Fréttablaðið - 30.10.2018, Síða 41

Fréttablaðið - 30.10.2018, Síða 41
Þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin ferðast til Asíu og verða haldnir tónleikar í öllum helstu borgum Japans, m.a. í Tókýó, Kyoto, Sapp oro og Hamamatsu. Nær uppselt er á alla tónleika hljómsveitarinnar í Japan. Stjórnandi í ferðinni er Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann segir æ meiri áhuga í Japan á Íslandi. Ashkenazy hefur ótal sinnum komið fram í Japan, sjálfur segist hann ekki hafa tölu á því. „Klassísk tónlist er ekki alls staðar í hávegum höfð en hefur sterkan sess í Japan,“ segir hann og hrósar japönskum áheyrendum. Dásamlegur Þorkell Á efnisskrá hljómsveitarinnar verða píanókonsertar nr. 2 eftir Rakh- manínov og Chopin, og sinfóníur nr. 2 eftir Sibelius og Rakhmanínov og Jökulljóð eftir Þorkel Sigurbjörns- son. „Þar sem hljómsveitin kemur frá Íslandi fannst mér mikilvægt að flytja að minnsta kosti eitt verk eftir eitt dásamlegasta tónskáld sem Íslend- ingar hafa átt,“ segir Ashken azy. Þegar blaðamaður spyr hvort hann haldi að japanskir áheyrendur muni hrífast af verki Þorkels segist hann vona það og bætir við: „Ef ég væri ekki hrifinn af þessu verki myndi ég ekki stjórna flutningi á því. Ég stjórna nær aldrei flutningi á verkum sem mér líka ekki.“ Blaðamaður getur ekki stillt sig um að spyrja hvaða verk honum líki ekki og fær svarið: „Ég get ekki svarað því núna, ég myndi þurfa að hugsa mig um í tíu mínútur.“ Hann segist trúa því að góð tónlist geti komist nálægt því að hafa lækn- ingamátt. „Í hugum sumra er tónlist Sannfærður um velgengni í Japan „Ég stjórna nær aldrei flutningi á verkum sem mér líka ekki,“ segir Ashkenazy. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sinfóníuhljómsveit Íslands er á leið í tónleikaferð til Japans ásamt aðal- heiðursstjórnanda sínum, Vladimir Ashkenazy. GEISLADISKUR Víkingur Ólafsson Verk eftir J.S. Bach Útgefandi: Deutsche Grammo- phone Þegar ég var að læra á píanó í Tónlistarskólanum í Reykja-vík þurfti ég að æfa Bach. Það átti að vera svo hollt, en ég þoldi hann ekki. Fjölröddunin í tónlist hans virkaði eins og þurr stærð- fræði, laglínurnar virtust geldar, strúktúrinn andlaus. Það var ekki fyrr en ég var orðinn rúmlega tví- tugur að ég rakst á upptökur með Sviat oslav Richter þar sem hann spilaði prelúdíurnar og fúgurnar eftir Bach. Túlkun hans var svo full af sannfæringar krafti, tignarleika og heiðríkju að það var eins og að heyra einhvern andlegan meistara tala. Ég sá allt í einu Bach í nýju ljósi, og eftir það hef ég elskað hann. Mér finnst sennilegt að geisla- diskurinn með Víkingi Heiðari Ólafssyni eigi eftir að hafa viðlíka áhrif á unga hlustendur. Víkingur leikur þar alls konar tónlist eftir Bach og túlkun hans er himnesk. Ólíkt Richter er þetta ekki heildar- flutningur á einhverri einni tegund verka, heldur allt mögulegt. Margt af því eru umritanir á verkum fyrir önnur hljóðfæri, m.a. gavotte úr fiðlu partítu nr. 3 sem Rakhman- ínov snaraði yfir á píanó. Önnur grípandi umritun er úr smiðju Busonis, sálmaforleikurinn Nun komm der Heiden Heiland, þrungin dásamlegri andakt. Hvert svo sem viðfangsefnið er þá er leikur Víkings tær og agaður, en um leið gæddur ríkulegri tilfinningu. Bach skrifaði engar leiðbeiningar til flytj- enda í nótnahandritin, sem hefur haft þær afleiðingar að fram- setning tónlistar hans getur verið mjög ólík frá einum flytjanda til annars. Víkingur nálgast hann af djúpri tilfinningu, en leikur hans er samt miklu agaðri en þegar hann flutti Bach á tónleikum í Hörpu fyrir nokkrum árum. Þá einkenndist túlkunin af nokkurri tilfinningasemi sem fór tónskáldinu ekki sérlega vel. Gaman er að heyra hve Víkingur hefur vaxið sem listamaður síðan þá. Píanóplötur með tónlist Bachs eru venjulega helgaðar verkum sem hann samdi fyrir sembal, for- föður píanósins. Þau eru vissulega margbrotin, en Bach var samt mun víðfeðmari. Kantöturnar hans, svo ekki sé minnst á messurnar, með öllum sínum aríum og kórum, eru stórbrotnar. Þá eru ótalin orgel- verkin, alvöruþrungin og andaktug. Víkingi tekst að draga upp miklu heillegri mynd af Bach en ella með því að hafa umritanir þess- ara tónsmíða á geisladiskinum. Umritanirnar, sem voru í hönd- unum á ólíkum meisturum, eru skemmtilega fjölbreyttar. Allt frá snerpu Rakhmanínovs yfir í draum- kennda hugleiðingu Silotis, sem er ein sú magnaðasta. Víkingur sjálfur hefur líka umritað aríu og gert það afburðavel, flæðið í henni er óheft, raddsetningin lokkandi. Þessi sterka heildarmynd af Bach á geisladiskinum er aðdáunarverð. Þarna er einhvern veginn allt sem hægt er að hugsa sér. Trúarleg lotning fyrir kosmískum víddum, en einnig húmor og léttleiki. Á köflum bregður svo fyrir áður- nefndri stærðfræðilegri rökfestu; Bach sem kennari er þá ekki langt undan. Maður hefur heyrt að hann hafi verið strangur, jafnvel slegið á puttana á nemendunum ef þeir spiluðu illa. Ég get ekki ímyndað mér hann gera það í tilfelli Víkings. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Víkingur spilar meistara- lega og dregur fram óvanalega heil- steypta mynd af Bach. Trúarleg lotning og húmor og léttleiki Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is bara skemmtun og fyrir öðrum mikil- væg tilfinningaleg upplifun. Þetta fer eftir fólki en ég held að í sumum til- vikum komist hún nálægt því að hafa lækningamátt.“ Snilldar píanóleikur Einleikari á tónleikunum í Japan er japanski píanistinn Nobuyuki Tsujii (Nobu) sem er einn vinsælasti ein- leikari þar í landi. Hann er blindur. „Það eru nokkur dæmi um að blint fólk nái að þróa hæfileika sína þann- ig að það nær snilldartökum á hljóð- færaleik. Nobu er dæmi um það. Við höfum unnið saman áður og hann er kær vinur, ákaflega hlýr og greindur maður. Samvinna er aldrei auðveld en það er mun auðveldara að vinna með honum en mörgum öðrum sem ég gæti nefnt,“ segir Ashkenazy. Frábær hljómsveit Hann segir Sinfóníuhljómsveit Íslands vera frábæra. „Þegar ég kom fyrst til Íslands fyrir fjörutíu árum var þetta lítil hljómsveit með nánast enga reynslu af erlendu samstarfi. Ég naut þess samt mjög að starfa með hljómsveitinni og var snortinn vegna þess hversu vel allt þetta dásamlega fólk á Íslandi tók á móti mér. Mér fannst ég tilheyra Íslandi, konan mín er íslensk og við komum hingað til lands með reglulegu milli- bili. Svo kom að því að sinfónían var efld og þar lagði ríkisstjórnin sitt af mörkum. Nú er Sinfóníuhljómsveitin í háum gæðaflokki, eins og unnendur klassískrar tónlistar um allan heim vita. Hljómsveitin er mjög vel undir- búin fyrir þessa Japansferð og ég er alveg viss um að henni mun takast vel upp. Japanar vita ekki við hverju er að búast af sinfóníuhljómsveit frá Íslandi en ég er sannfærður um að þeir eiga eftir að verða stórhrifnir.“ -Að fá óstöðvandi hláturs- kast 3 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D A G U R24 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.