Fréttablaðið - 21.11.2015, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.11.2015, Blaðsíða 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Gunnar Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Það voru tíu ár síðan umsátrinu um Sarajevó lauk. Sárin voru þó langt frá því að vera gróin. Borg sem hafði þurft að þola lengstu herkví í sögu nútímahernaðar var þakin örum. Í veggjum húsanna voru holur eftir sprengikúlur. Víða mátti sjá á götum það sem virtist við fyrstu sýn rauðir blóðpollar – þetta voru svokallaðar Sarajevó-rósir, skemmdir í malbikinu eftir sprengjur í laginu eins og rósir sem íbúar borgarinnar fylltu með rauðri trjákvoðu til minningar um þá sem létust. Enn voru svæði innan borgarinnar lokuð af vegna hættu á jarðsprengjum. Í ljós kom að fólkið var hins vegar harðgerðara en húsin. „Þið hefðuð getað dáið“ Leiðsögumaðurinn sem sýndi mér borgina var jafnaldri minn. Hann var þrettán ára þegar umsátrið um Sarajevó hófst í apríl 1992. Ég þorði varla að spyrja en lét loks vaða: „Varstu ekki hræddur? Var ekki erfitt að vera lokaður inni í fjögur ár? Hvernig var að missa af unglingsárunum?“ Hann brosti kurteislega. „Það voru alveg partí.“ „Partí!“ „Eftir myrkur. Þegar leyniskytturnar áttu erfitt með að sjá okkur skjótast milli húsa.“ „En, en … þið hefðuð getað dáið!“ Leiðsögumaðurinn yppti öxlum rétt eins og það að halda út í kúlnaregn til að fara í partí væri eins náttúrulegur hlutur og að draga andann. Brast í grát í beinni Fyrr í vikunni brast fréttamaður BBC, Graham Satchell, í grát í beinni útsendingu. Hann var staddur í París og flutti þaðan fréttir í kjölfar hryðjuverkanna þar í borg. En það var ekki harmleikurinn sem olli því að hann varð að binda enda á útsendinguna. Þvert á móti var það von og lífskraftur íbúa borgarinnar sem gerðu hann klökkan. Parísarbúar virtust staðráðnir í að halda sínu striki, spóka sig á götunum, sitja á kaffihúsum með croissant og kampavín. Ekkert fengi grandað lífsgleðinni, „joie de vivre“. „The tourists like it“ Ég hélt að ég handléki fallegan útskorinn málmblómavasa þar sem ég stóð fyrir utan búð í verslunargötu Sarajevó sem seldi silfur og koparvörur. „Þetta er skothylki úr stríðinu,“ sagði leiðsögumaðurinn. Ég flýtti mér að leggja stríðsleifarnar frá mér. Kaupmaður- inn og handverksmaðurinn sem framleiddi og skreytti sjálfur vörurnar sem voru til sölu í versluninni glotti. „The tourists like it.“ Meira en 11.000 manns létust í Sarajevó á árunum sem borgin var í herkví. En af ótrúlegu æðruleysi kepptist fólk við að viðhalda daglegu lífi. Það fór til vinnu þótt engin væru launin og ferðalagið gæti kostað það lífið, reynt var að halda uppi skólastarfi í rústum bygginga og unglingar skemmtu sér alveg eins og jafnaldrar þeirra í Reykjavík. Markmið íbúa Sarajevó var að láta ekki óttann beisla mannsandann. Boðberar óttans Óttinn er markmið hryðjuverkamannsins. Eina leiðin til að hafa betur í baráttunni við ódæðismenn eins og þá sem voru að verki í París er að ríghalda í þau gildi sem óttanum er ætlað að útrýma: víðsýni, lífsgleði, umburðarlyndi, bjart- sýni, náungakærleik, frelsi, jafnrétti og bræðralagi. En í stað þess að berjast við að skapa eitthvað fallegt úr einhverju ljótu – svona eins og útskorinn blómavasa úr skothylki – færa nú margir frekari vopn upp í hendurnar á misindismönnunum. Upphrópanirnar hafa verið margar: þetta er stríð, þriðja heimsstyrjöldin, mesta hætta sem steðjar að mannkyninu. Forseti Íslands lét ekki sitt eftir liggja og sagði að við ættum ekki að „lifa í barnalegri