Fréttablaðið - 21.11.2015, Blaðsíða 48
Fólk|helgin
Bókamessa í Bókmenntaborg
verður sem fyrr í Ráðhúsi Reykja-
víkur þar sem útgefendur sýna
nýjar bækur og boðið verður upp
á fjölbreytta bókmenntadagskrá
fyrir fólk á öllum aldri. Líf og fjör
verður í Ráðhúsinu alla helgina.
Upplestrar, sögustundir, spjall
um bækur, leikir og getraunir,
ljúffengt smakk og óvæntar upp-
ákomur. Þar gefst fólki tækifæri
til að kynna sér bókaútgáfu árs-
ins, ræða við útgefendur og höf-
unda og fá hugmyndir að bókum
í jólapakkana.
Alla helgina verður hægt að
sjá sýningu á myndum úr bók
Páls Baldvins Baldvinssonar,
Stríðsárin 1938-1945. Einnig verð-
ur föndurborð fjölskyldunnar
opið þar sem bæði börn og full-
orðnir geta tekið þátt í leikjum.
Auk þess verður útstilling í
vesturanddyri Ráðhússins sem
tileinkuð er Traktorabókinni.
Húsið verður opið milli klukk-
an tólf og fimm báða dagana.
Ekkert kostar inn og eru allir
hjartanlega velkomnir.
Bókamessa í Ráðhúsi
Bókamessan verður haldin í fimmta sinn um helgina.
Ráðhúsið líf og fjör verður í Ráðhúsinu alla helgina. Upplestrar, sögustundir, spjall
um bækur, leikir og getraunir, ljúffengt smakk og óvæntar uppákomur.
GEFÐU
Í JÓLAGJÖF
Sokkar 2pck kr. 1.990
Nærbuxur 2pck kr. 3.990
Bolir frá kr. 4.990
Skyrtur frá kr. 11.990
Buxur frá kr. 14.990
Levi´s Kringlunni – Levi´s Smáralid – Levi´s Glerártorgi
hátíðin verður með breyttu sniði frá í fyrra, andlits-málning og blöðrur áttu
ekki upp á pallborðið hjá gestum
og við tókum þá gagnrýni til
greina fyrir hátíðina í ár. Yfir
fimmtíu framleiðendur taka þátt,
lítil sprotafyrirtæki með spenn-
andi vörur í bland við stóru
framleiðendurna,“ segir Hlédís
Sveinsdóttir en hún heldur utan
um Jólamatarhátíð Búrsins í
Hörpu um helgina.
Hátíðin er fjölbreytt. Aðgangs-
eyrir er 1.000 krónur og af þeim
fara 200 krónur í lukkupott sem
dregið er úr í lok dags, bæði
laugardag og sunnudag. „Þann-
ig neyðum við alla til að taka
þátt í happdrætti,“ segir Hlé dís
sposk. „Eins fá gestir 100 krónur
til baka af hverjum 1.000 krónum
sem verslað er fyrir, upp að 800
krónum. Mér finnst persónu-
lega að við eigum að vera með-
vituð um neysluvenjur okkar og
kaupa minna og betra. Vörur þar
sem við þekkjum framleiðslu-
ferlið að baki og af aðilum sem
við treystum. Þarna gefst neyt-
endum tækifæri á samtali við
framleiðandann,“ segir Hlédís en
hluti af dagskrá hátíðarinnar eru
svokallaðar örkynningar þar sem
hver framleiðandi kynnir sína
vöru sérstaklega og gefur gestum
að smakka.
„Örkynningarnar eru kort-
ers til tuttugu mínútna fyrir-
lestrar sem rúlla á hálftíma fresti
í Stemmu fundarherbergi. Þarna
fara framleiðendur dýpra ofan í
sérstöðuna á bak við sína vöru.
Til dæmis má nefna fyrirlestur
um „Leyndardóma hvítmyglunn-
ar“, þá segir súkkulaðigerðin Om-
nom söguna á bak við vinnslu-
ferlið og hugmyndina „Frá baun
í bita“. Tuttugu og fimm manns
komast að á hverja örkynningu
en ekki kostar aukalega inn á ör-
kynningarnar.
Skemmtileg stemming verður
einnig utandyra en hægt verður
að gæða sér á ristuðum möndl-
um, fiski og frönskum og þá verð-
ur nautakjötið frá Hálsi í Kjós á
sínum stað.
Inni verður komið upp líf-
rænu súrdeigsbakaríi og gestir
geta fengið sjálfir að mala korn.
Gamla Hólsfjallahangikjötið
verður með í ár, alvöru íslenskt
hangikjöt á beini eins og það
gerist best. Búrið verður með
hvannarsúpu og Halla í Fagradal
verður með hangikjöt af hvanna-
rlambi en hún notar saltpækil frá
Saltverki á Vestfjörðum og hefur
tekið út allt nítrat og saltpétur.
Þá verður Þorgrímur á Erpsstöð-
um með skyrið sitt. Hátíðin er
afar fjölbreytt í ár.“
Opið er frá klukkan 11 til 17 í
dag og á morgun.
BRagðlauka veisla
BúRsins í höRpu
gott í gogginn Jólamatarhátíð Búrsins fer fram nú um helgina í Hörpu. Yfir
fimmtíu smáframleiðendur kynna þar vörur sínar og gleðja bragðlauka gesta.
smakk Gestir hátíðarinnar fá að smakka.
hátíð um helgina hlédís sveinsdótt-
ir heldur utan um Jólamatarhátíð Búrsins
í hörpu um helgina. hún lofar fjölbreyttri
og skemmtilegri matarupplifun.
mynd/hlédís sveinsdóttiR
myndasýning sýning verður á mynd-
um úr bók Páls Baldvins Baldvinssonar,
stríðsárin 1938-1945.