Morgunblaðið - 02.09.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 02.09.2019, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019 á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu Árvakur hf., útgefandi Morgunblaðs- ins, mbl.is og K100, var rekinn með 415 milljóna króna tapi árið 2018, sem er töluvert meira tap en árið á undan, þegar reksturinn var einnig afar erf- iður. Afkoma fyrir afskriftir, fjár- magnsliði og skatta, EBITDA, var neikvæð um 238 milljónir króna. Tekjur jukust um 110 milljónir króna og námu 3,8 milljörðum. Gjöld jukust mun meira, en þar vegur launakostn- aður langþyngst, sem skýrir versn- andi afkomu á milli ára „Ráðist hefur verið í umfangsmikl- ar aðgerðir til að hagræða í rekstri fé- lagsins og eru þær farnar að skila um- talsverðum árangri á síðustu mánuðum. Engu að síður er rekstrar- umhverfið enn erfitt, eins og ítrekað hefur komið fram í opinberri um- ræðu,“ segir Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs. „Sam- keppnin við Ríkisútvarpið hefur orðið sífellt erfiðari, en neikvæð umræða á vinnumarkaði, sem enn heldur áfram þó að stærstu aðilar á vinnumarkaðn- um hafi samið, hefur auk stórra áfalla í atvinnulífinu haft verulega neikvæð áhrif á auglýsingamarkaði og þar með á rekstur fjölmiðla. Erfitt rekstrarumhverfi breytir því þó ekki að miðlar Árvakurs standa mjög sterkt um þessar mundir og ná augum og eyrum meira en níu af hverjum tíu landsmönnum, sem gerir Árvakur að öflugasta fjölmiðlafyrir- tæki landsins. Og Árvakur hefur þrátt fyrir rekstrarumhverfið haldið áfram að ráðast í breytingar og nýj- ungar til að bæta þjónustu við not- endur miðlanna, nú síðast með mikl- um breytingum á mbl.is eins og landsmenn sáu fyrir réttri viku.“ Eignir Árvakurs hf. breyttust lítið á milli ára, voru rúmir tveir milljarðar króna um áramót, og eiginfjárhlutfall var rúm 28%. Ákveðið hefur verið að ráðast í hlutafjáraukningu til að treysta fjárhagsstöðu félagsins og er unnið við að ljúka henni um þessar mundir. Tap af rekstri Árvakurs í fyrra  Umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir farnar að skila árangri í bættum rekstri Starfsemin er flóknari og tækni- væddari en kann að virðast í fyrstu og notar Baseparking sjálfvirkt kerfi, smíðað af Íslenskri gervi- greind, sem tekur við bókunum, skipuleggur vinnu starfsmanna og á í samskiptum við viðskiptavinina. „Pantanir fara fram rafrænt og sér gervigreind um nærri öll samskipti, svarar algengustu spurningum og sendir viðskiptavinum skeyti tveim- ur dögum fyrir komuna aftur til landsins til að freista þess að selja þeim viðbótarþjónustu eins og þrif og bón,“ segir Ómar. „Forritið VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Af þeim verkefnum sem tóku þátt í Startup Reykjavík í sumar stakk eitt í stúf: Bílastöðuþjónustan Base- parking er nú þegar orðin nokkuð stöndugt fyrirtæki og með aðeins tveggja ára rekstur að baki eru starfsmennirnir orðnir um 22 tals- ins, þar af um 15 í fullu starfi. Fyrirtækin í Startup Reykjavík fá 2,5 milljóna króna framlag í skiptum fyrir 5% eignarhlut, og mætti halda að Ómar Hjaltason, eigandi Base- parking, hafi látið þennan hlut frá sér fyrir lítið. „Þvert á móti hefur þátttakan í sprotahraðlinum verið margfalt verðmætari en fjármagns- styrkurinn og þökk sé þeirri ráðgjöf sem við höfum fengið frá hinum ýmsu sérfræðingum hefur okkur þegar tekist að ná fram mikilli hag- ræðingu í daglegum rekstri Base- parking og lækkað kostnaðinn af starfseminni um 20% á tíu vikum.