Fréttablaðið - 26.02.2014, Page 42

Fréttablaðið - 26.02.2014, Page 42
Gjaldþrot hjá Man. Utd í Grikklandi FÓTBOLTI Man. Utd er í vondum málum í Meistaradeild Evrópu eftir tap, 2-0, fyrir gríska liðinu Olympiakos í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Sigur Grikkjanna var sanngjarn enda sýndu leikmenn Man. Utd ekkert í þessum leik. Dortmund er svo komið með annan fótinn í átta liða úrslit eftir 2-4 sigur á Zenit. Liðið skoraði tvö mörk á fyrstu fimm mínútum leiksins. - hbg visir.is Frekari umfjöllun um Meistaradeildina. NÝTT Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Nicotinell Spearmint 2 mg og 4 mg lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Ábendingar: Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Skammtar fyrir fullorðna 18 ára og eldri: Skammta skal ákvarða út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Mælt er með 4 mg lyfjatyggigúmmíi fyrir einstaklinga með mikla nikótínþörf og fyrir þá sem ekki hefur tekist að hætta með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Ef þú reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring má miða við notkun 4 mg, 20-30 sígarettur/sólarhring er miðað við 2 eða 4 mg eftir þörf en ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring er æskilegt að nota 2 mg. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins (4 mg lyfjatyggigúmmí), skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggja skal eitt stk við reykingaþörf þar til finnst sterkt bragð. Þá skal láta það hvíla milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal tyggja aftur. Þetta skal endurtaka í 30 mín. Venjuleg notkun er 8-12 stk, þó ekki fleiri en 15 stk af 4 mg og 25 stk af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Meðferðarlengd er einstaklingsbundin en skal í flestum tilfellum standa í a.m.k. 3 mánuði, skal þá draga smám saman úr notkun lyfjatyggigúmmísins. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Venjulega er ekki mælt með notkun lyfsins lengur en í eitt ár. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Geyma skal afgangs lyfjatyggigúmmí þar sem reykingaþörf getur skyndilega komið upp aftur. Ráðgjöf getur aukið líkurnar á því að reykingafólk hætti að reykja. Nota má lyfið til að lengja reyklaus tímabil og draga þannig úr reykingum. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Frábendingar: Ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju hjálparefnanna, reykleysi. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota lyfið ef þú: ert á meðgöngu eða með barn á brjósti, hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með hjarta- eða æðasjúkdóm, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða ef þú ert yngri en 18 ára. Einstaklingum með gervitennur og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform nikótínlyfja. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfið. Athuga ber að lyfið inniheldur natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321). Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfishafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ  Loksins á Íslandi! Nicotinell með Spearmint bragði - auðveldar þér að hætta reykingum FÓTBOLTI Bjarni Þór Viðarsson fékk aðeins að spila í 51 mínútu í samtals fjórum leikjum á öllu síð- asta ári með liði sínu, Silkeborg í Danmörku. Þrátt fyrir að hann eigi enn tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við félagið virð- ist ólíklegt, eins og sakir standa, að staða hans innan liðsins muni breytast mikið á næstunni. Í sumar verða tíu ár liðin frá því að Bjarni Þór samdi við enska stór- liðið Everton. Hann var sextán ára gamall og var í bítlaborginni þar til hann samdi við hollenska liðið Twente árið 2008. Þá sleit hann krossband í hné og náði af þeim sökum aldrei að vinna sér sæti í liðinu. Því næst hann hélt hann til Belgíu, fyrst til Roeselare þar sem Bjarni fékk loks sín fyrstu almennilegu kynni af því að spila reglulegan deildarbolta. Eftir eitt ár þar samdi hann sumarið 2010 við Mechelen en spilaði lítið vegna meiðsla. Árið 2012 gekk hann svo í raðir danska úrvalsdeildarfélagsins Silkeborg, þar sem hann var byrj- unarliðsmaður fyrst um sinn. En um mitt tímabilið missti hann sæti sitt í liðinu og þó svo að Silkeborg hafi fallið í B-deildina í vor hefur staða hans ekkert batnað. Á þessum tíu árum hefur Bjarni, sem verður 26 ára í vor, aðeins spilað 