Morgunblaðið - 02.09.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Endahnútur verður bundinn á
þriðja orkupakkann á Alþingi í dag
þegar atkvæði verða greidd um
þriðja orkupakkann, sem í vor varð
það þingmál sem lengst hefur verið
rætt um á þingi. Umræða um málið
hefur staðið yfir í meira en 150
klukkustundir. Þingfundur hefst
klukkan hálf ellefu og á dagskrá
eru fjögur mál í tengslum við orku-
pakkann.
Á miðvikudag í síðustu viku lauk
umræðu um þingsályktun Guðlaugs
Þórs Þórðarsonar utanríkisráð-
herra um samþykkt þriðja orku-
pakkans með afléttingu stjórn-
skipulegs fyrirvara af honum og á
fimmtudag voru tengd mál rædd í
þingsal.
Formenn þingflokka segja flestir
hverjir að línur séu skýrar í afstöðu
þingmanna til málsins. Sumir
þeirra búast við því að atkvæða-
greiðslan muni taka nokkurn tíma.
Mótmæla á þingpöllum í dag
Boðað hefur verið til „þjóðlegs
samstöðufundar“ gegn þriðja orku-
pakkanum á Austurvelli í dag. Í
gærkvöldi höfðu 77 boðað komu
sína á Facebook og 181 lýst yfir
áhuga. Ætlunin er að mótmæla á
þingpöllum klukkan hálf ellefu og
fyrir framan Alþingishúsið milli
klukkan tólf og eitt eftir hádegið.
Fólk er hvatt til þess að hafa með-
ferðis litla og stóra íslenska fána.
Frosti Sigurjónsson, einn tals-
manna Orkunnar okkar, segir að
eflaust muni margir úr þeim hópi
mæta á Austurvöll, en félagið
stendur þó ekki að mótmælunum.
Fulltrúar Orkunnar okkar eiga
aftur á móti fund við þingforseta
snemma í morgun þar sem afhent-
ar verða undirskriftir við áskorun
til þingmanna um að hafna þriðja
orkupakkanum.
Orkupakkinn á
síðustu metrunum
Atkvæði verða greidd um þriðja orkupakkann á þingi í dag
Boða mótmæli á Austurvelli Þingmönnum afhent áskorun
Morgunblaðið/Eggert
Alþingi Umræður um orkupakkann fóru fram í síðustu viku á þinginu og í dag verða atkvæði greidd um málið.
Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðis-
flokks, segir ekkert hafa komið fram undanfarið sem
gefi tilefni til annars en að málið verði samþykkt eins og
stefnt hafi verið að. Birgir telur að umræða um stefnu-
mótun í orkumálum haldi áfram í framhaldinu. „Mörg af
þeim atriðum sem andstæðingar orkupakkans hafa hald-
ið á lofti tengjast annarri stefnumótun en þeirri sem
felst í þriðja orkupakkanum sjálfum,“ segir hann og
nefnir að þar sé t.d. ekki fjallað um eignarhald á orku-
auðlindum og -fyrirtækjum og ekki um lagningu sæ-
strengs.
Umræðan um stefnumótun haldi áfram
„Það verður eflaust mikið um atkvæðaskýringar og slíkt
en það er ekkert óeðlilegt miðað við þá umræðu sem málið
hefur fengið,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þing-
flokksformaður VG. Hún segir sum mál krefjast langra
umræðna. „En þessi umræða er einstök í þingsögunni, að
einn flokkur hafi talað eins mikið og Miðflokkurinn hefur
gert. Ekkert kom fram í umræðunni núna sem ekki kom
fram í vor. Það er sem gamlar ræður hafi verið teknar
upp og sumarrykið dustað af þeim. Að því leyti má segja
að umræðan hafi verið óþarflega löng.“
Umræðan einstök í þingsögunni
Flokkur fólksins leggur fram breytingartillögu um að
málinu verði vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu að sögn Guð-
mundar Inga Kristinssonar, þingflokksformanns Flokks
fólksins. „Með þessu værum við búin að tryggja þetta
eins vel og hægt er. Ég vona að þetta verði samþykkt,
það er það eina rétta. Þing getur ákveðið eitthvað þótt
það sé ekki meirihluti fyrir því hjá þjóðinni. Þetta er það
stórt mál að þjóðin á að fá að ráða þessu,“ segir Guð-
mundur, sem telur málið útrætt. „Meiri umræður myndu
ekki skila neinu,“ segir hann.
Vilja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu
„Það er tímabært að setja punkt aftan við þessa umræðu
alla,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokks-
formaður Viðreisnar. „Það hefur ekkert komið fram
sem breytir þeirri skoðun okkar að þetta sé hið ágætasta
mál,“ segir Hanna Katrín, sem segir möguleika á því að
atkvæðagreiðsla taki nokkurn tíma. „Ég hef ekki tilfinn-
ingu fyrir því. Efnislega er umræðan löngu tæmd en það
eru miklar tilfinningar í spilinu þannig að þetta gæti
tekið einhvern tíma,“ segir Hanna Katrín, sem segir
óhætt að fullyrða að meirihluti sé á þingi fyrir málinu.
Umræðan tæmd en tilfinningar í spilinu
„Ég held að umræðan á miðvikudag og fimmtudag hafi
sýnt að það liggur ljóst fyrir hvernig þetta mun leggjast.
Ég á ekki von á neinum óvæntum uppákomum,“ segir
Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylk-
ingar, en nefnir að atkvæðagreiðslan gæti tekið tíma.
„En það hefur ekkert nýtt komið fram. Það er alveg dag-
ljóst,“ segir hún. „Málið er löngu útrætt,“ segir Oddný,
sem býst við því að þingmenn flokksins kjósi með. Hún
nefnir þó að taka gæti þurft afstöðu til breytingatillagna
á þingflokksfundi í dag.
Á ekki von á neinum óvæntum uppákomum
„Ég held að því miður hafi stuðningsþingmenn og -flokk-
ar þessa leiðindamáls ekki hlustað á [...] þá sem hafa var-
að við þessu,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokks-
formaður Miðflokks. Hann segir þingmenn Miðflokks
munu hafna orkupakkanum í dag. Hann segir nýjar upp-
lýsingar hafa komið fram í málinu í sumar, meðal annars
varðandi málsókn ESB gegn Belgíu og fjórða orku-
pakkann. „Hefði fólk nýtt sumarið myndi það stilla sér
upp á sama stað og við og vera á móti þessu,“ segir
Gunnar Bragi.
Því miður hafi stuðningsmenn ekki hlustað
„Ég býst alveg við því að fólk láti í
sér heyra og segi sína skoðun eins og
verið hefur hingað til,“ segir Hall-
dóra Mogensen, þingflokksformaður
Pírata, en þeir funda um málið í að-
draganda atkvæðagreiðslu. „Ég veit
að það verða skiptar skoðanir, það
eru ekki allir á sama máli,“ segir
hún, en málið er útrætt að hennar
mati. „Við höfum rætt þetta mál
frekar vel,“ segir hún. „Það hefur ekkert nýtt komið
fram hingað til. Ég veit bara að það voru skiptar skoð-
anir og áhyggjur. Þess vegna höfum við lagt vinnu í að
kynna okkur það vel,“ segir hún.
„Það eru ekki allir á sama máli“
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður
Framsóknarflokks, á ekki von á því
að miklar breytingar verði í afstöðu
þingmanna til málsins miðað við um-
ræðurnar um það í síðustu viku.
„Síðan hefur legið fyrir frá því í vor
að það er víðtækur stuðningur við
málið á Alþingi,“ segir hann. Sama
staða er uppi á teningnum hjá fram-
sóknarmönnum að hans sögn. Hann
segir ekkert nýtt fram komið í málinu frá því í vor.
„Það hefði verið betra að klára málið þá, en það var
ekki hægt. Einn flokkur hélt þinginu í gíslingu og því
greiðum við atkvæði á morgun [í dag].“
Framsóknarmenn sammála
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Mikilvægt er að greina kvíðaraskan-
ir barna og ungmenna sem allra
fyrst. Með því móti er hægt að koma
í veg fyrir alvarleg áhrif á borð við
brottfall úr námi, vímuefnanotkun
og skerta starfsorku.
Þetta segir Guðmundur Skarp-
héðinsson, dósent við Sálfræðideild
Háskóla Íslands, sem nú vinnur að
gerð nýs matstækis fyrir kvíðarask-
anir hjá börnum.
Talsverð umræða hefur verið um
kvíðaraskanir barna og hvort íslensk
börn séu kvíðnari en jafnaldrar
þeirra í öðrum löndum. Guðmundur
segir að ekkert bendi til þess. „Ég
veit ekki að gerð hafi verið almenni-
leg úttekt á algengi kvíðaraskana
hér á landi. Þá er heldur ekkert endi-
lega víst að þær fari vaxandi,
hugsanlega voru þær ekki greindar
sem skyldi áður fyrr.“
Matstækið sem Guðmundur vinn-
ur að ásamt meistaranemum í sál-
fræði er m.a. uppfærð þýðing spurn-
ingalista og greiningarviðtal sem
þróað er út frá nýjustu útgáfu þess
greiningarkerfis sem einna algeng-
ast er. Þetta hefur verið prófað á
BUGL og Litlu kvíðameðferðarmið-
stöðinni og gefist vel. Sjálfur hefur
Guðmundur reynslu af notkun þess-
ara matstækja frá Noregi, þar sem
hann starfaði við rannsóknir og sem
klínískur barnasálfræðingur.
Margar birtingarmyndir
Spurður hverjar birtingarmyndir
kvíðaröskunar séu segir Guðmundur
þær fjölmargar, enda séu mörg af-
brigði af kvíðaröskunum. Sum þeirra
séu algengari á tilteknu aldursskeiði.
Hann segir að mikilvægt sé að
bæta greiningu á kvíðaröskunum.
Þær hafi jafnan vanlíðan í för með
sér og í sumum tilvikum hætti börn
jafnvel í skóla og dragi úr þátttöku í
félags- og íþróttastarfi. „Það er því
til mikils að vinna,“ segir hann.
Mikilvægt að greina kvíða sem fyrst
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Sálfræðingur Guðmundur Skarphéðinsson er dósent í sálfræði við HÍ.
Vinnur að nýju mati á kvíðaröskunum
barna Sum hætta í skóla og íþróttum