Morgunblaðið - 02.09.2019, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Útskurður kl. 13. Kaffi kl.
14.30-15.20.
Boðinn Félagsvist kl. 13. Vatnsleikfimi kl. 14.30.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Þátttökulistarnir liggja í
holinu, komdu og athugaðu hvort það er ekki eitthvað sem heillar þig
að gera í vetur. Hádegismatur kl. 11.30. Handavinnuhornið kl. 13-15.
ATH. NÝTT Foreldrastund kl. 13. Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl.
14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Garðabær Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl.
13. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.10/7.50/15.15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl.
9.30. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 11.
Gullsmári Postulínshópur kl. 9. Handavinna kl. 13. Brids kl. 13.
Félagsvist kl. 20.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9–14.10. Jóga kl. 10–11. Hádegismatur kl. 11.30.
Sögustund kl. 12.30-14. Kynning á námskeiði í olíumálun kl. 14.15,
allir velkomnir.
Korpúlfar Morgunleikfimi kl. 9.45. Ganga kl. 10 frá Grafarvogskirkju
og frá Borgum. Félagvist kl. 13 í Borgum, matartími og kaffi á sama
tíma og venjulega, allt félagsstarf að fara af stað, allir velkomnir.
Seltjarnarnes Gler neðri hæð Félagsheimilinu kl. 9 og 13. Leir Skóla-
braut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl.
10.30. Jóga salnum Skólabraut kl. 11. Handavinna Skólabraut kl. 13.
Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Á morgun þriðjudag verður
farið í heimsókn í Grasagarðinn og Café Flóru. Farið frá Skólabraut
kl. 14.30. Skráning í síma 8939800.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist
sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30.
Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Við andlát Þor-
gerðar Guðrúnar
Sigurðardóttur
varð mér hugsað til boðskapar
um vöxt dyggðarinnar sem kveð-
ið er á um í Bókinni um veginn,
þar sem segir: „Það, sem gróð-
ursett er á réttan hátt, verður
ekki rifið upp; það verður aldrei á
braut borið, sem vel er varðveitt.
Það vekur virðingu niðjanna.“
Þorgerður sáði fræjum velvildar
og réttlætis á göngu sinni hér.
Þeir sem kynntust henni voru
ríkari eftir.
Ég naut þeirrar gæfu að eiga
langa samleið með Þorgerði í
starfi mínu hjá VR. Hún hóf störf
þar 1968 og unnum við þar sam-
an í 34 ár. Það urðu mjög miklar
breytingar á starfi og umfangi
VR á þessum 34 árum. Félagið
óx úr litlu félagi í stærsta stétt-
arfélag landsins. Á þessum tíma
tók Þorgerður þátt í nánast öll-
um þjónustuþáttum félagsins.
Hún átti sæti í trúnaðarmanna-
ráði VR, í stjórn sjúkrasjóðsins,
var fulltrúi félagsins á þingum
ASÍ og LÍV. Þorgerður var mjög
virkur gerandi í að byggja þær
stoðir í félagsstarfinu sem gerðu
Þorgerður Guðrún
Sigurðardóttir
✝ ÞorgerðurGuðrún Sig-
urðardóttir fædd-
ist 10. júlí 1938.
Hún lést 15. ágúst
2019.
Útför Þorgerðar
var gerð 26. ágúst
2019.
VR að stærsta og
öflugasta stéttar-
félagi landsins.
Miklar breyting-
ar urðu á kjörum
fólks á þessum
starfstíma Þorgerð-
ar hjá VR. Má þar
nefna mjög þýðing-
armikla þætti eins
og aðild að atvinnu-
leysistrygginga-
sjóði, stofnun orlofs-
sjóðs, sem hefur auðveldað fjölda
félagsmanna að njóta sumarfría
og einnig staðið fyrir byggingu
fjölda orlofshúsa, þar sem félags-
menn hafa notið dvalar í fríum
sínum. Þorgerður var lengst af
forstöðumaður sjúkrasjóðs VR
frá stofnun hans 1979, þúsundir
félagmanna hafa árlega notið
hans. Sjúkrasjóðurinn stóð m.a.
að byggingu hjúkrunarheimilis-
ins Eirar, þar sem margir aldr-
aðir félagsmenn VR, sem misst
hafa heilsuna, hafa fengið að-
hlynningu og umönnun. Þar fékk
Þorgerður skjól í miklum og
óvæntum veikindum sem hún
þurfti að þola á lokagöngu sinni
hér.
