Fréttablaðið - 21.11.2015, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 21.11.2015, Blaðsíða 88
Nafnið hefur oft valdið misskilningi. Ég er mjög oft spurður hvort ég sé barna­barn Alberts Guð­mundssonar en ég er ekkert skyldur honum. Ég heiti eftir pabba mömmu sem hét Albert og svo hét pabbi minn Guðmundur. Ég vann á elliheimili eitt sumarið og þar höfðu margir gaman af því að ég héti þessu nafni og væri sjálfstæðismaður en ekkert skyldur Alberti Guðmunds­ syni,“ segir Albert hlæjandi þegar við hittumst einn sólríkan dag á Kjar­ valsstöðum og vísar þar í nafna sinn heitinn, fótboltamanninn frækna og fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðis­ flokksins. Albert vakti athygli þegar hann tók við embætti formanns Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna, í sept­ ember eftir harða baráttu sem endaði með sex atkvæða sigri gegn sitjandi stjórn. Albert nær sér í kaffibolla og við tyllum okkur í sófa skammt frá nokkrum eldri konum sem gæða sér á kökum og kaffi milli þess sem hlátra­ sköllin óma. Engin silfurskeið Þrátt fyrir að vera á fullu í stjórnmála­ starfi segir hann það þó aldrei hafa legið beinast við að hefja afskipti af stjórnmálum. Hans æskudraumar hafi ekki snúist um það. „Nei, þetta kom eiginlega bara mjög óvænt upp,“ segir Albert sem segist reyndar vera langt frá því að passa inn í þá staðal­ ímynd sem margir hafi af ungum sjálfstæðismönnum. Hann hafi engin tengsl við flokkinn en hafi kunnað að meta stefnuna og þess vegna gengið til liðs við hann. „Ég held það hafi enginn kosið flokkinn í fjölskyldunni nema amma mín,“ segir hann bros­ andi og fær sér kaffisopa. Hann segist ekki hafa alist upp með silfurskeið í munni eins og stundum er sagt að sjálfstæðismenn hafi gert upp til hópa. „Nei, það er langt frá því og það er líka fullt af fólki innan flokksins sem er alls ekkert þannig þó það séu örugglega margir sem passi inn í þá ímynd,“ segir hann. „Reyndar held ég að það séu alltof margar silf­ urskeiðar sem fara í stjórnmál. Ekki af hugsjón heldur af því þeim finnst flott að hafa það á ferilskránni.“ Albert á ættir að rekja austur á Fáskrúðsfjörð, þar sem báðir for­ eldrar hans ólust upp. Foreldrar hans, Guðmundur Karl Erlingsson og Mar­ grét Albertsdóttir, fluttu í borgina þegar faðir hans hóf flugnám. Ung með bjarta framtíðardrauma. „Við vorum svona bókhaldsbörn. Níu mánuðum eftir brúðkaupsnóttina kom elsti bróðir minn í heiminn, tveimur árum seinna kom ég og tveimur árum eftir það fæddist litli bróðir minn.“ Snúið og erfitt Fjölskyldan byggði sér hús á Seltjarn­ arnesi og utan frá leit allt vel út. Þegar strákarnir voru nokkurra ára gamlir Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, ræðir hasarinn í ungmennapólitíkinni, upp- vöxtinn og pabba sinn, sem varð Bakkusi að bráð. Hann segist ekki dvelja í reiðinni. fór að bera á óveðursskýjum, faðir hans átti erfitt með að ráða við drykkju sína og það var farið að valda fjölskyld­ unni áhyggjum. Áfengisneysluna faldi hann samt vel til að byrja með. „Pabbi var flugstjóri og mjög flottur karl. Fluggáfaður miðað við það sem maður heyrir og flottur í sínu starfi. Ég þekkti samt ekki þær hliðar á honum og man ekki eftir honum þannig,“ segir hann þungur á brún. Áfengið fór fljótlega að verða föður hans fjötur um fót. Hann var orðinn flugstjóri hjá Icelandair, vel metinn í starfi en áfengisneyslan tók sífellt meiri toll. Faðir hans fór í nokkrar meðferðir en hélst sjaldnast þurr lengi. Þegar Albert var um tíu ára gamall þá var staðan orðin mjög slæm. Faðir hans var sendur í leyfi frá störfum vegna áfengisneyslunnar sem hann réði augljóslega ekki lengur við. „Það reyndu allir allt til að hjálpa honum, það vildu honum allir svo vel en hann gat ekki hætt. Þetta varð alltaf verra og verra. Hann var alltaf fullur og það var farið að hafa áhrif á starfið hans. Hann var settur í tíma­ bundið leyfi frá störfum sem varð svo til frambúðar.