Morgunblaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2019 Landspítali á að vera sjúkrahús allra landsmanna og annast þá veik- ustu og flóknustu sjúkratilfelli og jafnframt vera mikilvægasta kennslustofnunin á sviði heilbrigð- ismála. Fréttir berast svo ört af vandamálum Landspítala háskóla- sjúkrahúss að þær fyrri gleymast og hlýtur það að teljast hagkvæmt því þá vinnst ekki tími til að kanna þær. Hér fara á eftir nokkrar fyrirsagnir úr fréttamiðlum: 12. sept. 2013, Vísir vefsíða, „Land- spítali í bráðri hættu.“ 8. nóv. 2013, Fréttatíminn, „Læknar hafa þagað of lengi.“ Ágúst 2014. „Úttekt landlæknis- embættis á lyflækningasviði LSH.“ „Kulnun í starfi sérfræðinga,“ „deildarlæknar réðu sig ekki á sumar deildir sviðsins.“ 31. jan. 2018, vefsíða RÚV. „Verulega dregið úr vísindastarfi á LSH.“ 2. ágúst 2019, Mbl. „Lægst meðal nor- rænna háskóla.“ Nýleg frétt var að mismunandi tölvukerfi sem eru forsenda upp- lýsinga og ákvarð- anatöku næðu ekki saman. Eitthvað hlýtur að vera að. Gæti skýringin m.a. verið í frétt á vefsíðu Mbl. frá 18. des. 2018, þar sem segir í fyrirsögn; „Stóð framar þeim sem ráðinn var.“ Þar er vitnað í vefsíðu Lækna- félags Íslands og sagt að 240 læknar hafi skrifað bréf þar sem deilt er á ráðningarferil við LSH. „Læknarnir segja óásættanlegt að sérfræðilækn- ar geti ekki vænst þess að umsóknir þeirra fái faglega umfjöllum óháðra aðila við ráðningar að Landspítala Háskólasjúkrahúsi.“ Um þetta er nánar fjallað síðar í grein í janúarhefti Læknablaðsins. „Kalla eftir fagmennsku við ráðn- ingar á Landspítala.“ Undir- skriftasöfnun hófst eftir að Kæru- nefnd jafnréttismála taldi að stöðunefnd hafi ekki farið eftir reglum sem um hana giltu, „sá er ráð- inn var uppfyllti ekki öll skilyrði aug- lýsingar“. Fram kemur í bréfinu að úrskurður hafi „verulega skaðleg áhrif á ímynd Landspítala sem há- skólasjúkrahúss og mun hafa áhrif á áhuga lækna til að sækja um störf hér á landi“. Krafist er úrbóta. Þetta er ekkert nýtt í spítalakerf- inu. Þekktasta dæmið er frá miðri fyrri öld þegar læknir sem hafði unn- ið að mestu á skrifstofu í 10 ár án klínískrar vinnu og án viðeigandi sér- leyfis var ráðinn í forystustöðu á LSH og HÍ, en helstu ábyrgðar- stöður er oftast tengdar vegna kennsluhlutverks LSH. Þá mótmælti Læknafélag Íslands. kröfum. Það sem á vantaði skáldaði nefndin. Athugasemdir og mótmæli voru virt að vettugi. Við málsókn gátu lagalímheilar dómenda ekki séð neitt athugavert við það álit stöðunefndar að nám við héraðssjúkrahús væri betra en sérfræði- og kennarastaða við eitt virtasta háskólasjúkrahús í heimi. Um líkt leyti var heilbrigðisyfir- völdum skýrt frá fjórum sjúkratil- fellum þar sem höfðu orðið alvarleg mistök, þar af tvö dauðsföll. Ekkert var gert með það. Niðurstaðan var sú að mótmælandinn var rekinn á með- an hann var í leyfi, aftur sem kennari við eitt fremsta háskólasjúkrahús í BNA, og fékk ekki framar vinnu í sjúkrahúskerfinu á Íslandi né við Há- skóla Íslands. Þetta er áhrifamikil að- ferð til fjársveltis og þöggunar. Hvað skyldi hafa vera þagað um mörg óþarfa dauðsföll? Það er varla að undra að læknar hafa snúið til baka til námslands eða ekki komið til baka eftir að hafa kynnt sér slíka málavöxtu. Með þessu hefur ekki aðeins tapast mikill mann- auður heldur einnig mikilvæg tengsl við merkustu stofnanir þangað sem hefði verið hægt að sækja ráðgjöf og stuðla að sérnámi ungra lækna. Það eru neytendur