Morgunblaðið - 02.09.2019, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019
✝ Ómar Krist-vinsson fæddist
í Reykjavík 9. maí
1950. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands 23.
ágúst 2019.
Ómar var sonur
hjónanna Þórdísar
Eiríksdóttur frá
Gunnólfsstöðum,
Skeggjastaða-
hreppi, f. 28. sept-
ember 1926, d. 2. september
1998, og Kristvins Kristinssonar
úr Reykjavík, f. 13. júní 1926, d.
23. janúar 1983. Systkini Ómars
eru Guðmundur, f. 24. desember
1946, d. 25. janúar 2013; Dag-
mar, f. 18. janúar 1949, d. 17.
maí 1970; Þóra, f. 27. maí 1951;
Jón Ingi, f. 13. desember 1952;
Auðbjörg, f. 7. janúar 1954;
Guðni, f. 21. nóvember 1954, d.
27. nóvember 2016; Eiríkur, f.
17. apríl 1957; Stefán, f. 15. maí
1958; Þórhallur, f. 16. desember
1960; Svanur, f. 21. ágúst 1962;
Aðalsteinn, f. 23. júlí 1963.
Hinn 18. mars 1972 giftist
Ómar eftirlifandi eiginkonu
sinni, Emmu Þórunni Blomster-
berg úr Reykjavík, f. 18. apríl
1950. Foreldrar Emmu voru
Níels Maríus Blomsterberg, f.
sonur er Ómar Viðar, f. 15. sept-
ember 1996. Unnusta hans er
Katrín Ósk. 3) Anna Ósk, f. 7.
apríl 1980. Eiginmaður Önnu er
Gunnar Þór Birgisson, f. 1. sept-
ember 1975. Þeirra börn eru
Birgir Alex, f. 12. september
2007; Emma Lísa, f. 29. maí
2010, og Viktor Logi, f. 15. októ-
ber 2014.
Ómar var menntaður í kjötiðn
og starfaði í faginu mest allan
sinn starfsferil, en síðustu 15 ár-
in starfaði hann hjá Eimskip
sem bryti á skipum félagsins og
lauk þar störfum árið 2017.
Ómar var mjög virkur í fé-
lagsstörfum á sínum yngri árum
og var einn af stofnendum
Íþróttafélagsins Leiknis í Breið-
holti árið 1973. Þar var hann í
stjórn félagsins til margra ára.
Einnig starfaði hann sem þjálf-
ari yngri flokka félagsins um
langt skeið. Á árunum 1977-
1982 voru þau hjón búsett á Ak-
ureyri og starfaði hann í Kjör-
búð Bjarna, og síðar sem versl-
unarstjóri Hagkaupa. Meðfram
þeim störfum þjálfaði hann
yngri flokka knattspyrnudeild-
ar Íþróttafélagsins Þórs.
Árið 1994 var hann sæmdur
silfurmerki KRR fyrir marg-
vísleg störf í þágu knattspyrnu-
mála.
Útför Ómars fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 2. september
2019, klukkan 13.
15. janúar 1927, d.
9. júní 2013, og
María Þórhildur
Óskarsdóttir f. 18.
júní 1931, d. 21. maí
2009.
Börn Emmu og
Ómars eru: 1) Þór-
dís María, f. 12.
nóvember 1969.
Eiginmaður Þór-
dísar er Þorgeir
Eyberg, f. 18. nóv-
ember 1971. Sonur Þorgeirs úr
fyrri sambúð er Sigurður, f. 25.
september 1990. Börn Þórdísar
úr fyrri sambúð eru Erna Ýr
Styrkársdóttir, f. 12. febrúar
1989. Sambýlismaður hennar er
Jónas Már Einarsson, f. 25. júní
1987. Börn þeirra eru Jóhannes
Darri, f. 2012, og Nína María, f.
2015; Írena Líf Styrkársdóttir, f.
20. október 1991. Sambýlis-
maður hennar er Andri Kára-
son, f. 8. janúar 1990. Sonur
þeirra er Rökkvi Þeyr, f. 2017.
Barn Írenu úr fyrri sambúð er
Katrín Mirra, f. 2012; Heiðar
Atli Styrkársson, f. 1. nóvember
1995. Unnusta hans er Guð-
munda Birta. 2) Heiðar Örn f. 3.
september 1972. Eiginkona
Heiðars er Sólveig S. Ólafsdóttir
f. 1. september 1967 og þeirra
Foreldrar mínir kynntust árið
1968, þá 18 ára gömul. Það vildi
þannig til að bæði tvö voru nýflutt
í nýtt hverfi í Breiðholtinu ásamt
sínum fjölskyldum. Mamma bjó í
húsi nr. 2 að Lambastekk en
pabbi í húsi nr. 4.
Ég var því svo heppin að eiga
að ömmur og afa sem bjuggu hlið
við hlið, þannig að ég gat því skot-
tast á milli húsa án nokkurrar
fyrirhafnar strax á unga aldri.
Samgangur á milli þessara húsa
var mikill. Ömmur mínar voru
ágætis vinkonur sem hittust dag-
lega í kaffibolla í áratugi, afarnir
þekktust vel og systkini mömmu
og pabba voru mörg á svipuðum
aldri og myndaðist því vinskapur
á milli þeirra margra.
Við erum þrjú systkinin,
barnabörnin sjö og barnabarna-
börnin fjögur. Pabbi elskaði okk-
ur öll skilyrðislaust og við elsk-
uðum hann.
Litlu börnin í fjölskyldunni
syrgja afa sinn mikið enda var
hann pabbi barngóð sál. Hann
var traustur sem klettur, blíður
og góður maður sem gott var að
eiga að. Missir okkar allra er því
mikill og þá sérstaklega hjá
mömmu, en þau voru samferða í
gegnum lífið í rúm 50 ár.
Pabbi greindist með tauga-
hrörnunarsjúkdóm fyrir tæpu ári
síðan. Veikindin skullu á með
ógnarhraða og ágerðust svo hratt
að við ekkert varð ráðið.
Pabbi minn með sína ljúfu lund
og bjartsýni tók veikindunum
með miklu æðruleysi eins og hon-
um einum var lagið.
Lífsviljinn var mikill hjá
pabba, enda ekki nema 69 ára
gamall og bar hann þá von í
brjósti að eitthvað myndi heilsan
koma til en varð því miður ekki að
ósk sinni. Pabbi hafði alla tíð ver-
ið heilsuhraustur og var því
gríðarlega erfitt að horfa á hvern-
ig hann missti allan sinn líkam-
lega mátt, en hugurinn var alltaf
skýr og húmorinn á sínum stað.
Nú er hann floginn í sumar-
landið.
Elsku pabbi minn. Mikið á ég
eftir að sakna þín, en þú skilur
eftir þig góðar minningar sem
ylja sorgmæddu hjarta þar til að
við hittumst á ný.
Góða ferð, minn kæri pabbi.
Þín dóttir,
Þórdís María (Dísa Maja).
Elsku pabbi minn.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
átt þig að í lífinu. Það voru mikil
forréttindi að fá að vera dóttir þín
og alast upp við skilyrðislausa ást
og umhyggju. Þú varst svo
sannarlega sterk fyrirmynd; fjöl-
skyldumaður fram í fingurgóma,
traustur, duglegur, með ríka rétt-
lætiskennd, ljúfur og sérdeilis
seigur. Og ég tala nú ekki um
húmorinn sem fylgdi þér allt til
enda. Það var þvílík lukka að þú
rúllaðir yfir planið frá Lamb-
astekk 4 yfir á Lambastekk 2 og
nældir í hana mömmu.
Ég átti ljúfa æsku, fulla af góð-
um minningum. Ég fór í fyrsta
ferðalagið út fyrir landsteinana
með pabba og mömmu á flutn-
ingaskipi sem pabbi starfaði á.
Það var mikið ævintýri fyrir litla
11 ára stúlku að fá að heimsækja
mörg Evrópulönd í einni siglingu.
Við fórum í ótal ferðalög innan-
lands, stundum til Akureyrar og
Bakkafjarðar sem pabba þótti
svo vænt um. Sumarbústaðaferð-
ir voru líka fastur liður, nánast á
hverju sumri. Pabbi var mikið
náttúrubarn og dýravinur hinn
mesti. Hann náði einstakri teng-
ingu við öll dýr, jafnvel dýr sem
líkaði almennt illa við allt mann-
fólk. Svo verður að koma fram að
pabbi var hreint út sagt bestur í
steikum og sósum. Öll matarboð-
in, maður minn. Hann var algjör-
lega á heimavelli þegar kom að
eldamennsku enda sá hann oft
um veislur með öllu tilheyrandi.
Elsku pabbi, þú varst svo mik-
ið ljúfmenni. Framúrskarandi
pabbi, afi og langafi. Þú passaðir
börnin mín og varst alltaf til í að
knúsa þau, veita þeim félagsskap,
skreppa í ísbíltúra og fara með
þau út að leika. Þú kenndir öllum
afleggjurunum þínum að borða
harðfisk með smjöri, það var bara
skylda að fá sér „fisk með afa“ í
Frostó. Síðustu mánuðirnir voru
þér og okkur erfiðir en nú hefur
þú fundið friðinn. Þú varst mér
ómetanlegur og ég mun ávallt
sakna þín. Ég elska þig alla leið
til tunglsins og tilbaka, þú veist
það.
