Morgunblaðið - 04.09.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.09.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2019 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Kennarasamband Íslands (KÍ) og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa undirritað samkomulag um endurskoðaða viðræðuáætlun vegna komandi kjarasamninga og að form- legum kjaraviðræðum verði frestað fram í október. Samkomulagið nær til fimm að- ildarfélaga KÍ sem hafa staðið sam- an í viðræðunum við sveitarfélögin og fá félagsmenn þeirra í fullu starfi 105 þúsund króna eingreiðslu, sem greidd verði út 1. nóvember. Er eingreiðslan hugsuð sem hluti af fyrirhuguðum launabreytingum á gildistíma endurnýjaðra samninga og er sagður vera sameiginlegur skilningur viðsemjendanna á því að eingreiðslan verði metin sem hluti af kostnaðaráhrifum næstu samn- inga að því er fram kemur á vefsíðu KÍ. Upphæð eingreiðslunnar greið- ist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall félagsmanna. Stefna að undirritun nýrra kjarasamninga fyrir 30. nóv. Í viðræðuáætluninni er nú stefnt að undirritnun nýrra kjarasamninga fyrir 30. nóvember. Ástæða frestunarinnar er sú að nú standa yfir viðræður milli félaga opinberra starfs- manna og sveit- arfélaganna sem hafa einsett sér að ljúka þeim fyrir miðjan sept- ember og eru því framar í röðinni í viðræðunum við sveitarfélögin. „Þetta er bara raunsætt mat á stöðunni og hvernig samningavið- ræðurnar ganga við þá sem eru á undan í röðinni. Það er ekki raun- hæft að viðræður við okkur komist á skrið fyrr en í október,“ segir Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ. Hann bendir á máli sínu til stuðnings að viðræðuáætlanir ann- arra félaga en BHM við sveitar- félögin renni út um miðjan sept- ember. Engin ró þrátt fyrir frestun Samkvæmt upplýsingum Ragn- ars Þórs hefur heilmikil undirbún- ingsvinna vegna endurnýjunar kjarasamninga farið fram í KÍ og kennarafélögunum. ,,Nú eru aðildarfélögin að fara í fyrsta skipti saman í viðræðurnar og það er auðvitað heilmikil vinna sem fylgir því. Það er engin ró yfir þessum málum þó að viðræðurnar við sveitarfélögin fari ekki af stað aftur fyrr en í október,“ segir hann. Kennarafélögin sem standa sam- an í viðræðunum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga eru Félag grunnskólakennara, Fé- lag leikskólakennara, Félag kenn- ara og stjórnenda í tónlistarskólum, Félag stjórnenda leikskóla og Skólastjórafélag Íslands. Er við- ræðunefnd KÍ skipuð formönnum þessara félaga auk formanns KÍ og hagfræðings sambandsins. Yfirstandandi viðræður félaga op- inberra starfsmanna og ASÍ-félaga sem semja við ríki og sveitarfélög, eru sagðar ganga hægt fyrir sig en mjakist þó áfram. Vinnutímamál og stytting vinnutíma hafa verið ofar- lega á baugi í viðræðunum en reynst hefur flókið að útfæra þær. Launasetningin er forgangsmál Að sögn Ragnars Þórs hefur stytting vinnutíma ekki verið eitt af stóru forgangsmálum kennara í kjaraviðræðunum enda störfin ólík og aðstæðurnar mismunandi. „Sameiginlega forgangsmálið er launasetningin og svo er spurning um hvers konar hvatar eru til stað- ar í kerfinu, hvort það er hvati til að taka að sér stjórnun og fleiri slík framgangsmál eru til skoðunar.“ Fresta viðræðum  Samkomulag að viðræður KÍ og sveitarfélaga hefjist í október  Fá eingreiðslu  „Raunsætt mat á stöðunni“ Ragnar Þór Pétursson Gervitunglasendum var skotið í sjö hnúfubaka í Arnarfirði í fyrradag. Nokkuð var af hnúfubak í firðinum og segist Gísli Víkingsson, hvala- sérfræðingur á Hafrannsóknastofn- un, áætla að fjöldinn hafi að minnsta kosti verið tvöfaldur fjöldi dýranna sem merkt voru. Að sögn Gísla töldu heimamenn að hvalirnir hefðu verið að gæða sér á smásíld í firðinum. Gísli segir að vel hafi gengið að merkja dýrin og tók verkefnið um sex tíma. Sendingar höfðu í gær bor- ist í gegnum gervihnött um staðsetn- ingu frá fjórum hvalanna og frá tveimur höfðu borist merki án þess að gefa upplýsingar um staðsetningu. Merki höfðu ekki borist frá sjöunda dýrinu. Undanfarin ár hafa Norðmenn og Íslendingar m.a. notað þessa aðferð til að afla upplýsinga um ferðir hnúfubaka. Hluti hnúfubaka á norðurslóð heldur suður á bóginn er líður á haustin og eru æxlunar- stöðvar hnúfubaks í Karíbahafi og við Grænhöfðaeyjar. Þá er hugsanlegt að merktir hnúfubakar geti vísað á