Fréttablaðið - 22.07.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.07.2017, Blaðsíða 12
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LÍFIÐ: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Logi Bergmann Þá er bara að fylgja orðum eftir með athöfnum, en ljóst er að samstarfs- flokkurinn og stjórnarsátt- málinn sníða þröngan stakk í þeim efnum. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra lék óvenju djarfan leik með grein sinni hér í blaðinu í vikunni, sem bar yfir-skriftina „Má fjármálaráðherra hafna krónunni?“ Í greininni færir Benedikt rök fyrir því að Íslendingar eigi að skipta út krónunni og taka upp annan gjaldmiðil. Þar á Benedikt augljóslega við evruna. Rök Benedikts eru þekkt og sannfærandi. Krónan er vegna smæðar hagkerfisins óútreiknan- legur gjaldmiðill, og ekki til þess fallinn að tryggja stöðugleika. Hann bendir á að krónan ógni nú afkomu fyrirtækja sem græddu vel á veikri krónu fyrir fáeinum misserum. Við blasi að fyrirtæki í nýsköpun og þekkingariðnaði, sem oftar en ekki eru með tekjur í erlendri mynt, eigi nú erfiða tíma. Þetta er gömul saga og ný. Hér áður fyrr var þetta vandamál leyst með pantaðri gengisfellingu þegar sjávarútvegurinn fór að finna fyrir styrkingu krón- unnar. Sá tími virðist liðinn. Grein fjármálaráð- herra bendir til þess að hann vilji eindregið berjast fyrir endanlegri lausn, það er nýjum, traustum gjaldmiðil, eða beintengingu krónunnar við annan gjaldmiðil. Þetta er skynsamleg nálgun. Krónan gerir ekki bara fyrirtækjum í landinu ókleift að gera skynsam- legar áætlanir, heldur veldur hún því að vextir hér eru með þeim hæstu sem þekkjast á byggðu bóli. Það skerðir kjör fólksins í landinu. Talsmenn krónunnar benda oft á að hún veiti okkur sveigjanleika þegar í harðbakkann slær. Hin hliðin á þeim peningi er að það er einmitt krónan sem reglulega hefur komið okkur í efnahagslegt klandur. Hún er í senn sjúkdómurinn og lækningin. Íslendingar njóta þess nú að ferðast með ofur- sterka krónuna í vasanum. Lái þeim hver sem vill að flykkjast úr landi. Sagan kennir okkur að æskilegt er að eyða krónunum meðan þær halda verðgildi sínu. Á meðan er hin ofursterka króna farin að bíta ferðaþjónustuna svo um munar. Ferðamenn láta ekki endalaust bjóða sér okurverð. Benedikt segir í grein sinni að hann sé einungis að feta í fótspor fjármálaráðherra nítján evrulanda sem hafi hafnað eigin gjaldmiðlum fyrir evruna. Sá munur er þó á að þeir framkvæmdu í samræmi við stefnu þeirra ríkisstjórna sem þeir sátu í. Útspil Benedikts stangast hreinlega á við stjórnarsáttmál- ann, eins og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra benti á í gær. Í máli forsætisráðherra kom jafnframt fram, að ríkisstjórnin hefði verið að vinna að endurbótum á ramma peningamála í landinu. Að störfum væri nefnd sem sett var af stað undir þeim formerkjum að krónan verði áfram okkar gjaldmiðill. Útspil Benedikts er því í senn djarft og óvenju- legt. Þá er bara að fylgja orðum eftir með athöfnum, en ljóst er að samstarfsflokkurinn og stjórnarsátt- málinn sníða þröngan stakk í þeim efnum. Orð og athafnir Volvo Penta á Íslandi | Brimborg • Bíldshöfða 6 • Sími 515 7070 • volvopenta.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUM HÖNDUM hjá volvo penta á íslandi Öflug Volvo Penta þjónusta Hjá Volvo Penta á Íslandi | Brimborg starfar framúrskarandi teymi sem samanstendur af öflugum fagmönnum Brimborgar og samstarfsaðilum um land allt. Komdu í dag og ræddu við ráðgjafa. HAFÐU SAMBAND Í DAG • Sími: 515 7067 | 869 7537 Guðmundur Gísli • Netfang: volvopenta@brimborg.is • Heimasíða: volvopenta.is Kauptu bestu varahlutina Volvo Penta á Íslandi | Brimborg er með gott úrval varahluta á lager og á mjög hagstæðu verði. Varahlutasérfræðingar okkar veita þér fyrirtaksþjónustu og ráðgjöf við kaup. Stundum finnst mér eins og þjóðin skiptist