Morgunblaðið - 02.09.2019, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 02.09.2019, Qupperneq 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019 Nýverið birtist í Fréttablaðinu lofgjörð um ESB rituð af Michael Mann sendi- herra ESB á Íslandi. Saga ESB er „for- dæmalaus saga vel- gengni“ að hans mati og útmálar hann glæsta framtíð þess undir forustu nýs framkvæmdastjóra. Blekkinga- og áróð- ursmeistari ESB mun þó vera rétt- nefni. Hinn 1.11. næstkomandi mun Ursula von der Leyen taka við for- mennsku í ESB af Jean-Claude Juncker. Evrópuþingið samþykkti hana með 383 atkvæðum af 733 16. júlí og var hún eini frambjóðandinn. Hún var ekki tilnefnd fyrr en tveimur vikum fyrr. Sumir segja að hún hafi verið kosin til að halda Frans Timmermans frá embættinu en í tímaritinu Economist má lesa að tilnefning hennar hafi verið neyðarúrræði svefndrukkinna nefndarmanna að loknum þriggja daga fundi. Það að hún var valin hlýtur þó að hafa eitthvað með stefnu hennar í Evrópumálum að gera en 24 bls. stefnuskrá hennar má finna á net- inu undir: A Union that strives for more. My agenda for Europe. Ursula sér sig í ábyrgu leiðtoga- hlutverki. Framtíðarsýn hennar er Sambandsríki Evrópu sem láti að sér kveða á alþjóðavettvangi og er hún jákvæð fyrir stækkun sam- bandsins með því að bæta N-Make- dóníu og Albaníu í hópinn. Hún segir: „Til þess að verða í leiðandi stöðu í heiminum þarf ESB að bregðast hratt við: Ég mun reyna að koma á meirihlutaræði ríkja á svæðinu ... til að tryggja samstillta stefnu okkar út á við, frá þróunar- hjálp til sameiginlegrar utanríkis- stefnu og stefnu í öryggismálum“. Hún vill að evran fái sterkara hlutverk á alþjóðavettvangi og vill enn fremur leiða endurbætur á WTO, en segir að viðskipti séu ekki takmark í sjálfu sér. „Þau eru leið til að efla velmegun og breiða gildi okkar út um heiminn – gildi okkar í loftslags- málum, umhverfis- málum og vernd vinnuafls“. Hún vill láta lögfesta samning um kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 og fjárfesta fyrir 1 trilljón evra í grænni orku á næsta áratug. Einnig vill hún sameiginleg skattalög fyrirtækja til að styrkja innri mark- aðinn, sameiginlegan atvinnutryggingasjóð Evrópu, sam- eiginlega menntastefnu, skyldu- dreifingarkerfi hælisleitenda því það sé siðferðileg skylda okkar allra að taka á móti flóttafólki og ýmislegt fleira, s.s. varnarbandalag Evrópuríkja, til viðbótar NATO. Ursula vill nánari tengsl við Afríku og segir að Evrópa verði að styðja Afríku í að finna lausnir gegn óstöðugleika, hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi svo íbúarnir vilji ekki flytja á brott. Samkvæmt mannfjöldaspám tvö- faldast íbúafjöldi Afríku fyrir 2050 og verður 2,5 milljarðar, sem eykur líkur á átökum þar vegna skorts á vatni og landnæði. Komi til aukinna viðskipta vegna rísandi millistéttar, eins og hún spáir, þá munu Kín- verjar sitja að þeim kjötkötlum. Evrópa réð ekki einu sinni við að taka við flóttamönnum frá Sýrlandi og mörg lönd álfunnar eru að slig- ast undan kostnaði vegna þriðja- heimsinnflytjenda. Ursula vill ekki að einstök ríki hafi neitunarvald í ESB, eins og hingað til hefur verið reglan. Öll ríkin eiga að hafa sameiginlega stefnu og Evrópulög eiga að vera æðri lögum þjóðríkjanna og hótar hún þeim ríkjum er ekki vilja spila með sektum. Fyrirmynd hennar virðist vera Sovétríkin sálugu þar sem leiðtog- arnir komust til valda eftir ólýð- ræðislegum leiðum (eins og hún). Eins og hún boðuðu kommissar- arnir jöfnuð (fyrir alla aðra en sig) og útþenslustefnu – hin sósíalíska stefna skyldi boðuð sem víðast, m.a. víða í Afríku. Það er margt við þessa áætlun Ursulu að athuga. Fyrir utan heimsvaldastefnu hennar og vilja til að svipta þjóðríki Evrópu völdum sínum þá vill hún einnig fá að stjórna Afríku. Er einhver þörf á að sameina Evrópuríki til að berjast til valda og áhrifa í heiminum og þvinga gildum okkar upp á aðra? Er það ekki svolítið úrelt hugsun? Ólíklegt er að sameining Evrópu verði á valdatíma Ursulu en stefna hennar gæti samt valdið Evrópu- búum fjárhagslegum skaða. Hún vill núll CO2 losun í ESB fyrir 2050. Það kostar. Philip Ham- mond, sem var fjármálaráðherra í stjórn Theresu May, hefur reiknað það út að slíkt myndi trúlega kosta Breta meira en trilljón punda og bendir á að þá verði minna fjár- magn tiltækt til nauðsynlegrar al- mannaþjónustu, sem geti ógnað mannslífum. Eru vísindin á bak við dómsdags- spárnar vegna hlýnunar jarðar nógu trygg til að fórna megi mannslífum á altari þeirra? Er eitt- hvað sem bendir til þess að þeir sem ráða ferðinni á heimsvísu trúi á þær kenningar? Kyoto-samningur- inn var í raun bara skattur á vest- ræn ríki; tilfærsla peninga til þriðja heimsins og bjó til gríðarstórt svindlkerfi eins og Naomi Klein lýs- ir svo vel í bók sinni Þetta breytir öllu. Parísarsamkomulagið stefndi í rétta átt en þar var ekkert minnst á að hamla þyrfti offjölgun mann- kyns. Er það ekki augljóst að losun CO2 eykst með auknum fólksfjölda? Það er ekki raunhæft að Evrópa ráði við að kolefnishlutleysa sig fyrir 2050 ásamt því að byggja upp lönd þriðja heimsins svo íbúar þeirra leiti síður til Vesturlanda ásamt því að halda uppi sívaxandi fjölda flótta- og farandfólks. Sú stefna boðar einfaldlega fjárhags- legt gjaldþrot Evrópu. Ursula von der Leyen – nýr forseti ESB Eftir Ingibjörgu Gísladóttur » Stefna nýs leiðtoga ESB, Ursulu von der Leyen, boðar hreint ekki gott fyrir framtíð Evrópu. Ingibjörg Gísladóttir Höfundur starfar við umönnun aldraðra. Nú þegar umræða um lagaumhverfi Orkupakkans hefur verið rædd fram og til baka hvað varðar framsal á ákvörð- unarrétti Íslendinga í eigin málum og sitt sýnist hverjum, þá er það á ábyrgð forseta að taka ákvörðun um framhald þess. Forseti getur beitt grein í Stjórnarskrá lýðveldisins nr. 23 og frestað þinghaldi um tvær vikur, sem myndi fella niður sumarþing, og færa viðkomandi mál á haustþing, er myndi leiða til þess að málið, það er orkupakkinn, færi á upphafsreit til umfjöllunar. Þetta gæfi þingi færi á að bíða eftir ákvörðun dómsmáls í Noregi, gegn þarlendri ríkisstjórn, en þar eru menn ekki heldur á eitt sáttir með framferði stjórnvalda í orkumálum þjóðarinnar. Ætti það ekki að segja okkur það, að hér þurfi að fara að öllu með gát, þegar slíkt afsal á stjórnskipun er afhent erlendu ríkjasambandi til ráðstöfunar. Hin leið forseta er að vísa í ágreining milli þings og þjóðar, að hætti Ólafs Grímssonar fyrrverandi forseta, virkja grein 24 í stjórnar- skrá, það er að rjúfa þing og boða til kosninga, þar sem orkumálið yrði fyrst og fremst mál málanna í kosningarundirbúningum, flokkar yrðu að gera hreint fyrir sínum málum og yrði útkljáð meðal þjóðarinnar. Eitt er víst, að virki forseti landsins, Guðni Th., annan hvorn framansagðan mögu- leika, má ætla að þjóð- in muni standa með honum er hann leitar eftir stuðningi um áframhaldandi setu á Bessastöðum. En geri hann ekki neitt lýsir hann þar með yfir að hann standi með þing- heimi gegn fólkinu í landinu og mun þurfa að hafa þann böggul með sér í komandi kosningaslag að ári. Því skorum við á forseta landsins að feta í fótspor Ólafs Ragnars Grímssonar er hann stóð með þjóð- inni í Icesave-málinu, að gera slíkt hið sama í þessu máli og vísa mál- inu til þjóðarinnar. Fyrir hönd Íslensku þjóðfylk- ingarinnar. Hvort ætlar forset- inn að standa með þjóð eða þingi? Eftir Guðmund Karl Þorleifsson »Við skorum á forseta landsins að feta í fót- spor Ólafs Ragnars Grímssonar er hann stóð með þjóðinni í Icesave- málinu, að gera slíkt hið sama í þessu máli. Guðmundur Karl Þorleifsson Höfundur er formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar. Ráðherrar hafa ver- ið yfirlýsingaglaðir í loftslagsmálum og látið að því liggja að hér sé allt gert til að Ísland verði í fararbroddi heimsríkja. Frétta- miðlar halda þessum yfirlýsingum ráða- manna á lofti en eng- inn rannsakar efnd- irnar eða raunverulega stöðu. Raunveruleikinn blasir allt öðruvísi við þeim sem vinna að verkefnum á þessu sviði og standa utan samtryggingar stofnanasamfélagsins, eins og hér verður lítillega reifað. Síðastliðinn áratug hef ég unnið að þróun hverfils sem nýst getur til orkuvinnslu úr sjávarföllum. Þessi íslenski hverfill hefur all- mikla sérstöðu á heimsvísu; eink- um þá að hann getur unnið orku úr algengum sjávarfallastraumi, t.d. í annnesjaröstum, meðan aðrir þróunaraðilar beina sjónum sínum að hröðum orkuríkum straumum í sundum, sem eru mun sjaldgæfari. Hin dreifða orka hægstraums kall- ar á stóra einfalda og ódýra hverfla, sem byggjast á algerlega nýrri tækni. Ekki er rúm til að lýsa mínum lausnum hér, en sú gerð sem nú er í þró- un líkist um margt færibandi af blöðum með breytilegu áfallshorni. Færi- bandatæknin er þekkt, en í hverfl- inum er beitt nýjum aðferðum við ýmsa þætti; stýringu blaða o.fl. Hverfillinn verð- ur að öllu leyti neð- ansjávar en þó ekki við botn. Hann er mjög léttur og þægi- legur í meðförum; gerður af endurvinnanlegum efn- um; án hættu fyrir lífríkið og verð- ur án nokkurra þekktra umhverf- isáhrifa, t.d. sjónmengunar, jarðrasks og notkunar steinsteypu sem er mengandi þáttur í öllum virkjanakostum á landi. Með að- ferðum Valorku verður einnig komist hjá burðarvirkjum milli öxla sem, ásamt hinni dreifðu orku, merkir að hverfillinn verður líklega langstærsti hverfill heims. Með þessum hverfli höfum við Ís- lendingar í fyrsta sinn tækifæri til að verða leiðandi á umfangsmiklu sviði orkuvinnslutækni, með marg- víslegum ávinningi. Það er að segja; ef íslenskum stjórnvöldum tekst ekki að drepa verkefnið áður en hverfillinn kemst í sjóprófanir. Hverfill Valorku hefur staðið undir öllum faglegum væntingum í þróunarferlinu. Í fyrstu voru þró- aðir einása hverflar og einkaleyfi tekið fyrir þeim. Fljótlega varð ljóst að þeir hentuðu illa í grunn- um sjó, og því beinist þróunin nú að fjólása hverflum. Prófanir lík- ana í straumkeri hafa skilað góð- um árangri. Stærra líkan, 25 m langt, bíður þess núna að komast í sjóprófanir, en góður árangur þeirra er líklegur til að tryggja aðgang að ört vaxandi mögu- leikum á erlendum fjárstuðningi. Íslensk stjórnvöld hafa hinsvegar beitt sér gegn verkefninu með ýmsum hætti og komið í veg fyrir að þessar prófanir geti hafist. Þrátt fyrir skýr loforð í stjórn- arsáttmála um fjárveitingar til loftslagsverkefna; þrátt fyrir ótví- ræðar skuldbindingar okkar í loftslagsmálum og þrátt fyrir að þetta verkefni hafi í hvívetna stað- ið undir öllum áætlunum og vænt- ingum hefur það mátt búa við fjársvelti að hálfu „stuðnings- umhverfis nýsköpunar“. Vissulega hafa öðru hvoru fengist styrkir, en án allrar samfellu og alls ónógir. Heildarstyrkir yfir áratug eru til jafnaðar á við vinnukonulaun; eða um 10% af launum ríkisforstjóra, sem dugir engan veginn slíku verkefni fyrir aðstöðu, efni, sér- fræðivinnu, tækjum, launum og öðru. Tækniþróunarsjóður hefur synjað þremur síðustu umsóknum Valorku án málefnalegra ástæðna. Síðustu umsókn var synjað vegna gagnrýni minnar á afgreiðslu um- sókna. Von er á áliti umboðs- manns Alþingis á slíkum vinnu- brögðum. Verkefnið hefur verið án allra styrkja í meira en eitt ár, og er líklega eina verkefni heims á sviði hreinorkutækni sem rekið er eingöngu á atvinnuleysisbótum. Samkvæmt 10 gr. Parísarsátt- málans er aðildarríkjum skylt að styðja þróun tækni sem stuðlar að markmiðum sáttmálans og miðla henni; hvort sem hennar er þörf heimafyrir eður ei. Með framkomu sinni við verkefni Valorku brjóta íslensk stjórnvöld Parísarsáttmál- ann, og um leið sín glæstu fyr- irheit á sviði loftslagsmála og ný- sköpunar. Margt mætti nefna þessu til rökstuðnings; m.a. þetta: 1. Órökstuddar synjanir Tækniþróunarsjóðs, en stefna hans er mótuð af ráðherrum og tekur ekki tillit til Parísarsáttmálans. 2. Niðurlagning styrkja Orku- sjóðs til tækniþróunarverkefna, með lagabreytingu 2014. 3. Loftslagssjóður er enn ekkert nema nafnið. Sama er um mark- áætlun á sviði loftslagstækni. 4. Andúð atvinnuvegaráðuneyt- isins birtist m.a. í skýrslu þess til Alþingis á síðasta vetri um nýja orkukosti. Þar er ósannindum beitt til að gera lítið úr sjávarorkutækni og verkefnum Valorku. 5. Kadeco, sem heyrir undir fjár- málaráðuneytið, lokaði nýlega frumkvöðlamiðstöðinni Eldey og rak frumkvöðla á dyr, m.a. Val- orku. 6. Forsætisráðherra svarar ekki erindum; m.a. tveggja ára beiðni um viðtal. Margt fleira mætti nefna af slíku tagi. Loftslagsmál eru meginviðfangs- efni heimsríkja í dag. Forsætisráð- herra sagði norrænum samstarfs- ráðherrum nýlega að orðum þyrftu að fylgja athafnir. Ég skora á hana að líta í eigin rann og bjóða strax upp á raunverulegan stuðning við þá sem vilja leggja sitt af mörkum til nýrrar orkutækni. Eftir Valdimar Össurarson »Með framkomu sinni við verkefni Valorku brjóta íslensk stjórnvöld Parísarsáttmálann og sín glæstu fyrirheit á sviði loftslagsmála og nýsköpunar. Valdimar Össurarson Höfundur er frumkvöðull í sjávarorkutækni. valorka@simnet.is Stjórnvöld bregðast í loftslagsmálum Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.