Fréttablaðið - 22.07.2017, Blaðsíða 22
það verið að breytast svona á síðustu
þremur árum að barnabókahöfundar
fái rithöfundalaun en mér finnst að
það eigi að stækka sjóðinn og eyrna-
merkja hluta alfarið til barnabóka-
höfunda. Einfaldlega vegna þess að
við þurfum að skrifa fokking barna-
bækur – afsakið orðbragðið,“ segir
Gunnar og er mikið niðri fyrir.
Öll dýrin í skóginum
„Fyrir mig að koma inn í þetta á
gamals aldri eftir að vera búinn að
leikstýra úti um allan heim, leika í
Hollywood-kvikmynd og ég veit ekki
hvað og hvað og sjá hvernig þetta er
úti í hinum stóra heimi þá fer í taug-
arnar á mér að upplifa að barnaefni
sé afgreitt sem annars flokks, vegna
þess að það er ekki þannig í leikhús-
inu. Þú gerir barnasýningu í leikhús-
inu og það koma allir gagnrýnendur
vegna þess að þetta er menningar-
viðburður og það þarf að fjalla um
hann sem slíkan. En barnabækur …
þá eru fjölmiðlar mjög tregir í taumi
en svona helst að Rás 1 og Mogginn
sinni þessu. En nú er þetta nýkomið
inn í Íslensku bókmenntaverðlaunin,
búið að vera í fjögur ár minnir mig,
og þá þurfa allir að fylgja með, því að
þetta er alvöru efni.
Ég hef stundum vísað til þess þegar
Astrid Lindgren var að byrja að skrifa
sínar bækur og hvað hefði okkur
fundist um það ef það hefði ekki
verið fjallað um þær? Við myndum
hlæja að Svíum ef það hefði verið
tilfellið en þannig er það ekki. Við
hlæjum að gagnrýni sem sagði að
Lína Langsokkur væri andfélags-
legt, stórhættuleg efni fyrir börn en
það var þó allavega gert og þetta
komst í umræðuna. En hérna eru
barnabókahöfundar sem hafa aldrei
fengið gagnrýni eða umfjöllun um
listaverkið.“
Gunnar segir að við þurfum að
vera margfalt meðvitaðri um áhrif og
mikilvægi barnabóka. „Það má jafn-
vel velta því fyrir sér hvort barnabók-
menntir, tökum Astrid Lindgren sem
dæmi, hafi áhrif á að móta siðferðis-
legan þroska þjóðar. Allt barnaefni
hefur varanleg áhrif á okkur með
margþættum hætti, jafnvel langt
umfram það að styrkja tungumálið
og meðferð okkar á því. Ég var t.d.
að leikstýra í Svíþjóð fyrir nokkrum
árum og þá kynntist ég konu sem á
sínum tíma lék aðalstelpuna í sjón-
varpsþáttunum Á Saltkráku sem
voru gerðir eftir bókum Lindgren.
Hún sagði mér að enn þann dag í
dag, mörgum áratugum síðar, væri
hún að hitta fólk sem segði henni að
þetta hefði breytt lífi þess. Þannig að
svona stórir höfundar sem eru hluti
af umræðunni og verða hluti af hefð-
inni hafa gríðarleg áhrif. Ég meina
allir Íslendingar þekkja setninguna:
Öll dýrin í skóginum eiga að vera
vinir. Öll vitum við hvaðan þetta
kemur og öll erum við sammála um
þetta í grunninn þó að við förum
kannski ekki eftir því. En við ætlum
okkur að vera það og við vitum að
það er satt og rétt vegna þess að Tor-
björn Egner sagði það.“
Mér var bjargað
Samfélag leikara sem vinna saman er
oft afar náið og eðli starfa listamanna
er oft að takast á við það sem betur
má fara í samfélaginu, vera samviska
þess. Á undanförnum vikum hafa
margir úr stétt leikara tekið undir
með Bergi Þór Ingólfssyni leikara í
baráttu hans fyrir dóttur sína vegna
uppreistar æru Roberts Downey,
kynferðisbrotamanns. Gunnar segir
að Bergur Þór hafi verið að leika í
myndinni hjá þeim í Vestmanna-
eyjum þegar þessir hlutir voru að
gerast. „Bergur var þarna hjá okkur
með tárin í augunum þegar þetta var
að gerast. Það er ekki hægt að láta
þetta ekki hafa áhrif á sig. Þetta er
svo skelfilegt.“ En hver er þín afstaða
í svona málum? „Fyrir mér er þetta
einfalt. Þetta snýst ekki um Robert
Downey eða Jón Steinar Gunnlaugs-
son. Þetta snýst um börnin. Þetta
snýst alltaf um barnið. Vegna þess að
barnið er alltaf veikari aðilinn í sam-
skiptum barns og fullorðins. Þarna er
maður, alveg sama hvað hann heitir,
sem er búinn að misnota börn og ef
þú gerir slíkt þá ert þú ekki lengur
með.
