Morgunblaðið - 02.09.2019, Side 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019
sérlega minnisstæð í samstarfi á
næturvöktum. Í fyrsta lagi þá
kenndi hún mér auðvitað að
drekka kaffi og það ekkert venju-
legt kaffi! Þá var hellt upp á með
gamla laginu og hún sagði mér að
það þyrfti alltaf að vera fullt af
vatni í trektinni, allan tímann.
Svo þegar kannan var orðin full,
„þá hellum við því aftur í gegn,
miklu betra kaffi“. Inga var ekki
að vesenast þótt einhver svæfi
ekki á nóttunni, sat bara og spil-
aði við viðkomandi, spjallaði eða
fór yfir vísnabálka (suma ekki
prenthæfa) til að stytta þeim
stundir og létta lund. Hún bar
virðingu fyrir íbúunum, sagði
manni bakgrunn þeirra svo mað-
ur gæti öðlast smá skilning líka.
Eftir að við hættum að vinna
saman hélst þessi hlýja, vinátta
og virðing og við þurftum oft
mikið að spjalla þegar við hitt-
umst. Hún var reyndar alltaf
sama fiðrildið og hljóp oft frá
manni hlæjandi í miðri setningu.
Mikið ósköp mun ég sakna þess
að horfa á eftir henni hlaupandi
upp tröppur og stiga með dillandi
hlátri og mikið verður tómlegt að
fá ekki jólakveðjuna hennar. Ég
sendi fjölskyldu hennar innilegar
samúðarkveðjur.
Sigurveig Gísladóttir.
Þá verða fallegu jólakveðjurn-
ar frá okkar hugumkæru Ingu
Hrefnu til okkar hjóna ekki fleiri.
Kveðjur svo fullar af hjartans yl,
yndislega umhyggjusamar með
óskum góðum. Við hjónin sökn-
um þeirra svo sannarlega, þar
var hvergi kastað til hendi, ekki
frekar en á lífsgöngunni allri og
hvatningarorðin hennar berg-
mála enn í hug.Og minningar
hrannast að huga, enda var Inga
Hrefna einhver einlægasti sósíal-
isti sem ég kynntist á Seyðisfirði
og voru þó margir liðsmenn þar
hinir ágætustu. Hún Inga
Hrefna var einnig slíkur höfðingi
heim að sækja að unun var að
njóta veizlurétta með þeim hjón-
um, henni og honum Jóhanni vini
mínum og félaga. Og hversu sem
vindar blésu var hlýjan í við-
mótinu slík að þaðan kom maður
bjartsýnni og baráttuglaðari en
áður, enda, sókndirfska þeirra
aðalsmerki.
Inga Hrefna var einkar vel
gjörð kona, fylgdist afar vel með
öllum hræringum í þjóðlífinu,
enn minnist ég mætra stunda við
hennar veitula veizluborð þar
sem hin góða, leiftrandi greind
hennar leiddi umræður og ætíð
var nærveran svo gjöful og hjart-
anleg. Þeirra ríkulega framlag til
fylgdar við málstað mætan verð-
ur seint fullþakkað af mér. Inga
Hrefna var löngum með stórt
heimili, átti ljómandi börn sem
báru móðurinni fagurt vitni, þar
mátti segja að væri bæði rausn í
ranni og ríkuleg reisn yfir heim-
ilinu, birta í brosi hennar og
röskleg vinnubrögð voru henni
svo eðlislæg og þessara eðlis-
kosta gefandi gott að njóta á öll-
um samfundum, hvergi dregið af
sér á hvaða sviði sem var. For-
eldrar hennar virk vel í verka-
lýðsbaráttunni áður og þar í for-
ystu fremst um árabil og alltaf
vel á vinstri vængnum, hugsjóna-
fólk gott og því að vonum að þær
eigindir erfðust til afkomenda
svo ágætar sem þær voru og
stóðu styrkum fótum í alþýðu-
menningunni ágætu.