heilbrigðisþjónust- unnar, þ.e. sjúklingar, sem fyrst og fremst skaðast á þessu. Það er upp á von og óvon sem ættlitlir, ópólitískir læknar snúa aftur heim þrátt fyrir af- burða menntun og reynslu. Sérfræðileyfi á að staðfesta sér- þekkingu læknis eftir skilgreint sér- nám. Réttmætar athugasemdir 240 lækna geta kannski leitt til endur- skoðunar á starfsháttum stöðunefnda og ráðningu sérfræðinga áður en meiri mannauðssóun á sér stað og staðall Landspítala og Háskóla Ís- lands lækkar frekar. Það er erfitt að reka 240 lækna samtímis. Vandræði Landspítala háskólasjúkrahúss Eftir Birgi Guðjónsson Birgir Guðjónsson » Tvö hundr- uð og fjöru- tíu læknar segja að sér- fræðilæknar geti ekki vænst þess að um- sóknir fái fag- lega umfjöllum. Vonandi lýkur mannauðssóun. Höfundur er læknir. MACP, FRCP, AGAF, FASGE, Höfundur er fyrr- verandi aðstoðarprófessor við Yale University School of Medicine. bghav@simnet.is Tilvitnanatíðni á alþjóðavettvangi í vísindavinnu efstu íslenskra lækna til ársloka 2013 og hins vegar persónu- legt mat íslenskrar stöðunefndar með sama formanni á BG, ÞH og SG 4.000 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 1 9 17 25 33 41 49 57 65 73 81 89 97 10 5 11 3 12 1 12 9 13 7 14 5 15 3 16 1 16 9 17 7 18 5 19 3 20 1 20 9 21 7 22 5 23 3 24 1 24 9 25 7 26 5 27 3 28 1 28 9 29 7 30 5 31 3 32 1 32 9 33 7 Litið framhjá bandarísk- um sérfræðiprófum og lektorsstöðu við erlenda læknaskóla „Lítið sinnt rannsóknastörfum“ Tilvitnanir 931 í tímaritum, og um 200 í kennslubókum. Bandarísk sérfræðipróf mikið lofuð „Mikil kennslureynsla ... ... hlutastaða dósents“ „Afkastamikill við vísindastörf“ Tilvitnanir 141 „Verið með afbrigðum mikil- virkur í rannsóknum sínum á hjartasjúkdómum.“ Tilvitnanir 379 Röð lækna T íð n i Á áttunda tug síðustu aldar skipaði Heilbrigðisráðuneytið stöðunefnd undir forsæti þáverandi landlæknis ásamt fulltrúa Háskóla Íslands og Læknafélags Íslands. Þetta var sennilegasta siðlausasta og skaðleg- asta nefnd sem nokkru sinni hefur verið skipuð í heilbrigðiskerfinu. Nefndin átti að starfa að fyrirmynd þýddra sænskra reglna en mik- ilvægum atriðum var sleppt, sér- staklega áfrýjunarrétti umsækjenda. Nefndin hafði þannig nánast ein- ræðisvald um ráðningu eða útilokun einstaklinga. Nefndin kepptist við að upphefja vildarvini og niðurlægja al- varlega keppinauta eins og sjá má á línuriti. Hún gat talið rannsóknir umsækj- anda um krabbamein lítils virði en samt urðu þær að vitnisburði (til- vitnun) í meginkennslubók Lækna- deildar, efni bókarkafla í sérfræði- bókum, ritstjórnargreinum og fyrirlestrum við virta háskóla og sér- fræðiráðstefnur. Próf, klínísk hæfni svo og kenn- arastaða við virt erlent háskóla- sjúkrahús var virt að vettugi, en þeir sömu verðleikar leiddu síðar til æðstu viðurkenninga bandarísku og ensku lyflæknasamtakanna sem aðeins nokkrir tuga lyflækna hafa náð. Meiri viðurkenningu er vart hægt að öðlast. Sá er nefndin taldi hæfastan upp- fyllti aðeins einn átjánda af auglýsum Náttúrufræðingar á Norðurlöndum hafa unnið að því að greina og taka saman upplýs- ingar um margvíslegar hindranir sem félags- menn þeirra finna fyrir innan Norðurlandanna, en þær eru fleiri en margir myndu halda, ásamt því að gera til- lögur að lausnum. Afrakstur þessarar samvinnu er skýrsla sem ber heitið „Nordic Work Mobility and Labour Market – for Professional Scient- ists“ og var hún gefin út nú í sumar með fjárstuðningi frá