í tvennt (þó að ég sé ekki viss með hlutföllin). Þá sem styðja einkarekstur og þá sem eru á móti honum. Það má færa rök fyrir hvoru tveggja og einkavæðing á klárlega ekki alltaf við. En stundum gerist það að stofnanir virðast nánast standa upp á stól og öskra: EINKAVÆÐIÐ MIG! Við höfum fengið tvö dæmi um það síðustu vikur. Annars vegar er risavaxin auglýsingaherferð fyrir Vínbúðina um að fólk eigi að sýna skilríki. Ég verð að viðurkenna að ég botna ekkert í þessu. Ef minnsti vafi leikur á því að viðskiptavinurinn hafi aldur til að kaupa áfengi, er þá ekki bara glimrandi hugmynd að spyrja viðkomandi hvort hann sé með skilríki? Ég myndi halda að það væri svona það augljósa í stöðunni. Ég myndi jafnvel ganga svo langt að segja að það væri óþarfi að auglýsa það sérstaklega. Sennilega nægir að setja skilti í vínbúðina með áréttingu um aldurstakmark. Og kannski miða fyrir framan afgreiðslumanninn með sömu skilaboðum ef það er hann sem klikkar svona rosalega á þessu að það þarf að fara í sérstaka herferð. Er annars einhver í heiminum sem veit ekki að það er góð hugmynd að taka með sér skilríki í vín- búð? Þá sjaldan ég lyfti mér upp í útlöndum og fer í vínbúð er ég yfirleitt spurður um skilríki og geng út hress í bragði yfir því að vera svona fáránlega ung- legur. Gæti það verið að hér sé hið kunnuglega vanda- mál að hér sé verið að sýsla með annarra manna peninga? Svona viljum við hafa það Þetta toppar næstum því Orkuveituauglýsinguna um árið. Hún kostaði skrilljónir og tilgangurinn virtist helst vera sá að leyfa einhverjum leikstjóra að fá útrás fyrir dans- og söngleikjablæti þar sem inntakið var: Svona viljum við hafa það. Öh … nei. Ég skildi ekkert, enda var ekki eins og fólk gæti hætt að skipta við öll hin orkufyrirtækin í Reykjavík. Þetta er í alvöru eins og ríkisstjórnin myndi fara í auglýsinga- herferð fyrir andrúmsloft. Og hvað það sé frábær hugmynd að anda því að sér. Svo er það Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Hvar, annars staðar en í Sovétríkjunum sálugu, getur það talist eðlilegt að vera hálfan dag að sækja um vegabréf? Að það sé bara eðlilegur gangur lífsins að þurfa að taka sér frí úr vinnu á nokkurra ára fresti svo maður komist til útlanda? Og jafnvel þótt einhverj- um, einhvers staðar í heiminum gæti tekist að veita verri þjónustu er algjör óþarfi að keppa við það hér. En þessi hálfi dagur er bara byrjunin. Þegar maður er búinn að bíða hjá sýslumanni getur tekið við þret- tán daga bið. Altso í þrettán virka daga, sem þýðir að ef maður sækir um föstudaginn 3. ágúst, gæti vega- bréfið komið 22. ágúst. Sem eru 19 dagar. Nítján. Eigum við að reyna eitthvað annað? Til að tryggja að allir haldi nú góða skapinu þá finnst sýslumanni það frábær hugmynd að skella í lás klukkan 15. Það er greinilega algjör óþarfi að hafa opið lengur fyrst þetta gengur svona ljómandi vel. Meira að segja Tollstjórinn, sem lengi var óvinsæl- asta stofnun landsins, heldur opnu hálftíma lengur. Og bara til að hressa þessa fúlustu við þá getur Sýslumaðurinn engan veginn tekið við kreditkortum. Bara alls ekki. Sem er alveg óskiljanlegt því það eru allar líkur á því að við séum búin að borga kortareikn- inginn þegar við loks fáum vegabréfið í hendur. Nú veit ég ekki hvernig á því stendur að ríkisvaldið vill hafa þetta svona. Að til séu stofnanir sem telja sig þurfa að tala við starfsfólk sitt í gegnum auglýsinga- herferðir eða veita þjónustu með því að halda okkur hjá sér hálfan dag og dunda sér svo verulegan hluta úr mánuði við að búa til skilríki sem við megum ekki borga með kreditkorti af því að við gætum bara stungið af frá reikningnum í helgarferðinni í Köben. En það sem mér finnst þetta segja er einfaldlega: „Getur ekki einhver annar tekið við þessu?“ Þarf þetta að vera svona? 2 2 . J Ú L Í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.