einfeldni um það að með ein- hverjum aðgerðum á sviði umburðarlyndis og félagslegum umbótum sé hægt að taka á þessum vanda“. Þetta er hins vegar rangt hjá forsetanum. Það eru hann og skoðanasystkini hans, boðberar óttans, sem eru ein- feldningarnir. Hryðjuverkamenn lögðu fyrir þau gildru og þau gengu beint í hana. Það er í okkar valdi að spyrna við fótum. Látum ekki hafa af okkur mennskuna. Áfram „joie de vivre“! Forsetinn gekk í gildru Þegar kemur að forsetakosningum 2016 verður Ólafur Ragnar Grímsson forseti búinn að sitja 20 ár á valdastóli. Hann er meðal allra þaulsetnustu þjóðarleiðtoga að konungbornum frátöldum.Forsetinn er pólitískt kamelljón. Þegar hann tók við embætti árið 1996 hafði hann nýverið látið af störfum sem formaður Alþýðubandalagsins, en hafði áður verið í Framsókn með millilendingu í Möðru- vallahreyfingunni og Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Kjör Ólafs þótti ósigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Á síðari árum hefur Ólafur Ragnar sótt stuðning í raðir fyrri andstæðinga. Mestu réð líklega framganga hans í Icesave-málinu. Þar spilaði hann ítrekað rússneska rúllettu og slapp. Það var hans sigurstund og mesta afrek að margra dómi. En að því var lengri aðdragandi. Vinstri- maðurinn Ólafur Ragnar var á árunum fyrir hrun dyggur stuðningsmaður viðskiptalífsins og þótti mörgum nóg um. Ólafi tókst að vinna sér nýtt bakland og skipta um fylgi. Dæmigert fyrir hið pólitíska kamelljón. Annað sem einkennt hefur forsetaferil Ólafs Ragnars er að tala óskýrt um eigin framtíð – halda þjóðinni í óvissu um hvort hann gefi kost á sér til endurkjörs. Vafa- laust er þetta merki um sjálfsöryggi forsetans, sem ef til vill telur að vangaveltur um hvað hann hyggst fyrir séu helsta skemmtan landsmanna. Stefið er orðið kunnuglegt, atburðarásin endurtekin. Fyrir kosningarnar 2012 var það „óvissa um stjórnar- skrána og stöðu forsetans í henni, umrót í flokkakerfinu og í þjóðmálum varðandi átök um fullveldi Íslands“. Ólafur Ragnar brá sér í það skiptið í gervi bjargvættar þjóðarinnar frá Icesave og nýrri stjórnarskrá. Í viðtali í vikunni, sem tekið var vegna hryðjuverka- árásanna í París, hvatti forsetinn Íslendinga til að vakna til meðvitundar gagnvart öfgafullri íslamstrú. Hann reiddi hátt til höggs og sagði framgöngu íslamista mestu ógn sem hefði steðjað að frjálsu lýðræðislegu þjóð- félagi frá tímum nasismans. Að halda að við Íslendingar værum undanskilin frá þessari ógn væri barnsleg einfeldni, enda væru þess nú þegar dæmi að talsmenn erlends ríkis skiptu sér af innlendum trúarbrögðum. Væntanlega átti Ólafur þarna við Sádi-Arabíu. Þeim sem fylgst hafa með ferli Ólafs Ragnars kemur ekki á óvart að forsetinn sé áberandi og marki sér víg- stöðu í málefnum nú þegar styttast fer í kosningar. Við höfum séð það áður. Hins vegar er nýlunda að forsetinn velji sér svo eldfimt og popúlískt mál til að auka vin- sældir sínar. Forsetinn sem áður var framsóknarmaður og síðar sósíalisti hefur lokið för sinni. Hann hefur nú spannað allt hið pólitíska litróf. Íslendingar eiga að vera vakandi fyrir hryðjuverka- ógninni eins og aðrar þjóðir. En talsmenn þjóðarinnar mega ekki ala á sundrungu og úlfúð til að tryggja sér fylgi þeirra óttaslegnu. Jafnvel þótt eitt kjörtímabil til sé í húfi. Kamelljón skiptir um lit Ólafi tókst að vinna sér nýtt bakland og skipta um fylgi. Dæmi- gert fyrir hið pólitíska kamelljón. 2 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r16 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.