Morgunblaðið - 02.09.2019, Síða 26

Morgunblaðið - 02.09.2019, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019 ✝ Inga HrefnaSveinbjarnar- dóttir fæddist 2. janúar 1932 á Seyðisfirði. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað 24. ágúst 2019. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Ásta Sveinbjarnar- dóttir, f. 31. októ- ber 1911, á Seyðisfirði, d. 9. júní 2002, og Sveinbjörn Jón Hjálmarsson, f. 28. desember 1905, að Valabjörgum, Seylu- hreppi, Skagafirði, d. 5. desember 1974. Systkini Ingu Hrefnu eru Baldur Guðbjartur, f. 30. jan- úar 1929, d. 6. apríl 2012. Jó- hann Björn, f. 18. febrúar 1934, Fjóla, f. 11. júní 1935, d. 29. október 2018, og Ástrún Unnþór Ólason. Dóttir Ingu Hrefnu er Árdís Björg Ísleifs- dóttir, f. 24. ágúst 1951. Fyrir átti Jóhann soninn Jóhann Wolfgang, f. 23. júní 1950. Barnabörn Ingu Hrefnu og Jó- hanns eru 16 og barnabarna- börnin 15. Inga Hrefna stundaði nám við Barna- og gagnfræðaskóla Seyðisfjarðar og lauk þaðan prófi. Hún stundaði ýmis störf frá unga aldri, var m.a. kokk- ur á síld á Ástþóri ásamt vin- konu sinni, Jónínu Þórisdóttur. En lengst af starfaði hún á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar. Inga Hrefna tók virkan þátt í félagsmálum, starfaði mikið í Slysavarnafélaginu og tók einnig virkan þátt í bæjar- málum. Var t.d fyrsti for- maður Samfylkingarinnar á Seyðisfirði. Hún var einn af stofnendum Framtíðarinnar, félags eldri borgara á Seyðis- firði, og var um tíma formaður þess. Útför Ingu Hrefnu verður gerð frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, 2. september 2019, klukk- an 14. Lilja f. 14. septem- ber 1951. Eiginmaður Ingu Hrefnu var Jóhann Jóhanns- son kennari, f. 8. ágúst 1919 á Ísa- firði, d. 24. apríl 2001. Þau gengu í hjónaband 1. ágúst 1971. Börn Ingu Hrefnu og Jóhanns eru: Sveinbjörn Orri, f. 1. ágúst 1956, kona hans Hanna Þórey Níelsdóttir. Óttarr Magni, f. 25. júní 1957. Ásta Sif, f. 25. júní 1957, eigin- maður hennar Jóhannes Bragi Gíslason. Stúlka Jóhannsdóttir, f. 23. desember 1958, d. 22. janúar 1959. Heiðbjört Dröfn, f. 20. júní 1960, eiginmaður Gísli Jónsson. Helena Mjöll, f. 20. júní 1960, eiginmaður Hans Stærð hefur ekkert með hæð að gera er sagt, orðin eiga vel við tengdamóður mína Ingu Hrefnu sem ég kveð nú hinstu kveðju. Dugnaður, gæska, manngæska, þrjóska, jákvæðni og lífsgleði eru orð sem lýsa vel þessari yndis- legu konu sem ég var svo hepp- inn að kynnast þegar ég kynntist Helenu minni fyrir réttum 40 ár- um. Á miðri Fjarðarheiðinni tóku þau hjón á móti okkur, heilsuðu mér í fyrsta sinn með kossi, höfðu dundað sér við veiðar þar til okkur bar að, ógleymanlegar og yndislegar móttökur. Inga var stór kona í óeiginlegri merkingu, af efnalitlu alþýðufólki komin næstelst fimm systkina og stolt af uppruna sínum og þeim jarð- vegi sem nærði hana. Æska hennar og uppvöxtur við kröpp kjör og náttúruvá brattra fjalla sem umlykja fjörðinn fagra mót- uðu hana, lífsskoðun hennar og pólitíska afstöðu, hún var vinstri manneskja af lífi og sál, vildi jöfnuð og réttlæti, sannfæring- unni trú til æviloka. Þau hjón Inga og Jóhann voru