Jóhann, mann sinn, missti
Inga Hrefna of fljótt, svo sam-
heldin sem þau voru, en þau bæði
mínir kærustu vinir.
Og nú er dagur að kveldi kom-
inn og ekkert eftir nema færa al-
úðarþakkir fyrir kynnin svo und-
urkær og farsæla og gjöfula
samfylgd áranna mörgu. Sá
fölskvalausi liðsauki er geymdur
allt til lokadags í heiðríkri hug-
arþökk okkar hjóna. Blessuð sé
birturík minning Ingu Hrefnu á
leið til hins óræða. Við Hanna
sendum öllu hennar fólki einlæg-
ar samúðarkveðjur. Þar fór um
veg lífsins ljúf kona en jafnframt
einörð, hreinskiptin og hiklaus í
framgöngu allri, glettin og
gamansöm með hjartanlegan
hlátur þegar svo bar undir. Megi
samfélag okkar eignast sem allra
flestar slíkar mannkostakonur.
Helgi Seljan.
Sit ég einn og mæli veginn
hljóður! En samt sem áður þakk-
látur og glaður að hafa notið
þeirra forréttinda að hafa átt þig
að sem einn allra nánasta vin. Ég
hugsa um mildi þína, mekt, og
hlýju í minn garð. Ég hugsa um
löngu og mjög svo skemmtilegu
samtöl okkar sem stóðu alltaf
klukkustundum saman, og aldrei
vantaði okkur umræðuefni. Enda
þekking og áhugi þinn á mönnum
og málefnum mikil og djúp. Þú
hafðir sterkar skoðanir á hinu
pólitíska sviði ekki síður en hinu
mannlega. Segja má að við þig
eigi að betri er sannleikur þyrst-
ur og grár en bláeyg lygi með
glóbjart hár.
Þessar fáu línur mínar eru ein-
ungis settar fram sem þakklæti
til almættisins fyrir að hafa leitt
ykkur pabba saman á lífsins
braut. Og skilað öllu því dásam-
lega sem þið gáfuð mér í lífinu
þrátt fyrir þá landfræðilegu fjar-
lægð sem á milli okkar var.
Ég bið þig um kveðju til alls
þess góða fólks sem þín bíður
hinum megin.
Þótt nú sé komin lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
elsku Inga mín. Þú ert laus úr
veikinda viðjum, þín veröld er
björt og ný.
Fallin er til foldar rós,
frið með ásýnd bjarta.
Minninganna ljúfa ljós,
mun loga í mínu hjarta.
(P. Stefánsson)
Jóhann Wolfgang
Jóhannsson.
Seyðisfjörður og Norðfjörður
voru á margan hátt ólík samfélög
á öldinni sem leið. Seyðisfjörður
byggðist einkum upp sem versl-
unarstaður með miklum viðskipt-
um við Fljótsdalshérað fram
undir 1920 og timburhúsabyggð-
in frá þeim tíma vitnar um stönd-
uga millistétt á mælikvarða þess
tíma. Á Norðfirði þar sem við
Kristín vorum lengi búsett var
sjósókn og fiskvinnsla vaxtar-
broddurinn og sjómenn og
verkafólk í miklum meirihluta.
Stjórnmálin endurspegluðu
þessar ólíku aðstæður og ekki
laust við að þess gæti enn í dag.
Þó átti seyðfirskt verkafólk sér
eindregna talsmenn fyrr og síð-
ar. Þetta kemur upp í hugann
þegar ég frétti af andláti Seyð-
firðingsins Ingu Hrefnu Svein-
bjarnardóttur, húsmóður á Gils-
bakka 1 undir tignarlega fjallinu
Bjólfi. Þangað lá leið mín oft um
áratugi á meðan ég tók þátt í
stjórnmálastarfi eystra. Ingu
Hrefnu og eiginmann hennar Jó-
hann Jóhannsson kennara vant-
aði sjaldan á fundi sem þar var
boðað til í nafni Alþýðubanda-
lagsins, enda skipuðu bæði sér
eindregið á vinstri væng í stjórn-
málum, jafnt heima fyrir og í
landsmálum. Jóhann var fæddur
á Vestfjörðum en leiðir hans og
Ingu Hrefnu lágu saman árið
1953 á Arnarholtsheimilinu á
Kjalarnesi þar sem bæði sinntu
umönnunarstörfum um skeið.
Þaðan var haldið austur í heima-
byggð Ingu Hrefnu árið 1957 og
þar komu efnileg börn þeirra
fimm talsins í heiminn, en áður
hafði Inga Hrefna eignast dóttur.
Glaðværð ríkti ætíð á heimilinu
þegar gesti bar að garði og ekki
skorti umræðuefni. Frá bóndan-
um á ég mörg bréf með hollráð-
um og eftir að hann féll frá tóku
við árvissar kveðjur frá Ingu
Hrefnu, síðast á jólaföstunni
2018. Hún hafði fallega og styrka
rithönd sem rímaði vel við skap-
höfn hennar. Að leiðarlokum
þakka ég Ingu Hrefnu og hennar
fólki samleið og málefnalegan
stuðning um áratugi.
Hjörleifur Guttormsson.
✝ Anna Gests-dóttir fæddist í
Reykjavík 24. júní
1928. Hún lést á
hjartadeild Land-
spítalans 25. ágúst
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Gestur Odd-
leifsson, f. 6.9. 1896,
d. 18.10. 1984, og
Marín Guðmunds-
dóttir, f. 3.8. 1902,
d. 23.7. 1974. Systkini Önnu:
Helga, f. 28.2. 1927, Guðný, f.
26.9. 1931, d. 28.10. 2018, Auður,
f. 18.8. 1937, Hildigunnur, f. 1.11.
1940, Skúli Már, f. 21.1. 1944.
Anna giftist 29. júlí 1950
Magnúsi Thorvaldssyni blikk-
smið, f. 22.6. 1926, d. 24.10. 2002.
Börn Önnu og Magnúsar:
1) Marín, f. 1950. Fyrrverandi
maki Ólafur B. Schram 1950.
Börn: 1. Magnús Orri 1972, fyrr-
verandi eiginkona Herdís Hall-
marsdóttir, barn Hallmar Orri,
fyrir átti Herdís Sigríði Maríu
3) Elín Magnúsdóttir, f. 1956.
Fyrrverandi maki Jóhann Mar
Skarphéðinsson. Börn: 1. Bjarki
Már, maki Erla Dögg Ásgeirs-
dóttir, börn Arnór Orri, Anna
Rakel og Atli Már. 2. Íris Heiður,
maki Óskar Arason. Börn: Dag-
mar Lilja, Elín Ósk og Ari Jökull.
Eiginmaður Elínar er Pálmi Guð-
mundsson. Börn: 1. Guðmundur
Birkir, fyrrverandi maki Rakel
Mánadóttir. Börn þeirra Lilja
Marín, Máni Hrafn og Pálmi. 2.
Hlynur, sambýliskona Hildur Ýr
Ómarsdóttir, börn Ída Mekkín,
Þorgils og Grímur. 3. Ingibjörg
Lilja Börn Sigurður Pálmi og
Hlynur Darri.
4) Trausti, f. 1964. Eiginkona
er Guðný Anna Vilhelmsdóttir.
Börn: 1. Særún Anna, sambýlis-
maður Kári Kristinn Bjarnason.
2) Bríet. Fyrir átti Trausti, 1.
Kristjönu Björk, maki Atli Viðar
Þorsteinsson. Barn Svala Katrín.
2. Dagmar. Guðný Anna átti fyrir
Ingu Rán Arnarsdóttur, maki
Haukur Páll Jónsson, barn Arnar
Flóki.
