Fréttablaðið - 21.11.2015, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 21.11.2015, Blaðsíða 110
Swteinunn Birna Ragnars­dóttir tók við starfi óperu­stjóra Íslensku óperunnar um mitt árið en talsverður styr hefur staðið um starf­ semina að undanförnu. Flutningur óperunnar í Hörpu, umtalsverðar skipulagsbreytingar, verkefnaval og fleira hefur verið til umræðu. Stein­ unn Birna segir að það sé mikilvægt að þessi umræða fari fram og að það sé þrátt fyrir allt ánægjulegt að sjá að margir láta sig málefni Íslensku óperunnar miklu varða. Tengsl við samfélagið „Það er vísbending um að fólki er ekki sama og sitt sýnist hverjum. Við erum einmitt núna með hjá okkur tvær konur frá Berlín sem eru sérfræðingar í hugmyndavinnu sem heitir Design Thinking Work­ shop sem ég kynntist þegar ég var úti í Berlín á sínum tíma að vinna með Mahler Chamber Orchestra sem eru leiðandi í að ná í nýja áhorf­ endahópa og það er stóra verkefnið. Vinnusmiðjan er með þátttöku listamanna, áhorfenda og stjórn­ enda og þátttakendur munu m.a. fara út á götu og spyrja fólk hvað því finnist um óperu, hvort það fari, hvers vegna eða hvers vegna ekki og fleira sem getur reynst okkur dýr­ mætar upplýsingar. Ég er viss um að þetta verður gott veganesti til framtíðar. Það er svo mikilvægt fyrir lista­ stofnanir að einangrast ekki heldur vinna í takt við samfélagið, bæði fólkið í landinu sem og mennta­ stofnanir. Þess vegna er ég að stofna til virks samstarfs við Listahá­ skólann varðandi t.d. samnýtingu á kröftum sem við erum að fá að utan. Að auki bind ég vonir við að geta fengið langt komna nemendur til þess að taka þátt í okkar starfi því það er mjög mikilvægt að tengja þetta saman.“ Steinunn Birna segir að stóra verkefnið sem er fram undan sé  Don Giovanni eftir Mozart í febrúar. „Það sem einkennir Don Giovanni er að þetta er afskaplega elskuð ópera og áhrifarík. Mikið drama og saga um þennan mjög svo umdeilda og kvensama mann, örlög hans og samskipti kynjanna. Það verður alfarið íslensk hlutverka­ skipan í þeirri uppfærslu fyrir utan einn söngvara en það er stefnan að reyna að koma með einn sterkan söngvara að utan í hverri uppfærslu. Þetta hefur góð áhrif á starfsemina í heild enda þurfum við alltaf að líta á okkur í alþjóðlegu samhengi.“ Óperan á tímamótum Það er Steinunni Birnu áhyggjuefni hversu rekstrarrammi Óperunnar er þröngur. „Við fórum eins og aðrir í gegnum mikinn niðurskurð í kreppunni en á sama tíma fórum við úr eigin húsnæði í Gamla bíói yfir í leiguhúsnæði í Hörpu. Við róum mikinn lífróður þessa dagana þar sem húsaleigan í Hörpu tekur mikinn hluta þess framlags sem við höfum haft en þá er lítið eftir fyrir starfsemina. Við gerum allt sem við getum til þess að gera reksturinn eins hagkvæman og mögulegt er og þar koma m.a. til þær skipulagsbreyt­ ingar sem við þurftum að fara í núna í haust. Uppsagnir eru alltaf ömurlegar og í hinum fullkomna heimi myndi hver einasti stjórnandi óska sér þess að til slíks þyrfti aldrei að koma. En þegar horft er á þær staðreyndir sem blasa við hjá okkur er nauðsynlegt að bregðast við til að ná niður föstum kostnaði og auka verkefnaráðningar sem eru hagkvæmari. Aðstaðan í Hörpu