Morgunblaðið - 02.09.2019, Side 25
honum í aldri. Við vorum mjög
samrýmd sem krakkar, gerðum
marga hluti saman svo skemmti-
lega ásamt því að gæta yngri
systkina okkar. Hann var ótrú-
lega þolinmóður og viljugur að
hafa mig með sér og kenndi mér
til dæmis að hjóla og synda – já
og bara svo margt. Ellefu ára
gamall byrjaði hann að vinna sem
sendisveinn á reiðhjóli eins og var
algengt í þá daga og þá fékk hann
smá aur og bauð stundum litlu
systur sinni (mér) í bíó svona þeg-
ar vinirnir voru uppteknir og
komust ekki.
Unglingsárin voru líka yndis-
leg og og þegar við fluttum í
Breiðholtið þá var Ómar kominn
með bílpróf og keyrði Lettann
hans pabba og mér er svo minn-
isstætt allar ferðirnar með allt
smádótið úr Mjóstrætinu – alsæl
að vera að flytja í nýtt hús. Oft
sátum við saman systkinin, hann
með gítarinn, og sungum saman
af mikilli innlifun lagið „Í Lond-
onborg“ og fleiri lög. Já, þetta eru
yndislegar minningar. Hann Óm-
ar var mikill ljúflingur og örugg-
lega mýkstur af systkinahópnum.
Mikið eigum við eftir að sakna
hans. Guð geymi þig, elsku bróð-
ir.
Elsku Emma og þið öll, innileg
samúð.
Auðbjörg Kristvinsdóttir.
Elsku Ómar frændi.
Það er óraunverulegt að þú
hafir kvatt þetta líf. Í hausnum á
mér ertu enn frískur, glaður,
hress og skemmtilegur. Frænd-
inn sem maður hitti allt of sjald-
an. Frændinn sem eldaði svo góð-
an mat. Frændinn sem ekki var
annað hægt, en að þykja vænt
um. Svo ljúfur, góður og hlýr.
Hvíldu í friði. Þín verður alltaf
minnst og saknað.
Innilegar samúðarkveðjur til
Emmu, Dísu, Heiðars, Önnu,
tengdabarna, systkina, afabarna
og langafabarna. Ómar var hepp-
inn að eiga ykkur að og þið sömu-
leiðis, að eiga Ómar að.
Vor hinsti dagur er hniginn
af himnum í saltan mar.
Sú stund kemur aldrei aftur,
sem einu sinni var.
(Halldór Kiljan Laxness)
Þín frænka,
Katrín.
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019
✝ Magnea SoffíaHallmunds-
dóttir fæddist 13.
júní 1922 á Blómst-
urvöllum á Stokks-
eyri. Hún lést 21.
ágúst 2019.
Magnea var
fimmta í röðinni af
átta börnum
hjónanna Hall-
mundar Einars-
sonar, bónda og
trésmiðs, og konu hans Ingi-
bjargar Bjarnadóttur. Systkini
Magneu voru Ingveldur, Andr-
és, Þórunn, Agnes Helga, Einar,
Bjarni og Hallberg og eru þau
öll látin.
Magnea fluttist þriggja ára
með foreldrum sínum að Brú í
Flóa og síðan til Reykjavíkur, 11
ára gömul, þegar foreldrar
hennar brugðu búi í Flóanum.
Hún lauk gagnfræðaprófi frá
Austurbæjarskólanum og fór
fljótlega að vinna hjá Leðurgerð
Reykjavíkur þar sem hún hann-
aði og saumaði veski og töskur.
Hún giftist Einari Sigurjóns-
syni vélstjóra frá Hvammi undir
Eyjafjöllum 30. júní 1945. For-
og óskírð (þegar þetta er ritað)
stúlka, börn Rebekku.
Langalangömmubörnin eru
svo Fjölnir Myrkvi, Ísabel
Dimma og Indíana Nótt, börn
Atla Freys.
Magnea missti fyrri eigin-
mann sinn af slysförum árið
1961 og byrjaði þá aftur að
vinna utan heimilis. Hún vann
ýmis störf við verslun og þjón-
ustu og réðst síðan í að kaupa
litla bókabúð í Bústaðahverfinu
sem hún rak í nokkur ár.
