Fréttablaðið - 26.02.2014, Síða 18

Fréttablaðið - 26.02.2014, Síða 18
 | 4 26. febrúar 2014 | miðvikudagur Rekstrarvörur - vinna með þér                                                            ! ! Landsbréf hf. högnuðust um 187 milljónir króna á síðasta ári sam- anborið við sjö milljóna króna hagnað árið 2012. Hreinar rekstr- artekjur námu 959 milljónum og jukust um 526 milljónir á milli ára, samkvæmt tilkynningu Lands- bréfa vegna ársreiknings 2013. Þar segir að eigið fé Landsbréfa hafi numið 1.644 milljónum króna í árslok 2013. Þá annaðist félagið rekstur 34 sjóða og félaga og eign- ir í stýringu voru um 110 millj- arðar króna og höfðu aukist um 33 prósent á árinu. Um tólf þúsund einstaklingar og lögaðilar eru með fjármuni í sjóðum eða í eignastýr- ingu hjá Landsbréfum, samkvæmt tilkynningunni. - hg Uppgjör Landsbréfa kynnt: Hagnaður 187 milljónir Hlutfall snjalltækja í vefnotkun Íslendinga hefur um það bil tvö- faldast á einu ári. Ólafur Örn Niel- sen, framkvæmdastjóri hjá Form5 vefhönnunarstúdíói, hefur tekið saman tölur frá helstu vefmiðlum landsins ásamt tölfræði frá Mod- ernus sem heldur úti samræmdri vefmælingu yfir heildarnotkun. „Þar kom í ljós að á vefmiðl- um sem hafa breiða markhóp- askírskotun er hlutfall snjall- tækja um og yfir 25 prósent af allri umferð,“ segir Ólafur og nefnir sem dæmi Vísir.is, Mbl. is og Já.is. Síða eins og Fótbolti. net hefur rúmlega 30 prósenta hlutfall snjalltækja sem Ólaf- ur segir væntanlega skýrast af markhópnum. Samkvæmt samræmdri vef- mælingu Modernus eiga snjall- tæki að meðaltali 34 prósent í allri umferð. Á markaðsvefjum og vefjum sem höfða til yngri hópa hafa þeir séð snjalltækja- hlutfall í kringum 40 prósent. „Þróunin er komin lengst hjá samfélagsmiðlum, sem höfða jafnframt til yngri markhópa. Face book sagði í ágúst í fyrra að 78 prósent notkunarinnar væru „mobile“ á móti 22% í „desktop“,“ segir Ólafur. Ólafur segir að ef sama þróun- in heldur áfram verði vefnotkun algengari í snjalltækjum heldur en hefðbundnum tölvum, það er fartölvum og borðtölvum, jafn- vel á þessu ári og vefmiðlar sem selji auglýsingar þurfi að aðlaga auglýsingamódel sín þessum nýja veruleika. „Það er nauðsynlegt fyrir fyr- irtæki að vefir þeirra séu skal- anlegir og aðlagi sig ólíkum skjá- stærðum og jafnframt að mark- aðssókn þeirra á netinu henti og sé miðuð að þessum breytta veru- leika,“ segir Ólafur. Hann segir þetta hafa ákveðna áherslu í för með sér fyrir vefiðn- aðinn í heild sinni. „Að skala vefina var áður val- kostur en nú er mikilvægt að not- endaupplifunin sé jafn góð fyrir allar skjástærðir,“ segir Ólafur að lokum. Form5 er vefstúdíó sem hann- ar allt frá vefsíðum til snjallfor- rita. Starfsmenn fyrirtækisins eru fjórir og hafa þeir starfað fyrir fyrirtæki á borð við Össur, 66°Norður, Símann og Nikita. Hlutfall snjalltækja í vefumferð 34 prósent Ólafur Örn Nielsen, framkvæmdastjóri vefhönnunarstúdíósins Form5, segir fyrirtæki þurfa að laga sig að breyttum veruleika á netinu. Þróunin er komin lengst á samfélagsmiðlum. Starfsmenn álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík framleiddu síðasta álbarra fyrirtækisins í síðasta mánuði. Þar með lauk yfir fjörutíu ára sögu álbarra- framleiðslu í álverinu Straums- vík. Síðasti álbarrinn fór með skipi í lok janúar á þessu ári til viðskiptavinar fyrirtækisins til fjölda ára í borginni Singen í Þýskalandi. „Það er systurfyrirtæki okkar í Þýskalandi sem hefur keypt ál af okkur í marga áratugi og mun gera það áfram og því var vel við hæfi að síðasti barrinn færi þangað,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi í samtali við Markaðinn. Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík framleiðir nú bæði álstangir og álkubba til útflutn- ings. Rio Tinto Alcan hefur að undanförnu unnið að breyting- um á steypuskála álversins í þeim tilgangi að skipta að fullu úr álbarraframleiðslu yfir í framleiðslu á álstöngum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í næsta mánuði. „Við erum búin að breyta hluta af okkar búnaði til að framleiða stangir sem þurfa meiri úrvinnslu en eru verð- mætari en barrarnir. Þetta er skemmtilegt fyrir okkur að vera að framleiða meira virðisauk- andi og flóknari vörur,“ segir Rannveig. - hg Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík framleiðir ekki lengur álbarra í fyrsta sinn í fjörutíu ára sögu sinni: Síðasti álbarrinn farinn frá Straumsvík TÍMAMÓT Margir starfsmenn álversins skrifuðu nöfn sín á álbarrann áður en hann var sendur til Þýskalands. MYND/ÍSAL BREYTTUR VERULEIKI Þeir Einar Ingi Farestveit og Ólafur Örn Nielsen, stofnendur Form5, segja breytingar á vefumferð hafa áhrif á iðnaðinn í heild sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UPPLÝSINGATÆKNI Fanney Birna Jónsdóttir | fanney@frettabladid.is Rekstrartekjur fasteignafélags- ins Regins hf. námu 4.043 milljón- um króna í fyrra og þar af námu leigutekjur 3.524 milljónum króna sem samsvarar 24% hækkun sam- anborið við árið 2012. Reginn birti ársreikning sinn í gær. Hagnað- ur félagsins nam 2.434 milljónum króna borið saman við rétt tæpar 2.600 milljónir árið 2012. Hagn- aður svarar til 1,87 króna hagn- aðar á hlut borið saman við 1,57 árið 2012. Stjórnendur félagsins telja horfur í rekstri góðar og afkom- an hafi verið í samræmi við áætl- un félagsins en þó verður ekki greiddur út arður í ár. Í lok árs 2013 átti Reginn 45 fasteignir. Heildarfermetrafjöldi fasteignasafnsins var 192 þúsund í árslok og þar af voru 172 þús- und útleigjanlegir fermetrar. Út- leiguhlutfall fasteignasafnsins er um 98% miðað við þær tekjur sem 100% útleiga gæfi. Stærstu eign- ir Regins eru verslunarmiðstöðin Smáralind í Kópavogi og Egilshöll í Grafarvogi. Í febrúar 2013 var gerð breyt- ing á fjárfestingastefnu félagsins, lögð var frekari áhersla á sterkt eigið fé og skýra arðsemiskröfu. Í markmiðum félagsins er gert ráð fyrir að eignasafn félagsins allt að tvöfaldist á næstu fimm árum frá samþykkt fjárfestingastefnu. - fbj Ekki verður greiddur út arður árið 2014: Hagnaður Regins rúmir 2,4 milljarðar FASTEIGNAFÉLAG Helstu eignir Regins eru Smáralind og Egilshöll. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.