Fréttablaðið - 22.07.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.07.2017, Blaðsíða 2
Veður Vaxandi suðaustanátt í dag, 8-15 m/s við suðvesturströndina síðdegis, en 10-18 á norðanverðu Snæfellsnesi. Þar má búast við hvössum vind- hviðum og ekki ráðlegt að ferðast á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind þar. SJÁ SÍÐU 38 Barist við eiturplöntur Starfsmenn Reykjavíkurborgar íklæddir sérstökum hlífðarbúningum, tóku í gær til við að uppræta hættulega bjarnarkló, eða tröllahvönn, í Laugar- nesi. Sú planta vex víða í borginni og annað afbrigði, húnaklóin, er skyndilega farin að dreifa úr sér líka. Báðar þessar plöntur geta valdið alvarleg- um brunasárum og jafnvel varanlegri blindu ef vökvi úr þeim berst í augu að sögn Snorra Sigurðssonar, líffræðings hjá borginni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MENNTAMÁL Listgreinar hafa vaxið að vinsældum hjá Borgarholtsskóla og vill skólinn nú byggja séraðstöðu fyrir greinarnar. Í byrjun sumars sendi skólinn erindi til mennta- málaráðuneytisins um uppbygg- ingu kennsluaðstöðu fyrir skapandi greinar. „Aðsókn í listnám hefur verið að aukast töluvert hjá okkur í Borgar- holtsskóla. Það er búið að vera mjög vinsælt og búið að sprengja utan af sér hjá okkur,“ segir Ársæll Guð- mundsson, skólameistari Borgar- holtsskóla. Skráðir nemendur í list- námi eru í dag 167 talsins. „Við höfum sent óskir um að fá hreinlega að huga að byggingu lista- skóla. Við erum meðal annars með leiklist, kvikmyndagerð og grafíska hönnun. Það er búin að vera spreng- ing í atvinnulífinu í kvikmyndageir- anum, meðal annars vegna Baltas- ars Kormáks og allra kvikmyndanna sem hafa verið teknar hér á landi. Unga fólkið sér þarna tækifæri og sækir um í þetta nám,“ segir Ársæll. „Við erum eins og aðrir að kenna þetta í skóla sem var byggður til að kenna bóklegar greinar,“ segir hann. Búið er að breyta hefðbundnum kennslustofum í myndver, leiksvið, myndlistar- og hönnunarstofu, með litlum möguleikum á að koma fyrir nauðsynlegum tækjabúnaði, meðal annars vegna stærðar og lofthæðar. Engar geymslur né pláss eru fyrir leikmyndir, leikmuni, búninga, ljósaborð, teiknitrönur eða annað nauðsynlegt. Pláss er á lóð skólans fyrir húsnæði sem þetta. – sg Borgarholtsskóli vill nýtt listahús MÁLVERKASAFN IÐNÓ - LISTMUNIR Til sölu í einu lagi málverka og listmunasafn Iðnó ehf vegna brottflutnings rekstraraðila úr húsinu. Um er að ræða perlur eftir m.a. Ásgrím Jónsson, Þórarinn B. Þorláksson, Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson, Finn Jónsson, Jón Engilberts,Svein Þórarinsson,Jóhann Briem,Er- ró,Valtý Pétursson,Snorra Arinbjarnar og marga fleiri þekkta myndlista menn. Æskilegt að selja heildarsafnið enda upplagt fyrir stofnanir og fyrirtæki að stofna góðan grunn af listaverkasafni með þessum kaupum. Verkin verða til sýnis áhugasömum eftir nánara samkomulagi og fyrirspurnum verður einungis svarað berist þær í rafpósti á; idno@idno.is Verkin verða afhent kaupanda hinn 01.október n.k. þegar núverandi rekstraraðili tæmir fasteignina. Ársæll Guð- mundsson, skólameistari Borgarholtsskóla EM2017 Þó að krossbandsslit hafi slökkt í EM draumi systranna Elísu og Margrétar Láru Viðarsdætra eru Eyjameyjarnar engu að síður mætt- ar til Hollands þar sem þær dvelja í sumarhúsabyggð með hátt í þrjátíu manns úr fjölskyldunni. Systrunum fannst erfitt að vera í stúkunni í leiknum gegn Frakklandi. „Mér fannst það mjög erfitt þótt við höfum báðar undirbúið okkur mjög vel. Ég setti