Morgunblaðið - 02.09.2019, Page 4

Morgunblaðið - 02.09.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 60+ meðGunnari Svanlaugs Frá kr. 194.995 17. september í 19 nætur Benidorm Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Ragnar Bjarnason, betur þekktur sem Raggi Bjarna, hélt stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi þar sem hann „kvaddi stóra sviðið“. Hann var í góðum gír þegar hann tók á móti blaðamanni fyrir tónleikana, enda stór tímamót í lífi manns sem hefur heillað þjóðina með látúnsbarka sínum undanfarin sjötíu ár. Vitaskuld er skemmti- krafturinn farinn að finna fyrir aldr- inum, verður 85 ára síðar í mán- uðinum. Röddin virðist hins vegar halda velli og er það því að þakka að ferillinn hefur gengið jafn lengi og raun ber vitni. Hrifinn af Hauki og Alfreð „Það veit ég ekki!“ svaraði Raggi hress, spurður númer hvað tónleikarnir í gærkvöld væru á ferl- inum, enda má telja víst að giggin séu orðin óteljandi. „Ég byrjaði átta- níu ára í stofunni heima að þykjast vera „singer“. Byrjaði að spila á trommur snemma. Og svo byrjaði ég að syngja.“ Hann sagðist ekki hafa haft neinar sérstakar fyrirmyndir sem söngvari en nefndi þó Hauk Morth- ens heitinn. „Ég þekkti hann því hann söng með pabba, Bjarna Bö. En ég hafði enga sérstaka fyrir- mynd. Ég stældi aldrei neinn en var bara hrifinn af söngvurum eins og Sinatra, Dean Martin, Hauki Morth- ens og líka Alfreð Clausen. Það var svona Bing Crosby-stæll á honum.“ Það voru því ekki draumar um að verða eins og stjörnurnar sem ýttu Ragga út í tónlistina. „Ég var bara alinn upp við músík,“ sagði hann. „Mamma söng í Dómkirkjunni í þrjátíu-fjörutíu ár. Pabbi spilaði mikið og strax og ég var orðinn fimmtán ára var ég farinn að spila á trommur með Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar.“ Þakkar Guði Hann þorir ekki að fullyrða um hvenær hann kom fyrst fram á tón- leikum. „Ég var ekki einn,“ sagði hann spurður um fyrstu skrefin á ferlinum. „Ég fór fljótlega yfir í KK sextettinn. Svo var ég hjá Svavari Gests lengi.“ Og svo hafi honum ver- ið boðið að „taka við Sögu“. „Svo að ég réð nýja menn og var þar í nítján vetur,“ sagði Raggi, og á þar vita- skuld við tímann sem hann sá um skemmtanahald á Hótel Sögu, sem landsmenn muna margir eftir. Spurður hvort það hafi verið skemmtilegasti hluti ferilsins svar- aði Raggi að allir hlutar hans hafi verið skemmtilegir, en á þessum tíma hafi verið mest að gera. Spurður hver sé galdurinn á bak við velgengnina, sjötíu ár af söng og stuði, var svarið:„Ég bara þakka Guði fyrir að halda röddinni. Maður finnur fyrir þessu og hinu hvað skrokkinn varðar, en röddin heldur. Svo lengi sem hún gerir það syng ég.“ Raggi byrjaði átta ára að þykjast vera „singer“ Morgunblaðið/Eggert Í Eldborg Raggi og Lay Low voru einlæg á að líta er þau hölluðu sér hvort að öðru og sungu saman hið hugljúfa lag „Þannig týnist tíminn“.  Tónleikar Ragga Bjarna orðnir óteljandi Stórar stundir » Um fimmtán ára byrjar Ragnar Bjarnason að leika á trommur með hljómsveit föður síns. » 1954 koma út fyrstu plöt- urnar sem hann syngur inn á. » 1960 kemur „Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig“ út. » 1965 byrjar Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar að spila á Hótel Sögu. » 2019 kveður hann stóra sviðið í Eldborgarsal Hörpu. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Dragist útför á langinn getur þurft að bíða með að jarðsetja þann látna til næsta dags. Í útför sem fór fram í Reykjavík í síðustu viku var ekki farið með kistuna á brott að henni lokinni heldur þurfti að jarð- setja daginn eftir. Í samtali við Morgunblaðið segir Þórsteinn Ragnarsson, for- stjóri Kirkju- garða Reykjavíkurprófastsdæma, að slíkt heyri til undantekninga, en geti komið upp þegar jarðarfarir eru haldnar í eftirmiðdaginn og dragist þá fram yfir hefðbundinn dagvinnutíma í kirkjugörðunum, sem sé til klukkan 16.00. Ekki um annað að ræða „Þetta byggist allt á því að það sé rætt um hlutina fyrir fram. Ef útför dregst eitthvað verulega fram yfir venjulegan dagvinnutíma starfs- manna Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastdæma eru þeir náttúrulega ekki til staðar. Þá er ekki um neitt annað að ræða en að jarðsetja dag- inn eftir.“ Segir hann þó að vitanlega sé hægt að haga útförum með mismun- andi hætti, en allt þurfi það að ger- ast í samráði við starfsmenn. „Segj- um sem svo að einhver myndi vilja hafa útför í einhverri sóknarkirkju klukkan fjögur. Þá er auðvitað ekki komið í garðinn fyrr en upp úr fimm eða hálfsex. Þá er náttúrulega enginn til staðar til að taka á móti, nema um það sé sérstaklega samið. Þá er greitt sérstaklega fyrir það.“ Þetta heyrir til algerra undan- tekninga að sögn Þórsteins, lang- flestar útfarir séu haldnar um miðjan daginn. Útfarir séu haldnar klukkan ellefu, eitt eða þrjú. „Þá er þetta í góðu lagi, en hugsanlega gæti útför klukkan þrjú dregist á langinn. Ef ekki hefur verið um það samið að það yrði komið seinna í garðinn getur náttúrulega komið upp sú staða að það þurfi að jarð- setja daginn eftir. Þetta er allt háð samkomulagi.“ Með vinnutíma eins og aðrir Ítrekar hann að þessi atvik séu fá og segir að þau gerist einungis þegar ekki hafi verið samið um, eða gengið þannig frá málum, að hægt sé að koma síðar í kirkju- garðinn. „Auðvitað eru þessir starfsmenn bara með ákveðinn vinnutíma eins og aðrir og ef þeir eru ekki til stað- ar er ekkert hægt að gera.“ Þurftu að jarðsetja daginn eftir útförina  Enginn til staðar eftir hefðbundinn vinnutíma og þá þarf að bíða  Heyrir til undantekninga en getur gerst  „Allt háð samkomulagi“  Ef starfsmenn eru ekki til staðar er ekkert hægt að gera Morgunblaðið/Árni Sæberg Garður Ef athöfn dregst á langinn og ekki hefur verið samið um að einhver doki við getur gerst að enginn sé á staðnum til að taka á móti eftir útför. Þórsteinn Ragnarsson Hræ háhyrningsins sem strandaði við höfnina við Þórshöfn á Langa- nesi á föstudagskvöldið liggur enn í fjöruborðinu þar. Til stóð að draga hræ háhyrnings- ins, sem félagar í björgunarsveitinni Hafliða á Þórshöfn kölluðu Hibba, á haf á háflóði í gær og átti báturinn Gunnar KG að draga það. Frá því þurfti að hverfa vegna slæmra veðurskilyrða en takist ekki að fara nógu langt út með hræið getur það rekið aftur upp í fjöru. Fyrst varð vart við háhyrninginn á föstudagskvöldið við grjótgarð í Þórshafnarhöfn. Illa gekk að stugga honum úr höfninni því hann leitaði aftur inn í hana. Að lokum tókst björgunarsveitinni að stugga honum úr höfninni og út fyrir varnargarð- inn sem þar er. Morguninn eftir fannst hann dauður í fjörunni. Matvælastofnun tekur sýni úr hvalnum og sagði Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, í samtali við mbl.is um helgina að mikilvægt væri að skera hann þann- ig upp að hann flyti ekki þegar hann tæki að rotna. Reyna á að draga hræið á haf út einhvern næstu daga þegar veður- skilyrði leyfa. Gísli Arnór Víkingsson, hvala- sérfræðingur á Hafró, sagði í sam- tali við mbl.is að ekki væri algengt að háhyrninga ræki hingað á land, enda stofninn mun minni en margar aðrar hvalategundir. Hibbi bíður þess að vera dreginn á haf út Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Strandaður Háhyrningurinn, sem kallaður hefur verið Hibbi, liggur í fjör- unni og bíður þess að vera dreginn á haf. Beiðið er hagstæðs veðurs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.