Morgunblaðið - 02.09.2019, Side 36

Morgunblaðið - 02.09.2019, Side 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019 PÖNTUN AUGLÝSINGA: fyrir mánudaginn 2. september SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Börn & uppeldi Víða verður komið við í uppeldi barna í tómstundum, þroska og öllu því sem viðkemur börnum frá fæðingu til 12 ára aldurs. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 7. sept. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Mér finnst hún fyrst og fremst snúast um mennsku. Hvernig við erum öll að reyna að gera okkar besta og höfum misjafnar for- sendur til þess. Meira að segja versta fólkið í bókinni á sér sínar góðu hliðar. En ég myndi segja að þetta væri í raun bók um vænt- ingar og vonbrigði og fjallar að miklu leyti um breyskleika okkar.“ Svona svarar Arngrímur Vídalín, íslenskufræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands og nýorðinn útgef- inn skáldsagnahöfundur, þegar hann er beðinn að lýsa bók sinni Gráskinnu í samtali við Morgun- blaðið. Arngrímur er mörgum líklega betur þekktur sem fræðimaður, doktor í íslenskum bókmenntum fyrri alda og með gráður bæði frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Árósum. Arngrímur er þó langt frá því að vera ókunnur skrifum utan hins fræðilega heims en hann á undir beltinu fjórar útgefnar ljóða- bækur. Spurður hvernig það kom til að hann fór að skrifa skáldsögu svarar hann: „Þetta gerðist ein- hvern veginn bara alveg af sjálfu sér. Ég var í doktorsnámi við há- skólann og það var eitt síðkvöldið sem ég rölti heim og skýin á himn- inum voru eitthvað svo mögnuð að ég fékk einhverja uppljómun og fór bara heim að skrifa.“ Aðjúnktarnir tveir Spurður hvort bókin hafi, eftir þetta, bara skrifað sig nánast sjálf svarar Arngrímur: „Já að miklu leyti. Ég sýndi fyrstu drögin kunn- ingja mínum sem sagði bara „já þetta er fínt, svo skrifarðu bara tvö hundruð blaðsíður í viðbót!“. Svo byrjaði þetta bara að flæða.“ Arngrímur segist hafa verið í nokkur ár að vinna bókina, byrjað í desember 2014 og lokið henni um það bil þremur árum seinna. Koma staðir sem Arngrímur komst í kynni við á þessum tíma fyrir í sögunni, sem dæmi var Arn- grímur gestafræðimaður við Har- vard-háskóla í Bandaríkjunum haustmisserið 2016, en Harvard- háskóli kemur einmitt fyrir í Grá- skinnu. „Það eru líka ýmis svæði á Íslandi sem ég tengi sjálfur við vegna ætternis, eins og Flateyri og Akureyri,“ bætir hann við. En tengingar lífs Arngríms og sögunnar í Gráskinnu hætta ekki þarna. Aðalpersóna sögunnar er að- júnkt við Háskóla Íslands, eins og Arngrímur. Er aðalpersónan Jóhannes að vísu guðfræðingur, en líkindin eru þó augljós, að mati blaðamanns. „Það er svolítið fyndið. Eftir að ég kláraði bókina var ég ráðinn aðjúnkt við háskólann. Jóhannes er sjálfur aðjúnkt og fyrirlítur starfið fullkomlega. Ég, aftur á móti, elska mitt,“ segir Arngrímur og bætir við: „Hann er í raun mikil and- stæða þess hver ég er að langflestu leyti.“ Slökun að vinna í sögunni Arngrímur útskrifaðist með dokt- orsgráðu 2017, eftir að hafa fengið mastersgráðuna í Árósum 2012, og hafði því ýmsu að sinna á árunum sem hann vann söguna. Spurður hvernig hafi gengið að sinna rithöfundarstarfinu samhliða fræðimannsstarfinu svarar Arn- grímur: „Það gekk ágætlega vegna þess að mér fannst eins og ég þyrfti stundum frí frá rannsóknum og þá var það eins konar slökun að vinna í sögunni, þrátt fyrir að hún sé hryllileg á köflum.