Fréttablaðið - 22.07.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.07.2017, Blaðsíða 6
Tveir fórust í jarðskjálfta 6,7 stiga jarðskjálfti reið yfir grísku eyjuna Kos og tyrknesku borgina Bodrum í gær. Tveir ferðamenn fórust í skjálftanum og rúmlega hundrað slösuðust, mismikið þó. Kos er vinsæll ferðamannastaður og sækja einkum Grikkir og Tyrkir eyjuna heim. Upptök skjálftans voru um tíu kílómetra suður af Bodrum. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL  Benedikt Jóhannes- son fjármálaráðherra segir það rétt hjá Bjarna Benediktssyni forsætis- ráðherra að það sé skoðun Bene- dikts og Viðreisnar að hafna beri krónunni. Það sé hins vegar hlut- verk stjórnmálamanna að benda á lausnir við vandamálum. Nýr gjald- miðill er þó ekki á döfinni. „Ég held að sé mjög ólíklegt að við tökum upp annan gjaldmiðil á tímum þessarar ríkisstjórnar,“ segir Benedikt. „Það er augljóst að það verður ekki breytt um gjaldmiðil nema það eigi sér aðdraganda og aðdragandinn felst meðal annars í því að menn tali um málin.“ Grein Benedikts í Fréttablaðinu á fimmtudaginn þar sem hann ítrek- aði afstöðu Viðreisnar um að fundin yrði lausn á gengissveiflum íslensku krónunnar vakti nokkra athygli. Í henni sagði Benedikt Viðreisn hafa verið stofnaða til þess að stuðla að sátt og stöðugleika. Slíkur stöðugleiki náist aldrei nema með stöðugum gjaldmiðli sem standi undir nafni og bjóði upp á svipaða vexti og í nágranna- löndum. „Það sem hefur gerst að undan- förnu er að menn sjá miklar sveifl- ur  á gengi krónunnar á stuttum tíma. Það er auðvitað óheppilegt ástand fyrir fyrirtæki. Ég bendi á það að þetta ástand hefur ekki breyst neitt og við þurfum að vera óhrædd að tala um breytingar,“ segir Benedikt. Hann segir að í ríkisstjórnarsátt- málanum standi að flokkarnir vilji finna lausn sem dragi úr sveiflum á gengi krónunnar. „Ég hef sagt að þetta gæti gerst í einhverjum áföngum, fyrst gætum við sett okkur markmið þar sem krónunni yrði leyft að sveiflast innan ákveðins ramma og ramminn svo þrengdur.“ Lausnin gæti að mati Benedikts verið myntráð en jafnvel eitthvað annað. „Við eigum að fá til- lögur frá nefnd sem er núna að störfum sem hefur þetta markmið að reyna að draga úr sveiflum á gengi krónunnar. Ef menn koma með aðra lausn sem leiðir til annarrar niðurstöðu þá hef ég mjög mikinn áhuga á því að við nýtum okkur hana. En myntráð er ein lausn sem margar þjóðir hafa nýtt sér.“ saeunn@frettabladid.is Ekki gjaldmiðilsskipti í núverandi ríkisstjórn Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að ekki verði breytt um gjald- miðil nema það eigi sér aðdraganda. Hann talar fyrir lausn sem dregur úr sveifl- um á gengi krónunnar, hvort sem það verður myntráð eða eitthvað annað. Það er augljóst að það verður ekki breytt um gjaldmiðil nema það eigi sér aðdraganda og aðdragandinn felst meðal annars í því að menn tali um málin. Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra Gönguferðir um fjallendi Málaga og Cádiz á Spáni. Við kynnumst hinum „hvítu þorpum“ Andalucíu og einnig gullnum ströndum Cádiz. Gist er á fallegu hóteli í bænum Ronda fyrstu 4 næturnar og þaðan förum við í dagsferðir og heimsækjum nokkur af hvítu þorpum Andalúsíu: Grazalema og Zahara de la Sierra staðsett í þjóðgarði Grazalemafjallanna og þorpin Benalauría og Genalguacil í fjalllendi Málaga. Gengið er í grennd við þorpin sem heimsótt eru hverju sinni, um 4-6 tíma á dag, og flokkast göngurnar undir léttar til miðlungserfiðar og henta því flestum sem eru í nokkuð góðu formi. Á fimmta degi keyrum við niður að strandbænum Conil de la Frontera í Cádiz og njótum þess að liggja í sólinni og kíkja á mannlífið, en Conil de la Frontera er einstaklega skemmtilegur og fallegur bær með mikið úrval af búðum, veitingastöðum og börum fyrir utan víðfeðma strönd sem bærinn liggur við. Farið verður í kynnisferð síðasta kvöldið til Vejer de la Frontera. Þorpið Vejer de la Frontera stendur í 200 metra hæð uppi í fjalli og þaðan er hægt að sjá til hafs og jafnvel til Marokkó í góðu skyggni. Á þessum glæsilega stað ætlum við að njóta saman kvöldverðar á einum þekktasta veitingastað bæjarins. Við endum ferðina í Jerez de la Frontera og förum í sherrívínsmökkun í einum frægasta vínkjallara Jerez áður en flogið er aftur til Íslands. RONDA – GRAZALEMA – ZAHARA DE LA SIERRA BENALAURÍA – GENALGUACIL – CONIL DE LA FRONTERA Frá kr. 219.995 m/fæði skv. ferð. Netverð á mann frá kr. 219.995 m.v. 2 í herbergi. Innifalið: Flug og skattar. Innrituð 23 kg taska, akstur til og frá flugvelli, gisting m/morgunverði, 2 hádegisverðir og 1 kvöldverður. Rúta og fararstjórn í göngur. Kynnisferð til Vejer de la Frontera, vínframleiðslufyrirtækisins González Byass og smökkun á sherry. Íslensk og ensk fararstjórn í göngum m.v. lágmarksþátttöku 14 manns. – fáðu meira út úr fríinu Fararstjóri: Ása Marin Hafsteinsd. Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . EN N EM M / S IA • N M 79 54 9 HVÍTU ÞORPIN á Spáni GÖNGUFERÐ 17. sept. í 7 nætur Hádegis- og kvöldverður, kynnisferðir o.fl. innifalið Frá kr. 219.995 m/morgunmat 2 2 . J Ú L Í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.