðurinn er ekki ýkja flókinn, hann er bara skemmtilegur. Kári Finnsson 2 1 . n Ó V E M B E r 2 0 1 5 l a u g a r D a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a Ð i Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.