loðnugöngur er líður á veturinn, en talsvert hefur verið af hnúfubak á loðnumiðum hér við land allan vetur- inn. Að sögn Gísla er verkefnið öðr- um þræði hluti af rannsóknaverkefni um vistfræði loðnu. aij@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Merki Gervihnattasendir í hnúfu- bak í Eyjafirði fyrir nokkrum árum. Merktu sjö hnúfubaka í Arnarfirði  Gæti gefið upp- lýsingar um loðnu Líney Sigurðardóttir Þórshöfn „Við horfum á björtu hliðarnar og gleðjumst yf- ir því að ónýtu heyrúllurnar okkar nýtast til að græða upp landið,“ sagði Kristín Kristjánsdóttir á Syðri-Brekkum þar sem mikið magn af heyi hraktist á túnum í óþurrkatíð sumarsins. Það voru á þriðja hundrað ónýtar heyrúllur og voru þær fluttar frá Syðri-Brekknabæjunum tveimur upp að Hófaskarði og munu þar græða landið. Landgræðslufélag Svalbarðshrepps boð- aði til landgræðsludags síðastliðinn laugardag, en hugmyndir hafa í nokkurn tíma verið uppi hjá félaginu um að hefja landbótaverkefni við Hófaskarð. Þar kemur ónýta heyið að góðum notum sem jarðvegsbætir og brýnt var einnig að bjarga túnunum sem rúllurnar lágu á. Eggert Stefánsson í Laxárdal í Þistilfirði er formaður félagsins og sagði hann verkefnið hefjast með styrk frá Svalbarðshreppi og ákveðið hefði verið að ráðast strax í þetta verk þegar fyrir lá að koma þyrfti ónýtu heyrúll- unum af túnunum. „Með því að fá jarðveg ofan á örfoka mela er hægt að horfa til þess að rækta skjólbelti þarna upp frá. Þekkt er að skjólbelti binda einnig snjó, svo að með tím- anum gæti gróðurinn átt þátt í að laga veðurfar og fækka ófærðardögunum á þjóðveginum við Hófaskarðið,“ sagði Eggert og bætti við að ekki væri eftir neinu að bíða því um næstu helgi væru fyrstu göngur og bændur hefðu lítinn tíma aflögu. Bændur mættu með dráttarvélar í Hófa- skarðið til að dreifa úr heyinu og var fólk hvatt til að taka þátt í að vinna landinu sínu gagn með því að mæta á svæðið og aðstoða við dreif- ingu sem gæti orðið hið besta fjölskylduverk- efni, því aldrei þessu vant skein sólin glatt þennan laugardag. Ónýtar heyrúllur fluttar upp í Hófaskarð í Svalbarðshreppi Hrakið hey græðir landið Stjórnendur Landspítalans og fulltrúar fjármála- og efnahagsráðu- neytisins eru boðaðir á fund fjár- laganefndar í dag til að fara yfir fjárhagsvanda spítalans og rekstrarhallann sem safnast hefur upp. Nefnd- armenn í fjár- laganefnd hafa að undanförnu farið ofan í fjárhags- vanda spítalans og kallað eftir upplýsingum en eins og fram hefur komið hér í blaðinu sýndi hálfsársuppgjör Landspítalans umfangsmikinn rekstrarhalla í ár til viðbótar við hallarekstur á seinasta ári. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, segir að nefndin hafi hitt fulltrúa fjármálaráðuneytisins og farið yfir 6 mánaða uppgjörið en nefndin fékk það formlega í hendur í vikunni sem leið. Á fundinum í dag verður þessum málum fylgt eftir og aflað upplýsinga frá fyrstu hendi um til hvaða aðgerða hefur verið gripið, hvað hafi brugðist í rekstrinum og hverjar séu ástæður þess að spítalinn er að fara þetta mikið fram úr fjár- heimildum. Er framúrkeyrslan skv. 6 mánaða uppgjörinu meiri en gert var ráð fyrir í þriggja mánaða uppgjöri Landspítalans fyrr á árinu. Willum segir að farið verði líka í saumana á hverju boðaðar aðgerðir stjórnenda Landspítalans muni skila og hvernig menn sjái fyrir sér að hallanum verði náð niður. omfr@mbl.is Í saumana á hallanum Willum Þór Þórsson  Stjórnendur spítalans boðaðir á fund fjárlaganefndar Morgunblaðið/Ómar Sjúkrahús Mikill halli var á starf- semi Landspítala á seinasta ári. Karlmaður var í gær úrskurðaður látinn á sjúkrahúsinu á Akureyri eft- ir köfunarslys í Eyjafirði. Tilkynning um slysið barst Neyð- arlínu um klukkan 14. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norð- urlandi eystra hljóðaði sú tilkynning á þá leið að verið væri að flytja slas- aðan einstakling í land eftir köfunar- slys. Voru lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir ræstar út auk þess sem varðskipið Týr, sem þá var statt nærri, hélt einnig til aðstoðar. Enn var unnið á vettvangi í gærkvöldi en samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu var m.a. unnið að því að end- urheimta köfunarbúnað hins látna. Nánari upplýsingar um slysið feng- ust ekki í gær. Maður lést í köfunarslysi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.