Útför Önnu fer fram frá Nes-
kirkju í dag, 2. september 2019,
klukkan 15.
Egilsdóttur. 2. Ell-
ert Kristófer, f.
1974, fyrrverandi
maki Hanna Ólafs-
dóttir. Börn: Krist-
ófer Bjarmi, Tindur
Snær, Maríus
Högni, fyrir átti
Hanna Ólaf Natan.
Maki Ellerts Hjördís
Hildur Jóhanns-
dóttir. Börn: Anna
Katrín og Matt-
hildur Marín. 3. Anna Marín 1980
Börn: Marín og Illugi Knútur.
Sambýlismaður Önnu Marínar er
Carsten Holm og dóttir hans
Edith. Eiginmaður Marínar er
Knud Degn Karstensen, f. 1951.
Börn hans: David, Diddan og Jak-
ob.
2) Þorbjörg, f. 1952. Eigin-
maður er Kristján Jónatansson, f.
1956. Börn: 1. Trausti Salvar, f.
1978, barn Matthildur Thalía. 2.
Halla Katrín, f. 1983, maki Gunn-
ar Þorvarðarson, börn: Þorvarð-
ur, Kristján og Karítas Emma.
Elskuleg tengdamóðir mín,
Anna Gestsdóttir, er nú fallin frá
eftir langa ævi. Eftir standa ljúfar
minningar um vandaða og fágaða
konu, sem teinrétt og stolt, með
dugnaði og alúð stóð sína vakt.
Þegar ég lít til baka finnst mér
skemmtilegt að minnast þess að
ég sá tengdamóður mína og
Tobbu eiginkonu mína í fyrsta
sinn á sama andartakinu. Þarna
stóðu þær í versluninni á æsku-
slóðum mínum og keyptu sauma-
vél. Tobba, sem var nýútskrifuð
úr ljósmæðraskólanum, hafði ráð-
ið sig til Bolungarvíkur til að taka
við sem forstöðukona Sjúkraskýl-
isins og sem ljósmóðir í bænum.
Magnús faðir hennar og Anna
höfðu keyrt hana vestur og dvalið
hjá henni fyrstu dagana.
Næstu vikurnar sá ég heldur
meira af Tobbu en Önnu og ári
síðar vorum við Tobba gift. Frá
þeim tíma hefur Anna verið stór
hluti af lífi mínu og fjölskyldunn-
ar allrar.
Anna fæddist á kreppuárum og
ólst upp á tímum heimsstyrjaldar.
Slíkar aðstæður mótuðu hana og
hennar kynslóð. Sparsemi og ráð-
deild voru nauðsynleg. En Anna
var líka alla tíð áræðin og sjálf-
stæð. Nítján ára gömul hélt hún
til Stokkhólms og sótti námskeið í
heimilisfræðum og í meðferð ung-
barna. Þegar heim kom lauk
Anna prófi sem ljósmóðir og gift-
ist eiginmanni sínum Magnúsi
Thorvaldssyni. Þau reistu sér hús
í Smáíbúðahverfinu. Þá byggðu
menn húsin sjálfir og flutt var inn
löngu áður en innréttingar og ým-
is þægindi önnur voru klár.
Þannig var lífsbaráttan háð á 6.
og 7. áratugnum hjá sex manna
fjölskyldunni í Langagerði.
Um þrítugt hóf Anna störf sem
ljósmóðir á fæðingarheimilinu.
Anna var afar farsæl í starfi og
mikil fagmanneskja. Hún var
ákveðin og örugg og henni þótti
vænt um starfið sitt og skjólstæð-
inga sína. Mér þótti afar vænt um
að Anna tók á móti báðum börn-
unum okkar. Eftir að fjölskyldan
fluttist til Borgarness tók Anna
við starfi sem forstöðukona heim-
ilis aldraðra þar á staðnum og síð-
ar hóf hún störf m.a. sem heilsu-
gæsluljósmóðir. Við flutning til
Reykjavíkur hóf hún störf hjá
fæðingardeild Landspítalans, þar
sem þær mæðgur, Tobba og hún,
náðu að vinna saman um skeið.