61 deildarleik með þeim sex félögum sem hann hefur leik- ið með á ferlinum. Til samanburð- ar má nefna að Bjarni á að baki 58 leiki með landsliðum Íslands, þar af einn A-landsleik. „Það er hægt að ræða um hvað ég hef verið óheppinn með meiðsli og þjálfara en það er ekki til neins,“ segir Bjarni. „Ég á þó að minnsta kosti nóg inni fyrir næstu ár á ferlinum,“ bætir hann við í léttum dúr. Ég bjóst við meiru Hann segist vitanlega orðinn þreyttur á ástandinu og hversu lítið hann hafi spilað á ferlinum. „Þetta hefur ekki verið auðvelt. Ég byrjaði ferilinn í Englandi og fór svo til Hollands. Ég bjóst því við meiru,“ viðurkennir hann. „En ég hef þó enn gaman af fótbolta og tel það lykilatriði fyrir mig. Svo ég held ótrauður áfram og hef ekki gefist upp.“ Hann segir það einnig skipta máli að þetta sé atvinna hans og hann vilji standa sig vel í henni. „Það er hins vegar ekkert gaman að mæta í vinnuna þegar ég veit að ég mun ekki fá að spila næsta leik – sama hvað ég geri.“ Get ekki farið hvert sem er Í desember síðastliðnum sagðist Bjarni í samtali við danska fjöl- miðla vilja losna frá Silkeborg. En janúar leið án þess að nokkuð gerð- ist í hans málum. „Það voru einhverjar þreifing- ar en ekkert af því gekk upp. Ég verð því eitthvað áfram hér,“ segir Bjarni. Til greina kom að fara til liðs í rússnesku B-deildinni sem og til Noregs en Bjarni hafnaði því. „Þó svo að ég sé ekki ánægð- ur með mína stöðu hjá Silkeborg get ég ekki stokkið á hvað sem er. Hlutirnir verða að passa fyrir mig og mína fjölskyldu,“ útskýrir Bjarni. Hann segir einnig að til greina hafi komið að komast á lánssamn- ing en til þess þarf viðkomandi félag að komast að samkomulagi við Silkeborg um fyrirkomulag launagreiðslna Bjarna. Það hefur ekki gengið eftir. Útiloka ekki neitt Bjarni er af mikilli FH-fjölskyldu en faðir hans, Viðar Halldórsson, er formaður aðalstjórnar félags- ins. Það hefur þó ekki verið rætt af neinni alvöru að Bjarni verði mögulega lánaður til FH í sumar. „Það yrði aldrei fyrr en í byrj- un sumarsins en það er ekki gott að segja. Til þess þyrfti margt að ganga upp, ekki síst frá fjárhags- legu hliðinni. En ég mun ekki úti- loka neitt,“ segir Bjarni. „Ég vona enn að mín mál muni leysast á næstu vikum og mánuðum.“ eirikur@frettabladid.is Hef ekki gefi st upp Bjarni Þór Viðarsson er enn í kuldanum hjá danska B-deildarliðinu Silkeborg og ekki útlit fyrir að staða hans batni á næstunni. „Þetta hefur ekki verið auðvelt,“ viðurkennir Bjarni sem bjóst við stærri hlutum af atvinnumannaferli sínum. FASTAMAÐUR Í YNGRI LANDSLIÐUM Bjarni Þór er hér í leik með U-21 landsliðinu en hann er einn leikjahæsti leikmaður yngri landsliða Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Sextán liða úrslit Meist- aradeildar Evrópu halda áfram í kvöld. Þá eru bæði Chelsea og Real Madrid í eldlínunni. Chelsea sækir Galatasaray heim á meðan Schalke tekur á móti Real Madrid. Blaðamannafundur Chelsea í gær snerist um allt annað en leik- inn. Í gær var nefnilega birt upp- taka af einkasamtali Mourinhos sem hann hafði ekki hugmynd um að verið væri að taka upp. Þar segist Mourinho ekki vera með neinn framherja í sínu liði. Hann gefur einnig í skyn að Samu- el Eto‘o gæti verið 35 ára en ekki 32 ára. Portúgalinn reyndi ekki að verja ummæli sín á blaðamannafund- inum en hann var brjálaður yfir því að fjölmiðlamenn skyldu birta samtalið. „Þið ættuð að skammast ykkar. Þetta er vinnan ykkar. Frá siðferð- islegu sjónarmiði getið þið ekki verið ánægðir með ykkur. Þetta er algjörlega til skammar,“ sagði Mourinho reiður. „Ég er ekki að verja það sem ég sagði en ég er að ráðast á grunn- gildin sem þið ættuð að hafa í heiðri. Ummælin um Eto‘o voru augljóslega ekki góð og ég myndi aldrei segja svona í viðtali. Ég ver mína leikmenn. Eto‘o hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum og ég er að vinna með honum í annað sinn. Það myndi ég ekki gera ef ég væri ekki ánægður með hann.“ - hbg Þið ættuð að skammast ykkar Jose Mourinho, stjóri Chelsea, var æfur út í blaðamenn á fundi Chelsea í gær. SVEKKTUR Mourinho kann ekki við að vera gripinn í bólinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY GENGUR EKKERT UPP Grikkirnir fagna á meðan vonbrigðin leyna sér ekki á andliti Waynes Rooney. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY SPORT 26. febrúar 2014 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.