Fréttablaðið - 22.07.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.07.2017, Blaðsíða 16
2 2 . J Ú L Í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT EM 2017 Íslenska kvennalandsliðið er með kenninöfnin á baki búninga sína á EM en ekki fornöfnin. Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir útskýrðu á fundi með blaðamönnum í gær að þetta hefði verið rætt fyrir mót og atkvæðagreiðsla farið fram. „Síðustu tvær keppnir hafa verið með fornafninu en við kusum um þetta og ákváðum að vera með eftirnöfnin núna þar sem við erum sam- einaðar undir „dóttir“,“ sagði Sif. „Þetta kemur upprunalega úr CrossFit-heim- inum þar sem stelpurnar okkar þar fengu þetta nafn á sig,“ sagði Glódís og bætti við: „Þetta stendur fyrir að vera grjótharðar og ógeðslega flottar.“ EM 2017 í Hollandi B-riðill Svíþjóð - Rússland 2-0 1-0 Schelin (22.), 2-0 Blackstenius (51.). Þýskaland - Ítalía 2-1 1-0 Josephine Henning (19.), 1-1 Ilaria Mauro (29.), 2-1 Babett Peter, víti (67.) Staðan í B-riðlinum: Svíþjóð 4, Þýskaland 4, Rússland 3, Ítalía 0. Í dag er spilað í C-riðli 16.00 Ísland - Sviss Doetinchem 18.45 Frakkl.- Austurríki Utrecht Um helgina L 14.00 FH - ÍA Kaplakriki S 17.00 KA - Breiðablik Akureyrarv. S 17.00 Fjölnir - ÍBV Fjölnisvöllur S 19.15 Víkingur R. - KR Víkingsv. S 20.00 Stjarnan - Grindav. Garðab. L 09.00 Opna breska Golfstöð L 09.30 Bayern - AC Milan Sport 2 L 09.50 C. Palace - WBA Sport L 12.20 Liverpool - Leicester Sport L 13.50 FH - ÍA Sport 2 L 22.00 Juventus-Barcelona Sport L 00.00 PSG - Tottenham Sport L 00.00 UFC Fight Night Sport 2 S 08.00 Opna breska Golfstöð S 16.50 KA - Breiðablik Sport S 19.45 Stjarnan - Grindav. Sport S 21.00 Real M. - Man. Utd. Sport 2 Grjótharðar og flottar SEX JAFNIR OG NÝTT MÓTSMET Gríðarleg spenna er í karla- flokki þegar Íslandsmótið í golfi á Hvaleyrarvelli er hálfnað. Sex kylfingar eru jafnir á fimm höggum undir pari. Axel Bóasson úr Keili lék frábærlega á 68 höggum eða -3 en hann er á -5 samtals eins og þeir Ólafur Björn Loftsson úr GKG, Andri Þór Björnsson úr GR, Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG, Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili lék frábært golf í gær þegar hún kom inn á -4 eða 67 höggum sem er nýtt vallarmet. Guðrún Brá er með tveggja högga forskot á Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni og Ragnhildi Kristinsdóttur úr GR. FÓTBOLTI „Staðan á hópnum er eins góð og kostur er á. Það eru allir leikmenn heilir heilsu. Engin veikindi hafa komið upp og verða ekki,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari og barði þrisvar í borðið (sjö, níu, þrettán) á blaða- mannafundi íslenska liðsins í gær þar sem hann sat fyrir svörum ásamt miðvörðunum Glódísi Perlu Viggósdóttur og Sif Atladóttur, besta leikmanni íslenska liðsins í síðasta leik á móti Frakklandi. Mótherjar dagsins eru sviss- nesku stelpurnar sem hafa reynst okkar stelpum erfiðar í síðustu leikjum Liðin mættust einu sinni á ári frá 2013-2015 og vann Sviss alla þrjá leikina með markatölunni, 7-0. Fyrsti leikur Íslands undir stjórn Freys Alexanderssonar var einmitt á móti Sviss árið 2013. Það var dapur leikur hjá íslenska liðinu en það er komið langað leið síðan þá. „Það er ýmislegt búið að gerast síðan í þessum athygliverða fyrsta leik mínum með landsliðinu þar sem ég upplifði ýmislegt. Það var ýmislegt sem ég rakst á sem var gott mál. Við spiluðum illa og áttum ekkert skilið úr leiknum. Við erum bara á allt, allt, allt öðrum stað í dag,“ sagði Freyr og bætti við: „Óháð öllum hinum leikjunum sem við höfum spilað við þær og farið illa út úr er þetta nýr dagur, nýr leikur á allt öðrum stað.