Þar lauk hún starfsævi sinni um
sjötugt.
Anna var mörgum góðum kost-
um búin. Hún var vel gefin, jarð-
bundin og skynsöm, sérlega
vandvirk og flink í handavinnu.
Áður en starfsævinni lauk hafði
hún skipulagt hvernig hún vildi
haga tíma sínum og að sjálfsögðu
stóð hún við það. Hún fór daglega
á „vinnustofuna“ á Aflagranda og
„vann“ handavinnu alla virka
morgna fram á síðasta dag.
Anna var sérlega háttvís og
sjálfsörugg. Hún gætti hófs í mat
og drykk, var sparsöm og bruðl-
aði ekki. Við tengdasynirnir grín-
umst reyndar með að það hafi
ekki fullkomlega gengið að erfð-
um. Anna fylgdist vel með þjóð-
málum, átti gott með að ræða
málin og hafði oft sterkar skoð-
anir á mönnum og málefnum.
Í meira en fjóra áratugi hafa
leiðir okkar Önnu legið saman.
Milli okkar hefur ríkt gagnkvæm
virðing og mikil væntumþykja.
Samverustundirnar eru margar
og góðar og lifa í minningunni.
Með söknuði, virðingu og ein-
lægu þakklæti kveð ég góða og
eftirminnilega tengdamóður.
Kristján Jónatansson.
Í dag kveð ég elsku Önnu
ömmu. Við vorum samt búnar að
kveðjast um daginn, ég knúsaði
hana, sagðist elska hana, felldi tár
og vissi að ég myndi sakna hennar
þegar hún færi. Nú er söknuður-
inn mikill, en þakklætið ekki
minna.
Ég er þakklát fyrir allar minn-
ingarnar frá því í Borgarnesi þeg-
ar ég var barn, niðurskornu
ávextina í skál yfir sjónvarpinu,
eða popp á partýkvöldum, brjóst-
sykurinn í kristalsskálinni með
lokinu í stofunni, spilastundirnar
við borðstofuborðið, frá Kapló þar
sem Dagmar Lilja smakkaði
súkkulaðiköku og ís í fyrsta
skipti, og Aflagranda þar sem við
ræddum handavinnu, fjölskyld-
una, kosningar og allt hitt sem
góðar vinkonur spjalla um. Ég er
þakklát fyrir lopapeysurnar, ull-
arsokkana og bútasaumsteppin
sem við eigum og þykir meira
vænt um en hún gerði sér grein
fyrir. Ég er þakklát fyrir hve
amma var heilsuhraust og með
allt á hreinu til síðasta dags. Ég
er heppin að þessi fallega og góða
kona var amma mín. Megi hún
hvíla í friði.
Með hjartað fullt af þakklæti
og ást,
Íris Heiður.
Elsku Anna amma.
Takk fyrir samveruna í gegn-
um lífið. Það rifjast svo margt upp
þegar litið er um öxl. Tindátarnir
og legóið og þú að sussa á afa þeg-
ar hasarsögurnar hans fóru að
ögra lögmálum veruleikans.
Alltaf lumaðir þú á kökum í
frysti og appelsíni í ísskápnum
þegar við komum í heimsókn og
ekki má gleyma heimsins bestu
súkkulaðiköku sem var alltaf til.
Heimsóknir þínar vestur til Bol-
ungarvíkur með lakkrísgerðar-
gotterí í tonnavís, og nóg af ullar-
sokkum sem þú prjónaðir á okkur
svo við yrðum ekki vestfirska
kuldabolanum að bráð.
Þú varst svo dugleg í höndun-
um, alltaf að prjóna og sauma.
