Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.05.2016, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 28.05.2016, Qupperneq 17
Sumarsýning Porsche í dag Mögnuðustu sportbílar landsins eru komnir í sumarbúning! Porsche á Íslandi | Bílabúð Benna: Vagnhöfða 23 | 110 Reykjavík | S: 590 2000 www.benni.is | www.porsche.is Morgunsólin dansar á glansandi húddinu og þú upplifir sanna ökugleði. Það er ekkert sem jafnast á við ferðalag í Porsche á fallegum sumardegi á Íslandi. Við ætlum að framkalla þá tilfinningu á Sumarsýningu Porshe í dag og höfum flutt inn sérstaklega nokkra glænýja ofurjeppa og sportbíla frá Porsche af því tilefni. Nú eru nýkomnir til landsins: • Glæsilegir Porsche 911 S • Porsche Cayenne S E-Hybrid í sportútgáfu • Sportjeppinn Macan í nýrri mynd Komdu á magnaða Sumarsýningu Porsche í dag. Opið frá kl. 12:00 til 16:00. Samgöngur „Lest milli Keflavíkur- flugvallar og höfuðborgarsvæðisins er orðin raunhæf og möguleg. Til þess að gera hana að veruleika þarf þróun og samstarf.“ Þetta sagði Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Fluglestarinnar þróunarfélags, á málþinginu í gær. Hann kynnti stöðu mála varðandi fluglestina og gerði grein fyrir mögulegri samvinnu með Borgar- línunni. Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg verði stofnaðili og hlutafjáreigandi í hlutafélagi um þróun og uppbyggingu mögulegrar hraðlestar milli Keflavíkurflugvall- ar og Reykjavíkurborgar. Reykja- víkurborg hefur eignast þriggja prósenta hlut í félaginu með því að leggja inn sem stofnfé þegar fram- lagðan kostnað við frumskoðun verkefnisins. Eftir stofnfund verður breyting á hlutafjáreign Reykja- víkurborgar vegna innkomu auk- ins hlutafjár í verkefnið og verður eignin þá tvö prósent. Gert er ráð fyrir að fluglestin kosti 730 milljónir evra, jafnvirði 101,8 milljarða króna. Frá því í nóvember hafa staðið yfir samningaviðræður við sveitar- félögin um málið og liggur nú fyrir til afgreiðslu samstarfssamningur við þau um skipulagsmál. Meðal hluthafa í þróunarfélaginu eru Reykjavíkurborg og Samtök sveit- arfélaga á Suðurnesjum. Með samstarfssamningi verður tryggt að þróunarfélagið geti fram- kvæmt og fjármagnað nauðsyn- legar rannsóknir til undirbúnings framkvæmdinni næstu þrjú árin, það mun kosta 1,5 milljarða króna. Fram kom í máli Runólfs að þróun- arfélagið hefur fimm ár frá undir- ritun, eða þrjú ár frá því að skipu- lagsvinnu af hálfu sveitarfélagsins lýkur, til að nýta til hönnunar og fjármögnunar verkefnisins. „Það eru margir möguleikar á tengslum Borgarlínu og Fluglestar. Engin tenging, möguleg tenging til framtíðar litið eða mikil teng- ing þannig að þau eigi að vinna saman,“ sagði Runólfur. „Kostnað- urinn af samnýtingu væri óviss, en skýr samlegðaráhrif væru til lækk- unar á stofnkostnaði,“ sagði hann. Runólfur telur að fluglestin muni koma til með að hafa jákvæð áhrif á losun CO2. Heildarmagn CO2 ígildis frá bílaumferð á höfuð- borgarsvæðinu árið 2014 var um 800 þúsund tonn. Fluglestin myndi minnka losun um Reykjanesbraut um 19 prósent, en um 36 prósent árið 2040 (inni í þeim tölum er ekki reiknað með fjölgun rafbíla). Runólfur telur einnig að flug- lestin muni draga úr umferðar- þunga. „Reykjanesbraut verður með 17 þúsund bíla á dag árið 2025. Sú umferð myndi minnka um 21 prósent, eða um 3.600 bíla með fluglest. Áætluð umferð árið 2040 myndi minnka um 27 prósent,“ sagði Runólfur. Samstarfssamningur vegna flug- lestarinnar hefur verið samþykktur hjá öllum sveitarfélögunum á Suð- urnesjum, í Reykjavíkurborg og verið afgreiddur í Garðabæ. Hann bíður enn afgreiðslu í Hafnarfirði og Kópavogi. Í sumar og haust fer svo fram umfangsmikil rannsókn- arvinna á jarðfræði höfuðborgar- svæðisins, markaðsgreining og ráð- gjöf við leiðaval, og undirbúningur mats á umhverfisáhrifum. Þróunarfélag stofnað vegna lestar frá Keflavíkurflugvelli ✿ möguleg útfærsla Borgarlínu Ferðamenn gætu komist beint frá Keflavíkurflugvelli að BSÍ með fluglestinni. FréttaBlaðið/Vilhelm Kostnaðurinn af samnýtingu væri óviss, en skýr samlegðaráhrif. Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Reykjavíkurborg mun koma til með að eiga tvö prósent í þróunarfélaginu í kringum fluglestina. 102 milljarðar króna væri kostnaðurinn við gerð flug- lestarinnar. f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 17L a u g a r D a g u r 2 8 . m a í 2 0 1 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.