Norður- landaráði. Þau stéttarfélög nátt- úrufræðinga á Norðurlöndunum sem standa að þessari skýrslu eru: Félag íslenskra náttúrufræðinga á Íslandi, Jordbrugsakademikerne í Danmörku, Agronomiliitto og Loimu í Finnlandi, Naturviterna í Noregi og Naturveterne í Svíþjóð. Skýrslan var unnin undir stjórn Naturveterne í Sviþjóð og var rit- stjóri skýrslunnar Tobias Lund- quist, en höfundar texta voru þau Jacob Holmberg, Tobias Lundquist, Heidi Hännikäinen, Suvi Liikkanen, Trygve Ulset, Maríanna H. Helga- dóttir, Jacob Neergaard, Hanne Jensen, Marjaana Kousa og Arja Varis. Landamærahindranir Meðal þeirra hindrana sem í ljós komu við þessa vinnu var að í reynd er ekki fullkomlega frjálst flæði vinnuafls innan Norðurlandanna. Frjálst flæði vinnuafls er afar mikil- vægt fyrir samstarf Norðurlanda- ríkjanna og getur haft margvísleg jákvæð áhrif, til að mynda yfirfærslu þekkingar milli landa og betri skiln- ing á aðstæðum í hverju landi. Náttúrufræðingar gegna lykil- hlutverki í uppbyggingu græns sam- félags. Þeir hafa reynslu og þekk- ingu um hvað virkar og hvað virkar ekki þegar kemur að því að skapa sjálfbæra framtíð. Loftslagsbreyt- ingar eru alheimsvandamál, en þó að um sé að ræða alheimsvandamál þarf að leysa staðbundin vandamál á hverjum stað. Þar gegna náttúru- fræðingar lykilhlutverki og því er mikilvægt að þeir geti hindranalaust flutt sig á milli landa til að leysa í samvinnu við heimamenn þau vandamál sem koma upp á hverjum stað. Í því ljósi erum við sannfærð um að frjálst flæði vinnuafls innan Norð- urlandanna skili mun betri árangri við lausn ýmissa vandamála og auki jafnframt líkurnar á gagnkvæmu lærdómsferli. Frjálst flæði vinnuafls getur að sama skapi haft jákvæð áhrif á stöðu atvinnumála hjá félagsmönnum okk- ar. Sem dæmi má nefna að þó að at- vinnuleysi sé lítið í Nor- egi á það t.d. ekki við um líffræðinga. En ef við á sama tíma vitum að það er skortur á fólki með slíka menntun í öðru norrænu landi er það augljós sam- félagsleg ábyrgð okkar að leggja okkar af mörkum til að tengja brýr þar á milli og koma þar með landa- mærahindrunum fyrir kattarnef. Stéttarfélög náttúrufræðinga vilja þar leggja sín lóð á vogarskálarnar. Almenn umfjöllun um starfs- tengdar landamærahindranir eru aðallega á hendi Norðurlandaráðs og hafa þær vissulega verið þar til um- ræðu, en viðbrögð stjórnvalda í hverju landi fyrir sig hafa verið mun minni en vonir stóðu til. Stéttarfélög á Norðurlöndunum vona að stjórn- málamenn geti unnið saman að því markmiði að finna lausnir á þeim málum sem Norðurlandaráð hefur bent á og jafnframt hefur verið gert með þeirri skýrslu sem hér er til um- ræðu. Viðurkenning á starfsgreinum getur verið vandamál Margar starfsstéttir á Norður- löndunum eru skilgreindar í lögum eða reglum eða jafnvel geiranum sjálfum. Þar sem eftirspurn eftir vinnu hjá ákveðnum starfsgreinum er misjöfn eftir Norðurlöndunum getur þetta stundum verið hindrun á frjálsu flæði vinnuaflsins. Sumar starfsstéttir hljóta viðurkenningu með samningum sem ná yfir landa- mæri eða norræna samninga, aðrar falla undir tilskipun ESB um starfs- réttindi eða önnur alþjóðalög. Aðrar starfsgreinar eru ekki viðurkenndar eða krafist er viðbótarnáms eða reynslu svo þær öðlist viðurkenn- ingu. Mikilvægt er því að samræma viðurkenningu á starfsgreinum milli Norðurlandaríkjanna. Samningur um gestaaðild milli Norðurlandaríkjanna Félög náttúrufræðinga á Norður- löndunum, Félag