samstiga í lífsskoðunum og létu til sín taka í bæjarpólitík á Seyðisfirði, en fyrst og fremst til- heyrðu þau grasrótinni, bakland- inu sem forkólfarnir „ráðfæra sig svo oft við“, bæði í Alþýðubanda- lagi og síðar Samfylkingu. Marg- ir frammámenn vinstra megin voru í gegnum tíðina aufúsu- gestir á heimili þeirra og nutu gestrisni og veitinga Ingu, sem hvorutveggja var annálað. Án efa lögðu þessir gestir eyrun við. Erfiðar aðstæður mörkaðu sín spor á fyrri hluta ævi Ingu Hrefnu s.s. vetrareinangrun fjarðarins, kreppur og barna- fjöld, líkt og algengt var á þess- um árum, en Inga eignaðist sex börn á fjórum árum og sjö alls. Af þeim lést eitt barn í vöggu en hin komust til manns, gott fólk öll. En það er ljóst að síðari hlut- inn var Ingu í hag, börn, barna- börn og barnabarnabörn dýrk- uðu hana og dáðu enda rækti hún þau vel og átti alltaf tíma fyrir spjall eða spil. Inga Hrefna var með afbrigð- um heilsuhraust og taldi ekki minniháttar vandræði með sjón í seinni tíð til heilsubrests, leit frekar á það sem tækifæri til að skjótast oftar suður og hitta sitt fólk, eða flakka um borgina í strætó og vitja gamalla vina sem hún rækti líka samviskusamlega. Eftir fráfall Jóhanns bjó Inga ein og sá alfarið um sig sjálf til enda, sjúkrahúslega hennar í aðdrag- anda andlátsins var sú eina á æv- inni að undanskildum barnsfæð- ingum. Ég minnist með mikilli hlýju ótal heimsókna á Seyðisfjörð í gegnum árin, þar sem ég ungur maður lærði m.a. að það skiptir engu hvað tímanum líður svo fremi sem maður eigi ekki að mæta til vinnu, stress var ekki í orðaforða tengdamóður minnar, dásamlegur eiginleiki það. Ég minnist líka heimsóknar þeirra Ingu og Jóhanns til okkar Hel- enu í Kaupmannahöfn og ferða- lagins til Berlínar og um Jótland á bakaleiðinni, tími sem við Hel- ena nutum til fulls í félagsskap þeirra, kynni okkar Ingu eru vörðuð góðum og skemmtilegum minningum. Þessi lokasprettur hennar var eins og annað sem hún tók sér fyrir hendur í lífinu, gengið rösklega til verks og ekki litið um öxl – við erum þakklát fyrir það. Dánardaginn grunar mig að hún hafi valið af kost- gæfni, 24. dag mánaðarins líkt og Jóhann, afmælisdag frumburðar- ins Dísu Bjargar, og síðast en ekki síst daginn sem uppáhalds- hátíð hennar í seinni tíð bar upp á, þ.e. Menningarnótt. Ég kveð ástkæra tengda- mömmu mína Ingu Hrefnu Sveinbjarnardóttur, þakka sam- fylgdina og allt gott sem henni fylgdi. Hans Unnþór Ólason. Amma Inga var furðufugl. Það verður ekkert af því skafið. Af- skaplega sérvitur, alveg hreint. Og þó svo að ég elski þá stað- reynd, og það hafi kannski oft verið haft orð á sérvisku hennar, þá var hún nú samt svo miklu meira en bara það. Amma var til dæmis mesta hörkutól sem ég veit um. Fæddi sjö börn (þar af tvenna tvíbura) án vandræða og ól sex þeirra upp, alveg listilega vel, ef ég á að segja eins og er. Dugleg og vinnusöm og kvartaði aldrei, meira að segja við aðstæður sem margir aðrir hefðu hreinleg gef- ist upp á. Amma var einstaklega góð og mátti aldrei neitt aumt sjá. En hún var líka bara svo góð við okk- ur, börnin sín, barnabörn og barnabarnabörn, og vildi allt fyr- ir okkur gera. Það sem hún gat dúllast fyrir okkur: heimasaum- aðar tuskudúkkur með handmál- uðum andlitum, heimagerðir bolluvendir, sendir í pósti til Hafnarfjarðar, heimagerðar páskakörfur, skreyttar með mis- litum kreppappír og fullar af súkkulaði. Meira að segja eftir að sjónin var farin að daprast hélt hún áfram að hekla og föndra jólaskraut handa okkur sem fylgdi með handskrifuðum jóla- kortum. Amma var líka alveg mein- fyndin. Hún átti það til að segja eitthvað hrikalega óviðeigandi þegar maður átti síst von á, og þegar maður hváði „Amma!“ þá hló hún bara. Síðast þegar við hittumst lét ég þvílíka dónavit- leysu út úr mér og amma bara hló og hló. Þá hugsaði ég: Tjah, maður fær ekki flúið genin. Sem betur fer. Þegar hún var lögð inn á fjórðungssjúkrahúsið á Nes- kaupstað tilkynnti hún líka lækn- um og hjúkrunarfræðingum að þau skyldu nú hafa varann á, hún væri algjör grallaraspói. Hún hélt kímnigáfunni óskertri alveg fram í lokin. Það sem er samt magnaðast, og eitthvað sem ég lærði ekki meta að fullu fyrr en ég varð sjálf fullorðin, er hversu mikið hún var á undan sinni tíð. Ég gat allt- af talað við hana í einlægni um hvað sem er, án þess að þurfa að ritskoða sjálfa mig. Það var greinilegt að hún hafði lifað tím- ana tvenna, og ekkert sem kæmi henni úr skorðum. Saga, stjórn- mál og heimsins vandamál: það mátti grufla yfir öllu, og helst að vera alltaf að læra eitthvað nýtt. Hún lifði lífinu eftir eigin hentisemi og lét engan segja sér hvernig hún ætti að gera hlutina. Hún var líka ótrúlega sniðug og uppfinningasöm: alltaf að föndra og búa eitthvað til. Amma sá möguleika í alls konar, og maður kemst ekki hjá að hugsa hvað gæti hafa orðið, hefði hún fæðst á öðrum, ögn gjafmildari, tímum. Amma Inga er farin en eftir stendur minning um alveg ein- staka konu. Að ekki sé talað um stórfjölskylduna sem hún skilur eftir sig; fólk sem mun minnast hennar og segja erfingjum sínum frá henni, og þannig halda minn- ingu hennar á lífi um ókominn tíma. Heimurinn er sannarlega að- eins fátækari við fráfall Ömmu Ingu, en þvílíkur auður að hafa notið hennar við. Lovísa Dröfn Hansdóttir. „Þú hélst þó ekki að þú værir laus við mig, Þorgerður mín?“ sagði Inga Hrefna í lok langs samtals. Þá hafði ég loks safnað kjarki eftir skilnaðinn við son hennar og slegið á þráðinn. Fyrir mér er þessi lokasetning sam- talsins svo mikilvæg og lýsandi fyrir húmor, styrk og kærleika minnar yndislegu tengdamóður, sem hefur verið svo stór hluti af lífi mínu og dætra minna, ætt- móðir og samnefnari fyrir Seyðisfjarðarfjölskylduna. Alla tíð áttum við okkar góðu stundir, sem gjarna síðustu árin varð óvæntur hittingur í miðborg Reykjavíkur sem leiddi til kaffi- spjalls og notalegrar samveru, þar sem spjallað var um alla heima og geima. Svo voru það stóru dagarnir í lífi dætra okkar Óttars Magna, þegar allir hittust og áttu góðar stundir saman. Þegar leiðin lá til fjarðarins fagra var ljúft að heimsækja Ingu Hrefnu, heyra hana segja frá og rifja upp! Síðasta spjall mitt við hana var þann 8. ágúst þegar sá hluti fjölskyldunnar, sem var staddur í Kaupmannahöfn, hafði yndislega minningarhátíð