er frábær en við höfum verið að leggja með rekstr­ inum eigið fé sem við höfum átt vegna sölunnar á Gamla bíói en nú er það á þrotum og Óperan á tímamótum. Ef ekki verður gripið til aðgerða er ljóst að við verðum að leggja starfsemina niður að miklu eða öllu leyti. Það er alvarleg og umhugsunarverð staða ef tónlistin í landinu, hvort sem það er Óperan eða aðrir, hefur ekki efni á að vera í okkar langþráða og óviðjafnanlega tónlistarhúsi, sem á að vera musteri tónlistarinnar í landinu í öllum sínum fjölbreytileika.“ Evgeny Onegin og Tosca Með þessum fyrirvara, að þessi líf­ róður takist og að framtíðin verði björt, þá segir Steinunn Birna að nú sé horft lengra inn í framtíðina í Íslensku óperunni en áður hafi verið gert. „Það er því með þessum fyrir­ vara um ásættanlega afkomu að ég kynni verkefni okkar næsta starfsár, þ.e. 2016­2017, en það yrðu óperurn­ ar Evgeny Onegin eftir Tsjajkovskí og Tosca eftir Puccini. Tvær frábærar óperur sem er tilhlökkunarefni að undirbúa. Við eigum mikinn mannauð í íslenskum söngvurum sem fá þarna verðug verkefni. Íslenska óperan er þeirra eini vettvangur til þess að starfa hérlendis en margir eru vissulega líka að vinna erlend­ is. Það er því mikið í húfi að þessi vettvangur haldi áfram að vera til og vaxi og dafni. Að auki erum við að fara í aukið samstarf við skólastigið og teng­ ingu með aukinni áherslu á barna­ óperur, fá nemendur í heimsókn til að kynnast starfinu og tónleika­ röð sem kallast Kúnstpása þar sem við kynnum unga söngvara til leiks sem eru að byrja sinn feril ásamt þeim eldri og reyndari sem halda tónleika á vegum óperunnar. Auk þess eru miklir sóknarmöguleikar í menningarferðamennskunni og það er ein af ástæðum fyrir því að við viljum kynna næsta starfsár með svona góðum fyrir­ vara. Menningarferðamenn plana langt fram í tímann og til þess að svara þeirri eftirspurn þurfum við að skipuleggja okkur með þessum hætti og listamenn skipuleggja líka tíma sinn með löngum fyrir­ vara og við þurfum að ganga í takt við það. En ef þetta á að ganga eftir verður að vera rekstraröryggi og ég finn vissulega fyrir mikilli vel­ vild og áhuga og trúi ekki öðru en að þetta takist því það er mikið í húfi fyrir menninguna í landinu.“ Lífróður að bjartri framtíð Íslensku óperunnar Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri rær lífróður fyrir Íslensku óperuna sem hún ætlar stóran hlut í íslensku menningarlífi og kynnir hún hér starfsárið 2016 til 2017 og fyrirhugaðar uppfærslur. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri segir að Íslenska óperan verði að búa við rekstraröryggi. FRéTTaBlaðið/GVa Ef Ekki vERðuR gRipið til aðgERða ER ljóSt að við vERðum að lEggja StaRfSEmina niðuR að miklu Eða öllu lEyti. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri Bækur Týnd í Paradís, bók eitt HHHHH Höfundur Mikael Torfason Sögur útgáfa 258 bls. Týnd í Paradís, bók eitt, segir frá lífi og aðstæðum þess fólks sem Mikael Torfason er kominn af ásamt hans allra fyrstu æviárum. Og hér er ekki sagt frá neinni venjulegri æsku meðal Íslendingsins heldur sérstaklega for­ vitnilegu en jafnframt brotnu bak­ landi foreldra Mikaels, ástum þeirra, hversdagsraunum, draumum um lífið, hugmyndum og ranghugmynd­ um og ekkert dregið undan. Saga fólksins sem Mikael Torfa­ son og foreldrar hans eru komin af er saga íslenskar alþýðu í harðbýli landi. Saga um fátækt, réttleysi, vos­ búð, hungur og þrældóm myrkranna á milli. En líka saga um samfélag í mótun á liðinni öld þar sem brenni­ vín, spritt og læknadóp verður lífs­ förunautur sumra en aðrir lifa í ótt­ anum við hungrið og vosbúðina sem fylgdi þeim á uppvaxtarárum. Það getur hvorki verið einfalt né auðvelt að draga fram þessa sögu úr ranni sinna nánustu en Mikael hefur tek­ ist einstaklega vel upp. Efalítið hefur blaðamaðurinn í höfundi komið sér fádæma vel í þessu erfiða verkefni en fyrir vikið nær Mikael að draga upp furðu skýra mynd af baklandi for­ eldra sinna sem og seinna meir bæði tilhugalífi og hjónabandsárum. Bókin nær aðeins fram til þess tíma þar sem Mikael er um fjögurra ára gamall. Þrátt fyrir það er þetta fyrsta æviskeið höfundar ákaf­ lega viðburðaríkt og erfitt enda var hann fæddur með alvarlegan sjúk­ dóm í meltingarfærum. En alvarleg veikindi ungbarna fara greinilega illa saman við það að vera barn Votta Jehóva eins og foreldrar hans voru á þessum tíma og leiðir það til afar dramatískrar og áhugverðrar umfjöllunar. Reyndar er helst til miklu púðri eytt í sögu og hug­ myndafræði Vottanna sem er í sjálfu sér skiljanlegt í ljósi þeirra áhrifa sem við­ komandi söfnuður hafði á líf höfundar. Heilt yfir er Týnd í Paradís vel skrifuð bók. Kaflarnir eru stuttir, viðburða­ ríkir, lýsandi og læsilegir og Mikael tekst vel upp við að leika sér örlítið að línulegum tíma framvindunnar. Dregnar eru upp skýrar og áhuga­ verðar myndir af brotnum einstak­ lingum, skapgerðarbrestum þeirra, kostum og göllum án þess að leggja einhvern d ó m á v o n d a r , s j á l f ­ h v e r f a r ákvarðanir sem vörðuðu í raun líf og framtíð sögu­ manns. Hins vegar líður frá­ sögnin dálítið fyrir þessa nálgun rann­ sóknarblaðamanns­ ins og verður á stund­ um meira eins og stór blaðagrein. Stíllinn er beinn og afdráttarlaus en að sama skapi eilítið litlaus og á stundum örlar helst til mikið á endurtekningum sem sagan hefði vel getað verið án. Styrkleiki Týnd í Paradís er einkum fólginn í einstaklega hrein­ skiptnu uppgjöri við fortíðina, for­ eldra, ömmur og afa. Í bókinni er líka dregin upp raunsönn og áhrifa­ rík mynd af íslensku samfélagi og þá ekki síst þeim afkima sem Vottar Jehóva, lífsviðhorf þeirra og menn­ ing, mynda í nútíma samfélagi. Það er líka mikilvægt að horfa til þess að hér er á ferðinni bók eitt og með þessu verki tekst Mikael vel upp við að leggja grunninn að því sem koma skal. Lesendur geta því látið það eftir sér að hlakka til framhaldsins og ættu alls ekki að láta þessa fyrstu bók fram hjá sér fara. Magnús Guðmundsson NiðursTaða Hreinskiptin og kraftmikil fjölskyldusaga sem veitir góða innsýn í íslenskt samfélag og ákveðinn afkima þess á áhuga- verðum tímum. Áhrifarík og afdráttarlaus fjölskyldusaga Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 2 1 . N ó v e m B e r 2 0 1 5 L a u G a r D a G u r66 m e N N i N G ∙ F r É T T a B L a ð i ð menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.