Fréttablaðið - 22.07.2017, Blaðsíða 20
Ég vonaði það. Átti kannski ekki von á því en vonaðist eftir því sem er alls ekki sami hluturinn,“ segir Gunnar Helgason um velgengni barna-
bókanna sinna en um þessar mundir
standa yfir tökur á kvikmynd eftir
Víti í Vestmannaeyjum í leikstjórn
Braga Þórs Hinrikssonar en framleið-
andi er Saga Film. „Ég byrjaði á því
að skrifa Gogga og Grjóna sem kom
út 1992 og svo koma tvær bækur í
kjölfarið áður en ég fór til útlanda
að vinna. Var mikið í því í nokkur ár
en fór svo að vinna í Latabæ hérna
heima og þá sá ég þungann í þessu.
Sá þá í fyrsta skipti fjöldann allan af
fólki sem tók barnaefni alvarlega.
Þarna var ekki litið niður á barna-
efni. Það var enginn að spyrja, hve-
nær ætlarðu að hætta í Stundinni
okkar? Heldur var spurningin: Hve-
nær ætlarðu að koma með næstu
barnabók? Ætlarðu ekki að byrja
að skrifa aftur? Þarna var barnaefni
alvarlegt mál, alvöru bransi og mér
leið vel í þessum bransa. Það var
engin tilviljun að ég fór í Stundina
okkar, tuttugu og fimm ára, á þeim
aldri þegar allir leikarar á Íslandi
vilja verða kyntákn. Fólki fannst
þetta algjör brandari að ég væri að
fara í þetta og það smitaðist auðvitað
á okkur Felix sem vildum fyrir vikið
gjarnan gera eitthvað annað í lífinu
en að vera barnastjörnur. En á síð-
ustu sex til sjö árum hefur viðhorfið
breyst og maður áttað sig á því að
þetta er flottur, alvöru bransi. Núnar
er ég að gera bíómynd með frábæru
og flinku fólki og allir krakkar eru að
spyrja mig hvenær hún komi í bíó og
svona til að svara þeim þá er það um
næstu páska og ég hlakka geðveikt
mikið til.“
Fyrir strákana mína
Gunnar segir að þegar hann hafi
byrjað skrifa fótboltabækurnar hafi
þetta allt breyst. „Fyrsta bókin í þeim
flokki hitti strax beint í mark, hitti
lesandann, gekk mjög vel. Þær fjalla
um ákveðinn raunveruleika og for-
sendan var að mig langaði til þess að
skrifa fyrir stráka, einfaldlega vegna
þess að mér fannst vanta bækur fyrir
strákana mína en ég á enga stelpu.
Þeir nenntu ekkert að lesa, fannst
ekkert nógu skemmtilegt og spenn-
andi og ég var alltaf að spyrja þá að
því hvað þeir vildu lesa. Mér fannst
þetta alveg hrikalegt, eldri strákurinn
minn hætti að lesa ellefu ára, og ég
vildi skrifa eitthvað til þess að ná til
þeirra. Það eina sem ég fékk út úr
þeim var að þeir vildu lesa eitthvað
um fótbolta og einu bækurnar sem
ég mundi eftir voru Hæðargarðs-
bækurnar sem ég las, komu út þrjár
í sex bóka seríu, ég er enn þá með ör
á sálinni, að vita ekki hvernig þetta
endaði,“ segir Gunnar og skellihlær
sínum ráma og smitandi hlátri.
„Þessi bókaflokkur gerist í Svíþjóð
árið nítján hundruð fimmtíu og eitt-
hvað og aðalgæjarnir brunuðu um á
skellinöðrum og fengu sér kók og
sígó á æfingu og jafnvel léttöl á eftir.
Ekki alveg málið.
Þannig að ég varð bara að skrifa
þetta sjálfur og þetta hitti í mark.
Svo kom bara í ljós að það var fullt
af stelpum líka að lesa þessar bækur
og þá var varð ég að bregðast við því
og skrifaði Rósu inn í Aukaspyrnu
á Akureyri og hef gefið henni sífellt
meira vægi síðan þá. Í rauninni
finnst mér ég skulda stelpum að
skrifa fótboltabók fyrir þær sem
gerist á Símamótinu eða Siglufirði.
Ég var bara búinn að ákveða að þetta
væri komið gott af fótboltabókum en
ef myndin gengur vel og svona þá er
aldrei að vita, það væri gaman að
gera eitthvað fyrir stelpurnar, því
þetta markmið að skrifa fyrir stráka
er að baki. Núna er ég að skrifa fyrir
bæði stráka og stelpur en það er allt
inni í myndinni því höfundurinn
er lifandi,“ segir Gunnar og glottir
prakk aralega.
Leiðin fram á við er
að setja börnin
alltaf í öndvegi
Gunnar Helgason, barnabókahöfundur og leikari, hefur framleitt
efni fyrir börn í áraraðir og hann er með sterkar skoðanir á mál-
efnum barna hvort sem varðar listir eða önnur mál. Gunnar segir að
við eigum að hafa hátt börnum til varnar og samfélaginu til góðs.
Gunnar Helgason á góðri stundu með strákunum sem leika í Víti í Vestmannaeyjum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
Aldrei verið stelpa
Starf rithöfundarins er oft talið afar
einmanalegt, jafnvel svo að það
reynist sumum um megn, en Gunn-
ar segir að hann hafi sínar aðferðir
við að halda sönsum í þessu. „Í fyrsta
lagi þá er ákaflega mikill krakki í mér
en auðvitað er ég líka orðinn gamall
kall. Ég man þó æskuna ákaflega vel
og þá ekki síst ákveðnar tilfinningar.
