Morgunblaðið - 02.09.2019, Qupperneq 34
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019
GÓÐIR
FUNDIR
OGENNBETRI
FUNDARHLÉ
Upplýsingar og pantanir í síma 483 4700 | booking@hotelork.is | www.hotelork.is
Á Hótel Örk er allt sem þarf fyrir vel heppnaða fundi, sýningar,
námskeið og minni ráðstefnur. Hótelið býr yfir fundarsölum af
mörgum stærðum búnum nýjustu tækni, fyrsta flokks veitingastað
og fjölbreyttri afþreyingu fyrir skemmtilegri fundarhlé.
Superior herbergi
157
HERBERGI
7
FUNDARSALIR
VEITINGASTAÐUR
SUNDLAUGOG
HEITIR POTTAR
19. UMFERÐ
Pétur Hreinsson
Arnar Þór Ingólfsson
Guðmundur Hilmarsson
Sigþóra Guðmundsdóttir
Kristján Jónsson
Bjarni Helgason
KR-ingar halda sínu striki í Pepsi
Max deildinni og unnu Skagamenn
2:0 í 19. umferðinni í gær. Eins og áð-
ur er forskot KR sjö stig en nú eru
aðeins níu stig í boði fyrir Breiðablik,
sem er í öðru sæti.
Það væri gaman að sjá svokallað
hitakort af leikmönnum Skagamanna
fyrstu 65. mínúturnar af leik liðsins
gegn KR í gær og sjá hver meðalstað-
setning þeirra var. Skagamenn lágu
afar aftarlega í leiknum og miðverðir
þeirra voru oft og tíðum rétt framan
við teig Árna Snæs Ólafssonar í
markinu. Sem aftur minnkaði plássið
fyrir KR-inga. Það þurfti líka tvö
glæsimörk KR til þess að klífa gula
múrinn. Fyrst afgreiddi Óskar Örn
boltann á fagmannlegan hátt úr auka-
spyrnu sem Pálmi Rafn tók stutt. Og
svo undir lok leiks er Kristinn Jóns-
son smellti boltanum í slá og inn.
Fyrir tímabilið var talað um að
KR-liðið ætti heima á stofnun hinum
megin við Hringbrautina, ekki langt
frá Meistaravöllum. Í allt sumar hafa
þessir sömu gömlu leikmenn aftur á
móti sýnt að þeir hafa gæðin til þess
að klára Íslandsmótið í knattspyrnu á
toppnum. Og það er akkúrat í leikjum
fárra færa þar sem gæðin skipta máli.
Tökum ekkert af liði Skagamanna.
Upplegg þeirra í leiknum var strang-
heiðarlegt og lokaði vel á KR. Eftir
að liðið fór í fjögurra manna vörn
uppskar það síðan hættuleg færi.
Þrátt fyrir úrslitin og aðeins tvo sig-
urleiki af síðustu 13 á ÍA enn raun-
hæfan möguleika á Evrópusæti fari
svo að FH vinni bikarinn.
peturhreins@mbl.is
Blikar sofnuðu í síðari hálfleik
Einn alskemmtilegasti knatt-
spyrnuleikur sumarsins fór fram á
Kópavogsvelli í gærkvöldi er Breiða-
blik tók á móti Fylki. Mörkin urðu sjö
talsins áður en yfir lauk og hefðu
hæglega getað orðið enn fleiri.
Blikar komust 4:0 yfir eftir 47 mín-
útna leik og virtust ætla að valta yfir
algjörlega bitlausa Árbæinga, en
barnalegt rautt spjald Viktors Arnar
Margeirssonar, leikmanns Blika,
gerði það að verkum að Fylkismenn
komust inn í leikinn.