Þangað til við hittumst á næsta
stað.
Þín dóttir,
Anna Ósk.
Þú áttir söngva og sól í hjarta
er signdi og fágaði viljans stál.
Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta,
er kynni höfðu af þinni sál.
(Grétar Fells)
Elsku, hjartans afi minn, nú
líður þér vel.
Þú ert líklegast kominn í
draumalandið, situr þar í góðum
félagsskap og fylgist með okkur
hinum sem eftir sitjum og sökn-
um þín svo sárt.
Einu sinni þegar ég var ung-
lingur spurðir þú mig móðgaður
„er ég ekki hérna?“. Þá hafði ég
verið að tala í símann og sagði í
símtalinu að ég væri hjá ömmu.
Ég hló og reyndi mitt besta eftir
það að segja alltaf að ég væri hjá
eða ætlaði til ömmu og afa. En
núna er enginn afi lengur. Eng-
inn afi sem býður mér í bjúgu og
hjörtu og hlær, vitandi að mér
finnist það varla matur, það
stendur enginn afi við eldavélina
að malla góðan mat, enginn afi
sem tekur afleitar myndir af mér
og setur á Facebook, enginn afi
sem felur kókosbollur í skápnum,
kókosbollur sem höfðu dottið á
einhvern grunsamlegan hátt ofan
í innkaupakörfuna og enginn afi
sem ranghvolfir augunum yfir
enn einu jólaskrautinu sem
amma kaupir. Það er enginn afi
sem segir „hvað segirðu ljósið
mitt?“
Það segjast allir eiga besta af-
ann og ég er engin undantekning,
ég er nokkuð viss um að þú hafir
verið langbesti afinn. Þú varst
svo ljúfur, góðhjartaður, vinnu-
samur, duglegur, mikill húmor-
isti og örlítið stríðinn. Þú varst
fjölskyldumaður mikill, dýra-
vinur og afskaplega barngóður.
Þér fannst gaman að passa
litlu barnabörnin og barnabarna-
börnin ykkar ömmu, tókst þau
með ykkur á rúntinn og oftast var
stoppað í ísbúðinni. Svo tókstu
myndir og deildir á netinu, þú
varst nefnilega alltaf svo montinn
af okkur öllum og lést okkur öll
alltaf finna að þú elskaðir okkur.
Þú varst alltaf svo orkumikill
og vildir alltaf vera að bardúsa
eitthvað, þó að það væri bara að
skreppa í bíltúr eða kíkja í búð.
Eins og til dæmis þegar þið
amma fóruð í Bónus í Borgarnesi,
bara til að kíkja á rúntinn. Við
vorum svo lík að þessu leytinu til,
enda skildir þú mig manna best
þegar ég var eirðarlaus eða mig
langaði að gera eitthvað eða fara
eitthvað. Þess vegna var það svo
erfitt þegar þú veiktist, veikindin
gerðu þér erfitt fyrir og að lokum
ómögulegt að vera á flakkinu. Þú
misstir svo mikið. Samt kvartað-
irðu aldrei, stundum hlóstu og
gerðir grín af sjálfum þér. Þannig
varstu, besti afinn.
Nú þögn er yfir þinni önd
og þrotinn lífsins kraftur
í samvistum á sæluströnd
við sjáumst bráðum aftur.
(Ingvar N. Pálsson)
Mikið á ég eftir að sakna þín.
En ekki hafa áhyggjur af
ömmu, við pössum hana.
Þín
Erna.
Ómar, hressi og skemmtilegi
bróðir minn, er dáinn. Hann
kvaddi þennan heim föstudaginn
23. ágúst eftir erfið veikindi og er
sjálfsagt hvíldinni feginn. Ómar
bjó ásamt foreldrum og systkin-
um fyrstu 11 árin í braggahverf-
um Reykjavíkur, fyrst í Múla-
kampi og svo seinna í Laugarnes-
kampi. Árið 1961 flutti fjöl-
skyldan í þriggja herbergja íbúð í
Mjóstræti 8 þar sem búið var
næstu sjö árin eða þar til flutt var
í nýtt hús í Lambastekk 4 í Breið-
holti.
Fljótlega kynntist hann
Emmu konunni sinni sem bjó í
næsta húsi og stofnuðu þau sitt
eigið heimili árið 1971 í Þórufelli.
