Morgunblaðið - 02.09.2019, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 02.09.2019, Qupperneq 33
ÍÞRÓTTIR 33 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019 NÝTT – Veggklæðning Rauvisio Crystal • Mikið úrval lita og áferða • Auðvelt í uppsetningu og umgegni • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is FÓTBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu leikur í kvöld annan leik sinn í undankeppni EM 2021 þegar það tekur á móti Slóvökum á Laugar- dalsvelli. Vegferð liðsins í keppninni hófst með ágætum 4:1 sigri á Ung- verjum á fimmtudagskvöldið, en Ís- land á möguleika á því að komast í lokakeppni EM í fjórða skiptið í röð. Allir leikmenn liðsins eru tilbúnir í slaginn í kvöld eftir því sem best er vitað. Allar tóku þátt í æfingu liðsins í gærmorgun, en engin skakkaföll urðu í leiknum gegn Ungverjalandi. Leikurinn verður síðasti heima- leikur íslenska liðsins á árinu en í október mun liðið leika einn leik til viðbótar í riðlinum gegn Lettlandi ytra. Almennt er talið að Ísland sé næststerkasta liðið í riðlinum á eftir Svíþjóð, sem vann til bronsverð- launa á HM í sumar. Eins og landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson benti á í samtali við mbl.is eftir leikinn gegn Ungverjum er algert lykilatriði fyrir Ísland að vinna heimaleiki sína til að eiga möguleika á því að komast á EM. Eftir nokkurt basl í fyrri hálfleik varð niðurstaðan öruggur sigur í fyrsta leiknum og er íslenska liðið mun sigurstranglegra en það slóvak- íska í kvöld. Liðin mættust 2017 Slóvakía var í fjórða styrkleika- flokki þegar dregið var í riðla fyrir undankeppnina en Ungverjaland í þriðja styrkleikaflokki. En sú skipt- ing blekkir svolítið því mjög stutt er á milli þeirra þjóða á styrkleikalista FIFA. Slóvakar eru að flestra mati eitt sterkasta liðið sem hægt var að fá úr fjórða styrkleikaflokki. Liðið ætti sem sagt að vera svipað að styrkleika og það ungverska. Grein- arhöfundi skilst að lið Slóvakíu verj- ist þó betur en lið Ungverjalands. Ef til vill gæti því þurft þolinmæði hjá íslensku landsliðskonunum ef fyrsta markið lætur bíða eftir sér. Íslenska landsliðið hefur oft valtað yfir and- stæðinga sína á Laugardalsvellinum síðasta áratuginn eða svo, takist lið- inu að skora fljótlega og komast í 1:0. Ungverjaland og Slóvakía mætt- ust fyrr á þessu ári og vann þá Ung- verjaland 3:2. Varasamt er þó að taka of mikið mark á slíkum leikjum, þar sem alls kyns tilraunastarfsemi gæti hafa verið í gangi. Einnig er hægt að horfa til þess að Ísland mætti Slóvakíu í vináttulandsleik í apríl 2017. Ísland vann þá 2:0 á úti- velli með mörkum frá Elínu Mettu Jensen og Berglindi Björgu Þor- valdsdóttur. Þær slóvakísku þurfa væntanlega að hafa áhyggjur í kvöld af Elínu, sem er á skotskónum í sumar. Búa sig undir átök Í síðustu keppni var Ísland með Tékklandi í riðli og gerði tvö jafn- tefli. Tékkar og Slóvakar eru jú grannþjóðir og deildu áður með sér Tékkóslóvakíu. Tékkneska liðið spil- aði af hörku og leikirnir tveir á milli Íslands og Tékklands urðu miklir baráttuleikir. Varnarjaxlinn Ingi- björg Sigurðardóttir tjáði greinar- höfundi í gær að þær slóvakísku væru harðar og á köflum grófar í leik sínum. Þótt lið Tékklands eigi að vera umtalsvert öflugra en lið Slóv- akíu býr íslenska liðið sig undir bar- áttuleik þar sem búast má við að hart verði tekist á. Ef til vill mun val á byrjunarliðinu taka að einhverju leyti mið af þessu. Verði það raunin mun Jón Þór lík- lega veðja á líkamlega sterka leik- menn í mörgum tilfellum. Spurn- ingin er hvort hann vilji gera einhverjar breytingar vegna þess að stutt er á milli leikjanna. Gegn Ung- verjum tefldi hann fram reyndum leikmönnum að mestu leyti ef frá er talin Hlín Eiríksdóttir, sem skoraði annað mark Íslands í leiknum. Lykilatriði fyrir Ísland að vinna heimaleikina  Undankeppnin heldur áfram hjá