Ég þekki alveg menn sem hafa
brotið af sér og hafa þurft að sitja
inni en það er allt öðruvísi því þeir
eru ekki að níðast á börnum. Þeir eru
kannski að níðast á samborgurum
sínum á einhvern óskilgreindan
hátt en ég tek afstöðu með börn-
unum, alltaf og án undantekninga og
þannig ætti það að vera í samfélag-
inu. Allt þetta tal um fyrirgefningu
sem Jón Steinar er eitthvað að tjá sig
um er ekki málið. Ég hef fylgst með
hvernig Þórdís Elva hefur tekið á
sínum málum, hef horft á TED-fyrir-
lesturinn og lesið allt sem hún segir
og það er ofvaxið mínum skilningi
hvernig hún hefur komist í gegnum
þetta. Ég skil ekki svona stórar mann-
eskjur. Að fólk sé að rífast við hana
um hvernig á að upplifa og fyrirgefa
nauðgun. Ég bara næ því ekki. Látið
hana vera.“
Það er þungur tónn í orðum Gunn-
ars þegar hann talar um þessi mál og
hann gefur sér tíma til þess að hugsa
og velja orð sín vel. „Ég lenti næstum
því í þessu þegar ég var nítján ára en
var bjargað. Ég talaði aldrei um það
fyrr en Hallgrímur bróðir kom með
bókina sína Sjóveikur í München
þar sem hann segir frá sinni reynslu.
Þá fór ég að tala um það. Mér fannst
þetta svo vandræðalegt og maður
upplifir svo mikla skömm. Ég
skammaðist mín svo mikið að ég fór
strax daginn eftir og talaði við þenn-
an gaur og var bara hress og áttaði
mig ekki á því að hann hafði byrlað
mér eitur því ég hafði aldrei heyrt um
svoleiðis dæmi.“
Eins og skítalokan
Gunnar staldrar við og segir: „En ég
vil ekki að þetta verði stóra málið í
þessu viðtali. Þetta snýst ekki um mig
heldur börn og hvað við getum bætt
í þessu samfélagi. Það kom nefnilega
nýr og óvæntur snúningur á þetta mál
í vikunni þegar Benedikt Erlingsson
sagði að mann væri farið að gruna að
inni í kerfinu sé barnaníðinganet. Sér-
fræðingar í útlöndum segja nefnilega
að barnaníðingar séu aldrei einir á
ferð heldur finni sér stuðning, gaura
sem tala saman og deila efni á netinu
og ef enginn vill segja hvernig þetta
gerðist að þessi maður fékk uppreist
æru þá fer mann að gruna ýmislegt.
Þetta sagði Benni á netinu í gær og
það rataði í fjölmiðla. Ég ætlaði að
fara að læka þetta og deila þessu en þá
fannst mér skyndilega að við værum
aðeins komin til Salem. En ég er samt
sammála þessu. Af hverju er ekki
hægt að koma hreint fram? Ég skil
það ekki. Málið er að við komumst
aldrei frá þessari Salem-tilfinningu
og öllum þessum tilfinningum, van-
mætti og reiði nema með því að opna
á þetta allt saman. Hafa þetta allt fyrir
opnum dyrum.
Þetta er alveg eins og skítalokan
vestur í bæ nema að það flæddi þarna
skítur út í kerfið en ekki út í sjó. Af því
að einhver gæi sagði, „æ reddum þessu
bara og vonum að það frétti enginn af
þessu“, þetta er bara skólp út í þjóð-
félagið. Í stað þess að segja þetta voru
þessi og þessi sem kvittuðu upp á
þetta og við ætlum að draga þetta til
baka. Af hverju gerum við það ekki?
Jú, vegna þess að þá fer hann í mál við
ríkið. Mér er bara alveg sama. Látum
hann bara gera það. Við erum að
brjóta lög með því að tala um sakar-
giftir manns sem er með uppreist æru
hvort eð er. Ef almenningur hefur hug-
rekki til þess þá verða fulltrúar þeirra
að hafa það líka. Allir kvitta bara upp
á og enginn þorir að segja neitt, það
er eitthvað mikið rotið í svona sam-
félagi eða kerfi sem stendur ekki með
börnunum. Það eru bara foreldrarnir
og fjölskyldurnar sem gera það en það
er ekki nóg. Hvaða rugl er þetta?
Samfélag sem vill fara fram á við og
bæta sig verður alltaf og án undan-
tekninga að setja börnin í fyrsta sæti.
Hvort sem við erum að sinna listum
og menningu, berjast gegn glæpum
eða í raun hvað sem er. Leiðin fram á
við er opið samfélag sem setur börnin
í öndvegi.“
Bragi Þór leikstjóri og Gunnar taka stöðuna við tökur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Gunnar hefur það skemmtilega hlutverk við tökur á kvikmyndinni að stjórna fótboltaatriðunum enda frábær í fótbolta eins og hann segir sjálfur með bros á vör FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
MÁLIÐ ER AÐ VIÐ KOM-
UMST ALDREI FRÁ ÞESS-
ARI SALEM-TILFINNINGU
OG ÖLLUM ÞESSUM TIL-
FINNINGUM, VANMÆTTI
OG REIÐI NEMA MEÐ ÞVÍ
AÐ OPNA Á ÞETTA ALLT
SAMAN.
2 2 . J Ú L Í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð