Fréttablaðið - 22.07.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.07.2017, Blaðsíða 4
1 milljón rúmmetra af skólpi er áætlað að ha farið í sjóinn vegna bilunar í dæluöðinni í Faxaskjóli. 7 skipverjar af Polar Nanoq báru vitni í máli ákæru- valdsins gegn Thomasi Möller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness. voru sofandi þegar eldur kviknaði í húsinu Auur- hlíð í Mývatnssveit. Vatnslau var í þorpinu vegna við- gerðar og var Mývatn sjálŠ notað til að slökkva eldinn. 9 ár afplánar O.J. Simpson af dómi sínum áður en hann fær reynslulausn úr fangelsi í október. 43 farþegar voru um borð í rútu Time Tours sem valt á Gjábakkavegi. Enginn slasaði en eigandi Time Tours segir áandi vegarins um að kenna. 1-0 fór leikur ís- lenska landsliðs- ins í knatt’yrnu kvenna gegn Frökkum á EM í Hollandi. Umdeildan víta’yrnudóm þurŠi til þess að Frakkar hirtu igin þrjú. 7 TÖLUR VIKUNNAR 16.07.2017 – 22.07.2017 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði enga upp- lausn í ríkis- stjórninni og að stefnan í gjald- eyrismálum væri skýr. Lét hann þau orð falla í kjölfar greinar sem Benedikt Jóhannesson fjármála- ráðherra skrifaði þar sem hann sagði krónuna hemil á heilbrigð viðskipti. Harpa Þorsteinsdóttir knattspyrnumaður vakti athygli fjöl- miðlamanna á EM þegar hún mætti með fimm mánaða gamlan son sinn í viðtöl eftir tapið fyrir Frökkum. Sagði hún að Íslendingum fyndist ef til vill eðlilegra en öðrum að faðirinn sæi um barnið á meðan mamman væri í öðru. Orri Hauksson forstjóri Símans segir opinbert fé vera misnotað í Gagnaveitunni. Sendi Orri stjórnar- mönnum Orku- veitunnar bréf og kvartaði undan framgöngu Gagna- veitunnar, dótturfélags OR, á ljós- leiðaramarkaði. Málið snýst um að Síminn hafi reynt án árangurs að fá samvinnu við Gagnaveituna varðandi samnýtingu innviða. Orkuveitan svaraði því að Síminn þurfi að lúta sömu kröfum og aðrir. Þrjú í fréttum Mynt, móðir og misnotað fé MALLORCA 10. ágúst í 11 nætur Bókaðu sól á Netverð á mann frá kr. 90.795 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 133.695 m.v. 2 fullorðna í íbúð. Hotel Sorrento / Portofino Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . Frá kr. 90.795 Fleiri gistivalkosta í boði Allt að 20.000 kr. afsl. á mann SAMFÉLAG „Það kemur mér ekki á óvart að hún hafi afgreitt þetta svona,“ segir Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta, um það að Guðrún Jóns- dóttir muni taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta. Helga steig fram og lýsti upplifun sinni af ofbeldi og einelti á vinnu- staðnum í síðasta mánuði, í kjöl- farið stigu níu aðrar konur fram, og steig þá Guðrún til hliðar á meðan fram fór sálfélagslegt áhættumat til að greina ástandið á vinnustaðnum. Í tilkynningu frá Stígamótum segir að stjórn og starfshópur hafi tekið þessa umræðu um neikvæða starfs- upplifun af fyllstu alvöru. Leitað var til vinnustaðasálfræðinga, Vinnu- eftirlitsins og vinnustaðalögfræðinga og ákveðið var að fylgja í einu og öllu ráðleggingum þeirra um fagleg vinnubrögð. Helga gagnrýnir þó meðferð máls- ins. „Þessi samtök ættu að vita það allra best að þú rannsakar ekki brot án þess að tala við brotaþola eða fá þeirra sjónarmið. Það var ekki mér vitandi talað við neina brotaþola á meðan á rannsókninni stóð.