Morgunblaðið - 02.09.2019, Síða 22

Morgunblaðið - 02.09.2019, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019 ✝ Sigurður BogiStefánsson læknir fæddist 10. ágúst 1956 í Reykjavík. Hann lést eftir langvar- andi veikindi á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 20. ágúst 2019. Foreldrar hans voru Stefán Ólaf- ur Bogason, læknir í Reykja- vík, f. 2. september 1927, d. 16. október 2001, og Guðrún Sigurgeirsdóttir, húsfreyja í Reykjavík, f. 23. nóvember 1924, d. 21. mars 2004. Systir Sigurðar Boga er Ragna Haf- dís, f. 9. desember 1961. Börn hennar eru: Guðrún Vala Jónsdóttir, f. 1986, og Sigur- björn Bogi Jónsson, f. 1990. Unnusta hans er Guðrún Ósk Sæmundsdóttir, f. 1990, og eiga þau soninn Bjartmar Loga, f. 2019. Sigurður Bogi ólst upp í sem sérfræðingur í geðlækn- ingum í Svíþjóð, og rak eigin læknastofu í Reykjavík um skeið en lengst af starfaði hann sem sérfræðingur á geð- deild Borgarspítalans/ Sjúkrahúss Reykjavikur (A-2) frá september 1988 og síðar á geðdeild Landspítalans við Hringbraut frá 2002, allt til dauðadags. Sinnti hann kennslu læknanema um ára- bil. Ritaði m.a. greinar um geðlæknisfræði þ. á m. um raf- lækningar og samanburð á dagdeild og göngudeild. Sig- urður Bogi var virkur í félagsmálum á ýmsum sviðum. Hann var um skeið í vara- stjórn Guðspekifélagsins (nú Lífspekifélagsins) og hélt fjöl- marga fyrirlestra og ritaði greinar um andleg málefni í tímarit félagsins, Ganglera. Hann tók kaþólska trú fyrir um áratug. Hann tengdist Karmel-reglunni þar sem hann var virkur félagi og síð- ustu árin var hann formaður leikmannareglu Karmels. Sig- urður Bogi var ókvæntur og barnlaus. Sálumessa fer fram frá Kristskirkju í Landakoti í dag, 2. september 2019, klukkan 13. vesturbæ Reykja- víkur og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1976 og embættis- prófi í læknis- fræði frá Háskóla Íslands árið 1982. Að loknu námi starfaði hann sem kandídat á ýms- um sjúkradeildum Landspítalans (BSP/LSP) frá 1982 til 1984. Starfaði einnig sem heilsugæslulæknir á Húsavík og á Dalvík. Hann starfaði sem aðstoðarlæknir og stundaði sérfræðinám í geðlækningum á Borgarspít- ala frá mars 1984 til júní 1985. Framhaldsnám stundaði hann í geðlækningum á Há- skólasjúkrahúsinu í Linköping í Svíþjóð frá júlí 1985 til febr- úar 1987. Hann fékk sérfræði- leyfi í geðlækningum í Sví- þjóð í ágúst 1988 og á Íslandi í október 1988. Hann starfaði Elsku bróðir, frændi og vinur. Með innilegu þakklæti fyrir allt sem þú gafst okkur. Minning þín lifir. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Ragna Hafdís og fjölskyldan. Móðir mín og Stefán, faðir Sig- urðar Boga, voru systkini. Fjöl- skyldan bjó í Garði í Kelduhverfi. Því búi var brugðið um miðja síð- ustu öld eins og svo mörgum bú- um á Íslandi. Skilyrði höfðu breyst og börnin vildu komast suður til náms og starfa. Systk- inin kvöddu krakkafansinn í Kelduhverfinu en við tók fé- lagsskapur skólafélaga og brott- fluttra jafnaldra í stórfjölskyld- unni. Tengsl systkinanna voru náin svo lengi sem Stefán lifði og samgangurinn milli fjölskyldna þeirra mikill. Á meðan afi og amma lifðu var Kelduhverfið yfir og allt um kring. Sigurður Bogi varð fyrir miklum áhrifum af þessum andblæ. Hann fékk snemma áhuga á sögu ættarinnar og lagði sig fram um að halda tengslum við fólkið fyrir norðan. Hann tók kandídatsárið á Húsa- vík og notaði það tækifæri til að afla fróðleiks um gengnar kyn- slóðir. Hann fór norður á hverju sumri. Á yngri árum hittumst við Sig- urður Bogi aðallega í tíðum