Fréttablaðið - 26.02.2014, Síða 25

Fréttablaðið - 26.02.2014, Síða 25
KYNNING − AUGLÝSING Háskólar26. FEBRÚAR 2014 MIÐVIKUDAGUR 3 Háskólinn á Akureyri er stór og vaxandi hluti af samfé-laginu og er Akureyri líklega eini eiginlegi háskólabærinn á Ís- landi. Kristín Ágústsdóttir er nýlega tekin við sem forstöðumaður mark- aðs- og kynningarsviðs Háskólans á Akureyri og þekkir því af eigin raun að flytja frá Reykjavík til höfuðstað- ar norðursins. „Ég er búin að búa á Akureyri í nær hálft ár núna og er alltaf að kom- ast betur og betur að því hversu gott er að búa hérna. Hér er öll sú þjón- usta, íþróttalíf, menning, matsölu- staðir og kaffihús sem ég vil hafa að- gang að og meira til. Svo finnst mér algjör lúxus að hafa Hlíðarfjall í seil- ingarfjarlægð. Skíðin eru bara úti í bíl svo það er auðvelt að hendast upp í fjall,“ segir hún. Kristín telur auðvelt að komast inn í samfélagið á Akureyri, sérstaklega þegar maður tilheyrir svo stórum hluta af því sem Háskólinn á Akur- eyri er. „Að flytja til Akureyrar og stunda nám í litríku samfélagi nem- enda og fræðimanna við góðan há- skóla er góður kostur,“ segir hún og mælir með því við alla að prófa nýja hluti og búa í nýju umhverfi. Nám sem ekki er kennt í öðrum háskólum á Íslandi Háskólinn á Akureyri hefur nokkra sérstöðu þar sem hann býður upp á sex námsgreinar sem ekki eru kenndar í öðrum háskólum lands- ins. Kristín nefnir þar sjávarútvegs- fræði, fjölmiðlafræði, líftækni, iðju- þjálfunarfræði, nútímafræði og félagsvísindi. „Þá leggur HA áherslu á kennslu í smærri hópum sem skilar sér í persónulegum og gagnvirkum kennsluaðferðum þar sem nemendur hafa afar gott aðgengi að kennurum.“ Leiðandi í fjarnámi Nær allt nám sem kennt er við Há- skólann á Akureyri er hægt að stunda bæði í staðarnámi og fjarnámi. „HA hefur kappkostað að bjóða upp á nær allt sitt nám í fjarnámi. Nám óháð stund og stað fer enda vaxandi og hefur HA tekið þau mikilvægu skref að vera leiðandi í þeirri námsleið á Íslandi,“ segir Kristín. Þetta hefur mælst vel fyrir á meðal nemenda þar sem um helmingur þeirra sem stunda nám við HA eru í fjarnámi. HA kynnir nám sitt á Háskóladeginum Kristín hvetur alla til að koma á Há- skóladaginn laugardaginn 1. mars og kynna sér það nám sem Háskólinn á Akureyri og aðrir háskólar landsins hafa upp á að bjóða frá fyrstu hendi. HA verður á Háskólatorgi í Háskóla Íslands frá klukkan 12 til 16. Akureyri er lifandi háskólabær Háskólinn á Akureyri hefur verið í stöðugri uppbyggingu frá því hann var stofnaður 1987. HA býður upp á námsgreinar sem ekki eru kenndar í öðrum háskólum á Íslandi og er leiðandi í fjarnámi. HA kynnir nám sitt á Háskóladeginum 1. mars á Háskólatorgi HÍ. Verklegar æfingar hjá nemendum í líftækni. Kristín Ágústsdóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs HA. MYND/AUÐUNN NÍELSSON Nemendur í fjölmiðlafræði vinna að gerð útvarpsefnis.                                !       " #  $  !         %  "   " "      %      & #     %   '% " (          )  % 

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.