upp sólgleraugun í þjóðsöngnum,“ segir Margrét Lára. Tárin voru af tvennu tagi. „Bæði er maður svekktur yfir að vera ekki að spila og svo var maður grátandi smá gleðitárum, og nú hljóma ég eins og hundrað ára, en ég er búin að vera í þessu í fimmtán ár og sjá hvað við Íslendingar erum frá- bærir,“ segir Margrét Lára og minn- ist þess að fimmtíu manns hafi fylgt liðinu á EM í Finnlandi 2009. Um þrjú þúsund manns eru í Hollandi. „Að hafa fengið að fara þennan stiga með liðinu, maður fyllist svo miklu stolti. Maður veit að ásamt fleiri leikmönnum á maður smá þátt í því og það er gaf manni óneitan- lega mikla gleði líka.“ Elísa, sem er 26 ára varnarmaður, sleit krossband í vináttulandsleik gegn Hollandi í apríl. Tveimur mán- uðum síðar sleit markadrottningin svo krossband í leik í Pepsi-deild kvenna. Í báðum tilfellum varð fljótlega ljóst að þær yrðu ekki með á EM. Elísa segir lærdómsríkt að að vera hinum megin við borðið. „Þetta er eitthvað sem mótíverar mann í endurhæfingunni. Maður einhvern veginn er ofboðslega viljugur að gera þetta vel og koma sterkari til baka,“ segir Elísa. Hún setti sömuleiðis upp sólgleraugun á Frakkaleiknum. Það eru ekki bara stundirnar á vellinum sem systurnar sakna. Stelpurnar í landsliðinu eru dug- legar á samfélagsmiðlum og má sjá að lífið á hótelinu er skemmtilegt, mikið hlegið. „En við eigum líka frábærar stundir hérna saman fjöl- skyldan,“ segir Elísa. Margrét Lára tekur undir að for- vitnilegt sé að vera hinum megin við borðið. „Nú vitum við hvað þau verða að gera á HM eftir tvö ár þegar við verðum í harkinu á vellinum,“ segir hún og tekur af allan vafa um hvort hún hyggi á endurkomu.Hún verður 31 árs síðar í mánuðinum. Þær eru bjartsýnar fyrir leikinn gegn Sviss í dag. Margrét minnir á að 1-0 tap gegn Frakklandi séu „bestu verstu“ úrslitin sem hægt var að fá. „Ég sé ekki mörg lið fara svona í gegnum Frakklandsleiki,“ segir hún og talar af reynslu því hún skoraði óvænt sigurmark gegn Frökkum árið 2007 í leik sem mark- aði upphafið að EM ævintýrum stelpnanna. Tíu árum síðar eru þær stoltar af stöðu landsliðsins og Elísa segir varnarfærslurnar í Frakklands- leiknum hafa verið svo til upp á tíu. „Það eina sem vantaði var smá heppni upp við markið,“ segir Mar- grét Lára. Eflaust hafi verið stress gegn Frökkum og ekki náðst að halda boltanum nógu vel innan liðsins. Það verði betra gegn Sviss. „Ég held við séum að fara að vinna þennan leik, ég er eiginlega viss um það.“ kolbeinntumi@365.is Sólgleraugu földu tárin Krossbandsslit slökktu í EM draumi systranna frá Heimaey, Margrétar Láru og Elísu Viðarsdætra, sem ætluðu að vera í eldlínunni með landsliðinu í Hollandi. Eyjasysturnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur eru báðar á EM í Hollandi. SAMGÖNGUR Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. „Við erum að ræða við yfirvöld og reyna að athuga hvort það sé ekki hægt að fá þessu banni, eða þessum reglum, breytt að því leyti að þær verði þá opnari þannig að það sé hægt að stunda meira flug hér út. Þannig að við erum að beita okkur í því, já, að fá að minnsta kosti umræðu í gang um málið,“ sagði Jón Karl Ólafs- son, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia, við fréttastofu í gær. Jón Karl benti jafnframt á að meðan Keflavíkurflugvöllur sé orðinn þéttsetinn sé völlurinn í Reykjavík vannýttur. Með nýtingu hans væri hægt að dreifa álagi betur. – kmu Millilandaflug frá Reykjavík 2 2 . J Ú L Í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.