fjöl- skylduboðum, smáum sem stórum. Þá fann maður vel hvað þeir feðgar voru samrýndir og hvað þeir eyddu miklum tíma saman. Oft sást afrakstur ýmissar tómstundaiðju á heimilinu enda báðir sérlega laghentir. Samband þeirra feðga var kannski líkara því sem er í tísku í dag en almennt gilti þá. Með árunum fækkaði fjöl- skylduboðum þó nýjar kynslóðir leggi sig fram um að glata ekki föstum hefðum. Við Sigurður Bogi fórum bæði í sérnám til Sví- þjóðar, hann til Linköping og ég til Lundar. Kannski kynntumst við best á þeim tíma því alsiða var að dvelja vikulangt hjá vinum og ættingjum þegar þurfti að sækja skyldunámskeið í öðrum bæjum. Í einhverri slíkri heimsókn kom Sigurður Bogi því til skila að það væri mús í eldhúsinu mínu. Það gerði hann á þann hátt að ég nán- ast fagnaði músinni. Ef ég hafði ekki áttað á mig á því fyrr hvað Sigurður Bogi var góður geð- læknir þá gerðist það við þetta tækifæri. Þó Sigurður Bogi væri hlé- drægur rólyndismaður var hann samt félagslyndur og oft hrókur alls fagnaðar. Hann var skemmti- legur sögumaður og vel heima í menningu og listum. Trú sinni og djúpstæðum áhuga á andlegum málefnum hélt hann fyrir sig eða ræddi að minnsta kosti ekki á al- mennum vettvangi. Nú hefur Sigurður Bogi kvatt eftir löng og erfið veikindi sem hann bar vel. Ragna Hafdís og börnin hennar hafa misst mikið. Ég votta þeim samúð mína. For- eldrar mínir og systkini biðja fyrir bestu kveðjur. Margrét Árnadóttir. Í vikunni áður en Sigurður Bogi Stefánsson, frændi minn, lést heimsótti ég hann ásamt Heiðu Dögg dóttur minni. Þó hann væri augsýnilega veikur þá var hann hress og kátur, enda reiknaði hann með því að fara heim eftir nokkra daga. Við rædd- um um framtíðina. Sú framtíð kemur aldrei. Fyrstu æviárin áttum við heima steinsnar hvor frá öðrum. Saman lékum við okkur á svæði sem við kölluðum Móana. Það var stór lóð þakin illgresi og rusli á. Þar áttum við margar góðar stundir við rannsóknir á flugum, köngulóm og rusli og jöpluðum á hundasúrurum. Svo dundu ósköp- in yfir. Menn gerðu innrás í móana með gröfur að vopni og hófu að grafa gríðarstóra holu. Þarna skyldi rísa blokk. Vinnuflokkurinn kom fyrir skúrsræfli og haug af byggingar- efni í einu horni lóðarinnar. Þar opnaðist nýr möguleiki fyrir okk- ur frændurna. Ég braut leið inn í skúrsræksnið og þá voru okkur allir vegir færir. Fljótlega var ris- ið hið veglegasta hús, tvær hæðir og með þaksvölum. Sú athyglis- verða nýjung var á húsinu að inn- gangurinn var um þakið! Þessi glæsibygging vakti athygli og fljótlega var komið heilt hverfi af svona frammúrstefnuhúsum. Þá var blokkarbyggjunum nóg boðið og þeir siguðu gröfu einni ógur- legri á byggingarnar okkar og jöfnuðu við jörðu. Næsta æviskeið var öllu ró- legra í samskiptum okkar. Þá hitt- umst við heima hjá hvor öðrum spjölluðum og hlustuðum á plötur. Margt af því er ég enn að spila en Sigurður Bogi snéri sér æ meira að klassíkinni. Á háskólaárum okkar voru samskiptin stopul, en hittumst þó öðru hvoru og áttum þá til að ganga nokkuð harkalega um gleð- innar dyr! Fljótlega eftir að hann kom alkominn heim frá námi þá tókum við upp samskipti aftur. Alla tíð síðan höfum við reynt að hittast minnst mánaðarlega ásamt Birgi frænda okkar. Þá fáum við okkur gjarna snæðing og förum í bíó á eftir. Það er ekki auðvelt að lýsa Sig- urði Boga. Sennilega segir það mest að vel sem ég reyni þá man ég ekki eftir einu einasta tilfelli þar sem við rifumst. Það sem kemst næst því er þegar hann spurði mig álits á máli sem mikið hafði verið rætt í þjóðfélaginu. Þar sem