Eftir það vann hún í nokkur
ár hjá Eimskip, bæði við síma-
vörslu og sem þerna á Gullfossi
á sumrin.
Árið 1976 giftist hún seinni
manni sínum, Einari Guðmunds-
syni sendibílstjóra frá Geirakoti
í Flóa. Um það leyti var hún
byrjuð að vinna hjá Glit og upp
úr því hóf hún nám í Myndlista-
og handíðaskólanum og útskrif-
aðist þaðan úr myndhöggvara-
deild, sextug að aldri. Hún hélt
tvær einkasýningar á níunda
áratugnum og starfaði einnig
um skeið á leirlistarverkstæði
með Aldísi Einarsdóttur.
Magnea missti seinni mann
sinn úr veikindum árið 1992.
Síðustu árin átti hún heima á
hjúkrunarheimilinu Mörk við
Suðurlandsbraut.
Útför Magneu verður gerð
frá Selfosskirkju í dag, 2.
september 2019, klukkan 15.
eldrar Einars voru
Sigurjón Magnús-
son, smiður og
bóndi í Hvammi, og
kona hans Sigríður
Einarsdóttir.
Börn Magneu og
Einars eru Hrefna
S. Einarsdóttir, f.
1946, maki Egill Þ.
Einarsson, Alda I.
Einarsdóttir
McGlynn, f. 1948, d.
2018, og Logi Már Einarsson, f.
1955, maki Sólveig Viðarsdóttir.
Barnabörnin eru Agla Soffía,
Alda Berglind og Einar Þór,
börn Hrefnu og Egils, Kári
Michael og Katla Marie, börn
Öldu og Kevins McGlynn, Rakel,
Elfar, Rebekka og Úlfar, börn
Loga og Sólveigar og Edda
Birna, dóttir Loga og Kristínar
Magnúsdóttur.
Langömmubörnin eru Atli
Freyr og Egill, synir Öglu,
Krummi Henri og Úlfur Kári,
synir Öldu, Daníel Máni, Ellen
María og Baldur Már, börn Ein-
ars Þórs, Zeki Már, sonur Kára
Michaels, Ragnar Logi og Sóldís
Thea, börn Elfars, og Halldór
Amma var ekki allra. En hún
var mín. Ég naut þeirrar gæfu að
eiga hana ein fyrstu árin. Áður en
níu barnabörn bættust í hópinn.
Allt líf ömmu var óður til sköp-
unargyðjunnar og litla nafna
hennar fékk að taka þátt í til-
beiðslunni frá því hún mundi eftir
sér. Amma kenndi mér að prjóna,
sauma, hekla, teikna, mála, móta
leir, rækta blóm og gróður og svo
ótalmargt fleira. Allt með gleði og
áreynslulaust jafnframt því sem
hún sjálf skapaði. Eða svo fannst
mér þá. Ég naut síðar þeirra
ótrúlegu forréttinda að geta
spurt ömmu um ömmuhlutverkið
þegar ég fékk það sjálf og þá
trúði hún mér fyrir því að það
væri heilmikil vinna að vera
amma.
Amma var hrjúf á yfirborðinu
en hlý og mjúk að innan. Hún
hafði sterkar skoðanir, var oft
dómhörð og beinskeytt. Hún
fussaði og sveiaði yfir því sem
henni mislíkaði, stundum í slíkum
mæli að fólki var bráðskemmt.
Ekkert man ég verra en að fá
skammir frá henni, þá sökk lítil
stúlka niður í skóna af skömm og
sektarkennd. En þegar á reyndi
síðar í lífinu og ég þurfti að flytja
henni miður góðar fréttir af mér
og mínum var hún umburðar-
lynd, skilningsrík og ótrúlega víð-
sýn og æðrulaus. Hún stóð með
sínum og var öll af vilja gerð til að
hjálpa þegar þurfti.
Fyrstu pólitísku umræðurnar
átti ég við ömmu ung þegar hún
útskýrði það fyrir mér að for-
eldrar mínir hefðu óæskilegar
stjórnmálaskoðanir og væru
sósíalistar. En hún amma mín var
sannarlega sjálfstæð í hugsun svo
sjálfstæð að hún vílaði það ekki
fyrir sér að skipta algerlega um
pól í þeim málum á gamalsaldri
þegar henni mislíkaði við flokk-
inn sinn.
Lífið lék ekki alltaf við ömmu
en hún bar höfuðið hátt, var ein-
staklega glæsileg og þráðbein í
baki. Hún var alltaf vel til fara og
framan af lífinu þegar efnin voru
lítil prjónaði hún og saumaði hin
fegurstu klæði á alla fjölskyld-
una. Hún töfraði fram glæsilega
síða samkvæmiskjóla úr engu eða
stofugardínunum ef því var að
skipta. Síðasta samtalið okkar
um lífið var um það eldast og fá
hrukkur. Hún sannfærði mig um
að hrukkurnar væru bara svekkj-
andi fyrst þegar þær kæmu en
svo vendust þær og að lokum
þætti manni bara vænt um þær.
Ég tek orð hennar fyrir því.
Ef það er til himnaríki bíða af-
ar mínir þeir Einar og Einar eftir
henni þar og hafa tekið höndum
saman um að byggja handa henni
vinnustofu þar sem hún getur
sinnt sköpunargyðjunni ótrufluð
frá morgni til kvölds. Ef ekki
hlýtur að endingu að vaxa hið feg-
ursta tré með bleikum blómum af
jarðneskum leifum hennar
grænu fingra. Hafðu þökk fyrir
allt og allt, elsku amma mín.
Þín
Agla Soffía.
Á þrennt var alltaf hægt að
stóla hjá ömmu: Kleinur, pönnu-
kökur með sykri og kaffi á apa-
brúsa. Oftar en ekki var svo
teiknað, föndrað eða leirað. Á
meðan amma, myndhöggvarinn
og leirkerasmiðurinn, galdraði
fram hvert listaverkið á fætur
öðru, hnoðuðum við krakkarnir í
klunnalega öskubakka með
fingraförum. Í næstu heimsókn
máttum við svo glerja afrakstur-
inn áður en heim var haldið þar
sem mömmur okkar máttu finna
einhvern heiðursstað inni í stofu
fyrir ósköpin.
Á merkisdögum voru svo born-
ar fram enn fleiri kræsingar, þar
af marengskaka með perum og
mokkakremi, sem var í miklu
uppáhaldi. Eiginlega var maður
orðinn saddur fyrir vikuna eftir
eina sneið af slíkri hnallþóru en
þó fór maður alltaf aftur og aftur
að kaffihlaðborðinu og einhvern
veginn var alltaf hægt að finna
pláss í einhverju útskoti í mag-
anum fyrir eina kökusneið í við-
bót. Með fullan magann settumst
við svo til skiptis í fangið á afa
sem hossaðist með okkur og lét
okkur „detta“ við mikinn fögnuð.
Þess á milli var leikið með dásam-
lega dúkkulísusafnið hennar
ömmu, sest við hringborðið í
rommí og veiðimann, nú eða
læðst upp í gestaherbergi og
sofnað yfir bók.
Apabrúsinn og kleinurnar
voru svo ekki langt undan þegar
ferðast var með ömmu og afa. Nú
eða Ballerínu- og Remý-kex-
pakkarnir. Það voru alltaf
skemmtilegustu ferðalögin, sitj-
andi öll saman aftan í sendiferða-
bílnum hjá afa og ömmu.
Eftir á að hyggja setti maður
alltaf samasemmerki á milli
ömmu og góðs matar. Þannig var
amma bara. Hún hugsaði alltaf
afskaplega vel um mann. Hún gat
líka alveg verið hvöss við mann og
svolítið ströng. Maður var ekki
með neitt múður við ömmu. En
maður vissi samt alltaf að á bak
við á stundum hvasst yfirborðið
var amma alger ljúflingur sem
tjáði tilfinningar sínar með kök-
um, prjóni og vísum. Ekkert okk-
ar varð þó sem betur fer að við-
fangsefni í vísunum hennar. Þær
sparaði hún fyrir þá sem henni
var virkilega illa við.
Amma var ekki bara ljúf, eld-
klár og hæfileikarík, hún var líka
alger töffari. Uppáhaldsmyndirn-
ar okkar af ömmu eru af henni frá
fjórða áratug síðustu aldar þar
sem hún, klædd buxum, skyrtu
og bindi, stendur og reykir pípu.
Nú eða þar sem hún stendur á
öðrum fæti uppi á staur í sveitinni
og leikur ýmsar fimleikakúnstir.
Töffaraskapurinn minnkaði
ekkert með aldrinum. Hún veigr-
aði sér t.d. ekki við að klifra upp á
þak til að hreinsa lauf úr renn-
unum eða saga niður greinar af
ösp nágrannans með vélsög, kom-
in á níræðisaldur.
Amma býr áfram í okkur
barnabörnunum, barnabarna-
börnunum og jafnvel barna-
barnabarnabörnunum sem höf-
um verið svo heppin að erfa
eitthvað af hennar mörgu hæfi-
leikum. Dreifð út um allan heim
hafa sum okkar lagt fyrir sig listir
eða ritsmíðar á meðan önnur
erfðu töffaraskapinn og hafa gert
það gott í íþróttum eða orðið vél-
stjórar og flugmenn.
Elsku (lang)amma, við eigum
eftir að sakna þín hræðilega mik-
ið en erum líka óendanlega þakk-
lát fyrir allan tímann sem við
fengum með þér. Með þínum
lokaorðum: Góða nótt.
Alda Berglind, Einar Þór,
Rakel og Atli Freyr.
Magnea Soffía
Hallmundsdóttir
vegar. Fáa átti hann jafnoka
sína í greiðvikni og hjálpsemi,
hvort sem um nákomna var að
ræða eða aðra. Það var einfald-
lega inngróið í hans lund að
rétta hjálparhönd þar sem þörf
var á. Honum var óhætt að
treysta til allra verka, svo frá-
bær verkmaður sem hann var,
dverghagur og allt lék í höndum
hans. Gilti þá einu hvort um var
að ræða járn, tré, stein eða ann-
að efni. Hann var ekki bara hag-
ur í höndum, í hans innsta
kjarna leyndist listamaður, bæði
með efni, liti og tóna. Sjálf-
menntaður lék hann á mörg
hljóðfæri, píanó, harmonikku,
saxófón, eiginlega sama hvað
hann fékk í hendur, músíkin var
honum í blóð borin. Níels var
léttur í lund og glaður á góðum
stundum. Dagfarsprúður maður
og hæglátur sem sjaldan tranaði
sér fram. En ef hann lét í ljós
skoðanir sínar gerði hann það af
fullri einurð.
Þannig var hann, þannig
minnumst við hans og gerum orð
skáldsins að okkar:
Við komum hér á kveðjustund
að kistu þinni, bróðir,
að hafa við þig hinzta fund
og horfa á gengnar slóðir.
Og ógn oss vekja örlög hörð,
en ennþá koma í hópinn skörð,
og barn sitt faðmi byrgir jörð,
vor bleika, trygga móðir.
(Magnús Ásgeirsson)
Við og okkar fólk sendum
börnum hans og fjölskyldum
þeirra einlægar samúðarkveðjur.
Anna Dóra og Arna
Antonsdætur.
✝ Vignir FilipVigfússon
fæddist á Blönduósi
29. mars 1954,
hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Norðurlands á
Blönduósi 9. ágúst
2019.
Foreldrar hans
voru Vigfús Magn-
ússon, f. 25.
september 1923, d.
22. október 1987, og Lúcinda
Árnadóttir, f. 14. apríl 1914, d.
17. ágúst 1996, ábúendur á
Skinnastöðum, Austur-Húna-
vatnssýslu. Systkini hans voru,
sammæðra: Alda Þórunn Jóns-
dóttir, f. 3. apríl 1935 d. 15.