Dugnaðurinn í þér var slíkur að
níræð varstu enn að gera búta-
saumsteppi fyrir langömmubörn-
in þín og misstir ekki úr handa-
vinnu á morgnana nema mikið
lægi við. Enda mikilvægt að hitta
stelpurnar og kjafta við þær yfir
handavinnunni.
Enn eigum við afmælis- og
jólakort frá þér frá því úr fyrnd-
inni. Ótrúlegt að fólki hafi tekist
að muna afmælisdaga fyrir tíma
Facebook. Og talandi um Face-
book, manstu þegar þú prófaðir
það? Það varði nú ekki lengi, en
mikið dáðumst við að þér fyrir að
þora að prófa samfélagsmiðla og
snjalltæki á níræðisaldri, allt til
að geta verið í betra sambandi við
þína nánustu. Nokkuð sem dóttir
þín, og móðir okkar, gat ekki
hugsað sér fyrr en nokkru síðar;
enda fyrirmynd hennar, líka á
Facebook. Öll jólin okkar og ára-
mót saman, eftir að afi dó, renna
svolítið í eitt í minningunni. Hins
vegar gleymist seint þegar þú
leyfðir þér að biðja um ábót af að-
alréttinum ein jólin, sem braut
fullkomlega í bága við ímynd þína
sem hefðarfrú með agaða matar-
lyst og framkallaði fullkomið
stjórnleysi og upplausn í stund-
arkorn, þar til ég skammaði þig
fyrir græðgina og frekjuna í þér
alla tíð. Þannig gátum við nú allt-
af grínast. Það er ekki sjálfgefið.
Mér þykir einnig vænt um sam-
tölin okkar í bílnum þegar ég
keyrði þig heim. Mörg þeirra eru
mér minnisstæð, hvort sem þau
fjölluðu um pólitík, þar sem þú
varst alltaf fullkomlega inni í mál-
unum, afa, sem ég hafði margar
spurningar um, eða líf þitt sem
ungrar konu, sem ég hefði viljað
fræðast betur um. Það bíður nú
betri tíma.
Þegar við heimsóttum þig á
spítalann vorum við viðbúin því að
það yrði okkar hinsta kveðja. Það
varð raunin. Hvíldu í friði, elsku
amma.
Trausti Salvar og
Halla Katrín.
Eitt sinn voru þrír ömmustrák-
ar spurðir hver væri nú uppá-
halds kakan þeirra. Hver átti sína
og næst þegar allir voru komnir
heim í stóra húsið á hæðinni í
Borgarnesi, ferðalúnir eftir Hval-
fjörðinn og óbrúaðan Borgar-
fjörð, biðu þrjár mismunandi
tertur á eldhúsborðinu. Það fjög-
urra daga himnaríki lifir enn í
minningunni.
Nú hefur amma kvatt og hún
gerði það á sinn hátt. Hélt mikilli
reisn og glæsileik, náði að kveðja
og kyssa sitt fólk og skipuleggja
allt það praktíska. Týpísk amma.
Allt pottþétt og ekkert vesen;
„Vertu nú ekki að hafa neitt fyrir
mér“ svífur einhvern veginn yfir
þessu öllu.
Amma og afi kynntust yfir app-
elsíni á Hótel Borg og dönsuðu
saman í 52 ár. Hann var lífsglatt
sjarmatröll, hugmyndaríkur
frumkvöðull en hvatvís og bón-
góður, og amma þurfti því oft að
anda í kviðinn, gæta að heimili og
reikningum. Það hefur eflaust
tekið á. Hún þurfti snemma að
vera jarðsambandið.
Þar var hún líka sterkust. Það
þurfti nægjusemi þegar þröngt
var búið í kvistherbergi á
Njarðargötunni eða við húsbygg-
ingar í Smáíbúðahverfinu á sjötta
áratugnum. Þá þurfti að læra að
gleðjast yfir því litla. Anna Gests-
dóttir var af kynslóð kvenna sem
passaði uppá að Ísland tuttugustu
aldar gengi upp. Að börn kæmust
til manns, að allir ættu fyrir
strætó og að matur væri á borð-
um; „Vertu nú ekki að hafa neitt
fyrir mér“ kynslóðin.
Það var samt líka alltaf nóg til.
Þrátt fyrir að oft var hart í ári, þá
var alltaf nóg til. Mörg eigum við
afkomendurnir dýrmætar minn-
ingar af því að detta inn á Kapló –
troða sér í eldhúshornið, heyra
Brodda lesa fréttirnar og amma
með eitthvað heimalagað. Þarna
var jarðsambandið. Það var alltaf
nóg til.
Eitt sinn bjuggum við á Víði-
mel og eitthvað farin að sakna
fimm ára dóttur okkar þegar
amma hringir. Viltu lofa mér að
skamma hana ekki, sagði amma
kímin. Þá hafði sú litla tölt niður á
Kaplaskjólsveg vitandi af hnall-
þóru í frystinum. En hvernig viss-
irðu hvaða bjöllu ætti að ýta á?
„Það var ekkert mál, það stóð –
Amma hans Orra – á bjöllunni“.
Þessa sögu var alltaf jafn
skemmtileg fyrir okkur ömmu að
rifja upp, þá sérstaklega þegar
dóttirin lagði fyrir sig ræðulist,
lögfræði og stjórnmál. Amma
þóttist snemma hafa séð í hvað
stefndi!
Ég vona að ég hafi náð að grípa
eitthvað af því góða sem amma
miðlaði til okkar. Seint fæ ég hins
vegar fullþakkað stærstu gjöfina
– það er fjölskylduna mína. Þessi
stóri hópur sem amma gætti að,
hvatti áfram, og studdi í blíðu og
stríðu. Þarna er mitt bakland.
Með hamingjudögum í Borgar-
nesi og spjalli yfir soðinni ýsu í
Vesturbænum vorum við mótuð.
Þarna lá hennar ævistarf og af því
var hún stoltust. Þessi hópur býr
yfir hennar helstu kostum og fyr-
ir það er ég þakklátur. Takk fyrir
mig.
Magnús Orri Schram.
Heiðurskonan Anna Gests-
dóttir hefur kvatt okkur í síðasta
sinn. Hún var elskuleg tengda-
móðir mín í hartnær 25 ár og hví-
líkur bakhjarl var þessi dama,
ástúðleg, hvetjandi og maður var
umvafinn kærleika í hennar ná-
vist. Ég kynntist Magnúsi og
Önnu þegar þau bjuggu í Borg-
arnesi en þar var hún yfirmaður
elliheimilisins. Gegndi því for-
ystustarfi með sóma enda vamm-
laus með öllu. Hún var vakin og
sofin yfir börnum okkar Marínar
og sjálf átti hún fjögur mannvæn-
leg börn. Ég tek allshugar undir
þá lýsingu móður minnar á Önnu
að hún væri glæsileg hefðarkona í
allri framkomu og návist svo öðru
eins var ekki við að jafna. Þær
vinkonurnar áttu sameiginlega
skemmtilegar minningar frá
sumarfríi sem þær tóku sér á
Spáni.
Við Marín áttum hennar fyrsta
barnabarn, Magnús Orra, og hún
sem ljósmóðir var allt í öllu í því
uppeldi, ráðagóð og reynd. Anna
Marín dóttir okkar var svo skírð
eftir ömmu sinni. Á okkar heimili
var talað um ömmu í Borgó, en
mér skilst að þar uppfrá hafi hún
gegnt nafninu Anna Magga
Önnu.
Með yfirvegun og kærleika var
hún vissulega heimsins besta
amma. Hún hélt heilsu fram á síð-
asta dag og kallar nú fram mikla
eftirsjá þeirra sem til hennar
þekktu. Því miður verð ég fjar-
verandi við útför hennar en votta
öllum aðstandendum samúð
mína.
Ólafur B. Schram.
Anna Gestsdóttir