Morgunblaðið - 02.09.2019, Side 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019
FALLEG OG VÖNDUÐ
LEIKFÖNG
úr náttúrulegum efnivið,
tré og silki
ERUM FLUTT
!
á Nýbýlaveg
8
– Portið
Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
Lífið er almennt ekki áfalla-laust og margir eiga viðerfiðleika að stríða, ekkisíst þeir sem búa á jaðri
samfélagsins. Annabelle, glæpasaga
með sálfræðilegu ívafi, eftir Linu
Bengtsdotter,
byggist á þessum
jarðvegi og tekst
höfundi sérlega
vel að endur-
spegla ömurleik-
ann, sem margir
neyðast til þess
að búa við.
Eitt manns-
hvarf er einu
mannshvarfi of mikið, en í fámennu
samfélagi í Svíþjóð, þar sem íbú-
arnir eru undir hælnum á einum at-
vinnurekanda, fylgir leitarhugur
ekki endilega máli. Hver lítur í eig-
in barm, ver sitt og sína, þrátt fyrir
að saklausustu sálir á yfirborðinu
geti verið djöflar í mannsmynd. All-
ir virðast hafa sinn djöful að draga
og jafnvel rannsóknarlögreglan er
ekki við eina fjölina felld.
Sú mynd sem höfundur dregur
upp af þessu fámenna samfélagi er
ískyggileg. Hörmuleg. Börnin fæð-
ast inn í heim sem þau ráða ekki
við og eitt leiðir af öðru kynslóð
fram af kynslóð. Vímuefna er neytt
til þess að lina þjáningarnar, jafn-
vel frá barnsaldri, lauslæti er al-
gengt og auk óreglunnar leggjast
sumar konur í vændi, en þegar öllu
er á botninn hvolft er þar enga
huggun að fá heldur þvert á móti.
Annabelle er átakanleg saga.
Saklausir leikir verða að alvar-
legum málum og þátttakendur sog-
ast inn í atburðarás sem þeir ráða
engan veginn við. Umhverfið hent-
ar ekki persónunum og þær ná ekki
að fóta sig í samfélaginu. Það dap-
urlegasta er að sagan er ekki að-
eins raunsæ heldur sérlega trú-
verðug og það er í raun það sem
nagar lesandann einna helst inn að
beini.
Ljósmynd/Gabriel Liljevall
Átakanleg „Annabelle er átakanleg saga. Saklausir leikir verða að alvar-
legum málum og þátttakendur sogast inn í atburðarás sem þeir ráða engan
veginn við,“ segir í rýni um glæpasögu eftir Linu Bengtsdotter.
Engin miskunn
á jaðrinum
Annabelle bbbbn
Spennusaga
Eftir Linu Bengtsdotter.
Brynja Cortes Andrésdóttir íslenskaði.
Bjartur 2019. Kilja, 332 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Ljósmynd/Sarah Maria Yasdani
Orðaleit Gunnar Smári Jóhannesson í hlutverki sínu sem Ómar orðabelgur.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Þjóðleikhúsið frumsýnir Ómar
orðabelg eftir Gunnar Smára
Jóhannesson í leikstjórn Björns
Inga Hilmarssonar á Patreksfirði í
dag. „Þetta er fjórða árið í röð sem
Þjóðleikhúsið frumsýnir leikrit ætl-
að leik- og
grunnskólabörn-
um úti á landi og
fer í framhaldinu
með uppfærsluna
í sýningarferð
um landið,“ segir
Björn Ingi og
tekur fram að
líkt og síðustu ár
verði viðkomu-
staðirnir um
þrjátíu talsins á
landinu. „Þetta árið byrjum við á
Vestfjörðum og fikrum okkur síðan
norður og austur og loks suður áð-
ur en við sýnum á Reykjanesi og í
Þjóðleikhúsinu í Reykjavík,“ segir
Björn Ingi og tekur fram að í
Reykjavík sé sýningin sýnd undir
merkjum Sögustundar.
„Þetta er 11. leikárið sem Þjóð-
leikhúsið býður upp á Sögustund,“
segir Björn Ingi og rifjar upp að
fyrstu árin hafi aðeins verið boðið
upp á sýningar í Þjóðleikhúsinu
fyrir börn í elstu deildum leikskóla
á höfuðborgarsvæðinu. „En fyrir
nokkrum árum var ákveðið að
stækka verkefnið og ferðast einnig
út á land með sýningu fyrir börn í
elstu bekkjum leikskóla og yngstu
bekkjum grunnskóla. Allar eru sýn-
ingarnar boðssýningar og hluti af
því markmiði Þjóðleikhússins að
bjóða börnum að upplifa töfra leik-
hússins óháð búsetu og efnahag,“
segir Björn Ingi og bendir á að
Ómar orðabelgur sé hugsuð sem
sýning fyrir börn á aldrinum fjög-
urra til átta ára.