Viktor Örn sló eða hrinti snöggt
frá sér í teignum á 73. mínútu eftir að
Ragnar Bragi Sveinsson, sóknar-
maður Fylkis, hljóp á hann. Boltinn
var kominn nokkuð frá þeim félögum
er atvikið átti sér stað og nokkur tími
leið þar til Egill Arnar Sigurþórsson
dómari dæmdi víti, sennilega eftir
ábendingu aðstoðarmanns eða vara-
dómara, og sendi Viktor Örn í sturtu
við litla kátinu stuðningsmanna
Blika. Dómurinn var þó án efa réttur.
Fylkismenn öðluðust aukinn kraft
eftir þetta atvik, þrátt fyrir að Gunn-
leifur Gunnleifsson hafi varið vítið
sem Geoffrey Castillion tók. Castill-
ion skoraði tvö góð mörk til viðbótar
og á endanum voru Blikarnir stál-
heppnir að ganga af velli með bráð-
nauðsynleg þrjú stig í farteskinu.
Agaleysi Viktors Arnar hefði getað
kostað þá sigurinn og þar með töl-
fræðilegan mögulega á því að eygja
úrslitaleik við KR á Kópavogsvelli í
lokaumferð Íslandsmótsins.
En hvað um það. Árbæingar áttu
sennilega skilið að tapa þessum leik.
Þeir appelsínugulu voru hreint átak-
anlega slakir í fyrri hálfleik, á meðan
allt virtist ganga upp í leik leikmanna
Breiðabliks, sem sýndu afar lipra til-
burði upp við mark gestanna í fyrri
hálfleik. Áhorfendur á Kópavogsvelli
fengu nóg fyrir peninginn og þeir
sem voru á bandi heimamanna fóru
eflaust sáttir í háttinn. athi@mbl.is
Kári opnaði markareikninginn
í efstu deild hér heima
Sprækt og vel spilandi lið Víkings
átti ekki í vandræðum með að inn-
Staða KR
orðin enn
vænlegri
Fallið blasir nú við í Grindvík
Góð úrslit fyrir FH í þessari umferð
Morgunblaðið/Eggert
Í Vesturbæ
Kristinn Jónsson
skoraði laglegt
mark gegn ÍA.
0:1 Elfar Árni Aðalsteinsson 90.
(víti)
0:2 Nökkvi Þeyr Þórisson 90..
I Gul spjöldMarinó Axel Helgason, Jossip
Zeba, Óscar Conde (Grindavík), Elfar
Árni Aðalsteinsson, Almarr Ormars-
son (KA)
Dómari: Tom Owen (Wales), 3.
Áhorfendur: Á að giska 500.
GRINDAVÍK – KA 0:2
MM
Vladan Djogatovic(Grindavík)
Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
M
Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Elias Tamburini (Grindavík)
Almarr Ormarsson (KA)
Hallgrímur Mar Steingrímsson
(KA)
1:0 Andri Rafn Yeoman 9.
2:0 Höskuldur Gunnlaugsson 10.
3:0 Thomas Mikkelsen 38.
4:0 Alfons Sampsted 47.
4:1 Geoffrey Castillion 63.
4:2 Geoffrey Castillion 75.
4:3 Geoffrey Castillion 90.
I Gul spjöldAri Leifsson (Fylki)
I Rauð spjöldViktor Örn Margeirsson
(Breiðabliki)
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson (Egill
BREIÐABLIK – FYLKIR 4:2
Arnar Sigurþórsson 39.), 8.
Áhorfendur: 1068.
MM
Geoffrey Castillion (Fylki)
Andri Rafn Yeoman (Breiðabliki)
M
Gunnleifur Gunnleifsson (Breiða.)
Davíð Ingvarsson (Breiðabliki)
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Höskuldur Gunnlaugsson
(Breiðabliki.)
Brynjólfur D. Willumsson (Breiða.)