ég er frægur fyrir að segja skoðanir mínar umbúða- laust, þá var ég meir en tilbúinn til þess og reyndi að rökstyðja skoð- un mína sem best. Þegar ég hafði lokið máli mínu beið ég viðbragða en þau voru engin. Þá spurði ég: En hvað finnst þér? Smá þögn og svo : Ég er ekki sammála. Þar með var það útrætt. Sigurður Bogi var yfirvegaður og grandvar, íhugull og köflum jafnvel dulur en alltaf stutt í gásk- ann og gleðina. Vildi allt fyrir aðra gera en var tregur til að þiggja að- stoð sjálfur. Ræktaði fjölskyldu- og vinasambönd af dygð og gleði. Fjölfróður og ráðagóður og ákaf- lega gaman að spjalla við hann. Eitt verð ég að nefna að endingu og það var hve góður hann var í að hlusta, það var eins og hann skynjaði tilfinningar á bak við orðin. Ekki hvað fólk sagði heldur hvað það var að reyna að segja. Rögnu Hafdísi, systur Sig- urðar Boga, og fjölskyldu hennar votta ég dýpstu samúð. Hvíl í friði frændi. Jón Bragi (Nonni). Það var um haust 1964 að ég gekk inn í 8 ára bekk í Melaskóla. Við mér tók flottur hópur af dug- legum ungum krökkum. Siggi Bogi eins og hann var alltaf kall- aður var einn af þeim hóp. Við urðum strax vinir og við áttum margt sameiginlegt m.a. áhuga okkar á frímerkjum og tónlist. Ég varð fljótt heimagangur á hans heimili og pabbi hans og mamma tóku mér afar vel. Siggi Bogi átti eina yngri systur, Rögnu Hafdísi, fædda 1960. Í 13 ár vorum við Siggi Bogi bekkjarbræður í gegn- um Melaskóla, Hagaskóla, MR og HÍ. Í MR fékk Siggi Bogi stóran Blazer og sá bíll flautaði fyrir utan Kaplaskjólsveginn heima hjá mér á hverjum morgni. Í bílnum var hlustað á alla vega tónlist og þar kynntist ég uppáhaldslaginu hans Sigga Boga þá, St. Louis Blues. Eftir læknanám fór Siggi Bogi til Svíþjóðar og þar varð sérfræði- nám hans geðlæknisfræði. Á læknaárum hans fer hugur hans mikið að snúast til andlegrar íhugunar og við töluðum um Rósakrossregluna og Frímúrara- regluna en þangað var ég kominn 22 ára og pabbi hans, Stefán Bogason tryggingayfirlæknir var mikils metinn bróðir. Vinur minn var mjög andlega sinnaður, leitaði að visku víða og gaf sig m.a. í mik- ið starf innan ýmissa lífsspeki- félaga. Fyrir um áratug sagði Siggi Bogi mér að hann hygðist gerast kaþólskur og hann tók kaþólska trú stuttu síðar. Hér er fallinn frá hógvær, ljúf- ur maður sem hafði góða nánd og nærveru og þeir sem þekkja til hans í starfi segja að þar færi maður sem var nánast í guðatölu. En ekki fór þetta hátt enda Siggi Bogi lítillátur, ljúfur og kátur. Fyrir um átta árum fékk Siggi Bogi eitlakrabbamein og þau lyf sem voru notuð til að ná þeim kvilla niður höfðu mjög sterkar aukaverkanir sem voru álag á hjarta og lifur. Nú í vor hrakaði heilsu hans hratt og vinir hans í læknastétt reyndu allt sem þeir gátu til að létta honum lífið en Guð gaf og Guð tók. Eftir stendur minning um góðan mann, félaga og vin sem reyndist öllum góður og vildi öllum vel. Dagsverki lokið, launin eru hver? Litið með hógværð fram á veginn er. Bróðir og vinur, blessun fylgi þér, bráðum ég sama veginn einnig fer. (Sr. Hjálmar Jónsson) Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Jónas Þórir og Rósa. Elskulegur skólabróðir og vin- ur, Sigurður Bogi, er fallinn frá. Fyrstu kynni mín af honum voru í MR þegar við lentum saman í strákabekk. Með okkur tókst fljótlega afskaplega góður vin- skapur og með öðrum góðum bekkjarfélögum varð til afar góð- ur vinahópur. Við vorum mikið saman í frímínútum, stofnuðum skákklúbb og sérstaklega er eft- irminnileg skemmtileg 5. bekkjar ferð MR til Lignano á Ítalíu 1975. Í læknanáminu vorum við Sig- urður Bogi mjög samstiga og nán- ir og við höfum allar götur síðan haldið góðum tengslum sem hefur verið mér mikils virði. Sigurður Bogi hefur í mörg ár séð um að halda saman vinahópnum okkar úr MR með því að boða okkur í há- degisverð einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina. Sigurður Bogi var einstakur. Hann var afar jákvæður maður sem alltaf lagði gott til mála, hafði afskaplega góða kímnigáfu, mjög skemmtilega frásagnargáfu, skipti aldrei skapi og honum var afar annt um vini sína. Einnig skynjaði ég að honum var einstak- lega umhugað um alla þá sjúk- linga sem hann annaðist. Ýmislegt gerði Bogi sérstakt sem hann var ekki að bera á torg. T.d. kom hann mér eitt sinn á óvart með því að gefa mér í af- mælisgjöf persónulegt svarbréf sem honum hafði borist frá rithöf- undinum Alistair McLean árið 1971. Hann vissi að ég hafði haft ánægju af að lesa verk þessa rit- höfundar og hafði dálæti á honum. Þetta bréf hefur æ síðan verið inn- rammað uppi á vegg á heimili mínu. Með Boga er farinn einn minn besti og traustasti vinur til langs tíma. Við Birna kveðjum þennan góða vin okkar nú með innilegu þakklæti. Jón Gunnlaugur Jónasson. Á afmælisdaginn hringir sím- inn og hlýleg rödd óskar mér til hamingju. Áfram heldur skemmtilegt samtal og því fylgir mikill hlátur og upprifjun á göml- um minningum. Röddina hlýju á Bogi vinur minn. Slíkt samtal hef- ur verið nánast árvisst í langan tíma. Bogi mundi alltaf eftir af- mælum, ef hann gat ekki hringt, þá kom afmæliskveðja í skila- boðum. Tryggari vinur er vand- fundinn. Það var alltaf tilhlökkun- arefni að heyra í honum. Húmorinn hans var einstakur og hann sá oft það spaugilega við hlutina og orðaði svo skemmti- lega. Það var svo auðvelt að hlæja með Boga, því dillandi hlátur hans smitaði út frá sér. Á Sigtúns-árum MR-klansins, sem var dyggur stuðningsaðili staðarins, var kjall- arinn á Reynimelnum oftar en ekki samkomustaður hópsins, hvort heldur á leið í Túnið eða á heimleiðinni, þegar þorsti og svengd sótti á fólk. Þá var Bogi gjarnan hrókur alls fagnaðar og frá honum komu mörg gullkornin. En hann átti einnig alvarlegri hlið og það var ekki síður gott að fá að kynnast henni. Við fórum saman í messur hjá kaþólskum og hann kynnti mér gregorískan kirkju- söng. Í hvert sinn sem ég hlusta á slíka tónlist hugsa ég með þakk- læti til Boga. Þegar ég flutti norður aftur fækkaði samverustundum en ég var svo lánsöm að Bogi eyddi gjarnan hluta af sumarfríi sínu á Akureyri og kom þá gjarnan við hjá mér í Varmahlíð á annarri hvorri leiðinni og þá var mikið spjallað. Í Reykjavíkurferðum mínum tókst nú ekki alltaf að koma á fundi en fyrir ári síðan átt- um við mjög góða stund saman þar. Sú stund er orðin enn dýr- mætari en áður. Vináttan við Boga var þannig að ekki skipti máli hvort langt eða stutt var á milli funda, alltaf var jafn auðvelt að taka upp þráðinn. Síðasta sam- tal okkar var daginn eftir afmælið hans. Þá var hann kominn á spít- ala en ekkert í samtalinu gaf til kynna að komið væri að leiðarlok- um hjá honum. En enginn ræður sínum næturstað. Að lokum þakka ég þessum trygga vini mínum fyrir áratuga vináttu, sem aldrei bar skugga á. Systur hans og fjölskyldu votta ég samúð mína. Þórdís Friðbjörnsdóttir. Fyrir hönd Lífspekifélags Ís- lands (áður Guðspekifélag Ís- lands) vil ég í örfáum orðum minn- ast fyrrverandi félaga okkar Sigurðar Boga Stefánssonar sem andaðist miðvikudaginn 20. ágúst síðastliðinn. Sigurður Bogi var atkvæða- mikill innan félagsins á árunum 