Fréttablaðið - 21.11.2015, Blaðsíða 47
HEILSA|Fólk
Active Legs inniheldur ein-
göngu jurtir, svo sem franskan
furubörk, vínblaðsextrakt og
svartan pipar. Active Legs bætir
blóðflæði í fótleggjum og vinnur
gegn fótapirringi. Einnig fyrir-
byggir það þreytu í fótleggjum
þegar fólk stendur eða situr
lengi í kyrrstöðu.
Diljá Ólafsdóttir er ánægð
með Active Legs en hún hefur
notað það í nokkurn tíma. „Ég
hef alla mína tíð hreyft mig mik-
ið en þó skynsamlega. Í byrjun
sumars fór ég að finna fyrir mik-
illi vanlíðan og óþægindum í fót-
unum sem gerði
það að verkum
að ég gat ekki
stundað mína
líkamsrækt
að fullu og
það sem
meira var
þá fann
ég til í
fótunum í
hvíld og jafnvel í
svefni. Mér bauðst að prófa nýja
vöru frá New Nordic, og fór að
taka inn Active Legs og fór fljótt
að finna mun á mér og áður en
ég vissi af var ég hætt að finna
fyrir óþægindum í fótunum.
Ég get því sagt í fullri ein-
lægni að ég mæli heilshugar
með Active Legs,“ segir Diljá.
Active Legs er framleitt af New
Nordic í Svíþjóð og selt um
allan heim.
Virknin kom á
óVart
Active Legs er ný vara frá New Nordic sem eykur
blóðflæði í fótleggjum og vinnur gegn fótapirringi.
FInnur mIkInn mun Diljá getur aftur
stundað líkamsrækt á fullu eftir að hún
fór að taka inn Active legs.
Margrét Fanney Bjarnadóttir
segir Bio-Kult Original hafa
komið meltingunni í jafnvægi
og að hún sé allt önnur eftir að
hún fór að taka það inn. „Ég hef
alla tíð átt í vandræðum með
meltinguna, það hefur ýmist
allt verið stíflað hjá mér eða að
ég held engu niðri. Árið 2012
veiktist ég mjög, hélt engum
mat niðri og léttist um fjörutíu
kíló. Ég fór í allar mögulegar
rannsóknir sem hægt var að
senda mig í, til dæmis ristil- og
magaspeglun, ísótóparann-
sókn og alls konar myndatökur.
Ég fékk reyndar gallsteina líka
á þessu tímabili og þurfti að
fara í aðgerð við því og svo var
skjaldkirtillinn orðinn vanvirk-
ur,“ lýsir Margrét.
Hún segir að sér finnist erfitt
að þurfa að segja frá því að hún
hafi þurft að skipta um melting-
arsérfræðing en það hafi hún
þurft að gera vegna þess að
hún hafi ekki fengið neina lausn
sinna vandamála hjá þeim
fyrsta. „Hann rannsakaði mig
vissulega vel en ég fékk enga
lausn nema þá að ég væri með
ofvirkan ristil. Ég reyndi ítrekað
að fá hann til að leiðbeina mér
um mataræði og hvort hann
vissi um eitthvað sem gæti
hjálpað mér, en hann skrifaði
bara upp á hægðalosandi og
hægðastemmandi töflur. Ég
skipti því um meltingarsér-
fræðing og hann ráðlagði mér
að taka Bio-Kult Original til að
koma meltingunni í jafnvægi.
Það hefur bjargað mér algjör-
lega og ég er allt önnur núna.
Ég tek eitt hylki af Bio-Kult
Original með kvöldmat og þarf
ekki lengur að hafa áhyggjur
af maganum,“ segir Margrét
ánægð í bragði.
BIo-kuLt FyrIr ALLA
Innihald Bio-Kult Original er
öflug blanda af vinveittum
gerlum sem styrkja þarmaf-
lóruna. Bio-Kult Original hentar
vel fyrir alla, einnig fyrir barns-
hafandi kon-
ur, mjólkandi
mæður og
börn. Fólk
með mjólkur-
og sojaóþol
má nota vör-
urnar. Mælt er
með Bio-Kult í
bókinni Melt-
ingarvegurinn
og geðheilsa
eftir dr. Na-
tasha Camp-
bell-McBride.
meltingarsérfræðingur
mælti með Bio-kult
Margréti Fanneyju líður betur eftir að hún fór að taka Bio-Kult Original sam-
kvæmt ráðleggingum læknis og mælir hún heilshugar með því.