Mér fannst fullorðnir oft vera ákaflega
ósanngjarnir og sagði oft við sjálfan
mig: Þegar ég er orðinn stór þá ætla
ég að muna þetta. Muna hvernig mér
leið og vera ekki ósanngjarn þegar
ég verð stór,“ segir Gunnar og leikur
pirrað, stórt barn með tilþrifum.
„Þessi andartök sem ég ætlaði mér að
muna virðast hafa fest í minninu. Svo
er ég auðvitað tvíburi, þannig að ég er
með sjónminni líka yfir atburði sem
voru að gerast fyrir framan mig, og ég
veit ekki hvort það var ég eða Ási því
við lítum alveg eins út. Þannig að þá
þurfum við að spyrja mömmu hver
gerði hvað, en hún man það ekkert.
Nína systir man þetta og er með þetta
allt á hreinu.“
Varðandi ritstörfin segir Gunn-
ar að mikilvægur hluti af ferlinu hjá
honum sé að hann taki aragrúa við-
tala. „Í undirbúningnum að hverri
bók þá tek ég eins mikið af við-
tölum og ég get og það hjálpar alveg
rosalega. Ég tek viðtöl við börn og
fólk sem hefur verið í aðstæðum á
barnsaldri sem eru sambærilegar við
það sem ég er að skrifa um og þetta
hjálpar mér óendanlega mikið. Þetta
er eins og vítamín fyrir mig sem höf-
und. Núna fyrir Ömmu best, sem
kemur út í október, þá hitti ég stelpu
á Júróvisjónkvöldinu í Laugardals-
höll. Hún heitir Guðrún Nanna, er
í hjólastól og algjör gella. Ég var að
leikstýra þessu kvöldi, sé að henni er
hleypt inn á undan, er í smá pásu sem
ég nýtti til þess að fara til hennar og
kynna mig og biðja hana um að hitta
mig fljótlega. Hún var til í það og hún
og kærastinn sögðu mér svo ofboðs-
lega mikið sem nýttist mér svo vel við
bókina, eitthvað sem ég hefði aldrei
áttað mig á sjálfur því ég hef aldrei
verið í hjólastól og ég hef aldrei verið
stelpa.“
Þurfum að skrifa fokking …
Talið berst að mikilvægi barnabóka
fyrir samfélagið og Gunnar segir
okkur þurfa að spyrja mikilvægra
spurninga og þora að svara þeim.
„Þurfum við að gera eitthvað fyrir
íslenskuna? Þurfum við að gera eitt-
hvað fyrir menntum og læsi? Þurfum
við öll að kunna að lesa? Það er talað
mikið um læsi og í hverri einustu viku
frá áramótum hefur einhver stjórn-
málamaður komið fram og talað
um vanda íslenskunnar og læsis en
enginn þeirra hefur sagt eitt einasta
orð um barnabækur.
Hvernig aukum við læsi hjá
börnum? Með því að láta þau hafa
eitthvað skemmtilegt að lesa. Það
er ekkert flóknara en það. En eng-
inn barnabókahöfundur, kannski
tveir í besta falli, geta lifað af því að
skrifa barnabækur á Íslandi. En þá
þurfa viðkomandi að sætta sig við
að vera láglaunamenn og ég sætti
mig ekki við það þannig að ég vinn
með þessu.“ Nú er Gunnari greini-
lega orðið mikið niðri fyrir. „Hvít-
bókin kom út í fyrra án þess að þar
sé minnst einu orði á barnabækur.
Í lestrarátaki menntamálaráðu-
neytisins er ekki minnst á þetta.
En núna held ég að það sé að verða
hugarfarsbreyting. Í vetur endur-
lífguðum við samtök ungmenna- og
barnabókahöfunda þar sem ég bauð
mig fram sem formann, hlaut kosn-
ingu og sit með frábærri stjórn. Við
erum að undirbúa málþing um læsi,
menntun og þá staðreynd að barna-
bókin er undirstaða menntunar í
þessu landi. Margrét Tryggvadóttir
er búin að rannsaka mikið stöðu og
mikilvægi barnabóka og málþingið
sem verður haldið þann 4. október
verður tileinkað þessu. Bókmennta-
borgin ætlar að koma að þessu með
okkur og við erum búin að fara á fund
með Menntamálastofnum og þar er
opnun því þau ætla að endurhugsa
allt sitt efni varðandi læsi alveg frá
grunni. Menntamálaráðherra ætlar
að koma og vonandi getum við
endað þetta málþing með því að taka
einhverjar ákvarðanir, það er svona
okkar draumur í stjórninni. Ákvarð-
anir á borð við þá að barnabækur
sem koma út á Íslandi séu keyptar
inn á bókasöfnin. Í Noregi er það t.d.
þannig að þeir líta á norskuna sem
örtungumál sem sé í vörn og þess
vegna kaupa þeir 1.500 eintök af
hverri einustu barnabók sem er ekki
drasl. Að auki fá barnabókahöfundar
alltaf rithöfundalaun. Hér hefur ↣
HVÍTBÓKIN KOM ÚT Í FYRRA ÁN ÞESS AÐ ÞAR SÉ MINNST
EINU ORÐI Á BARNABÆKUR. Í LESTRARÁTAKI MENNTA-
MÁLARÁÐUNEYTISINS ER EKKI MINNST Á ÞETTA. EN NÚNA
HELD ÉG AÐ ÞAÐ SÉ AÐ VERÐA HUGARFARSBREYTING.
2 2 . J Ú L Í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð