Morgunblaðið - 02.09.2019, Side 19
UMRÆÐAN 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019
Það eru nú um sex
ár frá því að ég
kynntist manni
nokkrum, þá ekki
fimmtugum, sem
greinst hafði með
krabbamein í blöðru-
hálskirtli. Í kjölfarið
gekkst hann undir
heldur óskemmtilegan
uppskurð þar sem
kirtillinn var fjar-
lægður og var sú aðgerð talin
nægja til að uppræta meinið. Ann-
að kom hins vegar á daginn og fór
hann þá í þrjátíu og fimm skipta
geislameðferð sem skilaði reyndar
heldur ekki tilætluðum árangri.
Var þá komið að lyfjatöku, bæði í
töfluformi daglega og með grodda-
legri sprautu með æxlishemjandi
efni í neðanverðan kviðinn á
þriggja mánaða fresti. Þessi efni
valda þar til gerðum aukaverk-
unum sem verða reyndar ekki
frekar raktar hér en þó má minn-
ast á vöðvarýrnun, beinþynningu,
kviðfitusöfnun, svima, þreytu og
þróttleysi á öllum sviðum auk
annars.
Til styrkingar beinum þarf
kappinn því að fá annað efni sem
dælt er í æð á Landspítalanum á
þriggja mánaða fresti, þar sem
honum er einnig gefin umrædd
sprauta í seinni tíð í leiðinni.
Kjarni málsins
Komum við þá að kjarna máls-
ins. Kauða er sagt að krabba-
meinslyf séu sjúklingum að kostn-
aðarlausu. Viðkomandi fái þau á
Landspítalanum þar sem þau eru
látin renna í æð. Nema menn með
blöðruhálskirtilskrabbamein. Þeir
þurfa að fara í apótek til að panta
umrædda sprautu, sem er rándýr.
Greiða fyrir hana sjálfir og sækja
síðan í apótekið einum til tveimur
dögum síðar þar sem ekki er legið
með slíka gripi á lager. Geyma lyf-
ið síðan gjarnan heima á glámbekk
í einn til tvo daga áður en haldið
er með pakkann undir hendinni
niður á Hringbraut þar sem lyfið
er gefið á dagdeild blóð- og
krabbameinssjúkra að
loknu viðtali við
krabbameinslækni þar
sem farið er yfir stöð-
una. Meðal annars
nýjustu blóðmælingar,
sneiðmyndatökur,
beinaskanna og aðrar
viðeigandi rannsóknir
hverju sinni.
Framan af eru
þessar sprautur gefn-
ar af þvagfæra-
sérfræðingum á
læknastofum úti í bæ
og kannski eðlilega erfitt að liggja
með þær þar á lager. En þegar
sjúkdómurinn er genginn lengra
og menn þurfa að hitta krabba-
meinslækna reglulega á Landspít-
alanum, fyrir aðrar inngjafir, þá er
ferðin notuð og efnið gefið þar.
Hár kostnaður og
óþarflega flókið aðgengi
Eftir stendur að tilteknir sjúk-
lingar þurfa að greiða fyrir efnið
og svo hitt að þeir þurfa að fara
tvær ferðir í apótek til að útvega
sér það áður en haldið er með það
undir hendinni niður á Hringbraut.
Alls ólíkt því sem fólk í öðrum
krabbameinsmeðferðum þarf að
gera. Greinilega ekki sama hvort
menn eru í frumudrepandi með-
ferð eða hormónabælandi meðferð
til að hemja æxlisvöxt, sem í tilviki
blöðruhálskirtilskrabbameins er
drifið áfram af karlhormóninu te-
stósteróni.
Vildi nú bara svona í góðu leyfa
mér að vekja athygli á þessari
óeðlilegu mismunun sem karlmenn
í þessari stöðu þurfa að búa við og
því miður allt of margir á meðan
ævin endist.
Fyrir hönd vinarins sendi ég
hæstvirtum heilbrigðisráðherra
fyrirspurn vegna þessa ásamt
Landlæknisembættinu og Sjúkra-
tryggingum Íslands fyrr í sumar.
Fékk ég strax í kjölfarið mjög vel
unnin og vönduð, skýr og greinar-
góð svör frá góðu og afar velvilj-
uðu fólki sem var mjög liðlegt og
reiðubúið til svara og útskýringa.
Það ber að þakka.
Svörin voru í stuttu máli á þá
leið að lyf væru einfaldlega ekki
flokkuð eftir sjúkdómsheitum. Um-
rætt lyf væri ekki flokkað sem
sjúkrahúslyf þar sem hægt væri að
gefa það á stofu úti í bæ og því
bæri að greiða fyrir það. Sem
staðfestir einmitt enn frekar þann
mismun sem krabbameinssjúkl-
ingar búa við að þessu leyti.
Annars bara frábær þjónusta
á öllum sviðum og stigum
Vinurinn vill loks láta þess getið
að honum finnst alltaf jafn
ánægjulegt að koma í apótekið
góða og hitta það elskulega starfs-
fólk sem mætir honum þar og
þjónustar af alúð og hlýhug.
Þetta mál snýst ekki um það
heldur þessa mismunun bæði er
varðar greiðsluþátttöku og jafn-
framt nálgun á lyfinu. Ætti ekki
sama yfir alla krabbameinssjúkl-
inga að ganga í þessum efnum,
hvort sem fólk fær efnin í æð,
þeim er sprautað í kviðinn á því
eða töflur teknar inn á heimilum
fólks?
Ég mátti til með að koma þessu
á framfæri fyrir vininn sem og
marga sem eru í svipaðri stöðu.
Þessi umræddi vinur minn er
nefnilega heldur feiminn og ófram-
færinn og lítið fyrir að kvarta eða
láta á sér bera. Ég skal lofa að
taka ekki hans málstað að þessu
leyti framar enda aldrei gefið mig
út fyrir að vera einhver leigupenni
að einu eða neinu leyti.
Fyrir mína hönd og vinarins
segi ég því bara að lokum:
Með þakklæti, kærleiks- og
friðarkveðju.
Lifi lífið!
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson » Þegar sjúkdómurinn
er genginn lengra
og menn þurfa að hitta
krabbameinslækna
reglulega á Landspít-
alanum er ferðin notuð
og efninu sprautað inn
þar.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Mismunun
krabbameinssjúkra
Lífsbarátta tegund-
anna tekur á sig ýms-
ar myndir eftir því
hvernig umhverfi
þær lifa í. Mörg
dæmi eru um það,
sérstaklega á heitari
svæðum, að tegundir
reyni að ljúka af
tímgunarferlinu á
sem allra skemmstum
tíma í þeim tilgangi
að auka líkur afkvæma sinna á að
komast í gegnum gráðuga náttúr-
una sem bíður þeirra. Hver man
ekki eftir myndum af skjaldböku-
ungum sem skríða í hjörðum í átt
til sjávar eða kóröllum sem sagðir
eru hefja sáningu sína á mörg þús-
und ferkílómetra svæði á sama
augnablikinu?
Í sveiflukenndara umhverfi, þar
sem skilyrði geta breyst úr mjög
góðum í mjög slæm og öfugt á
skömmum tíma, verða aðferðirnar
oft aðrar til að tryggja sem mest
öryggi eða bestan árangur. Lengi
hefur verið vitað að þorskstofnar í
norðurhöfum eru gríðarlega frjó-
samir. Stærstu hrygnurnar byrja
got fyrst og geta hrygnt um 20
milljón hrognum í einu goti og
hrygningin getur tekið þó nokkurn
tíma. Smærri fiskar byrja síðar og
getur þannig hrygning
stofnsins dreifst yfir
hálft ár eða jafnvel
meira. Öllum má vera
ljóst að á bak við slíka
aðferð búa margar
ástæður. Þegar við
bætist að viðkomandi
stofn á til að detta í
mikið sjálfrán (er
kannibalískur) og étur
næstum alla nágranna
sína í vistkerfinu sem
hann ræður við hljóta
að vakna þær grun-
semdir að hrygningin þjóni ekki
síður fæðuöflun en viðhaldi stofns-
ins. Þorskurinn hefur náð að þróa
þannig eiginleika að hann getur í
sjálfu sér lifað af án annarra fiski-
tegunda á vistsvæði sínu svo fremi
að ljóstillífun sé nægjanleg og
dreifist yfir nógu langan tíma af
árinu. Þennan eiginleika borgar
þorskurinn dýru verði í sam-
skiptum tegundanna. Náttúran
hefur komið því þannig fyrir að
áður en þorskurinn nálgast það
markmið sitt að útrýma nánast
fæðutegundum sínum og keppi-
nautum verður orkuþörf hans og
umhverfis hans svo mikil vegna
stærðar og aldurs að afránið
skerðir nýliðunina. Hugsanlega
sveiflast slíkir stofnar þannig að
stofnstærð vex á kostnað nýlið-
unar og öfugt þó að engin veiði
eigi sér stað. Þeir sem reyna að
breyta þessum stofneiginleikum
með smáfiskavernd gera afföllin
neðst í stofninum enn meiri.
Þeir sem trúa að stærð þorsk-
stofns sé trygging fyrir góðri ný-
liðun hans lenda því aftur og aftur
á villigötum og taka kolrangar
ákvarðanir vegna misskilnings.
Vissulega þarf hrogn til að búa
til fiska en of mörg hrogn, sem
kosta mikla orku, kalla á aukna
þátttöku í upptöku ljóstillífunar og
uppfærslu fæðunnar og leiða því
oftast til minni nýliðunar. Leiðin
frá hrygningu til þriggja ára ald-
urs getur því orðið ansi strembin.
Þegar þorskaflinn var milli 300 og
500 þúsund tonn á ári sýndist mér
að einn til tveir af hverri milljón
kæmist þá leið. Með stærri stofn,
minni veiði og aukinni smá-
fiskavernd sýnist mér þessi
brekka ekki árennileg og líklega
mun þorskstofninn sjálfur leysa
vandann með niðursveiflu um það
leyti eða áður en við sjáum betri
nýliðun.
Nýlega sá ég frétt frá Hafrann-
sóknastofnun um að fæðuburður
lunda í Akurey vekti vonir um að
Selvogsbanki væri að taka við sér
aftur. Vonandi er þetta rétt en það
segir mér bara að þorskstofninn
okkar sé um það bil að yfirvinna
30 ára verndunarmisþyrmingar
okkar manna á sama hátt og hann
hefur væntanlega þurft að glíma
við stórtækari náttúrufarssveiflur
um aldir og árþúsund.
Mér sýnist fljótt á litið að Haf-
rannsóknastofnun byggi aðferðir
sínar á reglunni:
Lítil veiði = stór stofn = mörg
hrogn = mikil nýliðun
Ég tel þetta ranga aðferðar-
fræði og vil bjóða upp á aðra val-
kosti fyrir þá sem nenna að hugsa
öðruvísi um náttúruna sem við lif-
um í og af.
Um ofurfrjósama sjálfsráns
þorskstofna og umhverfi þeirra:
Litla vistrýmisreglan ( regla
grisjunar):
meiri veiði = meiri nýliðun
minni veiði = minni nýliðun
smáfiskavernd + minni veiði =
enn minni nýliðun
Stóra vistrýmisreglan (regla
sköpunar og eyðingar):
Stærri stofn = fleiri hrogn =
minni nýliðun
Minni stofn = færri hrogn =
meiri nýliðun
Báðar reglurnar gilda ofan
ákveðinna lágmarka og hafa áhrif
á hliðarstofna og fæðu. Því stærra
hlutverk sem þorskurinn tekur að
sér í uppfærslu lífrænnar orku í
vistkerfi sínu, þeim mun erfiðari
verður nýliðun hans, hliðarstofna
hans og fæðustofna því fæðan
kemur undantekningalítið neðan
frá í stærð.
Þar sem þorskurinn getur orðið
nokkuð gamall miðað við hefð-
bundna fæðustofna sína kostar
uppbygging stofnsins gríðarlega
orku sem erfitt er að ná til baka
því hætt er við að ávinningurinn
lendi í auknum mæli sem fóður
stofnsins sjálfs, hliðarstofna og
skíðishvala sem hafa hag af að
komast enn nær sólinni í orku-
upptöku.
Ef önnur eða báðar ofan-
greindra reglna hafa verið réttar
mestan hluta þess tíma sem þessar
fálmkenndu tilraunir hafa staðið
yfir sýnist mér að ráðamenn þjóð-
arinnar og sérfræðingar Hafrann-
sóknastofnunar skuldi þjóðinni um
fimm milljón tonna þorskafla og
annað eins eða meira í hliðarteg-
undum og loðnu. Menn eiga ekki
að taka að sér að úthluta afla-
marki fjölmargara tegunda úr vist-
kerfi sem þeir hafa ekki dýpri
skilning á en reynslan sýnir.
Um þorskstofna og umhverfi þeirra
Eftir Sveinbjörn
Jónsson
Sveinbjörn Jónsson
» Þeir sem trúa að
stærð þorskstofns sé
trygging fyrir góðri ný-
liðun hans lenda því aft-
ur og aftur á villigötum.
Höfundur er sjómaður
og ellilífeyrisþegi.
svennij@simnet.is
Orkupakkinn er
tímasprengja og getur
verið banabiti ef ekki
er farið 100% varlega
varðandi réttindi Ís-
lendinga á auðlindum
landsins. Fyrir
nokkru var Timo
Summa sendiherra
Evrópubandalagsins í
heimsókn í Vinnslu-
stöðinni og var að
skoða hin glæsilegu
vinnsluhús fyrirtækisins.Þar hitti
hann m.a. Binna forstjóra Vinnslu-
stöðvarinnar og fleiri forráðamenn.
Þeir spurðu sendiherrann hvers
vegna ESB æskti svo mjög eftir
inngöngu Íslands í ESB. Svarið var
einfalt:
Við teljum að allar þjóðir Evrópu
eigi að vera í ESB og þið eruð
Evrópuþjóð.
Þið eruð tengsl okkar við norður-
pólinn og íshafið, þið hafið fiskinn
og orkuna og okkur vantar hvort
tveggja.
Það var einmitt það. Flestir
kunna að leggja saman tvo og tvo.
Við höfum enga ástæðu til þess
að treysta EBS sérstaklega, þeir
vilja fyrst og fremst gleypa okkur
eins og lítinn gómsætan bita. Þegar
Bretar dengdu á okkur
hryðjuverkalögunum
stóð ESB ekki með
okkur eins og „sam-
herjum“ bar og það
heyrðist ekki múkk frá
þeim. Þá flutti ég
þingsályktunartillögu í
Alþingi um 10 milljarða
punda kröfu í skaða-
bætur frá Bretlandi
vegna álitshnekkis Ís-
lands en of margir ís-
lenskir þingmenn
þorðu ekki og ekki heyrðist mjálm
frá ESB.
Okkur liggur ekkert á að semja
um orkuna, hún hleypur ekki.
Tryggjum hana fyrir Ísland 1, 2 og
3. Látum ESB renna hjá
Eftir Árna Johnsen
Árni Johnsen
» Við höfum enga
ástæðu til þess að
treysta EBS sérstak-
lega, þeir vilja fyrst
og fremst gleypa
okkur eins og lítinn
gómsætan bita.
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður.
Orkupakkinn er
tímasprengja og
mögulega banabiti
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.