Fréttablaðið - 21.11.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 21.11.2015, Blaðsíða 26
Helena Sverrisdóttir er í aðalhlutverki í íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta. Fréttablaðið/SteFán Körfubolti Auðvitað snýst allt um Helenu Sverrisdóttur í fyrsta leik kvennalandsliðsins í Evrópukeppni í sex ár. Það er ekki nóg með að hún geti náð stóru takmarki í sögu íslenska landsliðsins eða það að hún sé fyrirliði og besti leikmaður í íslenska liðsins heldur eru allar kringumstæðurnar í Miskolc í Ung- verjalandi tengdar henni líka. Helena er nefnilega mætt á sinn gamla heimavöll og hún er að spila á móti sínum gamla þjálfara og á móti mörgum af fyrrverandi liðsfélögum sínum úr atvinnumennskunni. Helena spilaði með liði DVTK Mis- kolc, bæði í ungversku deildinni og Evrópukeppni, veturinn 2013-14. Hún leiðir íslenska liðið ekki bara innan vallar heldur getur hún líka farið með stelpurnar í skoðunarferð. Helena hefur verið stigahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi í meira en tvö ár eða síðan hún bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur á Smáþjóðaleikunum í júní 2013. Hel- ena hefði líklega verið löngu búin að því hefði landsliðið ekki verið lagt í dvala í tvö ár frá 2010 til 2011. Helena hefur heldur ekki slegið slöku við síðan hún eignaðist metið og er nú bara einu stigi frá því að skora sitt þúsundasta stig. 336 stigum meira en allar hinar Helena sker sig svo sannarlega úr þegar kemur að stigaskori með landsliðinu. Það eru tólf stelpur í hópnum fyrir Ungverjalandi og tvær af þeim eru að fara að spila sinn fyrsta leik. Hinar tíu hafa saman skorað samanlagt 663 stig fyrir íslenska landsliðið eða 336 stigum færra en Helena ein og sér. Mikilvægi og sérstaða Helenu sést líka á því að hún er búin að vera stigahæst í 36 af síðustu 42 leikjum íslenska kvennalandsliðsins og þegar Sara Rún Hinriksdóttir náði að skora meira en hún í leik á móti Dönum í æfingamóti í Kaupmanna- höfn í sumar þá endaði Sara Rún átján leikja einokun Helenu á því að vera stigahæsti leikmaður liðsins. Spilað alla leiki í ellefu ár Helena hefur ekki aðeins skorað 17 stig að meðaltali eða meira á síðustu átta landsliðsárum því hún hefur auk þess ekki misst úr landsleik í meira en ellefu ár. Leikurinn á móti Ungverjum í dag verður 55. lands- leikurinn í röð hjá Helenu. Helena Sverrisdóttir hefur ekki misst úr landsleik síðan sumarið 2004 þegar hún var upptekin með sextán ára landsliðinu á EM í Eist- landi á sama tíma og A-landsliðið tók þátt í Evrópumóti smáþjóða (Promotion cup) í Andorra. Helena hefur leikið alla A-lands- leiki í ellefu ár, þrjá mánuði og 21 dag. Ísland lék síðast án hennar í sigurleik á móti Lúxemborg í úrslita- leik í Evrópumóts smáþjóða 31. júlí 2004. Helena skoraði ekki í fyrstu þremur landsleikjum sínum og hefur þar með ekki misst úr landsleik síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsstig í sigri á Nor- egi á Norðurlandamótinu í Arvika 11. ágúst 2004. Helena er 27 ára gömul og ætti að h a f a n æ g tækifæri til að bæta við stigum. Tvö þúsund stiga múrinn er reyndar fjar- lægur draumur en besta körfuboltakona Íslands ætti að eiga tækifæri til að bæta vel við metið sitt áður en hún klárar landsliðsferilinn. Bara eitt stig í viðbót Ísland spilar í kvöld sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2017 og nánast öruggt er að Helena Sverrisdóttir muni þá skora sitt þúsundasta landsliðsstig. Það er við hæfi að hún geri það á sínum gamla heimavelli í Ungverjalandi. Stigahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi Helena Sverrisdóttir 999 Anna María Sveinsdóttir 759 birna Valgarðsdóttir 730 Signý Hermannsdóttir 509 Hildur Sigurðardóttir 435 Erla Þorsteinsdóttir 377 Guðbjörg Norðfjörð 376 linda Stefánsdóttir 293 Helga Þorvaldsdóttir 287 Alda leif Jónsdóttir 284 björg Hafsteinsdóttir 270 Erla reynisdóttir 265 Helena í tölum landsliðsár Helenu 14 ára 2002 0 stig 16 ára 2004 102 stig (17,0 í leik) 17 ára 2005 92 stig (15,3) 18 ára 2006 53 stig (17,7) 19 ára 2007 63 stig (21,0) 20 ára 2008 185 stig (20,6) 21 árs 2009 136 stig (17,0) - Ekkert landslið 2010-2011 24 ára 2012 83 stig (20,8) 25 ára 2013 61 stig (20,3) 26 ára 2014 114 stig (19,0) 27 ára 2015 110 stig (18,3) Samanlagt 57 landsleikir 999 stig (17,5) Stigaskor eftir landsleikjum Leikir með 30 stig eða meira: 3 Leikir með 20 til 29 stig: 18 Leikir með 15 til 19 stig: 18 Leikir með 10 til 14 stig: 12 Leikur með minna en 10 stig: 6 Gegn einstökum þjóðum Danmörk 135 stig (19,3 í leik) England 96 (16,0) Malta 94 (18,8) Noregur 86 (17,2) Holland 83 (20,8) Írland 79 (19,8) Finnland 76 (19,0) Lúxemborg 60 (12,0) Svartfjallaland 57 (28,5) Svíþjóð 46 (11,5) Slóvenía 37 (18,5) Kýpur 35 (17,5) Sviss 29 (14,5) Gíbraltar 20 (20,0) Austurríki 18 (18,0) Mónakó 16 (16,0) Andorra 16 (16,0) Skotland 16 (16,0) Ve rið v el ko m in í ve rs lu n ok ka r a ð Sí ðu m úl a 16 O pi ð m án - fö s 8: 30 - 17 :0 0 S íð um úl i 1 6 • 1 08 R ey kj av ík • S ím i 5 80 3 90 0 • w w w .fa st us .is Ya xe ll hn íf fy rir k rö fu ha rð a ko kk in n Óskar Ófeigur Jónsson ooj@frettabladid.is 2 1 . N ó V E M b E r 2 0 1 5 l A u G A r D A G u rS p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.