“ „Það eru vonbrigði að samtök sem vinna með þolendum ofbeldis allan daginn geti ekki tæklað það þegar kemur upp innan þeirra eigin veggja ásökun um ofbeldi. Ég hefði haldið að það væri þeim til sóma að þau af öllum ættu að taka raddir brotaþola alvarlega,“ segir Helga. „Ég var nýbúin að senda þeim tölvupóst og spyrja hver tæki út þessa úttekt og hvort yrði talað við mig eða fyrri starfskonur og ég fæ engin svör við því og svo kemur bara þessi tilkynning í gær, þeir ætla bara að loka þessu svona,“ segir Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir. – sg Vonsvikin með rannsókn Stígamóta Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta. Þessi samtök ættu að vita það allra best að þú rannsakar ekki brot án þess að tala við brotaþola eða fá þeirra sjónarmið. STÓRIÐJA Reglurnar sem settar voru á Alþingi í vor eiga að gilda umsvifa- laust og án undanþága, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra, aðspurð um tillögu Umhverfis- stofnunar að rekstrarleyfi fyrir PCC á Bakka. Samkvæmt tillögunni fær kísil- verið á Bakka heimild til að losa fjór- falt meira af ryki út í andrúmsloftið fyrstu tvö rekstrarárin en heimilt er samkvæmt Evróputilskipun sem var innleidd með lagabreytingu hér á landi í vor. Að þeim tíma liðnum ber kísilverinu halda sig innan við 5 milligrömm á rúmmetra en fær þó samkvæmt tillögu Umhverfisstofn- unar að fjórfalda það losunarmagn 20 prósent starfstímans eða sem samsvarar 73 dögum á ári. „Í rauninni er verið að lækka mörkin en hingað til hafa fyrir- tæki fengið ákveðið svigrúm. Þetta er tillaga að útfærslu sem er nú til umsagnar og við hvetjum fólk til að senda okkur athugasemdir,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. Kristín Linda bendir á að bæði stjórnvöld og fyrirtæki, þar á meðal Thorsil og United Silicon, hafi fjögur ár til að bregðast við þessum nýju skilyrðum. Björt Ólafsdóttir umhverfisráð- herra segir að hertu reglurnar hafi verið samþykktar með öllum greidd- um atkvæðum á Alþingi í vor. „Það er mikilvægt að vilji kjörinna fulltrúa gildi umsvifalaust og án undanþága.“ Í tillögunni er einnig lagt til að aðrir stuðlar verði notaðir til útreiknings á þungmálmalosun, eftir óskum rekstraraðilans og að miðað verði við stuðla sem eru þróaðir af starfandi sérfræðingi hjá Elkem ASA Silicon Materials í Noregi. Nýju stuðlarnir taki meira tillit til notk- unar en Kristín Linda segir þá gömlu gefa hærri losunartölur en raunin sé. „Markmið Umhverfisstofnunar er að ýta á fyrirtæki að styðjast við nákvæmari tölur frekar en reiknings- stuðla,“ segir Kristín. Ekki er sjálfgefið að nýju stuðlarnir eigi að gilda fyrir allar verksmiðjurn- ar og því mögulegt að mismunandi stuðlar gildi um þær silíkonverk- smiðjur sem hér starfa. Björt segist ekki geta metið, að svo stöddu, hvaða stuðlar séu bestir en almennt hljóti að fara best á því að nota samræmd eftirlitstæki fyrir sambærilegar verksmiðjur. „Eftirlitið þarf að vera eins gegn- sætt og kostur er til að almenningur hafi tök á að fylgjast með mengandi stóriðju í landinu.“ adalheidur@frettabladid.is Ráðherra andvígur undanþágu frá lögum fyrir kísilver á Bakka Kísilver PCC á Bakka fær að losa fjórfalt meira af ryki út í andrúmsloftið en ný lög leyfa fyrstu tvö rekstrar- árin og 73 daga á ári framvegis, verði tillaga Umhverfisstofnunar staðfest. Umhverfisráðherra segir lögin eiga að gilda. Að ósk PCC er lagt til að stuðlar frá sérfræðingi Elkem í Noregi gildi um losun þungmálma. Fjölmenni var á Bakka við athöfn við upphaf framkvæmda í september 2015. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Það er mikilvægt að vilji kjörinna full trúa gildi umsvifalaust og án undanþága. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra 2 2 . J Ú L Í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.