Þau eignuðust þrjú yndisleg börn
og hefur fjölskyldan alltaf verið
samrýnd og staðið þétt saman.
Ómar var kjötiðnaðarmaður að
mennt og þótti einstaklega góður
í því fagi. Einnig var hann lærður
kokkur og starfaði sem slíkur síð-
ustu fimmtán árin á Fossunum
hjá Eimskip.
Kæri bróðir minn, takk fyrir
öll árin, takk fyrir allar samveru-
stundirnar, takk fyrir mánuðina
sem við áttum á Bakkafirði og
takk fyrir allar ljúfu minning-
arnar. Þín verður svo sannarlega
sárt saknað af mörgum.
Elsku Emma mín, þú stóðst
þig eins og hetja í veikindum
bróður míns og vékst varla frá
honum síðustu mánuðina. Emma,
Dísa, Heiðar, Anna, barnabörn
og barnabarnabörn, missir ykkar
er mikill og megi guð styrkja
ykkur í sorginni.
Þinn bróðir
Stefán.
Mig langar að minnast hjart-
kærs bróður míns sem lést allt of
snemma eftir erfið veikindi sem
ágerðust hratt. Ómar var fjórum
árum eldri en ég en ég var næst
Ómar Kristvinsson
✝ Níels HeiðarKristinsson
fæddist í Árgerði
við Dalvík 13. júlí
1943. Hann lést á
hjúkrunar- og
dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri 10.
ágúst 2019.
Foreldrar hans
voru Kristinn Jóns-
son, f. 1896, d.
1973, og Sigurlaug
Jónsdóttir, f. 1901, d. 1980.
Systkini Níelsar eru Hildi-
gunnur, f. 1930, d. 2007 og
Heimir, f. 1940.
Hálfbræður Níelsar (sam-
feðra) voru: Þorsteinn, f. 1919,
Guðjón, f. 1920, Jónatan, f.
1921, Haukur, f. 1924, og Valur,
f. 1927. Eru þeir allir látnir.
Níels giftist árið 1965 Guð-
björgu Antonsdóttur. Þau
skildu.
Níels og Guðbjörg eignuðust
Níels fæddist og ólst upp á
Dalvík og bjó þar stærstan hluta
ævinnar. Hann fór þó til höfuð-
borgarinnar um tíma og stund-
aði nám við Iðnskólann í Reykja-
vík. Hann útskrifaðist þaðan
sem netagerðarmaður árið
1962.
Níels starfaði lengst af sem
netagerðarmaður, fyrst í fyrir-
tæki föður síns, Netamönnum,
en síðar við sitt eigið fyrirtæki,
Netagerð Dalvíkur sem hann
stofnaði árið 1964 ásamt fleir-
um. Hann stundaði líka sjó-
mennsku og var á togaranum
Lofti Baldvinssyni og lengst sem
bátsmaður á togaranum Björg-
vin. Einn og einn túr fór hann í
afleysingar á öðrum skipum.
Eftir að sjómennsku lauk starf-
aði hann sem „reddari“ við báta
Söltunarfélags Dalvíkur.
Árið 2003 fluttist Níels til
Akureyrar og vann síðustu árin
við Netagerð Fjarðaneta sem
staðsett er á Akureyri. Árið
2015 fluttist hann á hjúkrunar-
og dvalarheimilið Hlíð þar sem
hann bjó og naut umönnunar til
dánardags.
Útför hans fór fram frá Dal-
víkurkirkju 17. ágúst 2019.
þrjú börn. Þau eru:
1) Anton Páll, f.
1966, maki Inga
María S. Jónínu-
dóttir, f. 1968.
Börn þeirra eru
Dana Ýr, f. 1988,
Aron Ýmir, f. 1997,
og Guðbjörg Viðja,
f. 1999. Fyrir átti
Anton dótturina
Sirrý Sif, f. 1986. 2)
Birgitta, f. 1970,
maki Gunnar Gunnarsson, f.
1969. Börn þeirra eru Jenný, f.
1993, og Haukur, f. 1999. 3)
Þorleifur Kristinn, f. 1978, maki
Eva Laufey Stefánsdóttir, f.
1970. Börn þeirra eru Eysteinn
Kári, f. 2008, Ásbjörn Ari, f.
2010, og Þorbergur Hugi, f.
2015.
Langafabörnin eru fjögur,
Freyja og Frosti (börn Sirrýar
Sifjar) og Sólon Eldur og Sesar
Máni (synir Dönu Ýrar).
Nilli mágur er látinn. Þrátt
fyrir að systir mín og hann hafi
skilið fyrir margt löngu þá hætti
ég aldrei að kalla hann mág
minn. Við höfðum þekkst frá
unglingsárum og alltaf verið
góðir félagar. Auk þess sem
hann var hluti af fjölskyldunni
um áratuga skeið. Nú sækja að
minningar frá liðinni tíð og dýr-
mæt augnablik vitja hugans.
Það var oft líf og fjör í kring-
um Nilla, söngur og gleði ekki
síst í ameríska kagganum
„Mekkanum“ sem Kiddi sund
átti en sonurinn tók gjarnan
traustataki og fyllti með fjörug-
um unglingum.
Þá var mikið sungið og alltaf
raddað en það stóð ekki fyrir
Nilla sem var afar tónviss að
taka milliraddir í góðra vina
hópi. Jafnframt spilaði hann á öll
hljóðfæri sem hann komst í tæri
við.
Nilli var hæfileikaríkur á
mörgum sviðum og nánast sama
á hverju hann snerti, það lék allt
í höndunum á honum. Þá var
hann sérstaklega hlýr og bón-
góður og oft með ólíkindum hvað
hann lagði á sig fyrir aðra, ekki
síst sína nánustu. Eftir að við
hjónin fluttum til Akureyrar
með börn og bú þá var oft í okk-
ur heimþrá, ekki síst í kringum
hátíðir en veður og færð ekki
alltaf hagstæð fyrir fólksbíl. Þá
var Nilli boðinn og búinn að
sækja okkur á langa Land-
róvernum eða koma á móti ef við
sátum föst í skafli einhvers stað-
ar á leiðinni. Ein jólin stóðum við
frammi fyrir því á Þorláksmessu
að eina serían á heimilinu var
ónýt og enga að fá á Akureyri.
Þrautalendingin var að hafa
samband í Dalsmynni og biðja
þau hjón að kaupa seríu á Dalvík
en þar var líka allt uppselt. Við
fengum samt seríuna á jólatréð
þar sem Nilli gerði sér lítið fyrir
og keyrði fyrir Múlann út í
Ólafsfjörð, sem ekki var mjög
greiðfært á þessum árum, og
keypti einu seríuna sem þar var
til og kom henni til Akureyrar.
Hannes sonur okkar var hjá
þeim hjónum einn vetur á meðan
við dvöldum erlendis. Honum
var Nilli einstaklega góður og
aldrei féll frá honum styggðar-
yrði við drenginn. Á milli þeirra
var alltaf kært. Foreldrum mín-
um var Nilli afar hugsunarsam-
ur og góður enda þótti þeim
vænt um hann. Þetta eru lítil
dæmi um fórnarlund og náunga-
kærleik mágs míns.
„Sitt er hvað gæfa eða gjörvi-
leiki,“ sögðu vinir Grettis Ás-
mundarsonar um hann. Það
sama á við um vin minn Níels
Heiðar Kristinsson en lengi hef-
ur hann verið veikur og veikindi
hans ágerst mjög með árunum.
Því var oft erfitt að halda sam-
bandi við hann. Ég minnist þó
eins atviks fyrir nokkrum árum
er ég kom til hans. Þá greip
hann harmonikkuna, sagði mér
að setjast, loka augunum og
hlusta, síðan spilaði hann fyrir
mig afar fallegt og hugljúft lag
sem hann hafði samið sjálfur.
Þetta var falleg stund sem ég
geymi í minningunni.
Nú er Nilli kominn í Sumar-
landið, fegri heim, þar sem fyrir
standa vinir í varpa og fagnandi
bjóða hann velkominn.
Flýt þér, vinur, í fegri heim;
krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
(JH)
Við, fjölskyldan úr Hraunholti
4 þökkum Nilla samfylgdina.
Börnum hans, fjölskyldum
þeirra, Heimi bróður hans og
fjölskyldu sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Elín Antonsdóttir.
Sumri hallar. Berjabrekkurn-
ar blána út með Eyjafirðinum
fagra, brátt tekur litskrúð
haustsins við. Svarfaðardalurinn,
með slegin tún og Stólinn fyrir
miðjum dal, skartar sínu feg-
ursta. Síðan vetrar og gróður
fellur.
Bárur falda hvítu, nýsnævi
skreytir austurfjöllin og það
brimar við Böggvisstaðasand
daginn sem Níels Kristinsson er
borinn til hinstu hvílu á Dalvík,
hvíldar er þörf eftir erfiðan dag.
Nú skal lagt upp í lokaferðina.
Margs er að minnast þar sem
Níels mágur okkar er annars
Níels Heiðar
Kristinsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota innsendi-
kerfi blaðsins. Smellt á Morgun-
blaðslógóið í hægra horninu efst
og viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn.
Minningargreinar