ágúst 2019, og Haukur Viðar
Jónsson, f. 8. febrúar 1938, d. 1.
nóvember 1995. Alsystkini voru
Magnús, f. 8. júní
1946, d. 5. júlí 1957,
Árni, f. 7. ágúst
1948, Anna Guð-
rún, f. 15. október
1951, stúlka, f. 28.
janúar 1960, and-
vana.
Eftir hefð-
bundna barna- og
unglingaskóla-
göngu fór Vignir í
bændaskólann á
Hvanneyri. Fór síðan að búa á
Skinnastöðum. Fyrst í félagi við
föður sinn og tók síðan við búinu
eftir andlát hans 1987.
Bjó hann þar síðan meðan
heilsa og kraftar leyfðu. Vignir
var ókvæntur en eignaðist eina
dóttur.
Útför hans hefur farið fram í
kyrrþey.
Vinur minn og frændi, Vignir
Vigfússon, er látinn eftir erfið
veikindi og glímu við Parkinson-
sjúkdóm. Vignir var móðurbróð-
ir minn og bjó alla sína ævi á
Skinnastöðum við landbúnaðar-
störf. Hann tók við búi foreldra
sinna á Skinnastöðum, rak þar
stórt myndarbú, snyrtilegt svo
að eftir var tekið. Vignir var
eldri en ég og þegar ég komst til
meira vits og þroska nálguðumst
við hvor annan, urðum vinir. Við
fórum á sveitaböll og annan
mannfagnað, riðum út, gjarnan
var margt krufið til mergjar
leiðinni í Húnaver eða á hestbaki
á leiðinni að Gullsteini við Stóru
Giljá. Vignir var þessi þögla,
trausta manngerð, virkaði ef-
laust fáskiptinn og feiminn fyrir
ókunnuga en við sem höfum alist
upp eða dvalið mörg sumur með
honum í sveitadvöl á Skinnastöð-
um vissum hvaða mann hann
hafði að geyma. Hann var lítið
fyrir að eyða tímanum í hvers-
dagleg málefni en hafði skoðanir
á þjóðmálum, þá sérstaklega
landbúnaðarafurðum og hvernig
þær voru seldar til neytenda.
Hann hafði t.d. snemma sterkar
skoðanir á hvernig dilkakjöt var
selt og kynnt í búðum. Taldi frá-
leitt að selja dilkaskrokka nið-
ursagaða í heilum skrokkum í
Vignir Filip
Vigfússon
plastpokum. Hann vildi að dilka-
kjöt væri snyrt, tilbúið fyrir
neytandann, slög og hæklar
undanskilið og nýtt í aðra fram-
leiðslu o.s.frv. Þar var hann
langt á undan sinni samtíð,
Costco og þeirri umræðu sem er
til staðar í fjölmiðlum í dag.
Vignir var fádæma góður bóndi,
hafði metnað fyrir snyrtilegu
umhverfi í kringum sig, með ein-
dæmum natinn við dýrahald, út-
sjónarsamur og verklaginn. Það
var magnað að sjá hvernig hann
einn síns liðs, oftast með góðan
hund, gat smalað fé og hrossum,
allt með lagni og rólegheitum.
Hann bar virðingu fyrir dýrum,
þau skynjuðu þá væntumþykju
sem hann hafði í garð þeirra er
hann talaði við þau og róaði ef
þau voru óróleg.
Vignir var einnig góður hand-
verksmaður og ég tæknimennt-
aður maðurinn lærði mikið af
honum að skipuleggja verkefni
fyrirfram, reyna að sjá fyrir
hvernig væri best að fram-
kvæma þau til að spara hand-
tökin, þar með tíma og fyrirhöfn.
Það var aðdáunarvert hve miklu
hann kom í verk einn sín liðs en
hann átti nýlegan og góðan véla-
kost, fylgdist vel með nýjungum
í vélbúnaði. Hann átti góða að
sem aðstoðuðu hann á mestu
álagstímum og þar voru systkini
hans, Árni og Anna Guðrún
ásamt mökum fremst í flokki.
Réttirnar voru reyndar kafli út
af fyrir sig, réttað var í Auðkúlu-
rétt, ættingjar og vinir
streymdu að Skinnastöðum þá
helgi til að njóta samveru og
taka til hendinni við réttarstörf.
Allir lögðust á eitt að hjálpa til,
hestburðir af góðu nesti, kjöt-
súpa af betri sortinni, lambalæri,
sagðar sögur og mikið hlegið,
Vignir og allir viðstaddir nutu
þessara helga. Mér finnst Vignir
hafa sýnt hvernig hægt er að
njóta þess sem hver og einn hef-
ur í sínu nærumhverfi og það
þurfi ekki alltaf að fara yfir læk-
inn til að njóta. Hann fann sig í
sinni vinnu, á sinni landareign,
Skinnastöðum, naut þess að
betrumbæta sinn búskap, sá
ekki ástæðu til að flandrast um
landið eða heiminn. Ég kveð
Vigni Vigfússon með söknuði
Haukur Magnússon.
Ég var 13 ára gamall þegar
ég réð mig fyrst sem vinnumann
hjá Vigni föðurbróður mínum á
Skinnastöðum. Vignir var hæg-
látur og rólyndismaður og vel að
sér um alla hluti. Hann var ekki
maður margra orða en við náð-
um þó alltaf vel saman og gátum
mikið spjallað og hlegið. Hugsa
ég núna um alla vitleysuna sem
við gátum hlegið saman að en ég
fékk oft margar hugmyndir sem
Vignir gat hlegið mikið að og
komið með hnyttin mótsvör.
Ég hef alltaf haft mikinn
áhuga á sveitalífinu og fylgdist
því vel með frænda og hvernig
honum gengi með búskapinn.
Hann kenndi mér að vinna og
leyfði mér að reka mig á. Mörg
voru verkefnin sem ég fékk og
byrjaði ég oft á að spyrja
„hvernig á ég að leysa þetta
verkefni“ og þá kom þessi gullna
setning frá honum „þú verður að
hugsa þetta og leysa síðan verk-
efnið“. Hef ég haft þetta að
leiðarljósi síðan. Eitt skiptið
rétti hann mér málningardós og
bað mig að mála heyvagninn
sem átti að vera dökkgrænn á
lit. Verkið var hálfnað og vagn-
inn var ljósgrænn sem mér
fannst undarlegt. Þá kom frændi
til mín og spurði „hrærðir þú
upp í dósinni“,ég neitaði því. Þá
sagði hann „hvað varstu að
hugsa?“ Já, ég rak mig á margt
sem ég bý enn að, þökk sé
frænda.
Vignir var mikið snyrtimenni
og passaði alltaf upp á að allt
væri snyrtilegt og hreinlegt á
Skinnastöðum. Allar vélar voru
eins og nýjar og þeim vel við
haldið. Á Skinnastöðum var
blandað bú en síðustu ár ein-
göngu sauðfé og hestar.
Vignir fór vel að skepnunum
og hafði einkar gott lag á þeim,
aldrei var asi á honum og hann
var með mjög sterkar skoðanir á
því hvernig fólk var í kringum
skepnurnar hans. Því þótti mér
ótrúlega vænt um það þegar við
vorum nokkrir heima við bæ og
það þurfti að reka nokkrar kind-
ur í burtu þá ætluðum við að
rjúka af stað og reka þær.
Vignir stoppaði okkur og sagði:
„Vigfús, það er best að þú farir
bara einn, það er miklu betra.“
Vignir var mikill pælari og út-
sjónarsamur, hann þurfti að
hugsa alla hluti frá tveimur
hliðum og svo aftur, já og aftur.
Það voru aldrei neinar skyndi-
ákvarðanir, allt varð að vera út-
hugsað.
Að fara í Auðkúluréttir á
haustin og hjálpa frænda með
féð hefur mér alltaf fundist gríð-
arlega mikilvægt og fann ég að
frændi treysti á að maður kæmi.
Frændi var búinn að berjast við
sinn sjúkdóm í töluverðan tíma
og fór hann alltof fljótt frá
okkur.
Kæri Vignir, þín verður sárt
saknað en ég veit að þú ert kom-
inn á góðan stað.
Vigfús Þór Árnason.