“ Stelpurnar okkar skoruðu ekki í fyrsta leiknum á EM á móti Frakk- landi. Það var ekkert nýtt miðað við það sem hefur verið í gangi hjá liðinu að undanförnu en það hefur ekki skorað í síðustu fjórum leikjum. Markmiðið var aldrei að raða inn mörkunum í Hollandi, sagði landsliðsþjálfarinn. Engin mörk – ekkert vandamál „Við komum hingað með nokkur markmið sem voru einföld og skýr. Eitt af því var að vera með besta varnarliðið í mótinu. Við lögðum höfuðáherslu á það að spila sterk- an varnarleik. Það ákváðum við út frá styrkleikum hópsins okkar og hvernig mótið er og hvaða þjóðir eru hérna og hvað þarf til að ná árangri,“ sagði Freyr sem er á því að markastíflan bresti á morgun. „Ég trúi því að ef við höldum hreinu á morgun þá vinnum við. Það þýðir að við skorum. Eitt stig heldur örlögunum í okkar eigin höndum. Við ætlum okkur samt sem áður sigur.“ Íslenska liðið lenti í miklum áföllum í aðdraganda mótsins en eitt af því var að missa marka- hrókinn Hörpu Þorsteinsdóttur út vegna barnsburðar. Markaskorun hefur gengið brösulega síðan þá en Freyr minnti á hvernig þetta var í síðustu undankeppni. „Þið megið tala um áhyggjur og það má gagnrýna þetta eins og þið viljið en ég minni á það að við skor- uðum mest allra í undankeppninni í okkar riðli og þriðja mest af öllum og áttum markahæsta leikmann í undankeppni EM. Það hefur því ekki verið vandamál hjá okkur en við sem sitjum hér inni vitum alveg hvað er búið að ganga á síðustu átta mánuði hjá okkur,“ sagði Freyr. Stoppa Sviss Glódís Perla Viggósdóttir hefur mætt Sviss áður og veit hvers svissnesku stelpurnar eru megnugar í sóknar- leiknum. Hún hefur samt engar áhyggjur af morgundeginum eftir frammistöðuna á móti Frakklandi. „Þetta eru ekki þannig lagað hættulegri einstaklingar. Þetta eru ekki einstaklingar sem við þurfum að hræðast ef við spilum sama varnarleik og við gerðum á móti Frökkum. Ef við erum allar á tánum og allar saman í þessu þá munum við stoppa þessa einstaklinga,“ sagði Glódís Perla og Sif Atladóttir hefur engar áhyggjur af slæmum minn- ingum frá Tjarnarhæðinni þar sem Ísland tapaði 4-0 fyrir Hollandi í vináttuleik í apríl. „Það eru allir brjálæðislega pepp- aðir fyrir þennan leik. Við vildum koma hingað aftur. Við þekkjum völlinn vel þannig það eru bara allir spenntir fyrir leiknum. Grasið er grænt og sólin skín og Íslendingar á svæðinu þannig að þetta verður ekki betra,“ sagði Sif Atladóttir. Stefnt að bestu vörninni á EM Íslenska kvennalandsliðið mætir Sviss í öðrum leik liðsins á EM 2017 á morgun. Stelpunum hefur ekki tekist að skora í síðustu fjórum leikjum en það verður helst að breytast á morgun. Markmiðið var að vera með bestu vörnina á mótinu, sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson á blaðamannafundi í gær. Landsliðskonurnar Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sjá hér eitthvað sniðugt á æfingu íslenska landsliðsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/TOM Tómas Þór Þórðarson tomas@365.is Sif Atladóttir og Hallbera Gísladóttir á leið á æfingu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/TOM Síðust til að skora í lands- leik á móti Sviss var Kristín Anna Arnþórsdóttir 23. ágúst 1986. Síðan hefur íslenska liðið ekki skorað í 342 mínútur á móti Sviss. Markatalan í síðustu þremur leikjum þjóðanna er -7 (0-7). Grasið er grænt og sólin skín og Íslend- ingar á svæðinu þannig að þetta verður ekki betra. Sif Atladóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.