FÉkk LAuSn Margrét Fanney
fékk lausn við áralöngum melting-
arvandamálum þegar hún fór
að taka inn Bio-kult Original.
Sárabót og Hælabót eru smyrsl fram-leidd úr minkaolíu og íslenskum jurtum. Uppistaða smyrslanna er
minkaolía en í hana er svo bætt hand-
tíndum íslenskum jurtum ásamt bývaxi
og E-vítamíni. Smyrslin eru framleidd
samkvæmt íslenskum og evrópskum
reglugerðum um snyrtivörur og hafa þau
verið prófuð og greind í samvinnu við
Matís og fleiri aðila.
Gott á SprunGnA HæLA
Hælabót er mýkjandi, nærandi og frísk-
andi húðsmyrsl sem hefur reynst vel á
þurra og sprungna hæla. Hjördís Anna
Helgadóttir, löggiltur fótaaðgerðafræðing-
ur, mælir með notkun Hælabótar. „Í dag
nota ég nær eingöngu Hælabót eftir fóta-
aðgerðir og mæli ég hiklaust með þessu
kremi. Það þarf ekki mikið magn af því,
kremið smýgur mjög vel inn í húðina og
afar gott er að nudda upp úr því. Hæla-
bótin er sérstaklega góð á sprungna hæla
og þurra fætur. Myntan í kreminu gefur
fótunum frískleika. Ég hef unnið með
þetta krem í um það bil fimm mánuði og
erum bæði ég og viðskiptavinir mínir
mjög hrifin af Hælabótinni frá Gandi,“
segir Hjördís Anna.
Í Hælabót er meðal annars notaður
vallhumall sem lengi hefur verið notaður
sem lækningajurt hér á landi og er þekkt-
ur fyrir græðandi og mýkjandi eiginleika
sína. Tea tree-olía er einnig notuð í Hæla-
bótina en hún er talin hafa sótthreins-
andi áhrif og piparmyntan í smyrslinu
þykir auka blóðflæði.
VIrkAr VEL á ExEmIð
Sárabót er mýkjandi, nærandi og kláða-
stillandi húðsmyrsl sem hefur reynst vel á
þurra húð, þurrkbletti og sólbruna. Klara
Helgadóttir mælir með Sárabót fyrir átta
ára gamlan son sinn sem berst við exem og
er með mjög þurra húð. „Við höfum prófað
ansi mörg exemskrem, þar á meðal stera-
krem og ekkert hefur virkað jafn vel og
Sárabót frá Gandi. Við höldum exeminu al-
veg niðri með Sárabót,“ segir Klara ánægð.
Eins og Hælabót inniheldur Sárabótin
hinn græðandi og mýkjandi vallhumal
ásamt klóelftingu og haugarfa sem hafa
sömu eiginleika en haugarfinn þykir einn-
ig kláðastillandi. Bæði Hælabót og Sárabót
innihalda minkaolíu sem hefur óvenju hátt
hlutfall af ómettuðum fitusýrum sem gefa
henni einstaka eiginleika í snyrtivörum.
Hún er græðandi og mýkjandi náttúruleg
afurð fyrir húðina. Minkaolían sogast hratt
inn í húðina og getur þannig hjálpað til við
að loka sárum og sprungum sem í kjölfarið
gróa hraðar.
GræðAndI SmyrSL úr
íSLEnSkrI náttúru
ICECArE kynnIr Húðsmyrslin frá Gandi, Hælabót og Sárabót, eru mýkjandi og græðandi fyrir þurra húð. Þau eru meðal annars
unnin úr minkaolíu, vallhumli og bývaxi. Hælabót er fyrir sprungna hæla og Sárabót góð á þurra húð, exem og bruna.
ánæGð klara Helgadóttir er ánægð með Sárabót
sem hún segir virka vel á exem sonar hennar.
mæLIr mEð HæLABÓt Hjördís Anna Helgadóttir
er löggiltur fótaaðgerðafræðingur. Hún mælir heils-
hugar með Hælabót.
SÖLUSTAÐIR OG UPPLÝSINGAR Vörurnar eru fáanlegar í öllum apótekum, heilsuverslunum og
heilsuhillum stórmarkaðanna. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu IceCare, www.icecare.is