Fréttablaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 43
| AtvinnA | LAUGARDAGUR 28. maí 2016 3
Hagfræðingur
á skrifstofu efnahagsmála
Á skrifstofu efnahagsmála og
fjármálamarkaðar starfa 12
starfsmenn en í ráðuneytinu eru
alls um 85 starfsmenn.
Innleiðing nýrra laga um opinber
fjármál stendur yfir, sem felur í
sér mörg tækifæri fyrir verðandi
starfsmann.
Ráðuneytið hefur frumkvæði,
fagmennsku og árangur að
leiðarljósi í starfsemi sinni.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá
því að umsóknarfrestur rennur
út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996,
um auglýsingar á lausum störfum
með síðari breytingum. Laun eru
samkvæmt kjarasamningi Félags
háskólamenntaðra starfsmanna
Stjórnarráðsins.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits
til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Upplýsingar og umsókn
capacent.is/s/2967
Menntunar- og hæfniskröfur
Meistaranám í hagfræði eða sambærileg menntun sem
nýtist í starfinu.
Marktæk þekking á efnahagsmálum í þjóðhagslegu
samhengi og opinberri hagstjórn.
Reynsla af greiningarvinnu sem nýtist í starfi.
Greinandi, gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun.
Mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti er skilyrði og góð
enskukunnátta er nauðsynleg.
Góð samskiptahæfni, skipulagshæfni, frumkvæði og sjálf-
stæði í vinnubrögðum auk hæfileika til að leiða teymisvinnu.
�
�
�
�
�
�
�
�
�
�
�
�
Umsóknarfrestur
13. júní
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið
Stefnumörkun í efnahagsmálum og opinberri hagstjórn.
Samþætting stefnu í efnahagsmálum við
ríkisfjármálastefnu.
Upplýsingaöflun og greiningarvinna á sviði efnahagsmála.
Miðlun í ræðu og riti um stöðu efnahagsmála.
Ráðgjöf og stuðningur innan ráðuneytis vegna
efnahagsmála almennt.
Þátttaka í alþjóðastarfi og samskipti við erlendar stofnanir
og aðila á fjármálamarkaði.
Capacent — leiðir til árangurs
Fjármála- og efnahagsráðuneytið auglýsir eftir hagfræðingi á skrifstofu efnahagsmála og fjármálamarkaðar.
Skrifstofa efnahagsmála hefur umsjón með undirbúningi og eftirfylgni efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar, samhæfingu
opinberrar hagstjórnar og kynningu á efnahags- og fjármálamarkaðsmálum innanlands og utan.
Skrifstofan annast mat á þróun og horfum í efnahagsmálum, gerð hagfræðilegra athugana, vöktun hagstærða og á í
samskiptum við erlend mats fyrirtæki og ýmsar alþjóðlegar stofnanir á sviði efnahagsmála. Önnur verkefni skrifstofunnar
varða peningamál, gjaldeyrismál og mál er lúta að fjármálastöðugleika, fjármálamörkuðum og vátryggingastarfsemi.
Í boði er áhugavert starf á krefjandi og skemmtilegum vinnustað.
Við gætum verið
með næsta starfsmann
mánaðarins á skrá
www.capacent.is
Ráðgjafar okkar búa
yfir víðtækri þekkingu
á atvinnulífinu
og veita trausta og
persónu lega ráðgjöf.
Vilt þú vera?
Viðskiptastjóri
Endurmenntun Háskóla Íslands er
í afgerandi forystuhlutverki á sviði
sí- og endurmenntunar á Íslandi.
Þar starfar samhentur hópur
fólks að því að efla hæfni og getu
viðskiptavina í starfi og einkalífi.
Endurmenntun er skilvirkur
farvegur fyrir miðlun þekkingar
Háskóla Íslands til samfélagsins.
Hæfniskröfur
Háskólapróf sem nýtist í starfi.
Reynsla af viðskiptastjórnun og sölu nauðsynleg.
Drifkraftur, frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt og í teymi.
Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
Góð íslenskukunnátta.
�
�
�
�
�
�
�
�
�
�
Umsóknarfrestur
13. júní
Endurmenntun Háskóla Íslands óskar eftir að ráða viðskiptastjóra til starfa.
Viðskiptastjóri vinnur í teymi með öðrum starfsmönnum Endurmenntunar og heyrir undir markaðs- og kynningarstjóra.
Leitað er að samstarfsaðila sem býr yfir mikilli samstarfshæfni, sýnir frumkvæði og sjálfstæði í síbreytilegu og spennandi
umhverfi og er tilbúinn að takast á við krefjandi starf.
Capacent — leiðir til árangurs
Upplýsingar og umsókn
capacent.is/s/2965
Starfssvið
Samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila.
Sala og þarfagreining.
Viðhalda viðskiptatengslum.
Öflun nýrra viðskiptavina.
Ýmis sérverkefni.