Munaðarlaus 12 ára gamall
„Reyndar langar okkur til að
prófa að blanda í áhorfendahópnum
saman leik- og grunnskólabörnum
annars vegar og eldri borgurum
hins vegar. Enda vitum við að
framboð menningarviðburða á
landsbyggðinni er líka takmarkað
fyrir eldri borgara,“ segir Björn
Ingi og tekur fram að áformin
helgist af innihaldi sýningarinnar
sem fjalli að hluta um samband og
samskipti þessara tveggja aldurs-
hópa. „Höfundur og leikari sýning-
arinnar er Gunnar Smári, sem út-
skrifaðist úr leiklistardeild Lista-
háskóla Íslands á liðnu vori og er
hér að þreyta frumraun sína sem
höfundur og leikari í Þjóðleikhúsinu
með þessari sýningu,“ segir Björn
Ingi og bendir á að líkt og hann
sjálfur komi Gunnar Smári af
landsbyggðinni. „Ég er frá Dalvík
og hann frá Tálknafirði, en báðir
höfum við mikinn áhuga á því að
búa til sýningar fyrir börn á ólíkum
aldri úti á landi,“ segir Björn Ingi
og rifjar upp að Gunnar Smári hafi
fyrr á þessu ári sent umsókn til
Þjóðleikhússins þar sem hann tók
fram að „helsti tilgangur hans með
leiklistarstarfi sé að efla áhuga
ungra barna á landsbyggðinni á
leiklist“. Þegar ég las þessa um-
sókn sá ég strax að þetta væri ein-
staklingur sem mig langaði til að
vinna með, því mitt helsta hugð-
arefni síðustu árin hefur verið að
búa til sýningar fyrir börn á ólíkum
aldri úti á landi. Verkefni sem mér
þykir mjög vænt um.“
Að sögn Björns Inga fór hann í
framhaldinu að skoða hvað Gunnar
Smári hefði verið að gera í námi
sínu og rakst þar meðal annars á
einstaklingsverkefni hans sem
fjallaði að hluta um ömmu Gunnars
og uppvöxt hans. „Hans persónu-
lega saga er að mörgu leyti mjög
áhugaverð. Tólf ára gamall er hann
búinn að missa báða foreldra sína
og flytur í framhaldi af því til bróð-
ur síns. Amma þeirra flytur síðan
til þeirra á Tálknafjörð en deyr
nokkrum árum síðar. Mig hefur í
nokkurn tíma langað til að vinna
sýningu fyrir börn þar sem dauðinn
sé meðal viðfangsefna,“ segir Björn
Ingi og bendir á að annað leiðarstef
í sýningunni sé leikurinn að tungu-
málinu.
Leikur að orðum og merkingu
„Ein af mínum uppáhaldsbókum
er Óðhalaringla eftir Þórarin Eld-
járn þar sem hann leikur sér með
rím eins og honum einum er lagið.
Á aldrinum fjögurra til átta ára eru
börnin einmitt að byrja að upp-
götva tungumálið. Í sýningunni
okkar slást áhorfendur í för með
Ómari orðabelg í leit að uppruna
orðanna, en hann hefur mikinn
áhuga á orðum og því hvernig þau
verða til. Kveikjan að framvindu
verksins er að Ómar finnur bréf
sem stílað er á foreldra hans og
fjallar um ömmu hans. Í bréfinu
rekst hann á orðin „ólæknandi
langvinn lungnateppa“ sem hann
skilur ekki og leggur því í ákveðinn
leiðangur til að reyna að skilja
þessi orð og jafnframt að spyrja
ömmu sína út í þetta bréf,“ segir
Björn Ingi og bendir á að þótt
flestir þekki orðið dauði séu mun
færri sem viti hvað það raunveru-
lega feli í sér.
„Gunnar Smári bregður sér í
nokkur hlutverk í sýningunni,
þeirra á meðal er Bára bókasafns-
fræðingur. Ómar er í ónáð á bóka-
safninu þar sem hann hefur gleymt
að skila yfir 240 bókum sem hann
hefur í gegnum tíðina notað til að
rannsaka uppruna hinna ýmsu orða
með ömmu sinni. Í sýningunni leit-
ar hann fanga í ýmsum bókum sem
fjalla um allt frá læknisfræði til
töfraseyða, enda ætlar hann að fá
ömmu sína til að hætta að reykja,“
segir Björn Ingi og tekur fram að
undir lok sýningar þurfi Ómar að
spyrja Gunnar Smára leikara um
það hvað það sé að vera dáinn.
„Leikurinn að orðum og tungumál-
inu blandast þannig saman við
vangaveltur um dauðann.“
Næst sýning fyrir unglinga
Björn Ingi hefur síðustu árin
starfað sem forstöðumaður barna-
og fræðslustarfs Þjóðleikhússins
samhliða því sem hann hefur starf-
að sem leikstjóri og leikari við hús-
ið. Í starfi sínu sem forstöðumaður
heldur hann meðal annars utan um
leiklistarverkefnið Þjóðleik sem
Þjóðleikhúsið hleypti af stokkunum
fyrir rúmum áratug. „Frá upphafi
hefur markmiðið með Þjóðleik verið
að tengja Þjóðleikhúsið á lifandi
hátt við ungt fólk, 13-20 ára, á
landsbyggðinni og efla þannig bæði
áhuga þess og þekkingu á listform-
inu,“ segir Björn Ingi, sem þegar
er farinn að huga að næsta Þjóðleik
sem haldinn er 2020-21, en verk-
efnið er alltaf haldið annað hvert
ár.
„Næsta leikstjórnarverkefni mitt
er síðan Vloggað um tilvistina eftir
Matthías Tryggva Haraldsson, sem
er mjög spennandi höfundur,“ segir
Björn Ingi, en um er að ræða sýn-
ingu fyrir unglinga sem sýnd verð-
ur á höfuðborgarsvæðinu á næsta
ári og mögulega á landsbyggðinni
leikárið 2020-21.
Upplifa töfra leik-
hússins óháð búsetu
Þjóðleikhúsið frumsýnir Ómar orðabelg eftir Gunnar
Smára Jóhannesson í leikstjórn Björns Inga Hilmarssonar
Björn Ingi
Hilmarsson