1999 til 2013, hélt að jafnaði 2-3 fyrirlestra á ári á vegum þess og leiðbeindi á hugræktarnámskeið- um ásamt öðrum. Umfjöllunar- efni Sigurðar Boga var að lang- stærstum hluta kristin dulspeki eða mystík en þekking hans og vald á því efni var að ég hygg ein- stök meðal okkar. Félagið hefur löngum verið þekkt út á við fyrir áhuga félag- Sigurður Bogi Stefánsson ✝ Jóhanna DóraRebekka Jó- hannesdóttir fædd- ist 8. desember 1938 á Dynjanda í Jökulfjörðum. Hún lést á heimili sínu, Klapparhlíð 1, Mos- fellsbæ, 24. ágúst 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Re- bekka Pálsdóttir frá Bæjum á Snæfjallaströnd, f. 22. nóvember 1901, d. 28. nóv- ember 1984, og Jóhannes Ein- arsson frá Dynjanda, f. 14. maí 1899, d. 6. júní 1981. Systkini Jóhönnu eru Jó- hanna, f. 4.4. 1926, d. 30.6. 1932, Óskar Guðmundur, f. 1.11. 1927, d. 1.2. 1993, Páll Halldór, f. 26.3. 1929, d. 7.8. 2012, Gunnvör Rósa, f. 5.7. 1930, d. 27.2. 2017, Ingi Einar, f. 19.1. 1932, María Steinunn Helga, f. 29.10. 1934, d. 31.7. 2018, og Felix Rúnar Heiðar, f. 9.7. 1936. Jóhanna eignaðist ung dótturina Maríu Re- bekku, f. 3.10. 1955, barnsfaðir Kristján Friðrik Björnsson, f. 29.5. 1934. María er gift Reinhard Reyn- issyni, þau eiga þrjá syni og þrjú barna- börn. Jóhanna gift- ist Haraldi Sæ- mundssyni, f. 22.7. 1929, d. 9.11. 1974, og gekk hann Maríu í föðurstað. Börn Jóhönnu og Haraldar eru: Soffía Sæunn, f. 10.8. 1959, gift Sævari Pálssyni, þau eiga þrjú börn og eitt barna- barn; Ólafur Helgi, f. 16.10. 1960, kvæntur Steinunni Erlu Hjartardóttur, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn; Hrafn- hildur, f. 8.10. 1963, var gift Guð- jóni Elí Sturlusyni (skildu), þau eiga tvö börn og eitt barnabarn; Jóhannes Snævar, f. 17.1. 1965 kvæntur Helgu Jensen, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn; og Gunnsteinn Ægir, f. 18.10. 1970, kvæntur Eddu Sigurdísi Odds- dóttur, þau eiga tvær dætur. Jóhanna og Haraldur voru bændur á Kletti í Gufudalssveit frá 1958 fram að andláti Har- aldar haustið 1974. Um vorið 1975 flutti Jóhanna með börnin að Reykhólum, þar starfaði hún jöfnum höndum í Þörungaverk- smiðjunni og sem matráður í Reykhólaskóla. Árið 1982 flutti Jóhanna til Reykjavíkur þar sem hún starfaði í eldhúsi Sjálfs- bjargar, landssambandi hreyfi- hamlaðra, þar til hún tók við sem matráður í Leikskólanum Sólbrekku á Seltjarnarnesi. Þar starfaði Jóhanna uns hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Árið 1982 hóf hún sambúð með Ras- musi A. Rasmussen, f. 13.8. 1927 í Færeyjum. Hann lést 12.11. 1994. Árið 2000 hóf Jóhanna sambúð með Jóni Alfreðssyni, f. 4.2. 1938. Þau fluttu í Mos- fellsbæ og bjuggu þar saman þar til hann lést 13.7. 2018. Útför Jóhönnu fer fram frá Guðríðarkirkju í dag, 2. sept- ember 2019, klukkan 13. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Yndislega ljúfa frænka mín er látin. Hún var litla systir hans pabba og bar stóra nafnið Jóhanna Dóra Rebekka og köll- uð Nóa, Nóa frænka. Hún var frænkan sem átti nóg af vænt- umþykju og hjartahlýju til að gefa mér og mínum. Stór faðm- ur hennar og hlýr gerði allt betra. Ég fæ aldrei þakkað nægjanlega öll notaleg faðmlög hennar og mjúkar hendur. Takk. Minning um einstaklega hlýja og notalega konu verður ljós í lífi okkar frændsystkin- anna, barna hennar, barna- barna og barnabarnabarna. Leggjum á okkur að líkjast henni Nóu frænku. Elsku ljúfan; Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Lydía Ósk. Jóhanna Dóra Rebekka Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.