“ Endaði á götunni Ástandið var orðið það slæmt að hann gat ekki lengur búið á heimil­ inu. Faðir hans flutti út. „Svo endar hann bara á götunni. Þetta var á þeim tíma sem ég er að harðna og að verða aðeins sjálfstæðari einstaklingur.“ Leiðin lá fljótt niður á við hjá föður hans eftir að hann flutti frá fjöl­ skyldunni. Fljótlega var hann orðinn einn af útigangsmönnunum sem halda gjarnan til í miðbænum. Fyrir óharðnaðan ungling var talsvert erfitt að horfa upp á föður sinn feta þennan veg. „Hann varð svo taktlaus fyrir öllu. Hann var alltaf að gera okkur lífið leitt en fattaði ekki hvað hann var að gera okkur. Hann mætti oft heim til okkar blindfullur að reyna tala eitt­ hvað við okkur. Hann kom stundum upp í skóla og fór að spyrja vini mína út í mig,“ segir Albert og útskýrir að líklega hafi hann verið að reyna að nálgast bræðurna á einhvern hátt en fyrir þá hafi það bara þyngt róðurinn. „Hann var stundum að fara í strætó í kringum Nesið, við hittum hann oft þar en stundum þekkti hann okkur ekki,“ segir Albert og rifjar upp eitt þessara skipta. „Ég var að taka strætó niður í bæ á Menningarnótt með vinum mínum þegar við vorum í 9. eða 10. bekk. Hann var í strætó og við löbbum fram hjá honum og ég reyndi að láta hann ekki taka eftir mér. Svo voru krakkarnir eitthvað að hafa gaman og ég vissi að þetta væri að stefna í eitthvað hræðilegt. Þá stoppaði hann allan hópinn og fór að segja frá sér, blanda geði við krakkana og spyrja hvort þau þekki mig. Ég var þarna með þeim en hann þekkti mig ekki. Ég gekk fram hjá honum og sagði honum að grjóthalda kjafti.“ Albert segist hafa verið reiður yfir þessum aðstæðum. „Ég var reiður en samt svo máttlaus, hvað á maður að segja? Hann var veikur.“ Albert fékk reglulega að heyra á unglingsárunum hversu góður maður faðir hans hefði verið og heyrir enn í dag slíkar sögur þar sem mannkostir hans eru lofaðir. Faðir hans var vinsæll maður og margir sem sáu eftir honum þegar áfengissýkin heltók hann. „Við strákarnir heyrum alltaf að pabbi hafi verið svo góður karl, bara besti maður sem fólk þekkti. En við upplifðum það ekki þannig, ég þekkti ekki þennan mann. Ég þekkti pabba minn sem róna sem gerði okkur lífið yfirleitt leitt. Þetta var mjög snúið og erfitt. Það var ekki nóg með að við misstum pabba okkar heldur var hann líka að gera okkur erfitt fyrir,“ segir Albert og það er augljóst að það tekur á hann að rifja þetta upp. „Maður skammaðist sín fyrir hann á sama tíma og maður stóð með honum og vildi honum allt það besta, vissum að hann var bara veikur. Þetta auðvitað tortímir manni.“ Albert vann síðasta sumar sem flug­ þjónn hjá Icelandair og kynntist þá mörgum af fyrrverandi vinnu félögum föður síns. „Það töluðu allir svo ótrú­ lega fallega um hann, eins og hann hefði verið einhver mesti dýrlingur sem fólk hafði kynnst. Vinnufélagar pabba voru að segja mér sögur af honum og mér að fljúga með, sögur sem ég man ekkert eftir því ég á eigin­ lega engar minningar sem barn, ég blokkeraði þetta bara allt út og hugsa aldrei um þær.“ Mamma kletturinn Þetta tók skiljanlega töluvert á alla fjölskylduna. „Mamma er okkar klettur. Allt sem ég er í dag er ég út af mömmu. Hún er þvílíkt sterk. Hún gerði bara það sem hún þurfti að gera, skar hann út nógu snemma og náði að halda eftir einhverjum eignum áður en hann drakk þær allar burt. Það tók auðvitað á, við fluttum fjórum sinnum en aldrei út af Nesinu. Þar er mjög gott samfélag. Þó það sé lítið og manni hafi fundist Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is Hefði viljað kynnast pabba eins og hann var Albert segist hafa skammast sín fyrir pabba sinn, en á sama tíma hafi hann vitað að hann væri veikur og staðið með honum. FréttAblAðið/Ernir MAMMA er okkAr klett- ur. Allt seM éG er í dAG er éG út Af MöMMu. Hún er þvílíkt sterk. Hún Gerði bArA þAð seM Hún þurfti Að GerA, skAr HAnn út nóGu sneMMA 2 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r44 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.