Fréttablaðið - 22.07.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.07.2017, Blaðsíða 18
Við verðum þarna, ég og systir mín, Elsa María Blöndal sem er jú, talin ein af best og svalast klæddu verum landsins,“ segir Magga Stína. „Eins og alltaf verður mikið um huggulegheit inni á Kaffi Vest, fólk getur fengið sér heitt kakó, bröns, mímósur og möndlukökur og annað skemmtilegt. Við Elsa verðum svo fyrir utan og seljum þar alla kjóla og klæði sem safnast hafa í sarpinn hjá okkur í tímans rás. Og já, hreinlega allt sem við eigum til í okkar fórum. Svo leikum við skemmtilega tónlist af geisladiskum, einnig úr okkar eigu, sem allir verða til sölu.“ Magga Stína er þekkt fyrir líflegan klæðaburð og Elsa María er fata- hönnuður, það er því ljóst að ein- hverjar gersemar munu leynast á markaði þeirra systra. „Þarna verða til að mynda margir magnaðir rokk og ról-kjólar sem ég hef komið fram í á undanförnum árum.“ Magga Stína mælir svo með að tónlistaráhugafólk hafi augun opin fyrir spennandi geisladiskum. „Nú sel ég plötusafnið mitt, eða svona 98 prósent þess. Og ég get sagt þér það að þegar ég fór að fara í gegnum þetta allt, þá fékk ég létt á tilfinninguna að ég væri viti mínu fjær, því magnið var þvílíkt. En svo áttaði ég mig auðvitað á því að ekkert er heilbrigðara en að eyða peningunum sínum í góða tón- list og nú mun tónlistin af þessum diskum og vínylplötum gleðja hug og hjörtu annarra,“ segir Magga Stína og hlær. „Svo verða líka til sölu æðisleg póstkort, ég er nefnilega póstkorta- safnari í laumi, gæti haldið póst- kortasýningu sem næði hringinn í kringum hnöttinn.“ Spurð út í hvort henni þyki ekki erfitt að selja kjólana sína og dýr- mætt geisladiskasafn sem hún hefur safnað í gegnum tíðina segir Magga: „Jú, það er erfitt en bara í fimm mín- útur því það er líka rosalega frels- andi. Að losna undan eignaþung- anum og halda léttleikandi með andann einan að vopni á vit nýrra ævintýra.“ Aðspurð hvað bíði hennar í San Francisco segir Magga Stína: „Ég er að fara í framhaldsnám í tónsmíðum. Magga Stína hvetur fólk til að mæta á markað þeirra systra, hún lofar miklu fjöri. „Við ætlum að gera okkur glaðan dag og reyna að galdra fram sólina með öllum tiltækum ráðum. Þetta verður útihátíð eins og þær gerast allra bestar,“ segir Magga Stína um markaðinn sem hefst klukkan 11.30. gudnyhronn@365.is Selur kjólana sína og plötusafnið Tónlistarkonan hressa Margrét Kristín Blöndal, betur þekkt sem Magga Stína, er að fara að skipta um gír og flytja til San Francisco til að fara í nám. Hún ætlar af því tilefni að selja eigur sínar fyrir utan Kaffi Vest í dag, laugardag. Magga Stína ætlar að halda uppi stuðinu fyrir utan Kaffi Vest ásamt systur sinni, Elsu Maríu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM JÚ, ÞAÐ ER ERFITT EN BARA Í FIMM MÍNÚTUR ÞVÍ ÞAÐ ER LÍKA ROSA- LEGA FRELSANDI. Hvað á að gera um helgina? SKOÐAÐU Ragnar Kjartansson heldur fyrstu safn- sýningu sína á heimavelli í Hafnar- húsinu eftir sigurför á erlendri grund á undanförnum árum. Sýningin ber titilinn Guð, hvað mér líður illa og endurspeglar óð Ragnars til listarinnar í allri sinni dýrð, til tónlistar, leikhúss, kvikmynda, bókmennta og– að sjálfsögðu– myndlistar. Hylling listamannsins birtist í völdum verkum, frá árinu 2004 til dagsins í dag. LESTU Litla bakaríið við Strandgötu eftir Jenny Colgan er hugljúf ástarsaga um líf Pollyar Waterford. Fyrirtæki hennar er gjaldþrota, fína íbúðin horfin undir hamarinn og kærastinn fluttur heim til mömmu. Sárblönk neyðist Polly til að flytja í hrörlegt hús í litlu sjávarþorpi í Cornwall. Til að gleyma sorgum sínum hellir hún sér út í það sem veitir henni mesta ánægju í lífinu: að baka brauð. Litla bakaríið við Strandgötu er alþjóðleg metsölubók sem hefur komið út í 15 löndum. HLÆÐU Ari Eldjárn hefur fengið einn fremsta uppistandara Finnlands, Ismo Leikola, til liðs við sig og munu þeir setja saman sann- kallaða grínveislu í Tjarnarbíói. Sýningin er öll á ensku og uppselt er á sýningu þeirra á laugardaginn en aukasýningu hefur verið bætt við og verður hún á sunnudaginn í Tjarnarbíói klukkan 20.00 2 2 . J Ú L Í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.