“ Leggja, þvo og skipta um olíu Þjónusta Baseparking gengur út á að taka við bílum flugfarþega í Leifs- stöð, leggja þeim á ódýrara stæði fjarri flugstöðinni og hafa svo bílinn tilbúinn til afhendingar þegar við- skiptavinurinn snýr heim úr ferða- laginu. „Við hittum fólk við inngang flugstöðvarbyggingarinnar þegar það kemur á flugvöllinn og bíðum þess við komuna, fyrir utan tollinn, en til viðbótar við að geyma bílinn bjóðum við upp á viðbótarþjónustu eins og að láta gera olíuskipti og þvo ökutækið hátt og lágt,“ útskýrir Óm- ar og bætir því við að verðskráin sé þannig að þjónusta Baseparking er orðin hagkvæmari kostur en flug- vallarbílastæðin ef ferðalagið varir í fjóra daga eða lengur. fylgist líka með brottfarar- og komu- tímum og hefur frumkvæði að sam- skiptum við viðskiptavininn, s.s. ef flugi seinkar, lætur hann vita að allt sé með felldu okkar megin og starfs- maður verði á staðnum á réttum tíma.“ Bendir Ómar á að þetta kerfi hjálpi til að draga úr launakostnaði, auka sölu og bæta þjónustu með því að vera til taks allan sólarhringinn, en sama kerfi megi síðan tiltölulega auðveldlega yfirfæra á annars konar rekstur af svipuðum toga, s.s. svo- kallaða „valet“-þjónustu sem Ómar reiknar með að muni ryðja sér æ meira til rúms á Íslandi. Hefur fyrir- tæki hans þegar látið að sér kveða á þeim markaði og leggur bílum í mið- bænum gegn hæfilegu gjaldi. „Það verður æ erfiðara að finna gott stæði í miðbænum og sjáum við fram á aukningu í því að t.d. veitingastaðir bjóði gestum að láta leggja bílnum fyrir sig, og kemur hugbúnaður okk- ar þá að góðu gagni.“ Gætu gert það sama erlendis Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig að koma Baseparking á laggirnar og hefur áður verið fjallað um þann núning sem varð á milli fyrirtækis- ins og rekstrarfélags flugstöðvar- innar. Ómar segir að á tímabili hafi öll samskipti þurft að fara fram í gegnum lögfræðinga, en nýir stjórn- endur hafi tekið við flugstöðinni og með þeim komið annar og betri tónn. „Enda er það mjög óvenjulegt að flugstöð freisti þess að sitja ein að þjónustu við farþega sem koma þangað á einkabílum, og í öllum þeim tilvikum sem ég þekki til er einmitt flugstöðvarrekstri og svo rekstri bílastæðahúsa á sama stað haldið aðskildum og á könnu ólíkra fyrirtækja, m.a. af samkeppnis- ástæðum.“ Nú standa vonir til að Basepark- ing hefji útrás og segir Ómar að það megi t.d. gera með viðskiptasér- leyfissamningum (e. franchise) við stórhuga aðila á völdum mörkuðum. Víða séu tækifæri fyrir svipað við- skiptamódel og Baseparking hefur notað í Keflavík: „Þau skilyrði sem henta best eru ef flugvöllur er ekki vel þjónustaður af hraðlest eða öðr- um góðum almenningssamgöngum svo að allstór hluti ferðalanga kýs að fara á flugvöllinn á einkabíl. Flug- völlurinn þarf ekki að vera mjög stór, mælt í fjölda farþega, eins og sést á rekstri okkar þar sem við- skiptavinirnir eru nær einvörðungu Íslendingar á leið út í heim, en þeir eru í miklum minnihluta þeirra sem eiga leið um Keflavíkurflugvöll,“ segir Ómar og upplýsir að frá stofn- un sumarið 2017 hafi Baseparking tekið við bílum í um 25.000 skipti. „Við höfum straumlínulagað allt ferlið svo að auðvelt er að laga það að fleiri flugvöllum og það eina sem þarf þá til viðbótar er að ráða nokkra vaska starfsmenn, og fá aðgang að ódýrum og öruggum stað til að leggja bílunum í hæfilegri fjarlægð frá flugvellinum.“ Vill í útrás með bílastæðaskutl  Viðskiptamódel og hugbúnaður Baseparking gætu hæglega orðið útflutningsvara  Fyrirtækið gerir meira en bara leggja bílum og sér gervigreind um að selja viðskiptavinum viðbótarþjónustu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Möguleikar „Þau skilyrði sem henta best eru ef flugvöllur er ekki vel þjónustaður af hraðlest eða öðrum góðum al- menningssamgöngum svo að allstór hluti ferðalanga kýs að fara á flugvöllinn á einkabíl,“ segir Ómar um tækifærin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.