VR stendur í þakkarskuld við
Þorgerði. Spor hennar sjást víða
í uppbyggingu og vexti þessa
stóra og öfluga stéttarfélags.
Hún valdist til mikilla ábyrgðar-
starfa hjá VR sem hún vann af
einstakri trúmennsku og hægt
var að treysta. Hún naut þeirrar
lífsgæfu að láta gott af sér leiða
hvar sem hún kom að verki. Það
mátti oft sjá það, að þegar félags-
maður kom með sitt vandamál,
dapur í bragði, til Þorgerðar, fór
hann frá henni léttari í lund þeg-
ar hann hafði átt stund með
henni og hún brugðið birtu á
málið.
Ég minnist þess þegar börnin
mín lítil komu stundum á skrif-
stofuna til að hitta mig, hvað Þor-
gerður nálgaðist þau með mikilli
hlýju og vinsemd, þau hændust
að henni. Trúin á það góða var
ávallt í forgrunni og smitaðist frá
henni.
Nú þegar Þorgerður er kvödd
hinstu kveðju flyt ég henni ein-
lægar þakkir fyrir allt hið mikla
og góða starf sem hún innti af
hendi í þágu VR á starfsferli mín-
um á þeim vettvangi. Persónu-
lega þakka ég henni áratuga góð
kynni, sem aldrei bar skugga á.
Ég sendi börnum hennar og
öllum aðstandendum einlægar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Þorgerðar
Guðrúnar Sigurðardóttur.
Magnús L. Sveinsson.
Tryggðin há er höfuðdyggð,
helst ef margar þrautir reynir,
hún er á því bjargi byggð
sem buga ekki stormar neinir.
(SB)
Látin er kær vinkona mín,
Þorgerður, eftir erfið veikindi.
Við hittumst fyrst á landssam-
bandsþingi verslunarmanna fyrir
tæpum 50 árum. Ég tók þá eftir
þessari glæsilegu konu, með
hlýtt viðmót og geislandi brún
augu. Nokkrum árum síðar tók
ég sæti í stjórn VR og stjórn
sjúkrasjóðs félagsins. Þá kynnt-
ist ég Þorgerði, sem var starfs-
maður sjúkrasjóðsins og leysti
öll verkefni af stakri nákvæmni
og samviskusemi.
Þetta var upphaf áratuga vin-
áttu okkar Þorgerðar. Við höfð-
um líkar skoðanir á ýmsum mál-
um, nutum tónlistar og lásum
mikið.
Ekki get ég látið hjá líða að
geta þess hversu sterk og innileg
fjölskyldubönd Þorgerðar voru
við börn, barnabörn, systur sínar
og afkomendur þeirra.
Ávallt hélt hún glæsilega
veislu á Þorláksmessu og bauð
nánustu fjölskyldu og vinum.
Eftirminnileg er ferð okkar
Þorgerðar og Steinunnar systur
hennar til Naples í Flórída.Við
leigðum okkur bíl, fórum flesta
daga á fámenna strönd skammt
frá og keyrðum á nýja staði.
Í nokkur skipti kom hún með
mér í bústaðinn í Hrunamanna-
hreppi. Í byrjun febrúar 1990
fórum við austur í blíðskapar-
veðri en á heimleið lentum við í
ófærð og mikilli snjókomu og
urðum að gista á Selfossi, þar
sem Hellisheiðin og Þrengslin
voru ófær.
Þó að Þorgerður hefði yndi af
ferðalögum var hún ákaflega
heimakær og bar heimilið hennar
vott um einstaka snyrtimennsku
og smekkvísi. Ég sakna hennar
sárt.
Þitt bros og blíðlyndi lifir
og bjarma á sporin slær,
það varðar kvöldgönguveginn,
þú varst okkur stjarna skær.
Þitt hús var sem helgur staður,
hvar hamingjan vonir ól.
Þín ástúð til okkar streymir
sem ylur frá bjartri sól.
(FH, Síðustu sporin)
Kæri Garðar, Ásdís, systur
Ásdís og Kristín og fjölskyldur
ykkar allra. Ég bið Guð að blessa
ykkur og styðja um ókomin ár.
Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir
✝ AðalheiðurHauksdóttir
fæddist á Breið-
dalsvík 21. október
1952. Hún lést á
líknardeildinni í
Kópavogi 19. ágúst
2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Haukur Gíslason, f.
25. september
1925, d. 2. október
2003 og Ragnheiður Ragn-
arsdóttir, f. 9. mars 1929, d. 5.
apríl 1981.
Systkini Aðalheiðar eru;
Unnur Petersen, f. 26. ágúst
1948, Kristín Ellen, f. 4. maí
1950, d. 15. mars 2018, Ingi-
björg, f. 15. júlí 1951, Gísli
Baldur, f. 13. október 1958,
Haukur Heiðar, f. 9. ágúst
1963.
Aðalheiður giftist Rafni Svan
Svanssyni 31. desember 1973,
þau skildu.
Börn Aðalheiðar og Rafns
Aðalheiður ólst upp í Holti á
Breiðdalsvík og tók þar þátt í
bústörfum með foreldrum sín-
um og systkinum. Hún lauk
þar grunnskóla og var einn
vetur í Lindargötuskólann í
Reykjavík. Hún bjó á Breið-
dalsvík til ársins 1986 og sinnti
þar ýmsum störfum samhliða
móður- og húsmóðurstarfi.
Hún var virk í félagsstöfum í
sveitinni sinni, t.d. í kvenfélag-
inu Hlíf þar sem hún var m.a.
formaður um skeið. Eftir það
flutti hún til Reykjavíkur en
þar sinnti hún einnig ýmsum
störfum eins og afgreiðslu í
apóteki, gjafavöruverslu og
sundlaug en einnig starfaði
hún við matseld, bæði í Reykja-
vík, á Kárahnjúkum, í Fljótsdal
og á Grænlandi. Aðalheiður
var einstaklega handlagin og
eftir hana liggur mikið af fal-
legum prjónavörum eins og
lopapeysum, vettlingum og
sokkum. Seinni ár aðstoðaði
hún börnin sín þrjú við þeirra
störf og fyrirtækjarekstur,
heimili og uppeldi barna-
barnanna.
Útför Aðalheiðar fór fram
frá Fossvogskapellu 28. ágúst
2019 í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
eru: 1) Ragnheiður
Rafnsdóttir, f. 26.
júlí 1970, gift Gauta
Árnasyni, f. 6. ágúst
1973. Börn þeirra
eru: a) Rafn Svan, f.
16. janúar 1993
sambýliskona Rós-
lín Alma, f. 20.
ágúst 1993, sonur
þeirra er Högni
Svan, f. 9. mars
2018. b) Ísar Svan,
f. 27. júní 1999, kærasta Adisa
Mesetovic, f. 9. september 1998,
c) Kári Svan, f. 17. október
2001, og d) Aðalheiður Sól, f. 24.
apríl 2004. 2) Hjördís Svan Að-
alheiðardóttir, f. 31. desember
1976, börn hennar eru: a) Sólon
Svan, f. 27. júlí 1997, sambýlis-
kona Rúna Oddsdóttir, f. 15. maí
1996, b) Emma Sóldís Svan, f.
17. apríl 2004, c) Matilda Sóldís
Svan, f. 7. febrúar 2006 og d)
Mía Sóldís Svan, f. 16. júní 2007.
3) Stefán Svan Aðalheiðarson, f.
4. febrúar 1979.
Elsku mamma mín. Það er
komið að kveðjustund og þar
sem ég sit með sorg í hjarta í
einhverju tómarúmi er mér efst
í huga þakklæti. Þakklæti fyrir
að hafa átt þig fyrir mömmu og
besta vin. Síðustu daga höfum
við fjölskyldan fengið fallegar
kveðjur og það sem einkennir
þær eru nokkur orð eins og:
baráttukona, hetja, einstök,
ótrúleg, sterk, æðruleysi, hug-
rökk, hjartahlý, já, ég gæti
sennilega talið endalaust upp
falleg og góð lýsingarorð sem
lýsa þér, mamma. Þú varst
ótrúlega sterk og þrátt fyrir
erfið veikindi og lífsbaráttu
stóðstu alltaf upprétt og hélst í
vonina. Þú hjálpaðir okkur að
halda í vonina þegar erfiðleikar
dundu yfir okkur og á tímabili
þegar við héldum að við hrein-
lega kæmust ekki áfram þegar
Hjördís systir lenti í hræðilegu
máli, stappaðir þú í okkur stál-
inu.