íslenskra nátt- úrufræðinga, Jordbrugsakademik- erne og Dansk Magisterforening í Danmörku, Agronomiliitto og Loimu í Finnlandi, Naturviterna í Noregi og Naturveterne í Svíþjóð, hafa undir- ritað samning sín á milli um svo kall- aða gestaaðild. Við teljum að samningurinn um gestaaðild muni auðvelda náttúru- fræðingum að leita sér að starfi í öðru norrænu landi og að fá aðstoð í viðkomandi landi. Einnig er þessi samningur um gestaaðild okkar framlag til að vinna gegn áhrifum landamærahindrana. Hvatning til stjórnvalda Við vonum að skýrslan hvetji stjórnvöld á Norðurlöndunum til að halda áfram því góða starfi sem þeg- ar hefur átt sér stað og tryggi áfram- haldandi vinnu á þessu sviði ásamt því að setja það í forgang að útrýma landamærahindrunum milli Norður- landaríkjanna. Það er von okkar að þessi skýrsla hreyfi við þessum málum í rétta átt og auðveldi háskólamenntuðum sér- fræðingum að átta sig á hvað mætir þeim sem vilja starfa eða stunda nám í öðru Norðurlandi. Þessi grein er í grunninn birt í Norður- landaríkjunum, en hefur tekið einhverjum áherslubreytingum milli landa. Meira: mbl.is/greinar Hindranir á Norðurlöndunum Eftir Maríönnu H. Helgadóttur » Frjálst flæði vinnu- afls er afar mikil- vægt fyrir samstarf Norðurlandaríkjanna. Maríanna H. Helgadóttir Höfundur er formaður FÍN – Félags íslenskra náttúrufræðinga. Las grein um málið í Mogganum fyrr á þessu ári. Klippti út og ætlaði að skrifa út frá henni en týndi. Skrifa því út frá minni. En greinin fjallaði sem sagt um það að foreldrar nú til dags ali upp börnin sín á þann hátt að þau lendi aldrei í mótbyr. Passa upp á að ekkert alvar- legt komi fyrir þau og ef það skyldi gerast þá leysa foreldrarnir úr málum barnanna, ekki börnin sjálf. Og þetta gengur svo langt að til dæmis í Banda- ríkjunum hafa foreldrar samskipti við fram- haldsskóla/háskóla barnanna vegna inn- tökuprófa þeirra og kæra jafnvel prófnið- urstöður barna sinna (sem eru þó komin á þrítugsaldurinn) séu niðurstöðurnar ekki börnunum þóknan- legar. Þessu trúi ég alveg. Og ég hef eflaust gert eitthvað slíkt í þágu minna barna, þó ekki jafn svakalega klikkað og framangreint. En með þessu er verið að búa til aumingja. Ungt fólk sem þarf aldrei að taka ábyrgð á sér og sínu lífi. Ekki horfast í augu við afleiðingar þess að hafa til dæmis ekki lært nógu vel fyrir eitt- hvert mikilvægt próf og fengið „bara 8“ en ekki 9 í einkunn. Börn verða ekki fullorðin nema að fá að takast á við lífið, gera mistök og greiða úr þeim, standa á eigin fótum. Held að því miður hafi þetta verið aðeins að aukast á undanförnum ára- tugum. Hef það á tilfinningunni. En kannski kemur þessi umræða alltaf upp öðru hvoru, með áratuga millibili, og það eru svona miðaldra kallar eins og ég sem finnst heimur versnandi fara. Vonandi. Við sem erum foreldrar höfum ef- laust rutt smá snjó úr vegi barna okk- ar og svo sem í lagi á meðan þau hafa ekki þroska, vit og getu til að takast á við hluti sem koma upp á í lífinu. En hættum að búa til aumingja, leyfum börnunum að takast á við lífið, verða fullorðnir og ábyrgir einstaklingar. Annars verður enginn með viti til að taka við af okkur þegar við setjumst í helgan stein. Snjóruðningsforeldrar Eftir Gísla Pál Pálsson »En hættum að búa til aumingja, leyfum börnunum að takast á við lífið. Gísli Páll Pálsson Höfundur er forstjóri og margra barna faðir. gisli@grund.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.