á 100 ára ártíð Jóhanns heitins, eigin- manns hennar! Minningarnar um Jóhann og heimsóknir til þeirra heiðurshjóna í Gilsbakk- anum voru svo ljúfar og ómet- anlegt að ná að heyra rödd Ingu Hrefnu þetta kvöld. Hún var málhress í okkar stutta hópsam- tali, en hafði þá legið nokkra daga á sjúkrahúsinu á Norðfirði! Það var svo fyrst um viku síðar sem ljóst var að líf þessarar merku konu væri að fjara út! Hún kvaddi umvafin kærleika frá börnum og barnabörnum sem ekki véku frá banabeðnum! Mér er hlýtt um hjarta vegna allra góðu minninganna sem eru fullar af galsa tengdamóður minnar, sem full af léttleika tilverunnar skoppaði, fram undir það síðasta, léttfætt upp og niður tröppur, hafði lúmskt gaman af púkaskap barnabarnanna (já og kynti þar svolítið undir) og var svo marg- fróð og lífsglöð! Allir sem henni kynntust eru ríkir af gullnum minningum sem seint munu ryk- falla! Minningin lifir og minning- um um Ingu ömmu mun alltaf fylgja bros og hlátur. Annað væri ekki í hennar anda! Og ekki kæmi mér á óvart ef hún af og til léti vita af sér á hnyttinn máta! Það er líf eftir þetta líf! Ég á ekki heimangengt frá Danmörku til að fylgja henni hinstu skrefin í Seyðisfjarðar- kirkjugarð, en í anda signi ég yfir grafir þeirra sem á undan eru gengnir, meðal annarra föðurfor- eldra minna, Kristiansen kaup- manns og Mattíu ömmu. Blessuð sé minningin! Samúðarkveðjur til allra syrgjenda! Þorgerður Mattía Kristiansen. Eins og gullhörpuljóð, eins og geislandi blær, eins og fiðrildi og blóm, eins og fjallalind tær, eins og jólaljós blítt, eins og jörðin sem grær, lifir sál þín í mér, ó þú systir mín kær. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku, hjartans kæra yndis- lega systir mín. Í dag kveð ég þig hinstu kveðju með augun full af tárum, með sömu kveðju og ég kvaddi þig æði oft síðustu árin, þar sem suðurferðir þínar urðu ansi margar síðustu árin, vegna augnvandamála þinna: „Mundu, ég elska þig alltaf.“ Elsku Inga mín, margs er að minnast á okkar löngu ævi, ekki síst minnist ég allra spilanna okkar, þá var oft hlegið og haft gaman eða þegar við fórum í við- rekstrakeppni, við grétum úr hlátri en Jóhanni þínum fannst við ekki fyndnar enda var hann dannaðri en við og sagði þá gjarnan „þið eruð eins og börn eða bjánar“. Þú varst frábær manneskja, alltaf glöð, kát og mikill villingur, þú lifðir lífinu lifandi. Ég á þér margt að þakka og mín fjölskylda, elsku Inga systir, þú og Jóhann voruð börnum mín- um yndisleg sem amma og afi enda segir Guðrún mín að hún hafi ekki átt annan afa en Jó- hann, takk fyrir gæsku þína til þeirra. Þú kenndir mér mjög margt, ekki síst að einfalda hlutina þar sem þú varst mjög vel gefin kona og flæktir ekki hlutina fyrir þér. Það hefur verið bankað harka- lega á dyrnar hjá okkur stórfjöl- skyldunni síðustu tíu mánuði, missirinn er mikill, sérstaklega hjá bróður okkar, Fjóla systir kvaddi í október, Lilla mágkona í desember, þú núna á afmælis- degi elstu dóttur þinnar, Dísu systur. Börnin mín, Sveinbjörn Bald- ur, Guðrún Ragna og hennar fjöl- skylda, senda þér ástar- og sakn- aðarkveðju. Ég kveð þig með sama ljóði og ég kvaddi Fjólu systur, sem er eftir langömmu og langafa okkar, ljóð sem þú gafst mér. Þú elskaða systir ert sofnuð rótt söknuður hjartað sker. Þín umhyggja gaf mér þor og þrótt til þín var gleðin og traustið sótt þinn vorhugur vakti yfir mér. Alla tíð vakti ástin þín yfir mér hverja stund sá minningar geisli á götuna skín og gjörir léttari sporin mín sem huggar harmþrungna lund. Hjartans þökk fyrir ástríkið allt almættið fylgi þér. Við sjáum löngum hve lífið er valt á leiðinni skiptist á heitt og kalt uns ævinni lokið er. Við sjáumst aftur systir mín í sælu á himneskri strönd. Morguninn kemur myrkrið dvín meira ljós yfir veginn skín þar tengjumst við hönd í hönd. Í sælum guðsfriði sofðu rótt sorgin að lokum dvín dreymi þig bæði blítt og rótt svo býð ég úr fjarlægð góða nótt. sofnaðu systir mín. (Sveinn Ingimundarson) Berðu kveðju mína til allra sem taka á móti þér. Hvíldu í friði, elsku Inga mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín litla systir Ástrún Lilja Svein- bjarnardóttir (Lilla). Nú er komið að því að kveðja Ingu systur. Auðvitað hlaut einhvern tíma að koma að því. Þó veit maður sjaldnast fyrirfram hver þarf að kveðja hvern. Fyrir fáum mán- uðum síðan var hún hress og kvik eins og unglamb, þó komin væri á áttugasta og áttunda árið. En oft skipast veður skjótt í lofti. Hún hefur nú yfirgefið leiksvið þessa lífs, og er ég fullviss um að annar vilji en hennar réð þar um. Mestan hluta æskuáranna vorum við systkinin svo lánsöm að búa úti á Hæð. Úti á Hæð var meira frelsi til athafna en inni í bæ. Þar liðu æskuárin við leiki sem Inga lék oft aðalhlutverk í. Á heimilinu var oft mikið um að vera. Þá voru börnin fjögur og ekki alltaf sammála um allt. Oft leysti hún úr erfiðum málum, enda var hún mjög ráðagóð. Inga var alla tíð stálminnug. Ef ein- hver hlutur sem nota þurfti, fannst ekki á heimilinu, vissi hún oftast hvar hann var að finna. Eitt var það í hennar fari sem nýttist okkur systkinunum. Hún var ekki myrkfælin. Ef dularfull hljóð heyrðust úr myrkri, þá voru að sjálfsögðu draugar á ferð. Ekki þorðum við hin fyrir okkar litla líf að nálgast þá. Inga var þá fengin til að kveða niður reimleikana, sem áttu sínar eðli- legu skýringar þegar betur var að gáð. Síðar á ævinni sagði hún mér að faðir okkar hefði sagt sér að draugar væru ekki til. Draugagangur væri ímyndun þeirra sem ekki þyrðu að rann- saka málin. Inga gekk rösklega til allrar vinnu. Hún vann við flestar greinar sem sneru að sjávarút- vegi, s.s. síldarsöltun, vinnu í frystihúsi ofl. Einnig vann hún á saumastofu, og síðustu starfsárin vann hún í tugi ára við umönnun vistmanna á Sjúkrahúsi Seyðis- fjarðar. Sextán ára, sumarið 1948, var hún kokkur á síldar- bátnum Ásþóri frá Seyðisfirði, ásamt vinkonu sinni og jafnöldru, Jónínu Þórisdóttur. Með snarræði bjargaði Inga systur okkar Fjólu frá að lenda í skriðu 1950. Alltaf voru vel þegnar afmæl- is- og jólagjafirnar sem synir okkar Svövu fengu frá frænku sinni. Þær hittu alltaf beint í mark. Inga var mikill föndrari og tók virkan þátt í félagslífi hér á Seyð- isfirði, s.s. Leikfélagi Seyðis- fjarðar og söngkórum. Áratugi var hún félagi í félagi eldra fólks hér á staðnum. Þar gegndi hún starfi formanns í nokkur ár. Eftir að hún lét af því starfi, sá hún áfram að mestu um innanhúss- verkin í Öldutúni. Þar munaði sannarlega um verk hennar, enda er hennar þar sárt saknað. Hún var ein af þeim konum sem oftast gátu bjargað sér þeg- ar eitthvað bjátaði á, þegar tæknilegu svið heimilisins brugð- ust. Hún bara skoðaði hlutina í rólegheitum, sá hvernig þeir virkuðu, og lagaði ef hægt var. Ég læt vera að telja hér upp niðja hennar, þar sem ég geri ráð fyrir að aðrir geri það. Ég kveð þig nú, kæra systir, um leið og ég þakka af alhug öll okkar samskipti, ekki síst vináttu þína við konu mína, Svövu Sóf- usdóttur, sem kvaddi okkur fyrir níu mánuðum síðan. Sem fyrr segir í þessari grein, þá varst þú sérlega minnug og fundvís. Reyndu að finna hana og bera henni kveðjur okkar. Ættingjunum votta ég samúð mína og minna. Þinn bróðir Jóhann B. Sveinbjörnsson. Á síðustu árum þegar jóla- kortunum sem koma inn um bréfalúguna hefur fækkað, þá var jólakveðjan frá Ingu Hrefnu ein af þeim tryggustu hver ein- ustu jól. Kveðjan hennar var ávallt persónuleg, einlæg skila- boð um áralöng tengsl og vináttu á svo margvíslegan máta. Mamma mín og Inga Hrefna voru samtíða, fermingarsystur (þótt Inga væri árinu yngri en mamma) og áttu barnaskarann sinn á svipuðum tíma. Þessar fjölskyldur voru Öldubúar og síð- ar Bakkabúar, allaballar (svona næstum allir), voru síðust í hverf- inu til að slökkva ljósin á að- fangadagskvöld og áhugafólk um all flest sem snerti samfélagið okkar og lífið. Jóhann hennar Ingu Hrefnu var líka í miklu uppáhaldi hjá mér sem kennari og hvatti mig óspart áfram á ung- lingsárum, þegar ég taldi mig ekkert vera neinn afburðanáms- mann. Jóhann var algjörlega á öðru máli og leyfði mér að vita af því. Ég átti það til á þessum ár- um að detta í spjall hjá þeim á Gilsbakkanum, stundum ein en oft með vinkonu minni, Guðrúnu Rögnu systurdóttur Ingu Hrefnu. Þar var maður krafinn um að taka afstöðu til ýmissa mála og færa rök fyrir máli sínu og aldrei var nægur tími til að klára málin „jæja Sigurveig mín, við verðum að klára þetta síðar ...“ og svo fékk maður blátt ópal. Þegar ég fór að vinna á gamla sjúkrahúsinu var Inga Hrefna samstarfskona mín, ég var sex- tán en hún að nálgast sextugt. Við ungpíurnar sem vorum í sumarvinnu vorum duglegar að finna upp á hinum ýmsum tilefn- um til að hafa starfsmannapartí. Inga Hrefna átti mjög vel heima í þeim hóp, með unglingunum. Hún tók þátt í öllum leikjum, pískraði og hló eins og unglings- stelpa og hvíslaði síðan að okkur einhverju leyndarmáli sem lauk með dillandi hlátri hennar. Hún var vinur þeirra sem bjuggu á Sjúkrahúsinu, langt áður en var farið að tala um hjúkrunarheimili í heimilislegum blæ. Að vera á næturvakt var alltaf sérstakur heimur út af fyrir sig, við ófag- lærðu „áttum“ þá staðinn að vissu leyti. Inga Hrefna er mér Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir Sálm. 9.11 biblian.is Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, Drottinn, bregst ekki þeim sem til þín leita.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.