Fréttablaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 8
GARÐYRKJUSTÖÐ INGIBJARGAR Hveragerði Garðyrkjustöð Ingibjargar, ein veglegasta garðyrkjustöð landsins, staðsett á 10.000m2 svæði í Hveragerði er til sölu. Í ræktun stöðvarinnar nú og í sölu er mikið úval af garðplöntum; sumarblómum, fjölærum plöntum, runnum, trjáplöntum og matjurtum. Einnig framleiðir Garðyrkjustöð Ingibjargar og flytur inn pottaplöntur fyrir smásölu og heildsölu. Tryggir viðskiptavinir. Velta hefur verið stöðugt vaxandi og hagnaður góður. Kröftug starfsemi allt árið. Hér er um að ræða skemmtilegt og óvenjulegt tækifæri með mikla möguleika. Nánari upplýsingar veitir Brynhildur Bergþórsdóttir, brynhildur@kontakt.is H a u ku r 0 5 .1 6 Til sölu: Tyrkland Sýrlenskir flóttamenn hafa aukið hagvöxt í Tyrklandi samkvæmt nýrri skýrslu Standard & Poor’s. Sýrlendingar hafa stofnað 4.000 ný fyrirtæki í Tyrklandi frá árinu 2011, þar af 1.600 á síðasta ári og 590 til viðbótar á fyrstu þremur mánuðum ársins, að því er fram kemur í frétt The Financial Times en 2,7 milljónir Sýrlendinga hafa flúið frá Sýrlandi til Tyrklands á síðustu fimm árum. The Financial Times bendir á að þó flestir sýrlenskir flóttamenn í Tyrklandi búi við mjög bág kjör í og við flóttamannabúðir séu margir þeirra úr sýrlenskri millistétt, sem eigi sparnað og hafi aðgang að lánsfé. Einn þeirra er Remo Fouad, fimm- tugur bakari, sem flúði Aleppo, fjölmennustu borg Sýrlands, fyrir þremur árum. Hann byrjaði á því að opna sætabrauðs- og sælgætis- verslun í Egyptalandi, svo Líbanon, með sparnaði sem hann hafði falið á líbönskum bankareikningum, en báðar verslanirnar fóru á hausinn. „Í Egyptalandi áttu viðskiptavinirnir engan pening,“ segir Fouad. „Í Líb- anon, komu þeir mjög illa fram við Sýrlendinga,“ bætir hann við. Fyrir tveimur árum opnaði hann litla verslun í Istanbúl og rekur í dag verksmiðju á fjórum hæðum, tvær verslanir og stefnir á að opna þá þriðju. „Ég borga mína skatta, borga fólki góð laun og fer að lögum,“ segir hann. Mohamed Nizar Bitar rak kera- míkverksmiðjur í Sýrland, en flúði land þegar hann var varaður við því að stjórnvöld hygðust handa- taka hann. Varði hann nærri fjórum milljónum króna af sparifé sínu til að koma sér og fjölskyldu sinni úr landi. Afgangurinn af sparifé hans, ríflega hundrað þúsund krónur, fór í að opna arabískan matsölustað og heimsendingarþjónustu í kjallara í Tyrklandi. Í dag rekur hann veit- ingahúsakeðju á sjö stöðum með 330 starfsmönnum og hefur um 260 milljónum króna verið varið í að fjárfesta í búnaði og húsnæði á vegum fyrirtækisins. Hagvöxtur í Tyrklandi var 5,7 pró- sent á síðustu þremur mánuðum síðasta árs en ýmsar áskoranir fylgja þessum miklu þjóðflutningum. Fjögur prósent af íbúum Tyrk- lands eru Sýrlendingar og margir þeirra kunna lítið í tyrknesku. Þá er atvinnuleysi í landinu ellefu pró- sent og sumir tyrkneskir verkamenn telja Sýrlendinga vera að stela af þeim störfum. ingvar@frettabladid.is Flóttamenn auka hagvöxt í Tyrklandi Sýrlenskir flóttamenn hafa stofnað fjögur þúsund fyrirtæki í Sýrlandi frá árinu 2011 og hafa jákvæð áhrif á efnahag landsins samkvæmt nýrri skýrslu. 2,7 milljónir Sýrlendinga búa nú í Tyrklandi. Margir þeirra eru úr millistétt, eiga sparnað og hafa aðgang að lánsfé. Kúluskítur er horfinn, bleikjan að hverfa og hornsílastofninn í sögulegu lágmarki. Fréttablaðið/GVa umhverfismál Þrír þingmenn Vinstri grænna, þau Stein grím ur J. Sig fús son, Bjarkey Ol sen Gunn ars- dóttir og Svandís Svavars dótt ir, hafa lagt fram þingsályktunartillögu um ráðstafanir til að bæta fráveitumál á landsbyggðinni og viðbrögð við náttúruvá við Mývatn. Þau gera að tillögu sinni að umhverfis- og auðlindaráðherra sé falið af Alþingi að skipa starfshóp sem fari yfir ástand fráveitumála í sveitarfélögum utan höfuðborgar- svæðisins og geri tillögur til úrbóta sem miðist við að fráveitur sveitar- félaganna uppfylli lögmælt skilyrði og samræmist sjónarmiðum um umhverfisvernd. Enn fremur geri starfshópurinn kostnaðaráætlun vegna þeirra fráveituframkvæmda sem talin er þörf á í hverju sveitar- félagi. Forgangsröðun í þessu starfi verði þannig að fyrst verði fjallað um fráveitur sveitarfélaga þar sem friðlýst svæði eru, þá um fráveitur sveitarfélaga sem ekki liggja að sjó og loks um fráveitur sveitarfélaga almennt. Nauðsynleg aðkoma ríkis- ins að lausn mála verði skilgreind í hverjum fyrrgreindra flokka sveitar- félaga um sig. Þá álykti Alþingi að veittar verði 15 milljónir króna ár hvert, næstu þrjú ár, til Náttúrurannsóknastöðv- arinnar við Mývatn sem varið verði til að styrkja rannsóknir á umhverfi og lífríki Mývatns í því skyni að leita orsaka þeirra lífríkisbreytinga sem þar hafa orðið á undanförnum árum. Enn fremur að veittar skuli 170 milljónir króna til helminga á þessu og næsta ári, til fyrsta áfanga fyrir- hugaðrar uppbyggingar á hreinsi- og fráveitumannvirkjum í Skútu- staðahreppi með það að markmiði að lágmarka áhrif byggðar og starf- semi í hreppnum á Mývatn og vatnasvæði þess. Tilefni tillögunnar er verulegar breytingar sem hafa orðið til hins verra á lífríki Mývatns, og eru raktar til ofauðgunar í vatninu af manna- völdum. – shá Kalla eftir viðbrögðum vegna Mývatns 45 milljónir til rannsókna við Mývatn er meðal tillagna þingmannanna. Ég borga mína skatta, borga fólki góð laun og fer að lögum. Remo Fouad, verksmiðju- og verslunareigandi í Istanbúl 4% íbúa Tyrklands eru Sýrlendingar. Sýrlenski flóttamaðurinn Mohmad bozan í verslun sem hann stofnaði í landamærabænum reyhanli í tyrklandi. bozan er einn af fjölmörgum flóttamönnum sem komið hafa á fót atvinnurekstri í landinu. NordicPhotoS/Getty 2 8 . m a í 2 0 1 6 l a u G a r d a G u r8 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.