Alfons Sampsted (Breiðabliki)
Hákon Ingi Jónsson (Fylki)
Ragnar Bragi Sveinsson (Fylki)
Pepsi Max-deild karla
Grindavík – KA......................................... 0:2
Stjarnan – FH........................................... 1:3
ÍBV – Valur............................................... 2:1
HK – Víkingur R. ..................................... 1:3
KR – ÍA ..................................................... 2:0
Breiðablik – Fylkir................................... 4:3
Staðan:
KR 19 13 4 2 38:20 43
Breiðablik 19 11 3 5 42:27 36
FH 19 9 4 6 29:29 31
Stjarnan 19 7 7 5 32:30 28
Valur 19 7 4 8 34:31 25
HK 19 7 4 8 27:25 25
Víkingur R. 19 6 7 6 29:28 25
ÍA 19 7 4 8 24:25 25
Fylkir 19 7 4 8 32:35 25
KA 19 7 3 9 26:29 24
Grindavík 19 3 9 7 14:22 18
ÍBV 19 2 3 14 16:42 9
Inkasso-deild karla
Afturelding – Njarðvík ........................... 2:2
Andri Freyr Jónasson 4., Róbert Orri Þor-
kelsson 60. – Ivan Prskalo 25., Stefán Birg-
ir Jóhannesson 28.
Magni – Grótta......................................... 0:2
Sölvi Björnsson 8., Halldór Kristján Bald-
ursson 12.
Keflavík – Þór .......................................... 2:0
Adolf Bitegeko 87. (víti), Davíð Snær Jó-
hannsson 90.
Staðan:
Fjölnir 19 11 5 3 41:19 38
Grótta 19 10 7 2 39:25 37
Þór 19 9 6 4 30:20 33
Leiknir R. 19 10 3 6 33:26 33
Keflavík 19 9 4 6 29:23 31
Víkingur Ó. 19 7 7 5 22:16 28
Fram 19 8 3 8 27:29 27
Þróttur R. 19 6 3 10 34:35 21
Afturelding 19 5 4 10 25:36 19
Haukar 19 3 7 9 24:36 16
Magni 19 4 4 11 22:47 16
Njarðvík 19 4 3 12 20:34 15
2. deild karla
Dalvík/Reynir – Vestri ........................... 1:2
Viktor Daði Sævaldsson 21. – Pétur
Bjarnason 7., 52.
Víðir – Fjarðabyggð................................ 4:0
Hólmar Örn Rúnarsson 3., 62., Helgi Þór
Jónsson 55., Atli Freyr Ottesen Pálsson 68.
Tindastóll – Selfoss ..................................1:4
Benjamín Gunnlaugsson 90. – Hrvoje Tokic
43., 69., Þór Llorens Þórðarson 16., Ingi
Rafn Ingibergsson 86.
ÍR – Þróttur V. ..........................................1:1
Aleksander Alexander Kostic 2. – Alexand-
er Helgason 57.
Staðan:
Vestri 19 13 0 6 29:22 39
Leiknir F. 19 11 4 4 38:21 37
Selfoss 19 11 2 6 45:24 35
Víðir 19 10 2 7 36:24 32
Þróttur V. 19 8 6 5 35:29 30
Dalvík/Reynir 19 7 6 6 28:29 27
ÍR 19 7 5 7 29:30 26
Fjarðabyggð 19 6 6 7 37:38 24
Kári 19 7 3 9 39:44 24
Völsungur 19 7 3 9 22:27 24
KFG 19 5 0 14 27:46 15
Tindastóll 19 2 3 14 18:49 9
0:1 Kristinn Freyr Sigurðsson 2.
1:1 Gary Martin 11.
2:1 Gary Martin 58.
I Gul spjöldSebastian Hedlund og Emil
Lyng (Val).
I Rauð spjöldEngin
ÍBV – VALUR 2:1
Dómari: Guðmundur Ársæll Guð-
mundsson, 8.
Áhorfendur: 241.
MM
Gary Martin (ÍBV)
M
Telmo Castanheira (ÍBV)
Tómas Bent Magnússon (ÍBV)