Morgunblaðið - 02.09.2019, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Boris John-son, for-sætisráð-
herra Bretlands,
lét sverfa til stáls
í útgöngumáli
Breta fyrir helgi
þegar hann til-
kynnti að núver-
andi þingi, sem setið hefur í
tvö ár, yrði slitið í upphafi
næstu viku og nýtt þing sett
um miðjan október með
stefnuræðu drottningar. Þar
sem skylda er að halda ítar-
lega umræðu um þá ræðu,
auk nokkurra annarra þing-
mála sem stjórnin hyggst
leggja fram á sama tíma, er
ljóst að nokkrir af þeim dög-
um sem þá yrðu til stefnu áð-
ur en Bretar eiga að ganga úr
Evrópusambandinu 31. októ-
ber næstkomandi myndu fara
í þær.
Frestunin er jafnframt að
þessu sinni ögn lengri en
vanabundið er og fóru and-
stæðingar Johnsons með
himinskautum í upphróp-
unum um þá meintu lögleysu
sem forsætisráðherrann
stæði nú fyrir, en sýnt þykir
að aðgerð Johnsons mun gera
þeim þingmönnum sem vilja
koma í veg fyrir útgöngu
Breta úr Evrópusambandinu
hinn 31. október næstkom-
andi erfiðara fyrir að fá frum-
varp um slíkt samþykkt í
tæka tíð.
John Bercow, forseti neðri
deildarinnar, fór fremstur í
flokki þeirra sem náðu ekki
upp í nef sér fyrir bræði.
Kallaði hann ákvörðun John-
sons „breskt valdarán“ og
vanvirðingu við hina óskrif-
uðu stjórnarskrá Bretlands.
Reiði Bercows var vægast
sagt ýkjukennd, og enn
óskiljanlegri í ljósi þess að
hann sjálfur hefur í gegnum
allar útgönguraunirnar
teygt, togað og skrumskælt
reglur þingsins til þess að
gera þeim málum hærra und-
ir höfði sem hann er í hjarta
sínu samþykkur. Hann hefur
enda sætt gagnrýni fyrir að
vera ekki sá hlutlausi og
sanngjarni leiðtogi sem for-
seti þingsins eigi að vera,
heldur fyrst og fremst pólit-
ískur refur og baráttumaður
fyrir því að hunsa vilja
þjóðarinnar í Brexit.
Bercow leitaði meðal ann-
ars eitt sinn í fordæmi frá
upphafi 18. aldar til þess að
svínbeygja ríkisstjórn
Theresu May í málinu. Að-
gerð Johnsons hlýtur því að
hafa verið óvenjulega sví-
virðileg, ef taka á mark á
upphlaupi þingforsetans,
fyrst að einungis þurfti að
leita aftur um tvö
ár síðan þingi var
síðast frestað á
þann veg sem nú
stendur til að
gera. Yfirlýsingar
annarra þing-
manna um efnið
voru allar á svip-
uðum nótum, og sýndu um-
fram allt að áfram stendur til
að ala á ótta almennings um
framtíð Bretlands verði farið
að vilja þjóðarinnar.
Það er einnig athyglisvert
að sjá að flestir þeir þing-
menn sem hæst hrópa um það
að aðgerð Johnsons sé van-
virðing við lýðræðið í Bret-
landi eiga það sameiginlegt
að þeir vilja koma í veg fyrir
útgöngu Breta úr Evrópu-
sambandinu, þrátt fyrir að
bæði þjóðaratkvæðagreiðslan
og skoðanakannanir sýni að
meirihluti bresku þjóðar-
innar styðji útgönguna.
Fyrir sitt leyti sagði John-
son á föstudaginn að nauð-
synlegt væri að hafa útgöngu
án samnings á borðinu sem
valmöguleika, enda veit hann
sem er að án þeirrar ógnar er
engin leið að fá embættis-
mannaveldið í Brussel til
þess að bakka frá því Ver-
salasamkomulagi sem fyrir-
rennari hans reyndi í þrígang
að fá samþykkt.
Aðgerð Johnsons var vissu-
lega djörf en hún kemur þó
ekki í veg fyrir að þingið
reyni að hindra að vilji
bresku þjóðarinnar nái fram
að ganga í málinu. Mögulega
munu nógu margir þingmenn
Íhaldsflokksins reyna að fella
ríkisstjórnina ef vantraust
verður lagt fram að þessu
sinni, en um leið þurfa þeir að
íhuga hvort andstaða sín við
Johnson sé þess virði að
leggja lyklana að Downing-
stræti 10 í hendur Jeremys
Corbyn, leiðtoga Verka-
mannaflokksins, en hann
virðist búinn fáum þeim kost-
um sem prýða þurfa forsætis-
ráðherra Bretlands.
Ekki kæmi á óvart þó að
fram undan væru enn harðari
átök í neðri deildinni um
framgang Brexit-málsins en
þegar hafa sést, og er allt
eins líklegt að boða þurfi
fljótlega á ný til kosninga,
jafnvel strax í næsta mánuði.
Verði sú raunin verður for-
vitnilegt að sjá hvernig mörg-
um af núverandi þingmönn-
um á eftir að farnast, þegar
þeir þurfa að útskýra fyrir
kjósendum sínum hvers
vegna þeir reyndu að standa í
vegi fyrir því að vilji meiri-
hluta þjóðarinnar yrði að
veruleika.
Þingmenn gætu
þurft að mæta þjóð-
inni innan skamms.
Sumir þeirra hafa
ástæðu til að óttast
kjósendur}
Sorfið til stáls
Í
sumar var öllum vafa um áhrif þriðja
orkupakkans eytt með með því að
framkvæmdastjórn Evrópusambands-
ins höfðaði mál gegn Belgíu vegna
orkupakkans. Stjórnvöld landsins
höfðu ætlað sér að hafa eitthvað um fram-
kvæmdir í orkumálum að segja. Þau vildu líka
eiga síðasta orðið um tengingar landsins við
sameiginlegt raforkukerfi Evrópu. Þetta var
óásættanlegt að mati ESB, sem vildi að orku-
stofnun sambandsins og útibú hennar í Belgíu
yrðu allsráðandi. Áður hafði ESB ráðist í mála-
ferli gegn 12 ríkjum sambandsins fyrir að bjóða
ekki út nýtingarrétt orkuauðlinda, m.a. vatns-
aflsvirkjana í ríkiseigu.
Fátt varð um svör frá talsmönnum orku-
pakkans hér á landi sem höfðu haldið því fram
að innleiðingin, sem þeir hafa barist svo hart
fyrir, hefði í raun engin áhrif. Einhverjir þeirra
sem þannig höfðu talað gripu þá í það hálmstrá að benda á
að staða Belgíu væri önnur en Íslands þar sem þar væru
þegar raforkutengingar við önnur Evrópulönd, þ.m.t.
sæstrengur. Sömu rök hafa verið notuð varðandi Noreg en
beiðni þeirra um vald yfir lagningu sæstrengja í eigin land-
grunni var hafnað af ESB.
Það er kaldhæðnislegt að gripið sé til þessara raka til að
skýra muninn á áhrifum orkupakkans á Íslandi og í Belgíu.
Evrópusambandið lýsir því skýrt að eitt af meginmark-
miðum pakkans sé að tengja ný svæði, ekki hvað síst eyjar,
við sameiginlega orkumarkaðinn. Ef sambandið er ekki
einu sinni tilbúið að leyfa stjórnvöldum ríkja að taka
ákvarðanir um nýjar tengingar við evrópska
orkukerfið geta menn rétt ímyndað sér hvort
það muni frekar sætta sig við að stjórnvöld komi
í veg fyrir nýjar tengingar.
Vilji menn raundæmi um hvernig farið er með
umsóknir um nýjar sæstrengstengingar er það
að finna á Kýpur. Kýpur er eyja eins og Ísland.
Landið var ótengt við raforkukerfi Evrópu.
Þegar fjárfestar höfðu safnað fjármagni fyrir
tengingu Kýpur við raforkukerfi Evrópu í gegn-
um Grikkland höfðu þeir samband við orkustofn-
anir landanna og yfirstofnunina ACER. Þá tóku
orkustofnanirnar við keflinu undir handleiðslu
ACER til að tryggja að stjórnvöld í löndunum
myndu ekki leggja steina í götu verkefnisins.
Fyrir liggur að breskt fyrirtæki telur allt til
reiðu til að hefja lagningu sæstrengs til Íslands.
Fullyrðingar um að innleiðing þriðja orkupakkans
geri lagningu strengs erfiðari en ella eru undar-
legar í ljósi markmiða pakkans og þeirrar staðreyndar að
helstu talsmenn sæstrengs eru eindregnir stuðningsmenn
pakkans.
Áhersla á mikilvægi fullveldis á sér langa sögu í
stjórnarflokkunum. Ég hvet þingmenn þeirra eindregið til
að líta á staðreyndir málsins og taka mið af eigin stefnu og
afstöðu yfirgnæfandi meirihluta eigin flokksmanna. Telji
menn að með því að samþykkja orkupakkann í dag sé mál-
ið frá er það mikill misskilningur. Þá væri það fyrst að
byrja fyrir alvöru.
Sigmundur
Davíð Gunn-
laugsson
Pistill
Byggt á stefnu og staðreyndum
Höfundur er formaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Auðveldlega má draga úrplastnotkun með hugar-farsbreytingu og örlítilliútsjónarsemi. Þetta segir
Heiður Magný Herbertsdóttir, for-
maður stjórnar árvekniátaksins
Plastlaus september sem hófst í gær
og mun standa út mánuðinn. Til-
gangurinn er að vekja til umhugs-
unar um plastnotkun og -úrgang.
Árvekniátakið var fyrst haldið
2017 og segir Heiður mikið hafa
breyst síðan þá. „Aðaláherslan þá
var að minnka notkun plastpoka.
Núna, tveimur árum síðar, hefur
dregið mikið úr notkun þeirra og
nánast allir eru með fjölnota poka í
búðum. Þá sjást plaströr varla leng-
ur á veitingastöðum og það virðist
aukin meðvitund um að minnka
plastumbúðir.“
Undanfarin ár hefur mikil vit-
undarvakning orðið hér á landi sem
annars staðar um skaðsemi plasts.
Nýlega bárust t.d. af því fréttir að
Forlagið hygðist hætta að pakka
bókum sínum inn í plast og var sú
ákvörðun tekin út frá umhverfis-
sjónarmiðum. Greint hefur verið frá
minni plastnotkun í ýmsum atvinnu-
greinum og er verslunum óheimilt
frá og með deginum í gær að gefa
viðskiptavinum burðarpoka. Frá og
með 1. janúar 2021 tekur síðan við
algert bann við afhendingu burðar-
poka úr plasti.
Brúsar og margnota pokar
Hún segir að innkaup á mat-
vöru séu líklega sá þáttur daglegs
lífs þar sem einna erfiðast sé að
minnka plastnotkun. „Fáar mat-
vöruverslanir selja mat án plast-
umbúða eða selja þurrvörur í lausu.
Það sem er gert er til fyrirmyndar,
en við þurfum meira af slíku.“
Heiður segir að með tiltölulega
lítilli fyrirhöfn geti hver og einn
minnkað plastnotkun sína í daglegu
lífi. „Oft má finna sambærilegar
vörur sem eru pakkaðar inn í minna
plast eða innihalda minna af því. Að
vera með vatnsbrúsa í staðinn fyrir
að kaupa drykki í plastflöskum get-
ur minnkað plastnotkun heilmikið.
Líka að vera alltaf með margnota
poka meðferðis og afþakka plast á
veitingastöðum. Við þurfum t.d. ekk-
ert alltaf lok á drykkjarmál og hægt
er að vera með fjölnota hnífapör í
staðinn fyrir einnota plasthnífapör.
Fá má tannkremstöflur og sjampó-
stykki og þannig minnka plastnotk-
un og í sumum fisk- og kjötversl-
unum og ísbúðum er hægt að koma
með eigin ílát fyrir vöruna.“
Koma með eigin ílát í búðir
Aron Elí Helgason, verslunar-
stjóri í fiskverslun Hafsins í Hlíðar-
smára, segir að talsvert sé um að
fólk komi með eigin ílát eða jafnvel
eldföst mót og potta í verslunina
þegar það kaupir fisk. „Okkur finnst
þetta alveg frábært og fögnum því
að fólk skuli vera svona umhverfis-
vænt,“ segir Aron Elí, sem segir að
sífellt fjölgi þeim sem þetta geri.
Svandís Kristinsdóttir, verslunar-
stjóri í ísbúðinni Valdísi, tekur í
sama streng. „Þegar ég byrjaði að
vinna hérna fyrir fjórum árum gerði
enginn þetta, en núna koma fleiri
með ílát fyrir ísinn. Við myndum
alveg vilja sjá meira af þessu,“
segir Svandís.
Er hægt að vera plast-
laus? „Stutta svarið er nei!“
svarar Heiður. „Margt gæti
ekki verið búið til úr öðru en
plasti. En Plastlaus september
snýst um að vekja til um-
hugsunar og minnka
notkun á einnota
plastumbúðum og
-vörum.“
September verði því
sem næst plastlaus
„Fjölskyldur geta allar sett sér
markmið í því að draga úr
plastnotkun,“ segir Þórdís V.
Þórhallsdóttir, verkefnisstjóri
hjá Landsvirkjun, sem er þátt-
takandi í framkvæmdahópi
Plastlauss september. „Til
dæmis má hætta að nota ein-
nota rör, kaupa umbúðalausar
vörur eftir því sem hægt er,
nota tannkremstöflur, plast-
lausa svitalyktareyða, þvotta-
skeljar, fjölnota bleyjur og stál-
rakvélar með rakvélablaði.
Sumir velja jafnvel að kaupa
í matinn í verslunum þar
sem eru kjöt- og fisk-
borð og mæta með eig-
in ílát. Plastumbúðir
eru yfirþyrmandi og
eru oft óþarfar og því
um að gera fyrir okkur
neytendur að vera vak-
andi og beita þeim þrýst-
ingi sem í valdi
okkar er.“
Neytendur
séu vakandi
PLASTIÐ ER YFIRÞYRMANDI
Þórdís V. Þórhallsdóttir
Morgunblaðið/Eggert
Plast Heiður segir vitundarvakningu hafa orðið um skaðsemi einnota
plasts fyrir umhverfið. Í Plastlausum september er vakin athygli á þessu.