kvennalandsliðinu í Laugardalnum í kvöld Morgunblaðið/Eggert Í Laugardal Líkamlegur styrkur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Dagnýjar Brynjarsdóttur gæti nýst vel í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson var mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í þremur fyrstu leikjum Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á leiktíðinni. Gylfi hafði frekar hægt um sig er Everton náði í fjögur stig af níu mögulegum í upphafi tíma- bils og fékk það óþvegið af stuðn- ingsmönnum félagsins. Gylfi spilaði ljómandi vel í 3:2- sigri á Wolves í gær og þaggaði þannig niður í gagnrýnisrödd- unum. Lagði hann upp eitt mark og var sterkur á miðsvæðinu í skemmtilegum fótboltaleik. Frammistaðan gefur góð fyrirheit fyrir landsleikina á næsta leiti. Í hinum leik gærdagsins gerðu Arsenal og Tottenham 2:2-jafntefli í stórskemmtilegum leik á Emir- ates-vellinum. Tottenham komst í 2:0 í fyrri hálfleik en Arsenal neit- aði að gefast upp og jafnaði með marki Pierre-Emerick Aubamey- ang í seinni hálfleik. Laugardagurinn minnti mikið á síðasta tímabil. Liverpool og Man- chester City unnu örugga sigra. City vann Brighton 4:0 á heimavelli og Liverpool vann 3:0-sigur á Burn- ley á útivelli. Með sigrinum setti Liverpool nýtt félagsmet, hefur nú unnið þrettán leiki í röð í efstu deild. Liverpool er eina liðið með fullt hús stiga. Jóhann Berg Guð- mundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Manchester United missteig sig á móti Southampton og gerði 1:1-jafntefli á útivelli. Hefur United aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum, sem er fram- hald af slöku gengi í lok síðustu leiktíðar. Lærisveinar Frank Lamp- ard hjá Chelsea misstu niður tveggja marka forskot gegn nýlið- um Sheffield United á heimavelli og lauk leik með 2:2-jafntefli. Gylfi þaggaði niður í gagnrýnisröddunum AFP Stoðsending Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark hjá Everton. KNATTSPYRNA Undankeppni EM kvenna: Laugardalsvöllur: Ísland – Slóvakía ...18:45 Í KVÖLD! EHF-bikar karla 1. umferð, fyrri leikur: Haukar – Talent Plzen.......................20:25 Bocholt – West Wien .........................26:22  Guðmundur Hólmar Helgason skoraði 1 mark fyrir West Wien. Heimsbikar félagsliða Úrslitaleikur: Barcelona – Kiel............................... 34:32  Aron Pálmarsson skoraði 7 mörk fyrir Barcelona.  Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði ekki fyrir Kiel. Þýskaland Lemgo – Magdeburg........................ 24:32  Bjarki Már Elísson skoraði 6 mörk fyr- ir Lemgo. Balingen – Nordhorn....................... 25:23  Oddur Gretarsson skoraði 6 mörk fyrir Balingen.  Geir Sveinsson þjálfar Nordhorn. Füsche Berlín – Erlangen ............... 30:23  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlang- en. B-deild: Hamburg – Dormagen..................... 26:22  Aron Rafn Eðvarðsson varði 9 skot í marki Hamburg. Krefeld – Rimpar ............................. 19:20  Arnar Gunnarsson þjálfar Krefeld. Bikarkeppni kvenna: Herrenberg – Neckarsulmer ...........25:35  Birna Berg Haraldsdóttir skoraði 5mörk fyrir Neckarsulmer. Danmörk A-deild kvenna: Odense – Esbjerg ............................. 25:28  Rut Jónsdóttir skoraði 2 mörk fyrir Esbjerg. Frakkland Meistarakeppnin: París SG – Montpellier .................... 34:27  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði ekki fyrir PSG. A-deild kvenna: Toulon – Chambray ......................... 23:22  Mariam Eradze skoraði ekki fyrir Tou- lon. París 92 – Bourg-de-Péage ............. 28:25  Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skor- aði 5 mörk fyrir Bourg-de-Péage. Ungverjaland Pick Szeged – Csurgoi..................... 29:21  Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki með Pick Szeged. 

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.