Morgunblaðið - 02.09.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019
Hillukerfi
Nethyl 3-3A, 110 Reykjavík | www.hillur.is | s 535 3600
Super 1-2-3
Léttavörukerfi fyrir fyrirtæki og heimili
Superbuild
Brettarekkakerfi fyrir stór og lítil fyrirtæki
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Sérfræðingar sem skoðað hafa að-
stæður hér telja að með því að skipta
um stýringar ljósa á höfuð-
borgarsvæðinu sé hægt að flýta um-
ferð einkabíla um 15% og minnka
tafatíma við ljós um helming. Ferða-
tími strætisvagna myndi styttast um
20%,“ segir Ólafur
Kr. Guðmunds-
son, umferðarsér-
fræðingur og
varaborgarfull-
trúi. Borgar-
fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins
leggja fram til-
lögu á fundi
borgarstjórnar á
morgun um að
innleiða nýja
tækni í umferðarstýringum í borg-
inni.
Ólafur hefur kynnt sér umferðar-
stýringar í nágrannalöndunum. Hann
segir að fyrirkomulagið hér sé löngu
úrelt. Hann talar fyrir því að koma
upp nýju kerfi, eins og notað er í flest-
um borgum Evrópu.
Myndavélar við öll ljós
Setja þarf upp myndavélar og
ratsjá við umferðarljós og í mörgum
tilvikum innrauðar myndavélar sem
nema ferðir gangandi vegfarenda.
Öllum upplýsingum er safnað saman í
tölvukerfi sem stjórnar umferðar-
flæðinu sjálfvirkt. „Markmiðið er að
minnka tafatímann hjá öllum vegfar-
endum,“ segir Ólafur.
Kosturinn við nýtt kerfi er að það
veit hvenær bylgjan á græna ljósinu
kemur að næstu ljósum og ákveður
hvenær best er að hleypa gangandi
vegfarendum yfir eða bílum úr hlið-
argötum inn á umferðaræðar. Kerfið
lærir síðan á umferðina og reynir að
minnka tafatímann frá degi til dags.
Segir Ólafur að þetta sé mikill
munur frá núverandi ljósastýringum
sem grundvallast á klukku og hleypir
umferð í gegn án tillits til þess hvort
bílarnir nýti tímann eða gangandi fólk
gangbrautina. Núverandi kerfi nemi
ekki gangandi eða hjólandi vegfar-
endur og geri ekki greinarmun á
stærð bíla.
Hafist verði handa
Tillaga sjálfstæðismanna gengur
út á það að hefja undirbúning að
snjallvæðingu umferðarstýringar í
borginni. Þegar í stað verði farið í til-
raunaverkefni á umferðarþungum
gatnamótum, í samvinnu við Samtök
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
og Vegagerðina, og síðan í heildar-
útboð á uppsetningu og rekstri slíks
kerfis til fjögurra ára.
„Nokkur fyrirtæki í Evrópu sér-
hæfa sig í þessum lausnum. Venjan er
sú að kerfin eru boðin út á fjögurra
ára fresti og sá hreppir hnossið sem
stendur sig best. Hér hefur ekki verið
útboð á umferðarstýringum í fimm-
tán ár,“ segir Ólafur.
Hann segir hægt að nota innviðina
sem fyrir eru en þá þurfi að bæta.
Kostnaðurinn gæti orðið eitthvað á
annan milljarð og framkvæmdin tæki
ár. „Ávinningurinn myndi þó skila sér
strax þar sem byrjað yrði, til dæmis á
Miklubraut. Þótt kostnaðurinn sé
mikill er hann miklu minni en við
borgarlínu eða mislæg gatnamót. Ég
tel að bættar umferðarstýringar
myndu fara langt með að leysa um-
ferðarmálin, í það minnsta bæta
ástandið mjög þar til borgarlína
kemur, ef hún verður þá að veruleika.
Svo kemur að því að ljósastýringar
duga ekki. Þá þarf að breikka götur,
setja upp mislæg gatnamót eða götur
í stokka, eins og gert er í öðrum
borgum,“ segir Ólafur.
Ekki þörf á forgangsröðun
Ólafur vekur athygli á því að yfir-
lýst stefna Reykjavíkurborgar sé að
veita gangandi og hjólandi umferð og
strætisvögnum forgang í umferðinni.
Tilgangurinn sé að skipta um sam-
göngumáta, draga úr notkun einka-
bíla. Ekki sé talin þörf á slíku í miklu
stærri borgum, eins og til dæmis í
Kaupmannahöfn. Ljósastýringin
leysi málin. Nefnir hann að í Kaup-
mannahöfn séu strætisvagnar sem
séu á eftir áætlun þeir einu sem njóti
forgangs, fyrir utan sjúkrabíla og lög-
reglubíla í forgangsakstri. GSM-sím-
ar með ákveðnu appi séu í bílunum og
kerfið veiti þeim sjálfkrafa forgang.
Vekur Ólafur athygli á því að fólk
sem bíði á strætóstöðvum og lestar-
stöðvum í Kaupmannahöfn hafi ná-
kvæmar upplýsingar um hversu langt
sé í næsta vagn eða lest og geti einnig
fylgst með í smáforriti í símum sínum
og því lagt af stað að heiman með
hæfilegum fyrirvara. „Þetta er strætó
sem virkar fyrir fólk enda eru al-
menningssamgöngur mikið notaðar í
stærri borgum. Þú færð nauðsynleg-
ar upplýsingar til þess að nota þjón-
ustuna, kerfið aðlagast þér en þú
þarft ekki að aðlagast kerfinu eins og
hugmyndin er með núverandi strætó-
kerfi og borgarlínuna,“ segir hann.
Minnka tafir hjá öllum vegfarendum
Með því að taka upp nýtt ljósastýringarkerfi er hægt að flýta umferð einkabíla um 15% og draga úr
tafatíma við ljós um 50% Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja snjallvæða umferðarstýringuna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Teppa Umferðin á Miklubraut á morgnana, umferðarteppa er að fyrstu umferðarljósunum en auð gata úr bænum. Ólafur Kr.
Guðmundsson