Fréttablaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 17
Sumarsýning Porsche í dag
Mögnuðustu sportbílar landsins eru komnir í sumarbúning!
Porsche á Íslandi | Bílabúð Benna:
Vagnhöfða 23 | 110 Reykjavík | S: 590 2000
www.benni.is | www.porsche.is
Morgunsólin dansar á glansandi húddinu og þú upplifir sanna ökugleði.
Það er ekkert sem jafnast á við ferðalag í Porsche á fallegum sumardegi
á Íslandi.
Við ætlum að framkalla þá tilfinningu á Sumarsýningu Porshe í dag og
höfum flutt inn sérstaklega nokkra glænýja ofurjeppa og sportbíla frá
Porsche af því tilefni.
Nú eru nýkomnir til landsins:
• Glæsilegir Porsche 911 S
• Porsche Cayenne S E-Hybrid í sportútgáfu
• Sportjeppinn Macan í nýrri mynd
Komdu á magnaða Sumarsýningu Porsche í dag.
Opið frá kl. 12:00 til 16:00.
Samgöngur „Lest milli Keflavíkur-
flugvallar og höfuðborgarsvæðisins
er orðin raunhæf og möguleg. Til
þess að gera hana að veruleika þarf
þróun og samstarf.“
Þetta sagði Runólfur Ágústsson,
verkefnastjóri Fluglestarinnar
þróunarfélags, á málþinginu í gær.
Hann kynnti stöðu mála varðandi
fluglestina og gerði grein fyrir
mögulegri samvinnu með Borgar-
línunni.
Borgarráð hefur samþykkt að
Reykjavíkurborg verði stofnaðili
og hlutafjáreigandi í hlutafélagi um
þróun og uppbyggingu mögulegrar
hraðlestar milli Keflavíkurflugvall-
ar og Reykjavíkurborgar. Reykja-
víkurborg hefur eignast þriggja
prósenta hlut í félaginu með því að
leggja inn sem stofnfé þegar fram-
lagðan kostnað við frumskoðun
verkefnisins. Eftir stofnfund verður
breyting á hlutafjáreign Reykja-
víkurborgar vegna innkomu auk-
ins hlutafjár í verkefnið og verður
eignin þá tvö prósent.
Gert er ráð fyrir að fluglestin
kosti 730 milljónir evra, jafnvirði
101,8 milljarða króna.
Frá því í nóvember hafa staðið
yfir samningaviðræður við sveitar-
félögin um málið og liggur nú fyrir
til afgreiðslu samstarfssamningur
við þau um skipulagsmál. Meðal
hluthafa í þróunarfélaginu eru
Reykjavíkurborg og Samtök sveit-
arfélaga á Suðurnesjum.
Með samstarfssamningi verður
tryggt að þróunarfélagið geti fram-
kvæmt og fjármagnað nauðsyn-
legar rannsóknir til undirbúnings
framkvæmdinni næstu þrjú árin,
það mun kosta 1,5 milljarða króna.
Fram kom í máli Runólfs að þróun-
arfélagið hefur fimm ár frá undir-
ritun, eða þrjú ár frá því að skipu-
lagsvinnu af hálfu sveitarfélagsins
lýkur, til að nýta til hönnunar og
fjármögnunar verkefnisins.
„Það eru margir möguleikar á
tengslum Borgarlínu og Fluglestar.
Engin tenging, möguleg tenging
til framtíðar litið eða mikil teng-
ing þannig að þau eigi að vinna
saman,“ sagði Runólfur. „Kostnað-
urinn af samnýtingu væri óviss, en
skýr samlegðaráhrif væru til lækk-
unar á stofnkostnaði,“ sagði hann.
Runólfur telur að fluglestin muni
koma til með að hafa jákvæð áhrif
á losun CO2. Heildarmagn CO2
ígildis frá bílaumferð á höfuð-
borgarsvæðinu árið 2014 var um
800 þúsund tonn. Fluglestin myndi
minnka losun um Reykjanesbraut
um 19 prósent, en um 36 prósent
árið 2040 (inni í þeim tölum er
ekki reiknað með fjölgun rafbíla).
Runólfur telur einnig að flug-
lestin muni draga úr umferðar-
þunga. „Reykjanesbraut verður
með 17 þúsund bíla á dag árið
2025. Sú umferð myndi minnka um
21 prósent, eða um 3.600 bíla með
fluglest. Áætluð umferð árið 2040
myndi minnka um 27 prósent,“
sagði Runólfur.
Samstarfssamningur vegna flug-
lestarinnar hefur verið samþykktur
hjá öllum sveitarfélögunum á Suð-
urnesjum, í Reykjavíkurborg og
verið afgreiddur í Garðabæ. Hann
bíður enn afgreiðslu í Hafnarfirði
og Kópavogi. Í sumar og haust fer
svo fram umfangsmikil rannsókn-
arvinna á jarðfræði höfuðborgar-
svæðisins, markaðsgreining og ráð-
gjöf við leiðaval, og undirbúningur
mats á umhverfisáhrifum.
Þróunarfélag stofnað vegna
lestar frá Keflavíkurflugvelli
✿ möguleg útfærsla Borgarlínu
Ferðamenn gætu komist beint frá Keflavíkurflugvelli að BSÍ með fluglestinni.
FréttaBlaðið/Vilhelm
Kostnaðurinn af
samnýtingu væri
óviss, en skýr
samlegðaráhrif.
Runólfur Ágústsson,
verkefnastjóri
Reykjavíkurborg mun
koma til með að eiga tvö
prósent í þróunarfélaginu í
kringum fluglestina.
102
milljarðar króna væri
kostnaðurinn við gerð flug-
lestarinnar.
f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 17L a u g a r D a g u r 2 8 . m a í 2 0 1 6