“ Spurður hvort hann hafi skipu- lagt ákveðinn tíma til að vinna í sögunni eða haft eitthvert skipulag á skáldaskrifunum samhliða rann- sóknarstörfum segir hann: „Nei, ég hef alltaf verið of óreiðugjarn fyrir slíkt, en ég skrifaði samt yfirleitt á kvöldin.“ Komu rannsóknarstörfin einnig að notum við söguskrifin. „Ég fer út í þjóðsögur í rannsóknum mín- um, eins og Jóhannes gerir í bók- inni. Jafnframt kynntist ég ýmsu í náminu, meðal annars hvernig aka- demían fúnkerar, sem leitar inn í bókina, reyndar í svolítið ýktri og neikvæðri mynd.“ Loksins braust hann út Aðspurður segist Arngrímur ánægður með útkomuna, fyrstu skáldsöguna, og segir: „Í raun er ég miklu stoltari af þessari bók en doktorsritgerðinni minni þó að mér þyki hún mjög vönduð líka. Í mjög mörg ár hafði blundað í mér skáld- sagnahöfundur sem hafði ekkert náð að brjótast út og ég var farinn að fá efasemdir um að ég gæti þetta. Svo þetta er frekar stór stund fyrir mig. Því það er miklu erfiðara, finnst mér, að þurfa að búa til allan raunveruleikann frekar en styðjast við heimildir.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stoltari af bókinni en doktorsritgerð  Meira að segja hinir verstu eiga sínar góðu hliðar  Skýin á síðkvöldi ýttu Arngrími Vídalín íslenskufræðingi af stað í skáldsöguskrif  Öfugt við aðalpersónuna elskar hann starfið sitt Von „Ég myndi segja að þetta væri í raun bók um væntingar og vonbrigði og fjallar að miklu leyti um breyskleika okkar,“ segir Arngrímur Vídalín. Kvikmyndind Héraðið hlaut nýverið 518.000 evrur eða rúmlega 70 milljóna íslenskra króna styrk frá Creative Europe MEDIA til dreif- ingar í 28 Evrópulöndun. „Þetta er mikilvæg og verðmæt viðurkenn- ing fyrir myndina. Þetta þýðir í raun að fjöldi dreifingaraðila út um alla Evrópu skiptir þess- um styrk á milli sín og leggur annað eins af mörkum til að kynna myndina og laða að fólk í kvikmyndahús. Myndin okkar verður því markaðssett fyrir tæplega 150 milljónir í Evr- ópu. Markaðssvæðin eru ólík og dreifingar- aðilar eru þ.a.l. með ólíkar áherslur, þess vegna eru t.a.m. fjórar útgáfur af veggspjaldi fyrir myndina í umferð og myndin heitir Mjólk í Frakklandi,“ segir Grímar Jónsson, framleið- andi myndarinnar, í fréttatilkynningu. Héraðið var frumsýnd hérlendis 14. ágúst. Nú þegar hafa um 7.000 manns séð myndina um allt land. „Næst á dagskrá hjá okkur er að frumsýna myndina alþjóðlega á kvikmyndahátíðinni í Tor- onto í flokki sem kallast Contemporary World Cinema. Við hlökkum mikið til þess,“ segir Grímar. Héraðið verður sýnd úti um alla Evrópu Héraðið Plakat fyrir TIFF. Netflix ætlar að framleiða nýja sjónvarpsþátta- röð sem inn- blásin er af for- setaframboði Hillary Clinton árið 2016 þegar hún tapaði fyrir Donald Trump, núverandi Bandaríkjaforseta. Samkvæmt frétt BBC byggist þáttaröðin, sem nefnist Girls on the Bus, á kafla úr bókinni Chasing Hillary eftir Amy Chozick sem starfaði sem blaða- maður og skrifaði um forseta- framboðið fyrir New York Times. „Þetta er það mest spennandi sem ég hef upplifað,“ segir Chozick. Þáttaröðin fjallar um fjórar konur sem starfa sem blaðamenn og hafa það hlutverk að fylgjast með for- setaframbjóðendum. Titill þátta- ráðarinnar vísar í bókina The Boys on the Bus frá 1972, sem fjallaði um forsetakosningarnar í Bandaríkj- unum það sama ár. Þáttaröð um forsetaframboð Clinton Hillary Clinton

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.