Við systkinin og þú áttum í
einstöku sambandi sem varla er
hægt að lýsa en ást, virðing og
styrkur einkenndi það sam-
band. Áhugi þinn á okkur börn-
unum þínum og barnabörnum
var einstakur, þú fylgdist svo
vel með öllu sem við gerðum og
settir þinn svip á svo ótal margt
í okkar lífi. Ég sé þig alls stað-
ar, heima hjá mér, sitjandi í
rauða stólnum að prjóna nýja
og nýja flík, í garðinum mínum,
í Nýjabæ, á íþróttavellinum, í
stúkunni á körfuboltavellinum, í
fimleikahúsinu, í leikhúsinu, á
tónleikunum, já, allstaðar hefur
þú sett þitt mark og er ég
þakklát fyrir það. Það er sagt
að það sé ekki meira lagt á
manneskju en hún þolir og þá
held ég að megi segja að þú
hafir haft ótrúlegt þol og fáir
sem fara í fótspor þín hvað það
varðar. Þegar þú greindist fyrst
með krabbamein fyrir 26 árum,
sagðir þú að þú værir ánægð að
þetta væri þú en ekki við börnin
eða systkini þín, þannig varst
þú alltaf að hugsa um aðra. Þú
varst svo mikill mannvinur og
máttir ekkert aumt sjá og tókst
alltaf málstað þeirra sem minna
máttu sín. Þú, mamma, varst
minn besti vinur og ég leitaði
alltaf til þín til að fá ráð eða
annað álit og þú varst svo ótrú-
lega útsjónarsöm og gast séð
fyrir þér hvernig hlutirnir
kæmu best út. Þú varst mikil
smekkmanneskja og varst alltaf
fín og hafðir mikinn áhuga á
fallegum fötum en það var
áhugi sem ég deildi með þér og
eru mér minnisstæðar margar
góðar ferðir í fallegar verslanir
en Stefánsbúð var auðvitað í
uppáhaldi. Ég minnist hlátur-
kastanna sem við tókum þegar
okkur fannst við einstaklega
fyndnar og enginn skildi grínið
nema við. Ég er þakklát fyrir
að hafa verið með þér alla leið
og það var aðdáunarvert hvern-
ig þú hélst áfram baráttunni
fram í andlátið og ef ég ætti að
velja eitt lýsingarorð þá væri
það æðruleysi. Takk fyrir sam-
fylgdina og að vera mamma
mín, takk fyrir allt sem þú
kenndir mér, takk fyrir ástina.
Himneskt
er að vera
með vorið vistað í sálinni,
sólina
og eilíft sumar
í hjarta.
Því hamingjan
felst í því
að vera með
himininn
í hjartanu.
Lifi lífið!
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þín dóttir,
Ragnheiður.
Við söknum þín, elsku amma.
Við söknum þess að geta ekki
talað við þig á hverjum degi.
Við söknum þess að fá knús frá
þér. Við söknum allra sagnanna
sem þú sagðir okkur. Við sökn-
um þess að sjá þig ekki lengur
á hverjum einasta viðburði sem
við tökum þátt í og að þú sért
ekki lengur okkar aðalstuðn-
ingsmaður og hvetjir okkur
áfram. Við söknum endalausra
hláturkasta með þér. Við sökn-
um þess að sjá þig búa til öll
listaverkin sem þú varst alltaf
að gera. Við erum þakklát fyrir
allar fallegu peysurnar, sokkana
og vettlingana sem þú prjónaðir
á okkur og öll góðu ráðin sem
þú gafst okkur út í lífið. Við
söknum þess að fylgjast með
þér í hlutverki langömmunnar.
Þú varst réttsýn og sanngjörn
og full af ást. Þú ert hetjan okk-
ar allra og við elskum þig.
Rafn Svan og Róslín
Alma, Ísar Svan, Kári
Svan og Aðalheiður Sól.
Aðalheiður
Hauksdóttir
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr
að andlátum og útförum. Þar eru birtar
andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar
sem eru aðgengilegar öllum en auk þess
geta áskrifendur lesið minningargreinar
á vefnum.
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát
ber að höndum og aðrar gagnlegar
við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát